Morgunblaðið - 26.04.1950, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 26.04.1950, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 26. apríl 1950 Á. f. Warðlagsfrumvcirpið orðið að lögum Verðgæsfusljóri skipaður aí samtökum almennings FRUMVARP Hermanns Jónassonar og Karls Kristjánssonár um verðlag. verðlagseftirlit og. verðlagsdóm var afgreitt sem lög trá Alþingi með 18:1 atkvæði í gær. Með frumvarpinu voru T amsóknarmenn og Sjálfstæðismenn, en Finnur Jónssön á rr-.óti. Aðrir Alþýðuflokksmenn og kommúnistar sátu hjá. Húsameistari ríkisins Samkomulag. Eins og áður hefur verið skýrt frá varð samkomulag milli Sjálfstæðismanna og Framsókn armanna um framgang þessa máls með nokkrum breyting- Verðgæslustjóri. Aðalefni laganna er það, að c akipa skal verðgæslustjóra, sem h.afa eftirlit með verðlagi. ‘ Þessi embættismaður á að vora skipaður samkv. tillögum riefndar ,sem. í eiga sæti full- trúar frá eftirtöldum stjettar- samtökum: Alþýðusambandi Islands, Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja, Farmanna- og fískimannasambandi íslands, Kvenfjelagasambandi íslands, Laiidssambandi iðnaðarmanna, Landssambandi ísl. útvegsm. og Stjettarsambandi bænda. Afl atkvæða ræður úrslitum i nefndinni. Verðiagsdómur. Þá skal sjerstakur dómstóll, verðlagsdómur, dæma um verð- l.agsbrot. í honum eiga sæti tveir menn og ér það hlutaðeigandi hjer- aðsdómari (í'Reykjavík saka- dómari) og meðdómandi, sem dómsmálaráðherra skipar eftir tillögu áðurnefndrar nefndar. Ennfremur eru dómar og við- uriög fyrir verðlagsbrot þyngd frá því, sem nú er. Umræður í gær. Allharðar umræður voru í neðri deild í gær um þetta frum varp við 3. umræðu. Deildu þeir Einar Olgeirsson, Stefán Jóh. Stefánsson og Finn- ur Jónsson harðlega á frum- varpið og töldu það „þýðingar- laust“, ,,ómerkilegt“, „sýndar- frumvarp" o. s. frv. Taldi F. J. að verðlagseftirlitið muntíi minnka við samþykkt frum- varpsins. Jörundur Brynjólfsson varð fyrir svörum. Allar breytingatillögur voru felldar, en frumvarpið síðan af- greitt sem lög. Efri deild. Frv. til laga um notendasíma í sveitum var á dagskrá efrii deildar Alþingis í gær. Fór fram atkvæðagreiðsla eftir 2. umr. —. Þorsteinn Þorsteinsson hafði flutt breytingatillögur við frv. og var sú helst að felld skyldi niður 4. gr., en ákvæði hennar voru þess efnis, að 3 Framsókn- armenn skyldu úthluta símun- um. Þótti það að vonum ófært, og var till. Þorsteins samþykkt, Frv. var síðan vísað til 3. umr.' Frv. til laga um dánarskýrsl- ur og dánarvottorð var til 3. umr. og var frv. samþykkt ó- breytt og afgreitt sem lög frá Alþingi. Önnur mál, sem á dag- skrá voru urðu ekki afgreidd. Enskum togaro rennt i lnnd - Vnr nð sökkvcs GAMALL breskur togari, Ogano frá Grimsby, renndi upp í sendna ijöruna fyrir botni Stöðvarfjarðar síðdegis í fyrrakvöld. — Var togarinn að því kominn að sökkva. — Áhöfn skipsins yfirgaf skipið um kvöldið, með flóðj, því skipið fyllti af sjó er hiílæði var. A togaranum eru 17 menn. Æduðu til Seyðisfjarðar. Togarinn mun hafa verið við- Austurhorn, er hann tók niðri a skeri þar. Ætluðu skipverjar þá að sigla til Seyðisfjarðar, til að fá gert við leka, er kom að skipinu á skerinu. — En lekinn mun hafa ágerst svo, að skip- stjórinn tók þá ákvörðun, að nieypa skipinu á land í StÖðv- arfirði. -Var með siagsiðu. Þegar togarinn kom í augsýn á.StöðvTarfirði, var hann kom- inn með nokkra slagsíðu vegna lekans. Ekki mun mikill fiskur vera í togaranum, en hann er rúmlega 30 ára gamall. Skip- hrotsmenn halda til hjá sím- fotöðvarstjóranum í Stöðvar- firði. í ráði mun vera að reyna að bjarga togaranum út með að- etoð björgunarskips, því mjög krafímiklar, dælur þarf til að hafa undan lekanum, að sögn kunnugra. Ný „Græn skáld- saga" komin út FIMMTA „Græna skáldsagan“. sem Bókfellsútgáfan gefur út er komin í bókaverslanir. Heitir sagan „Hún vildi drottna“ og er eftir bandaríska höfundinn Edna Lee. Efni bókarinnar er spennandi og dálítið dulárfullt. Þar er sagt frá fögrum konum, glæsi- legum mönnum, ástum þeirra og hatri, baráttunni milli góðs og ills. Guðjón Samúelsson. PRÓFESSOR Guð]ón Samúels- son húsameistari ríkisins, ljest í gærmorgun í Landsspítalanum, liðlega 63 ára að aldri. Hafði hann átt við vanheilsu að búa um langt skeið. Á síðasta ári leitaði hann sjer iækninga er- lendis og var sæmilegur til heilsu er hann kom heim aftur, en brátt sótti í sama farið. Er hann ljest hafði fiann verið í Landsspitalanum um nokkra mánaða skeið. Prófessor Guðjón Samúels- son lauk prófi í húsagerðarlist við Listaháskólann í Kaup- mannahöfn. — Það sama ár var hann settur húsameistari ríkis- ins, en skipaður. í starfið á næsta ári. — Hafði hann því gengt embætti sínu um 30 ára skeið. I embætti sínu gerði próf. Guðjón teikningar að hundruð- um húsa og opinberra bygg- inga, en meðal stórhýsa þeirra er hann teiknaði og reistar voru undir hans stjórn eru t. d. Há- skóli íslands. bygging Hæsta- rjettar, Þjóðleikhúsið, bygging- ar Landsspítalans, Landssíma- húsið og Akur.eyrarkirkja. Guðjón Samúelsson var Skaft -fellingur, fæddur að Hunkur - bökkum í Vestur-Skaftafells- sýslu, 16. apfíí 1887. .Sveitastjórnarkosningar Lundúnum, 25. apríl. —- Sveitar- og bæjarstjórnarkosningar fara fram i Englandi og Wales 11. maí. Breytingar á tjekk- nesku stjórninni PRAG, 25. apríl — í dag er skýrt frá nokkrum breytingum á tjekknesku stjórninni. Að eigin beiðni hefir landvarnaráð -herrann verið leystur af og gerður í þess stað vara-forsætis -ráðherra og ráðherra líkhams -ræktar og íþrótta. Við embætti landvarnaráðherra tók sá, sem hingað til hefir gegnt embætti dóms- og kirkjumálaráðherra. Hinn nýi dómsmálaráðherra, dr. Rais er gallharður komm- únisti, sem fór til Moskvu eftir að nasistar tóku Tjekkóslóvakíu í mars 1939. -—• Reuter. Mótmæla flugi grískrar flugvjelar Lake Success, 24. apríl. — Búlg arska stjórnin sendi nýlega S.Þ. kæru yfir því, að grísk hernaðar- flugvjel hefði flogið yfir búlg- arskt land. Kréfjast þeir þegs að flugmönnunum verði refsað fyrir vikið. [. Uwraníd aSaSræls- . , ...... ■ 4írr,,íi ?: ý.,; * • \ ", : maður hlendinp í Meislng- fors fimmtugur í dag HINN vinsæli og athafna- sami aðalræðismaður íslands í Helsing'fors, Erik Valdemar Juuranto, á fimtugsafmæli í dag. Hann er fæddur í Bastvik í Syðra-Esbo í Finnlandi. Á unga aldri, strax og skólagöngu lauk, byrjaði hann að gefa sig að verslunarmálum. — Vann hann í ýmsum fynrtækjum, er versla með ný.enduvörur í höf- uðstaðnum. En árið 1922 sneri hann sjer að utanríkisverslun- inni, fyrst sem sölumaður, síð- ar sem fulltrúi við h:f. Oy Flink enberg og Leonhard. Árið 1930 stofnaði hann ásamt Paul Leonhard firmað „Leoonhard og Johansson Oy“ (Ættarnafn hans var uppruna- lega Johanssson, en hann breytti því árið 1939). Eftir vetrarstyrjöldirta tók hann við utanríkisverslun þessa firma og setti á stofn firmað „Lejos Oy“. Það er fjölskyldu fyrirtæki, er hann stjórnar, og hefur, undir stjórn hans, orðið hið mesta verslunarfyrirtæki Finnlands í sinni grein, og hefur viðskifta- sambönd um allan heim. Auk þess hefur hann stofnað firmun „Kauko Huolinta Oy”, „Santo Products Oy“ og er for- maður í firmum þessum. Og einnig í stjórn fyrirtækisins „Bostad Aktiebolag Park“. Samhliða verslunarstörfunum hefur hann gefið sig mjög við ýmsum opinberum málum. •— Hann hefur t. d. verið í stjórn „Helsingfors Agentförening“ síðan 1941 og formaður stjórn- ar þess var hann árið 1942— 48. Hann stofnaði „Utenriks- handelns Agentförbund“ árið 1944, og hefur verið formaður í stjórn þess fram á þettá ár. Hann hefur tekið þátt í ýmsum samningum viðvíkjandi starf- semi utanríkisverslunar-agent- anna, og var meðstofnandi „Nordiska Agentförbundet“ og er nú í stjórn „The Federation of Nordic Commercial Agents“ í Stokkhólmi. Hann er í fram- kvæmdanefnd verslunarráðs Helsingfors, í varastjórn „Finska Kreditgifvar förening- en“, og eins í Fransk-finska verslunarráðinu Juuranto aðalræðismaður hef ur mikinn áhuga fyrir bók- mentum og fögrum listum, en einkum þó leiklistinni. Svo og fyrir f jelags- og mannúðarmál- um. Hann er í stjórn Eftir- launasjóðs leikara við finska þjóðleikhúsið og í stjórn Styrkt arsjóðs hjúkrunarkvenna. Hann hefur ferðast um flest lönd Norðurálfu, og um Ameríku. Á þesum ferðalögum hans hefur hann aflað sjer víðtækrar og gagngerðrar þekkingar á mörgu því, er að alþjóðavið- skiftum lýtur. og komist í mjög mikilsverð persónuleg kynni í hinu alþjóðlega viðskiftalífi. — Iiefur hann skrifað fjölda greina um alþjóðaviðskipti, og fjármál heimsins. Erik Juuranto hefur verið að- alræðismaður íslands síðan árið 1947. Síðan hann tók við þessu E. J. Juuranto. starfi, hefur hann unnið ötul- lega að því, að efla viðskifti og menningarkynni milli Finna og Islendinga. Hann studdi t. d, á alla lund heimsókn íslensku leikaranna til Helsingfors ’48„ og var hvatamaður að því, að ráðist hefur verið í að þýða hið heimsfræga finska forn- kvæði Kalevala á íslensku, með það fyrir augum, að gefa það út hjer á landi Auk alls þessa sem hjer hef- ur verið nefnt, hefir hann lagt mikla vinnu í, að efla ávaxta- rækt í Finnlandi. Árið 1937 keypti hann jörðina Heinás x Nyrðra Esbo og stofnaði þar nýtísku eplagarð ásamt konu sinni. Þó ávaxtagarður þessi yrði fyrir miklum áföllum frostaveturna, meðan á styrj- öldinni stóð, hefir Juuranto haldið ræktun þessari áfram, ó- trauður, stækkað garðinn og gert hann að stærsta ávaxta- búi í nánd við höfuðstaðinn, Frá 'því Juuranto gerðist að- alræðismaður íslands í Finn- landi, hafa allir íslendingar sem til Finnlands hafa komið, lokið upp einum munni um það, hversu mjö ghann og frú hans. hafa greitt götu þeirra. En alúð og fyrirgreiðsla Juuranto aðal- ræðismanns gagnvart íslending um, er til Finnlands koma, hef- ur orðið til þess að auka enn á vinsældir finnsku þjóðarinnar meðal íslendinga, enda þótt Finnar hafi alltaf verið í mikl- um metum meðal landsmanna-, Verfcfallið í Lundún- um breiðisf úl LONDON, 25. apríl — Verk- fall hafnarverkamanna í Lund- únum er enn víðtækara nú en nokkru sinni fyrr. Eru verk- fallsmenn nú orðnir 13,500 eða um helmingur allra hafnar- verkamanna borgarínnar. í dag unnu enn fleiri her- menn við höfnina en í gær eða um 2500. Mun þeim verða fjölg -að jafnt og þjett eða allt að 6000, meðan hafnarverkamenn- irnir vinna ekki. í dag tók verkfallið að meira eða minna leyti til 90 skipa, sem í höfninni liggja. — Reuter,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.