Morgunblaðið - 16.05.1950, Blaðsíða 1
37. árgany.
110. tbl. — Þriðjudagur 16. maí 1950.
Preutsmiðja Murgunbiaðsin*
Atlanfshafsráðtð
FUNDUR utanríkisráðherra Atlantshafsríkjanna hófst í Lond-
on í gær og stendur í fjóra daga. Dean Acheson, utanríkisráð-
herra Bandaríkjanna, er í forsæti. Hjer sjest Ernest Bevin bjóða
hann velkoniinn til Englands.
Friðartal kommúnista er
ekki af heilindum mælt
FulHrúar sfærsfu hernaðarsamsteypu
Evrópu vafasamir formælendur friðarins.
Einkaskeyti til Mbl.
KAUPMANNAHÖFN, 15 maí. — Nú eru fyrstu vopnin, sem
Danir fá samkvæmt Atlantshafssáttmálanum, komin til lands-
ins. Kommúnistar höfðu mikinn viðbúnað og hvöttu verka-
mennina til að neita að skipa þeim upp. Verkamenn ljetu kom-
múnista samt ekki hafa sig að ginningarfíflum og fór upp-
■skipun vopnanna fram án þess til nokkurra vandræða drægi.
Hedtoft, forsætisráðherra*
hefir komist svo að orði
vegna þessa brölts kommún-
ista, að áróður þeirra hafi
engin áhrif á hugsandi verka
menn.
Oheilindi og friðarhjal
Ráðherrann sagði, að sama
máli gengdi í friðarmálunum.
Menn hljóta áð verða tortryggn
ir á allt friðarhjal komma, þeg-
ar þess er gætt, að þeir eru
fulltrúar stæltustu hernaðar-
samsteypu Norðurálfunnar, og
þó láta þeir skína í, að þeir sjeu
einir um að berjast fyrir frið-
inum. — Páll.
Sænsk sprengjuflugvjel
hrapar
GAUTABORG, 15. maí: — í
dag hrapaði sænsk sprengju-
flugvjel yfir S.-Svíþjóð. Fór-
ust 2 menn af áhöfn hennar.
Ráðsfefna samveldis-
landanna í Sidney
SIDNEY, 15. maí: — í dag hófst
í Sidney í Ástralíu ráðstefna
bresku samveldislandanna um
efnahagslega aðstoð til S.-A,-
Asíu. Mun hún að nokkru vera
árangur ráðstefnunnar í Kol-
ombo á Seylon á s. 1. vetri. —
Á þeirri ráðstefnu voru menn
á einu máli um, að þessi heims-
hluti þyrfti hjálpar við, eink-
um í því skyni að gera kom-
múnistum erfitt uppdráttar, því
að það var skoðun fundarins, að
þeir fengi ekki þrifist þar, sem
kjör fólksins væri góð.
Á fundinum í dag Ijet einn
ræðumanna svo um mælt, að
ástæðurnar væri nú enn verri
í S.-A.-Asíu en þær hefði verið
um þær mundir, er ráðstefnan
í Kólombó stóð yfir. — Reuter.
Fundir Atlantshufs-
ráðsins hófust í gær
IVfeginatriðið að treysta
varnir þátttökuríkjanna
Einkaskeyti til Mbl. frá NTB
LUNDÚNUM, 15. maí. — í dag hófust fundir Atlantshafsráðs-
ins undir forsæti Achesons. Fundina sitja m. a. utanríkisráð-
herrar Atlantshafsríkjanna 12 og voru þeir allir komnir tii
Lundúna, er fundir hófust. Fyrri hluta dags í dag munu við-
ræðm-nar eingöngu hafa snúist um gang „kalda stríðsins“, en
fundir ráðsins munu standa 4 daga, eða einum degi lengur en.
ætlað hafði verið.
Lie og Stalin
MOSKVA, 15. maí. — Útvarpið
í Moskvu skýrði frá því í kvöld,
að Trygve Lie, aðalritari S. Þ.,
hefði gengið á fund Stalins í
dag. Var Molotov viðstaddur
fund þeirra.
Lie kom til Moskvu á fimtu-
dag, og hefir þegar átt tal við
Vishinsky, utanríkisráðherra og
Grómýkó, aðstoðarmann hans.
Transjórdaníu verð-
ur ef lil vil! vikið úr
Arababandalaginu
KAIRO, 15. maí: — Stjórn-
málanefnd Arabaríkjanna situr
á fundi í Kairo og ræðir um
hvaða afstöðu skuli taka til
Transjórdaníu vegna sameining
arinnar við Araba-Palestínu. í
kvöid krafðist Egyptaland,
Saudi-Arabía, Lebanon og Sýr-
land þess, að Transjórdaníu
yrði vikið úr Arababandalag-
inu. Iraq og Yemen hafa enn
ekki látið skoðun sína í ljós í
málinu. — Reuter.
Ríkisdagurinn fær
málið lil meðferðar
Einkaskeyti til Mbl.
KAUPMANNAHÖFN, 15. maí.
Kaupdeila danskra landbúnað-
arverkamanna hefir nú verið
lögð fyrir Ríkisdaginn og mun
þingið úr því skera, hvort gerð-
ardómur fær málið til meðferð-
ar eða önnur leið verður far-
in.
Stjórnin vill ekki, að gerðar-
dómur fjalli um málið. Er á-
stæðan sú, að sósíaldemókratar
hafa alltaf verið andvígir slíkri
lausn í vinnudeilum. Fyrir
nokkru var borið fram sáttaboð,
sem verkamennirnir fjellust á,
en bændur höfnuðu og óskar
stjórnin að það verði lögbund-
ið. —
Hins vegar er búist við, að
Ríkisdagurinn samþykki, að
gerðardómur fái málið til úr-
skurðar. Ekki ætla menn, að
stjórnin segi af sjer, þótt sú
verði raunin, heldur muni hún
beygja sig fyrir úrlausn meiri-
hlutans. — Páll.
Lýðræðisflokkurinn
sigraði í Tyrklandi
ISTAMBUL, 15. maí: — Lýð-
ræðisflokkurinn, sem er í
stjórnarandstöðu í Tyrklandi,
virðist hafa unnið stórsigur í
kosningum þeim, sem fram
fóru í landinu í gær. — Ekki
munu þó endanleg úrslit verða
kunn fyrr en á morgun —
(þriðjudag).
Lýðræðissinnar munu fá %
þingmanna kjörna, en undan-
farin 25 ár hefir þjóðflokkur-
inn setið að völdum. Lýðræðis-
sinnar munu nú geta myndað
stjórn, en ekki mun nein stefnu
breyting verða í utanríkismál-
um. —>Reuter.
Serefse er fædd
dótfir
LUNDÚNUM, 15. maí: — í dag
ól Ruth, drottning í Bechuana-
landi, dóttur og heilsast mæðg-
unum vel. Seretse Khama
kvæntist þessari hvítu konu í
fyrra. Af ýmsum ástæðum og
þeim sumum alltortryggilegum,
þóknaðist Bretanum að svipta
Seretse völdum í 5 ár að minsta
kosti, svo að hann dvelst nú í
útlegð frá konu sinni og þjóð.
í dag var þó sú rausn sýnd að
leyfa manninum að sjá konu
sína og dóttur. — Reuter.
* Yfirgangur Rússa
í dag flutti Acheson ræðu og
kom víða við. Meginefni ræð-
unnar var það, að þörf er sam-
eiginlegs átaks Vesturveldanna
til að stemma stigu fyrir yfir-
gangsstefnu Rússa.
Verkefni ráðstefnunnar
Meginverkefni ráðstefnunnar
er að fjalla um, hvernig varnir
þátttökuríkjanna verði treystar
sem best og hvernig það verði
gert án þess kjörin rýrni í við-
komandi löndum.
Varnirnar þola cnga bið
Þessi ráðstefna Atlantshafs-
ráðsins er í beinu framhaldi af
fundum utanríkisráðherra Þrí-
veldanna í fyrri viku. Þar var
því slegið föstu, að Atlantshafs
ríkin verða að vinda bráðan
bug að því að vinna að varnar-
áætlunum sínum, vegna þess,
hve horfur í alþjóðamálum eru
nú ískyggilegar.
Hópgöngu sundrað
Áður en fundir hófust í
Lancester House í dag, varð
lögreglan að sundra hópgöngu
stúdenta, sem báru áletruð
spjöld. Áletranirnar voru í þess
um dúr: „Einn heim eða eng-
an ella“. Ekki þóttust hóp-
göngumennirnir vera kommún-
istar, og ekki kom til neinna
óeirða, er lögreglan sundraði
þeim.
Nú laka fléðiii að
sjatna í Kanada
LUNDÚNUM, 15. raaí: — Nú
er talið, að flóðin í Kanada hafi
náð hámarki sínu. Þykir ekkí
ólíklegt, að þau taki að sjatna
upp úr hádegi á morgun, ef leys
ingarnar aukast ekki á ný.
Yfir 80 þús. manns hafa ver-
ið fluttar frá Winnipeg, þar
sem Rauðáin hefir gert mikinn
usla og flæðir víðsvegar.
Stofna þeir til nýrra
vinnudeilna í Finnlandi?
Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter.
HELSINGFORS, 15. maí. — í fyrri viku varð það að sam-
komulagi milli vinnuveitenda og verkalýðssambands sósíal-
demókrata í Finnlandi, að verkamönnum skyldi leyfð 15%
launahækkun áður en kaupið yrði fest og látið fylgja fram-
færsluvísitölu síðan.
Kommúnistar ljetu sjer sam-
komulag þetta ekki vel líka. —
Höfðu þeir ætlað að stofna til
allsherjarverkfalls, og kváðu
hækkunina ekki hóga, er til
samkomulagsins dró.
Hafna samkomulaginu
manna við leðuriðnaðinn sam-
komulaginu, en kommúnistar
ráða þeim samtokum. Telja
verkamennirnir launahækkun-
ina ékki nóga. Fleiri stjettar-
sambönd, sem eru undir stjórn
kommúnista, hafa hótað að
í dag hafnaði samband verkahafna samkomulaginu.
Frá heilbrigðismálastofnuninni
LAKE SUCCESS: — Nýlega
gerðist Nicaragua aðili að al-
heimsheilbrigðismálastofnun S.Þ.
Er þetta 69. þjóðin, sem stað-
festir stofnskrána. Hinsvegar
hafa 8 A.-Evrópuríkin rofið sam-
vinnuna á þessum vettvangi und-
ir forystu Rússa.