Morgunblaðið - 26.04.1950, Blaðsíða 6
6
IUORGU N BLAÐIÐ
Miðvikudagur 26. apríl 1950
Ályktanir irá lands-
þingi Slysavarnafjel.
ÞÁ verður getið hjer annara
þeirra ályktana, er fimmta
landsþing Slysavarnafjelags ís-
lands gerði, á fundi sínum, sem
nýlega er lokið. Með birtingu
þessara ályktanna, hefur Mbl.
birt allar þær er framkomu á
þinginu.
Radio- og símamál
5. Landsþing Slysavarnafje-
lags íslands skorar á stjórn
Landssíma íslands að koma upp
radio miðunarstöð á Stórhöfða
í Vestmannaeyjum. Enn frem-
ur skorar Landsþingið á stjórn
Landssíma íslands að koma upp
radio miðunarstöð og talstöð á
Garðskaga og að koma upp tal-
stöðvum á Flateyri og Kefla-
vík norðan Súgandafjarðar.
Þingið skorar á Landssíma
íslands að leggja símalínur á
eftirtalda staði: Símalína verði
lögð frá Dagverðareyri að Mal-
arrifi sem fyrst. Að símalína
verði lögð á þá bæi með fram
ströndinni í Hraunhreppi á
Mýrum, sem enga síma hafa
fengið. A5 símalína verði lögð
frá Hallbjarnarstöðum að Mán
á að Tjörnesi.
Þingið vísaði eftirfarandi er-
indum til stjórnar S.V.F.Í., til
athugunar og afgreiðslu.
Veðurfregnir
„Slysavarnafjelagið Björg á
Eyrarbakka, beinir hjer með til
5. Landsþings Slysavarnafjel.
íslands, efcirfarandi athuga-
semdum varðandi lestur og út-
sendingu vc ðurfregna".
Þráfaldlega hafa veðurfregn-
ir ekki birst á þeim tíma, sem
auglýstur hefur verið og hefur
jafnvel ske'.kað um allmargar
mínútur. Einnig kemur það oft
fyrir, þegar veðurfregnir eru
lesnar með ilmennum frjettum,
að þær hafa ekki verið til stað-
ar frá Veðurstofunni, þegar átt
hefur að le.sa þær.
Um veðuidregnir að nóttu til
ber að gæta alveg sjerstak-
legrar nákvæmni, hvað tíma og
útsendingarskilyrði snertir.
Þegar Veðurstofan skiftir um
tíma til útsendingar veður-
fregna, ber að auglýsa það með
góðum fvri'vara, vel og ræki-
lega, ekki einungis í útvarpi,
heldur einr.ig í dagblöðunum.
Það er augljóst, að óná-
kvæmni í útsendingu veður-
fregna, getur haft hinar alvar-
legustu afleiðingar í för með
sjer, fyrir öryggi sjómanna á
hafi úti, ser.i oft hafa takmark-
aðan tíma til hlustunar og verða
þá jafnv I að mikilsverðum
frjettum un veðurútlit. Ekki
hvað síst e * nauðsynlegt, að
gæta full ai nákvæmni að nóttu
til, en á v: munu vera nokkr-
ar misfel ur, þar sem enn meiru
varðar, i 5 veðuríregnir fari
ek-ki fran íjá hlustendum, en
þó að de ú til m.a. vegna þess,
hvað veð ahrigði eru oft snögg
pm na.u*, sjerstaklega í
skammdc gi;iu.
Vegagerí
5. þir 4 S.V.F.Í. skorar á
Alþingi g ríkisstjórn að láta
Ijúka nú á næsta sumri lagn-
ingu veg ,r milli Arnarstapa og
Sands.
Ennfremur heimilar þingið
stjórn S.V.F.Í., að veita sömu
upphæð úr sjóði fjelaðsins á
þessu ári, og að undanförnu til
Útnesvegar, telji hún að sú fjár
hagsaðstoð flýti fyrir bílfærum
vegi á framangreindan stað.
Þessum till. slysavarnanefnd-
ar var vísað til stjórnar SVFÍ.
Nefndin telur þörf á stað-
bundnu björgunarskipi fyrir
Norðurland og lýsir ánægju
sinni yfir því, að stjórn S.V.F.
í., skuli hafa tekið þetta sjer-
staka áhugamál norðlenskra
slysavarnadeilda upp á stefnu-
skrá sína.
Nefndin skorar á Alþingi og
ríkisstjórn að taka upp á fjár-
lög yfirstandandi árs fjárupp-
hæð til að standast kostnað af
rekstri björgunarskips við
Norðurland yfir haust og vetr-
armánuðina.
Ýms mál
Landsþingið beinir þeirri á-
skorun til Flugráðs að gerður
verði öruggur nauðlendinga-
flugvöllur í nálægð Reykjanes-
fjallgarðar að austan til örygg-
is þeim flugvjelum á leið til
Reykjavíkur, sem ekki komast
yfir fjallgarðinn vegna veðurs.
Telur þingið nauðsynlegt, að
slíkur völlur verði vel merktur
og útbúinn ijósum til nætur-
lendinga.
Þingið skorar á vegamála-
stjóra vegna hinpa tíðu slysa,
sem eru á Suðurlandsbraut, að
láta gera við allar hættulegustu
beyjur, sem eru á þeirri leið.
Einnig skorar þingið á vega-
lögreglu að hafa góðar gætur
á hættumerkjum, sem eru á
þessari leið.
Landsþingið felur stjórn fje-
lagsins að láta athuga hvað hag
kvæmt er að gera til slysavarna
á Mýrum og hef ja framkvæmd-
ir, ef hægt er, þegar sú athug-
un hefur farið fram
Landsþingið felur stjórn S.V.
F.í. að hlutast til um það við
viðkomandi aðila, að strandtal-
stöðvar fái að nota auk neyð-
arbylgjunnar (188 m öldusvið),
ef mikið liggur við, eins og t.
d., að vara báta við innsiglinga-
leiðum, er þær verða ófærar
vegna brims og við aðrar slík-
ar öryggisráðstafanir.
Landsþingið skorar á stjórn
fjelagsins að sjá svo um, að frá
fjelagsins hendi sje alltaf örugt,
hvort sem er að nóttu eða degi,
að ná sambandi við Slysavarna
fjelagið.
Eftir fram komnu brjefi til
Slysavarnanefndár og að vel at
huguðu máli leggur nefndin til,
að 5. Landsþ. Slysavarnafjel.
íslands samþykki eftirfarandi:
í fyrsta lagi: .Að fela stjórn
fjelagsins að hlutast til um, við
rjetta aðila, að Slysavarnadeild
ir þær, sem starfrækja Strand-
talstöðvar þurfi ekki að kosta
rekstur þeirra, heldur sje sá
kostnaður greiddur af Lands-
símanum, eða öðrum aðila.
í öðru lagi: Að stjórnin bendi
Landssímanum vinsaml. á þá
ábyrgð, sem á honum hvílir,
gagnvart einkaleyfi hans á leigU
talstöðva.
Þingið skorar á gjaldeyris-
yfirvöldin að leyfa tafarlaust
innflutning nauðsynlegra vara
hluta í vjelar bátaflotans.
Kristmundur
í DAG verður jarðsettur frá
Fossvogskirkju, Kristmundur
Þorleifsson, fulltrúi hjá Trygg-
ingarstofnun Ríkisins.
Hið sviplega fráfall hans kom
ástvinum hans og samstarfsmönn
um á óvart, þótt þeim væri kunn-
ugt um sjúkdóm þann, sem dró
hann til dauða.
Kristmundur Þorleifsson var
fæddur að Böðvarshólum í
Vesturhópi hinn 27. des. 1895.
Foreldrar hans voru hjónin Þor-
leifur Kristmundsson og Steinvör
Gísladóttir, bæði af gömlum og
traustum húnvetnskum ættum
Hjá foreldrum sínum var hann
aðeins fyrstu 4 ár ævinnar, en
var þá tekinn í fóstur af vina-
fólki þeirra á Valdalæk á Vatns-
nesi. Hann átti margar hugljúfar
minningar frá uppvaxtarárunum,
og oft heýrði jeg hann minnast
með ástúð og virðingu á fóstru
sína, Valgerði á Valdalæk, sem
var gáfukona mikil. Hún unni
honum sem besta móðir, og þau
voru tengd svo sterkum andleg-
um skyldleikaböndum, að frem-
ur mun fátítt vera, jafnvel milli
skyldmenna. Taldi hann vega-
nesti það, sem hún veitti hon-
um, hafa reynst sjer ómetanlegt,
þegar til alvöru og átaka lífsbar-
áttunnar kom.
Hugur Kristmundar hneigðist
snefnma til fróðleiks og fræðiiðk-
ana. Strax við fyrstu námstil-
raunir hans komu í ljós afburða
námshæfileikar og skarpur skiln-
ingur. Hann nam barnalærdóm
sinn að kalla fyrirhafnarlaust og
fór strax að leita sjer meiri
fræðslu og menntunar, eftir því
sem aðstæður leyfðu. Vanda-
menn hans voru ekki svo efnum
búnir, að hann ætti þess kost að
ganga greiðustu leið til skóla-
setu. En hann ætlaði sjer í skóla
og var þess albúinn að vinna bug
á þeim hindrunum, sem þar lágu
á leið hans. Það kostaði hann
nokkur ár, en þar kom, að hann
settist í Gagnfræðaskólann á
Akureyri og lauk þaðan burt-
fararprófi. Að því búnu las
hann IV. bekk Menntaskólans ut-
anskóla, hjer í Reykjavík, því að
efnahagurinn var svo þröngur,
að hann þurfti að vinna þann
tíma dagsins, sem aðrir sátu í
skóla. En erfiðir tímar, dýrtíð og
ýmsar aðrar torfærur urðu þess
valdandi, að hjer varð hann að
láta staðar numið og halda út í
lífið meðtf það veganesti, sem
hann óstuddur hafði aflað sjer
með dugrvaði sínum og góðum
gáfum.
Kristmundur var einn þeirra
hamingjusömu manna, sem for-
sjónin er svo örlát við, að gæða
frábærum gáfum, bæði til heila
og handa. Hann var því ekki í
vandræðum, þótt hann legði bók-
námið á hilluna. Hann sneri sjer
nú að gullsmíði og reyndist jafn-
vígur himim bestu mönnum í
þeirri iðngrein. Hana stundaði
hann all-mörg ár ásamt ýmsum
aukastörfum, svo sem þýðingum
og þingskriftum, en þegar Sjúkra
samlag Reykjavíkur var stofnað,
árið 1936, gerðist hann starfs-
maður þar, þangað til nú síðustu
árin, sem hann var fulltrúi hjá
Tryggingarstofnun Ríkisins.
Hann var kvæntur Guðnýju
Kjartansdóttur, ættaðri úr Skaga
firði, hinni ágætustu konu, sem
reyndist honum samhentur og
samstilltur lífsförunautur. Þau
eignuðust 4 börn, 3 sonu og dótt-
ur, sem öll eru uppkomin.
Þeir, sem störfuðu með Krist-
mundi eða höfðu nokkur kynni
af verkum hans, munu vera á
einu máli um það, að hann hafi
verið óvenjulega hagsýnn og vel
fær starfsmaður. Jeg hef engan
mann þekkt jafnfljótan að átta
Þorleifsson
sig á nýjum viðfangsefnum nje
eins fundvísan á heppilegustu
leiðirnar, til þess að leysa þau.
Hann kunni þá list, að gera ýms
störf Ijett og lífræn, sem venju-
lega reynast þurr og þreytandi.
Hann var einnig hinn ágætasti
samstarfsmaður — ávallt boðinn
og búinn til þess að hlaupa und-
ir bagga með þeim, sem ver sótt-
ist vinnan, leiðbeina og lagfæra.
Hann var hóflega glaðvær, hnitt
inn í tilsvörum og fróður um
marga hluti.
Það þarf engan að undra, þótt
manni með jafn fjölþættar gáf-
ur fyndist sjer markaður nokk-
ur þröngur bás á vettvangi hinna
daglegu skyldustarfa í skrifstof-
unni. Hann átti ýms áhugamál
og hugðarefni, sem hann taldi
mikilsvert að sinna. Á unga aldri
komst harm í kynni við hugsjón-
ir Góðtempl;<rareglunnar. Ffor-
eldrar hans vorw meðal stofn-
enda templarastúkunnar á
Blönduósi og lögðu þar af mörk-
um mikið og óeigingjarnt starf.
Fljótlega eftir að Kristmundur
settist að hjer í bænum, gerðist
hann virkur fjelagi þessarar
reglu og gegndi um 20—25 ára
skeið margvíslegum trúnaðar- og
virðíngarstöðum þar. Hann var
einnig fjelagi í Reykjavíkur-
stúku Guðspekifjelagsins, átti
sæti bæði í stjórn hennar og
deildarstjórninni um tíma, flutti
fræðsluerindi á fundum fjelags-
ins og ritaði greinar í tírparitið
Ganglera. Hann var ennfremur
meðlimur Co-frímúrarareglunn-
ar. —
Það yrði langt mál, ef rekja
ætti allt, sem Kristmundur lagði
stund á um ævina. Hann var einn
þeirra manna, sem alltaf eru að
vinna, alltaf að læra og alltaf
að vaxa, í bestu merkingu. Hann
var maður mjög listrænn og
kunni góð skil á flestum tegund-
um lista. Hann hafði gott vit á
málaralist, þótt hann fengist lít-
ið við hana sjálfur, en aðra
grein, henni ekki með öllu ó-
skylda, lagði hann stund á, en
það var skrautritun. Var mikið
snilldarbragð á þeim verkum
hans, enda var hann gæddur frá-
bærri smekkvísi á form og frá-
gang og ritaði mjög fagra hönd.
Hann hafði mikið yndi af hljóm-
list og söng, ljek eitthvað á hljóð-
færi sjálfur, var meðlimur í
söngfjelagi og mjög áhugasamur
um þau mál. Síðast en ekki síst
hafði hann orðsins list á valdi
sínu. Hann var ljóðskDd gott og
— IVfinning
margt virtist benda til þess, að
hann hefði einnig getað orðið"
söguskáld. — Hann ritaði fag-'
urt og þróttmikið mál og
tignaði töfra og hrynjandi
íslenskrar tungu. Jeg átti þess
kost að starfa með honum að
þýðingum á nokkrum bókum, og >
jeg mun ávallt minnast þess með j
aðdáun, hve fljótur hann var oft
að klæða erfiðustu setningar úr
útlendu máli svo rammíslensk- ’
um búningi, að engum gæti;
dottið í hug að þær h^fðu verið '
hugsaðar á öðru máli en ís-
lensku.
Enn er ótalin ein grein, sem .
Kristmundur fjekkst við og
fórnaði miklum tíma um skeið,
en það er ættfræðin. Hann samdi -
ættartölur fyrir nokkra menn og
var mjög vel heima, einkanlega
í Norðlenskum ættum og ýmsum
gömlum íslenskum fræðum.
Það er ekki óeðlilegt, að hinn
víðfleygi hugur Kristmundar
hvarflaði stundum ,út fyrir tak- 1
mörk hins daglega skynjunar-
sviðs, í leit að skýringum á ýms- ;
um torskildum lögmálum lífs og
dauða. Hann hafði sjálfur öðlast
nokkra dulræna reynslu, kem
sannfærði hann um, að fleira er
til en sýnist, og fræði efnishyggj-
unnar ná skammt, þegar leita
skal svars við mörgum mikil-
vægustu spurningum mannlífs- .
ins. Hann las mikið um dulspeki
og spiritisma og kynnti sjer
vandlega rök þeirra, sem fullyrða
að framhald lífsins sje sannað.
En hann var maður varkár og
vissi vel, að „vaðið“ er oft tæpt
„þar sem mætast vegir vits og
trúar“ og dró ályktanir sínar með
hliðsjón af því. Jeg átti margar
ánægjulegar samverustundir við
hann um þessi mál, bæði heima
hjá honum og við bókaþýðingar
okkar, sem flestar voru um þau
efni; og mjer er það ljóst, sjer-
staklega nú eftir á, að gróðinn af
þeirri samvinnu og samtölum
var meira minn en hans.
Sá er Ijóður á ráði vor margra
mannanna barna, að vjer gerum
oss þess sjaldnast fulla grein, hve
mikils virði góðir vinir ov sam-
ferðamenn eru, fyrr en dauðinn
hefir kallað þá burt. Þá er eins
og svipt sje, í bili, frá hinum
andlegu sjónum vorum þeirri,
tómlætishulu, sem vjer venjulega
hyljum þær með, úr fánýtum
hugsunum og athöfnum. Og þá
ber það . stundum við, sem
Stephan G. Stephansson segir,
að —
„Þá yngist hver vinsemd
og velgerð á ný,
þá vekst upp hver þökk,
sem við gleymdum".
Við vinir og samstarfsmenn
Kristmundar Þorleifssonar höf-
um margs að minnast, margt að
þakka og margs að sakna, en
dýrmætustu minningarnar, mesta
þakklætið og sárasti söknuðurinn
er þó hjá ástvinum hans: Eigin-
konu, börnum, háaldraðri móður
og bræðrum. En fagrar minning-
ar um horfna ástvim eru Ijós okk
ar og líf á hinum þungbærustu
sorgarstundum ásamt trúnni á .
endurfundi í heimi fegurra og
fullkomnara lífs.
Víglundur Möllex*.
Skip óskast
t
t
Skip, heppiJegt til línuveiða og síldveiða, óskast til
; kaups eða leigu. — Tilboð, er greini stærð, vjelategund
; og hvenær kaup eða leiga getur farið fram, sendist afgr.
; Morgunblaðsins fyrir hádegi á laugardag merkt:
■
I „S K I P “ — 0954.