Morgunblaðið - 26.04.1950, Blaðsíða 8
8
MORGUNBLAÐIÐ
Miðvikudagur 26.1 apríl 1950
WglltlHðMfc
Otg.: H.f. Árvakur, Reykjavík.
Framkv.stj.: Sigfús Jónsson.
Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgCuna.X
Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson.
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Ristjórn, auglýsingar og afgreiðsla:
Austurstræti 8. — Sími 1600.
Lesbók: Árni Óla, sími 3045.
Áskriftargjald kr. 12.00 á mánuði, innanlíinds,
í lausasölu 50 aura eintakið. 75 aura með Lesbók,
Kapphlaupið um
misnotkun 1. maí
JAFNÁN þegar hátíðisdagur verkamanna, 1. maí, nálgast
upphefst rimma milli kommúnista og Alþýðuflokksmanna
i’m það, hver skuli hafa forystu um hátíðahöld dagsins. —
Raunar stendur þessi deila fyrst og fremst um það, hvor
ílokkurinn eigi að fá tækifæri til þess að misnota hinn al-
inenna hátíðisdag launþega, kommúnistar eða kratar.
Sagan hefur sýnt það að báðir þessir flokkar eiga þá ósk
heitasta að flokksmerkja sjer verkalýðssamtökin og beita
þeim fyrir hinn pólitíska stríðsvagn sinn. Kommúnistar hafa
verið ofan á í verkalýðsbaráttunni í mörgum hinna stærstu
verkalýðsfjelaga allmörg undanfarin ár. Hafa þeir óspart
r.eytt þeirrar aðstöðu sinnar. Frægast er það þó er þeir ljetu
verkalýðsfjelög í Reykjavík boða til æsingafundar þann
30. mars s.l. ár í sambandi við þýðingarmikið utanríkismál,
sem Alþingi hafði til meðferðar. Ekki alls fyrir löngu ljetu
kommúmstar verkalýðsfjelögin einnig standa fyrir fundi í
Reykjavík, sem hafa átti það hlutverk að undirbúa stofnun
samtaka, sem notuð skyldu til þess að hindra framkvæmd
löglegra dóma, er kveðnir höfðu verið upp yfir nokkrum
grjótkösturum og ofbeldisseggjum.
Þannig noía kommúnistar verkalýðssamtökin.
Alþýðaflokkurinn aðhyllist ekki Moskvalínuna og tekur
þess vegna engan þátt í misnotkun verkalýðssamtakanna á
Islandi í þeim tilgangi að þjóna hagsmunum Rússa. Þess
vegna hefur hann unnið með öðrum lýðræðisflokkum að
vtanríkis- og öryggismálum íslendinga af heilindum og
drengskap. Að vísu hafa einstakir undanvillingar í liði hans
hlaupið yfir á snæri kommúnista í þessum málum, en það
hefur lítt komið að sök nema þá helst fyrir samheldni flokks-
ins sjálfs.
Engu að síður er Alþýðuflokkurinn þess reiðubúinn að
rnisnota verkalýðssamtökin í þágu flokkspólitískra hagsmuna
sinna. Eins lengi og hann gat barðist hann gegn því að þau
yrðu leyst úr sambandi við flokkssamtök sín. Alþýðuflokks-
menn reyndu í lengstu lög að binda full rjettindi innan
verkalýðsfjelaganna því skilyrði að meðlimir þeirra væru
jafnframt flokksbundnir í Alþýðuflokknum.
Sjálfstæðismenn fengu það þrælaákvæði afnumið. Laun-
þegar fengu full rjettindi innan samtaka sinna, hvar sem
þeir stóðu í stjórnmálaflokki.
Afstaða Sjálfstæðismanna til launþegasamtakanna er
þessi: - C.lfjWl1--
Launþegasamtökin eiga að vera opin fólki, hvar sem það
stendur í stjórnmálaflokki. Þau eiga að vera til vegna hags-
rnuna Iaunþeganna sjálfra, en ekki vegna pólitískra spekú-
lanta. Það á þess vegna hvorki að nota þau til þess að berj-
ast fyrir framkvæmd Moskvalínunnar í öryggismálum ís-
lendinga nje til þess að hressa upp á hið hripleka flokks-
skrifli kratanna. Fólkið innan launþegasamtakanna tilheyrir
cllum stjórnmálaflokkum. Það er þess vegna móðgun við
það að einstakir stjórnmálaflokkar merki sjer samtök þess
og beiti þeim fyrir stríðsvagn sinn.
Hinir sósíalistisku flokkar spyrja stundum að því í fá-
visku sinni, í hverju barátta Sjálfstæðismanna fyrir hags-
munum launþega, sjómanna og verkamanna, sje falin.
Svarið er mjög nærtækt. Afkoma verkamannsins og sjó-
mannsins byggist fyrst og fremst á því, að þeir hafi góð
og fullkomin atvinnutæki og hafi varanlega atvinnu, sem
skapi þeim mannsæmandi lífskjör. Sjálfstæðismenn hafa
haft um það alla forystu bæði á Alþingi, í ríkisstjórn og í
athafnalífinu yfirleitt, að bæta atvinnutækin, fjölga þeim
, og skapa breiðari og tryggari grundvöll undir atvinnulífið.
Þetta er staðreynd, sem allir íslendingar þekkja. Það er til
þess að treysta rekstur þessara atvinnutækja og afkomu alls
, almennings, sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur átt þátt í þeim
láðstöfunum, sem Alþingi hefur nýlega samþykkt til við-
,• reisnar og sköpunar jafnvægis í efnahagsmálum þjóðarinnar.
(í>) íslendingum er það ekki síður nauðsynlegt að skilja nauð-
i '!ávn þeirra ráðstafana og hjálpa til við framkvæmd þeirra en
trúa á nauðsyn atvinnulífsumbótanna á liðnum árum.
u?ar
i .4 £§
UrlfaéVmíÁ
OR DAGLEGA LÍFINU
Pokaleg framkoma
„MARGT er skrítið í kýrhausn
um“ skrifar „Skyrhákur“ í
stuttu en ágætu brjefi. „Jeg fæ
ekki keypt skyr í mjólkurbúð-
inni, nema jeg komi með ílát
undir það, eða pappír, en kaupi
jeg þar tvö vínarbrauð, fæ jeg
tíu punda poka. Þó eru þau líka
frá samsölunni. Er þetta ekki
skrítið?“
Allt er best í hófi
V. G. hefir sent Daglega lífinu
línu um minningargreinar og
langar greinar í blöðum. Hann
segir:
„Telja má fagran sið og góð-
an að minnast látinna manna
með greinum í dagblöðum, þeg-
ar í hófi er. En öllu má ofgera.
1—2 dálkar, nema um sjerstaka
yfirburði eðá afbragð merkra
manna sje að ræða.
Og sama eða svipað þessu
ætti að gilda um málefni þau
öll, sem ekki eru margbrotin.
Greinar stuttar, eða skiptar í
pósta eftir efni, munu flestir
lesa með athygli. En margir
munu hlaupa yfir eða sneiða
alveg hjá langlokunum Ieiðin-
legu. Þar má oftast búast við
hálfdönskum embættastil og ó-
ljósum rökum, ellegar lofi eða
lasti, langt úr hófi og miklu
stagli endurtekninga“.
Formáli ferðasögu
Hvaða atburðir liggja til þess,
að útlendingar ákveða, oft með
litlum fyrirvara, að heim-
Þegar farið er að rita langt-Isækja Island? Wayne Mineau
mál um tvítuga menn og nið- breski blaðamaðurinn, sem hing
ur að ungbörnum, eins og sjest
hefir, þá vakna spurningarnar:
að kom í fyrrasumar í boði Flug
fjelags íslands og þessir dálk-
Verður hægt að rita greinar um ar gátu um s. 1. sunnudag, seg
nærri alla menn, sem andast?
Eða má ætlast til þess, að rit-
stjórar geti eða vilji ljá rúm
fyrir langar greinar um marga
æskumenn, eða eldra fólk, sem
þeir hafa ef til vill aldrei sjeð
nje heyrt getið að afreksverk-
um neinum?
•
Skotið yfir mark
„SJEST hafa oft greinar á 2,
3, 4 og 5 dálkum blaða, eftir
góða meðalmenn. Held jeg, að
mörgum greinanna sje skotið
yfir mark. Býst við, að fleiri
en jeg þreytist eða forðist að
pæla gegnum allt það væntan-
lega skrum, orðastagl og endur-
tekningar.
Við þá menn, sem koma með
slíkar greinar, vil jeg að rit-
stjórar segi: Farðu heim, góð-
urinn minn, og styttu grein
þína í einn eða hálfan dálk, svo
skal jeg taka hana.
•
Langlokurnar
leiðinlegar
„HÁMARK fyrir almennar
ir svo frá:
„Jeg var á skemmtigöngu á
Hampstead-heiði og mætti þar
lágvöxnum, viðmótsþýðum
manni, sem spurði til vegarins
til Kenwood. Þetta var íslend-
ingur, sem kominn var í fyrstu
ferð sína til Englands. Við
röbbuðum saman stundarkorn
og skildum svo.
•
Heyrt í strætó
„OG eftir það rak hver tilvilj-
unin aðra. Daginn eftir viðtal
okkar var jeg staddur í stræt-
isvagni og heyrði einn farþeg-
anna segja við kunningja sinn:
„í ár ætlum við að reyna nýj-
ar slóðir. Jeg ætla með fjöl-
skylduna í tveggja vikna ferða-
lag til íslands".
Næstu sjö dagana rakst jeg
á þrjár aðrar fjölskyldur, sem
ætluðu að eyða frídögunum í
„hinu kalda norðri“.
•
Hverir, eldfjöll,
sólskin
„ÞETTA vakti forvitni mína.
minningagreinar ætti að veraJeg hugsaði með mjer: Hvað
veldur hrifningu sumra manna
og áhuga þeirra á þessu landi,
sem fæstir muna þó sjálfsagt
eftir, þegar þeir velta fyrir sjer,
hvar best sje að eyða sumar-
levfinu?
Svo jeg sló upp í alfræðiorða-
bókinni og las um land með
heitum hverum og eldfjöllum,
sólskini og hraunbreiðum —
landið þar sem elsta þing
heimsins hefir aðsetur“.
Nokkrum dögum síðar, segir
Wayne Mineau að lokum, var
hann kominn til Lundúna til
viðræðna við íslenska embætt-
ismenn þar. Þeir fræddu hann
um landið og þjdðina, og svo
barst boðið um að heimsækja
ísland.
,,Og auðvitað tók jeg því
tveim höndum“, segir blaða-
maðurinn.
Lífið er enginn
leikur
FÓLKIÐ, sem vill kunna sín,
hefir áhyggjur þessa dagana-
Spurningin er: Eiffa menn að
vera samkvæmisklæddir á
„síðari frumsýningunum" í
Þjóðleikhúsinu? Er frumsýn-
ingin, sem raunar engin frum-
sýning er, að öðru leyti en því
að ráðamennirnir hafa ákveðið,
að hún skuli heita því nafni,
svo mikil frumsýning, að það
taki því að mæta til hennar í
samkvæmisfötum? (Jeg vona
að þetta skiliist). Eða á mað-
ur bara að koma klæddur eins
og venjuleg blók, hugsandi sem
svo, að „frumsvningin“, sem
fylgir frumsvningunni, sje nafn
ið eitt og eintómt plat?
Svar (samkvæmt upplýsing-
um skrifstofu Þjóðleikhússins):
Fólk ræður því alveg sjálft.
Viðbótarupplýsingar: Á ann-
ari „frumsýningu“ Fialla-Ev-
vindar s. 1. sunnudagskvöld
voru sumir gestanna í viðhafn-
arklæðnaði. aðrir { venjuleg-
um, þokkalef'um fötum. — Og
sagan endurtók sig á síðari
,.frumsýninc'u“ Nvársnæturinn
ar í fyrrakvöld.
iMnmiiiiniMM
MEÐAL ANNARA ORÐA . . . .
Enn slafar hæffa af segulmðnnuðum lumlunlulfum
Eftir Hubert Stehr,
frjettamann Reuters.
HAMBORG: — Undan strönd-
um Þýskalands ógnar f jöldi
segulmagnaðra tundurdufla
öllum siglingum, sem ekki eru
um þær skipaleiðir, er slædd-
ar hafa verið. Frá ársbyrjun
1948 hafa tundurdufl sökkt eða
valdið skemmdum á 21 kaup-
skipi undan þýsku ströndinni.
Meiri hluti þessara skipa var
utan þeirra siglingaleiða, sem
slæddar hafa verið.
• •
SEGULMÖGNUÐU
TUNDURDUFLIN
FYRIR um 4 mánuðum rakst
10.000 smál. kaupskip á tund-
urdufl 30 mílur N.-V. af Wes-
er. í febrúar s. 1. rakst vitaskip
og smáskip á tundurdufl 40
mílur norð-austur af Kiel.
Sjerfræðingar telja, að þrjár
tegundir tundurdufla sje í
sjónum undan Þýskalands-
ströndum, en það eru aðeins
segulmögnuðu tundurduflin,
sem eru þeim skipum hættuleg,
sem sigla utan við slæddar sigl
ingaleiðir. Þessi tundurdufl
liggja á sjávarbotni, og eru þau
svo gerð, að ekki er víst, að
þau springi, er fyrstu skipin
sigla yfir þau, heldur þegar
tiltekinn fjöldi hefir farið hjá-
• •
ÞARF AÐ
MARGSLÆÐA
VEGNA þessa kænlega útbún-
aðar er nauðsynlegt að slæða
staðinn 13 sinnum, þar til full-
yrt verður, að þar sje ekki
framar nein tundurduflahætta.
Þegar þetta er athugað, þá ligg
ur í augum uppi, að það svæði,
sem tundurduflaslæðararnir
verða að fara yfir, er geysivíð-
áttu mikið, og tekur því lang-
an tíma að slæða siglingaleið-
irnar, svo að öruggt sje.
• •
18 SLÆÐARAR
SKIPIN, sem slæða eftir tund-
urduflunum undan ströndum
Þýskalands hafa bækistöðvar
sínar í Cuxhaven. í þessum
flota eru 18 tundurduflaslæð-
arar og hjálparskip með 600
manna þýskri áhöfn alls.
Tundurduflaslæðararnir eru
lítil trjeskip um 100 smál. að
stærð. Þeir eru 130 feta langir
og rista 514 fet. Þeir draga á
eftir sjer rafmagnsþræði, svo
að hvert það tundurdufl, sem
þræðirnir fara yfir, springur
fyrir aftan slæðarana.
• •
MARGAR LEIÐIR
SLÆDDAR
SKÖMMU eftir lok heimsstyrj-
aldarinnar tók breski flotinn að
vinna að ónýtingu tundurdufl-
anna við strendur Þýskalands
og hafði í sínu liði margar deild
ir tundurduflaslæðara úr
þýska flotanum fyrrverandi.
í árslok 1947 var því lýst
yfir, að helstu hafnirnar væri
öruggar orðnar og nokkrar
siglingaleiðir til Norðursjávar
hefði verið slæddar. Þessi floti
slæðingarskipa var svo minnk-
aður í janúar 1948. Og það er
alltaf unnið af alefli að hreins-
un siglingaleiða við strendur
Þýskalands.
• •
ENGINN IIEFIR
LÁTIST
ÞÓTT mennirnir sjeu ótrauðir,
þá verður því ekki í móti mælt,
að starfi þeirra er ákafléga
hættulegur. Samt hefir ekkert
dauðaslys hent enn, og mun
það aðallega að þakka sjerstök-
um öryggisútbúnaði.
Frh. á bls. 12.