Morgunblaðið - 16.05.1950, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 16.05.1950, Blaðsíða 6
IUORGUNBLAÐ.IÐ Þriðjudagur 16. maí 1950. fí Útg.: H.f, Arvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðanxL)] Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ristjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Áskriftargjald kr. 14.00 á mánuði, innanlands. í lausasölu 60 aura eintakið. 85 aura með Lesbók. Lækkun skatta á lágtekjur RÍKISSTJÓRNIN lagði í síðustu viku fyrir Alþingi frum- varp til laga um lækkun á lágtekjum. Ákveðst sú skatta- iækkun þannig að tekjuskattur gjaldanda, sem hefur haft 20 þús. kr. hreinar tekjur og hefur konu og eitt barn á fram- íæri, skal lækkaður um 33 % af hundraði. í athugasemdum við frumvarpið er þess getið að sú að- ferð að lækka álagða skattaupphæð hafi verið valin vegna þess að skattanefndir muni nú víðast hvar vera að Ijúka störfum. Hafi þótt hægra um vik að framkvæma hana en t. d. hækka persónufrádrátt. Um þetta frumvarp ríkisstjórnarinnar er annars það að segja að það er sanngjarnt og eðlilegt. Skattar eru orðnir geysiháir í þessu landi og hvíla með vxandi þunga á öllum almenningi. Er óhætt að fullyrða að þess sje brýn þörf að endurskoða mörg ákvæði núgildandi skattalaga. Nefnd hefur að vísu unnið að slíkri endurskoðun undanfarin ár. Mun starfi hennar langt komið. En samkomulag hefur ekki ennþá tekist um að taka tillögur hennar og niðurstöður til meðferðar á Alþingi. Á s. 1. ári samþykkti Alþingi eina mjög skynsamlega og vinsæla breytingu á skattalögum. Með henni var aukavinna einstakiinga við byggingu eigin íbúða undanþegin skatta- álagningu. Höfðu Sjálfstæðismenn forystu um þá breyt- ingu. Hefur hún átt mikinn þátt í að greiða fyrir íbúða- byggingum einstaklinga. Meðal þeirra breytinga, sem löggjafinn hlýtur óhjá- kvæmilega að gera á skattalögum er hækkun persónufrá- dráttarins. í öðru lagi verður að gera þá breytingu á að hann verði jafn allstaðar á landinu. Það er hvorki sann- girni nje skynsemi í því að persónufrádrátturinn sje lægri út á landi en í höfuðborginni. Til þess kunna að hafa legið gild rök einhverntíma en þau eru áreiðanlega brottu íallin nú. Þetta og margt fleira verður löggjafinn að taka til at- hugunar þegar að skattalögum verður breytt. Með Stalin - Móti raforku KOMMÚNISTAR um allan heim halda því fram að efna- hagssamvinna þjóða Vestur-Evrópu á grundvelli Marshall- laganna hafi leitt til ófarnaðar fyrir þessar þjóðir. Með glórulausu ofstæki reyna kommúnistar ao telja almenningi trú um að þessi staðhæfing þeirra hafi við rök að styðjast. í þeim áróðri er allra bragða leitað. Hverskyns erfiðleikar, sem bera að höndum, eru skrifaðir á reikning efnahags- samvinnunnar. Jafnhliða er svo spiluð platan um hina ósánu markaði í Sovjet-Rússlandi. Það er ástæða til þess að benda sjerstaklega á það nú, þegar tryggður hefur verið mikill hluti þess erlenda gjald- eyris, sem þarf til Sogsvirkjunarinnar og Laxárvirkjunar- innar, að kommúnistar hafa barist eins og þeir hafa getað gegn þessum nauðsynlegu og glæsilegu framkvæmdum. Þeir vissu að eina leiðin til þess að þrefalda órkuframleiðslu þessara aflstöðva var að fá til þeirra Marshallíje. Engu að síður hjeldu þeir áfram að berjast gegn efnahagssamvinn- unni. Rússar voru á móti Marshall, þess vegna þurftu ís- lenskir kommúnistar að vera á móti Marshall. Hitt skipti engu máli þótt Reykvíkinga, Akureyringa og þúsundir af fólki í norðlenskum og sunnlenskum sveitum og kauptún- um, skorti raforku til lífsþæginda, iðnaðar og margskonar starfrækslu. Það var að áliti kommúnista algert aukaatriði. Ef að einhverjir þeir menn eru til á íslandi, sem ekki hafa gert sjer það ljóst ennþá að hagsmunir Rússa eru kommún- istum allt, en hagsmunir íslendinga ekkert, þá hljóta þeir nú að hafa fengið óvjefengjanlega sönnun fyrir villu sinni. íslendinga vantar raforku og fje til þess að byggja orku- ver, ekki aðeins við Sog og Laxá, heldur víðsvegar um land. Þeir munu leggja á það áherslu að fá eins mikið fje til slíkra framkvæmda og þeir eiga kost á með tilstyrk efnahagssam- vinnustofnunarinnar. Að sjálfsögðu munu kommúnistar hamast gegn því. war d *ar; krifa ÚR DAGLEGA Dýrin fara á fyllirí MENNIRNIR eru ekki þeir einu, sem þykir sopinn góður. Eftirfarandi frjettaklausur um ,alkoholisma“ meðal dýranna birtust nýlega í kunnu erlendu vikuriti: — Bóndi í námunda við Van- couver í British Columbia leit- aði ráða dýralæknis, eftir að kýr hans höfðu hvað eftir ann- að komið svo dauðadrukknar heim, að rjett með naumindum var hægt að mjólka þær. Dýra- læknirinn rannsakaði málið og komst að því, að kýrnar höfðu komist í epli, sem tekin voru að gerjast. • Rúmliggjandi HEFÐARFRÚ í Genf, Sviss- landj, fann íkorna á rúminu sínu. Hún hjelt í fyrstu að hann væri dauður, en við athugun kom í ljós, að hann dró enn and ann. Ennfremur kom á daginn, að ikorninn var fullur; hann hafði borðað upp úr kassa af vínfylltu konfekti. Hann raknaði úr rotinu, þeg- ar líða tók á daginn, og hentist hixtandi út í buskann. • Mús í flöskunni FANGAVÖRÐUR í lögreglu- stöðinni í Galesburg, Illinois, fann útúrdrukkna mús í vín- flösku, sem einhver lögg var eftir í. Músin hafði þrifist svo vel og fitnað á sprúttinu, að hún komst ekki út úr flöskunni Vörðurinn braut flöskuna til þess að bjarga krílinu úr fang- elsinu, en sú litla komst aðeins nokkrar músarlengdir — og steinsofnaði svo. • Fyllisvín OG þá sú síðasta: — Lögregluþjónar í Tulsa, Oklahoma, sáu hvar svínfullt svín slagaðj niður eina af göt- um bæjarins. Þeir urðu for- vitnir og eltu, og ferðinni laus svo, að svínið vísaði þeim leið- ina að fyrsta flokks bruggunar- tækjum. Svínið fór í landann og brugg arinn var handtekinn. • Nokkur orð um einkaflug ÓKUNNUGIR líta á einkaflug, eins og það er kallað, sem nokk- urs konar vængjað lúxusflakk. Kunnugir vita þó, að áhuga- menn um flug eru hverri þjóð nauðsynlegir, þótt ekki geri þeir sjer flugið að aðalstarfi. Það er þannig ekki almennt vitað, en mætti gjarnan spyrj- ast, að einkaflugmenn hafa hvað eftir annað veitt mikils- verða aðstoð hjer á landi. • Sjúkraflug í FJELAGI íslenskra einkaflug- manna, sem stofnað var 1947, eru nú um 70 meðlimir, sem ráða yfír um 15 einka- og kennsluflugvjelum. — Fjelagið hefur fjelagsheimili á Reykja- víkurflugvelli, þar sem með- limir gera flugáætlanir. ,En margir einkaflugmenn hafa þeg ar lokið eða ætla sjer að ljúka atvinnuflugmannaprófum. Samkvæmt upplýsingum fje- lagsins, hafa meðlimir þess flog ið mörg sjúkraflug og sótt sjúkl inga á ýmsa afskekta staði, þar sem stærri flugvjelum hefur ekki verið við komið. • Eftirlit ÞEGAR rafmagnsbilanir hafa orðið í Reykjavík vegna línu- slita, hafa einkaflugmenn verið fengnir til að fljúga með lín- unni og finna bilunina. Þannig hafa þeir flýtt fyrir, að hægt yrði að gera við línubilanir, því oft þarf að leita yfir land, sem er mjög ógreiðfært að vetrar- lagi. Stundum hafa einkaflugmenn farið í eftirleit að kindum, þar á meðal á mæðiveikisvæðinu, þar sem niðurskurður hefur far ið fram. Svo einkaflugið er ekki jafn- mikið lúxusflakk og margir virð ast ætla. Litla telpan og kápan LÍTIL telpa varð . fyrir stórri sorg rjett fvrir helgina. Faðir hennar segir frá þessu í brjefi til Daglega lífsins. Telrian, sem er fimm ára gömul, var að leika sjer á barna leikvellinum við, Njálsgötu um hádegisbilið s.l. föstudag. Þar varð hún fyrir því óhappi að gleyma kápunni sinni. En þeg- ar kápan fannst um kvöldið, var búið að skera af henni alla hnappana. í brjefinu segir: „Jeg trúi ekki, að börn geri svona hluti, en hvað heldur þú?“. LÍFINU Ljelegt eftirlit ,,ER eitthvað farið að slaka á eftirlitinu með vínveitingum á skemmtistöðum?", er upphafið á stuttu brjefi frá manni, sem oft hefur sent Daglega lífinu línu. Siðan segir í brjefinu: „Fyrir rúmlega viku kom jeg í veitingahús, þar sem vín var á boðstólum. Þar voru tveir gest ir áberandi drukknir og reikuðu á milli borðanna. Annar þeirra hafði að líkindum reynt að „kæla“ sig ofurlítið; hann var með rennblautt hár, eins og hann hefði stungið höfðinu und ir vatnskrana. • Fjekk að fara sínu fram „SVONA á sig kominn ljek hann á alls oddi í veitingahús- inu og heimsótti menn við •fjölda borða, hvort sem þeim líkaðí ver eða betur. En þjón- arnir skiptu sjer ekki af hon- um og Ijetu hann fara sínu fram, eins og hann væri alls- gáður uppáhaldsgestur. Þetta hefur komið mjer til að ætla, að byrjað væri að slaka eitthvað á eftirliti með vínveit- ingum, en svo á að heita, að best jeg veit, að ekki megi selja þeim mönnum vín í veitinga- húsum, sem orðnir eru áber- andi drukknir. — 67“. Draaa ve GÍSLI JÓNSSON flytur í ið athafnalaust allverulegan sameinuðu þingi þingsálvkt- tíma. Þá má enn fremur benda unartillögu um sparnað á út- gerðarkostnaði skipsins Grettis. — Tillagan hljóðar svo: „Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að gera nú þeg- ar raunhæfar ráðstafanir til þess að draga verulega úr rekstrarkostnaði dýpkunar- skipsins Grettis og að skipu- leggja þannig verkefni skips- ins, að hafnarframkvæmdir þær, sem skipið vinnur að, verði sem ódýrastar fyrir við- komandi aðila“. Ýtarleg greinargerð fylgir til lögunni, þar sem G. J. deilir harðlega á vitamálastjórnina fyrir rekstur hennar á skipinu. Telur hann þar hafa gætt lit- illar hagsýni og sparnaðar, sem hafi leitt til þungra fjárhags- legra útgjalda fyrir ríkissjóð og hjeruð þau, sem eru að fram- kvæma hjá sjer hafnar- og lendingarbætur. 43 þús. kr. laun á mann. í greinargerðinni segir G. J. m. a.: Sem dæmi um það, hversu lítillar hagsýni hefur verið gætt í rekstri þessa skips; skal bent á, að samkvæmt rekstrar- reikningi þess á s. 1. ári, sem birtur hefir verið, eru vinnul. til skipverja 609 þús. kr. á ár- inu, eða sem svarar rúml. 43 þús. kr. á mann að meðaltali. Af þessu eru skipstjóralaun nærri 86 þús., 1. vjelstjóra um 50 þús., matsveins yfir 40 þús. og háseta um og yfir 40 þús., allt auk margvíslegra hlunn- inda, svo sem trygginga, orlofs, fæðis, sjúkrasamlagsgjalda 0. fl. Er þó vitað, að skipið hefur á því ári engan veginn verið á, að lítt skiljanlegt er, að skip, dýpkunar- sem mestallan tímann liggur að starfi alla daga, heldur leg-að óþörfu. við land og er notað miklu meira sem áhald en sem fljót- andi far, skuli þurfa að hafa 14 manna áhöfn, þar með taldir tveir matsveinar til þess að matreiða fyrir aðeins 14 menn. Hár fæðiskostnaður. Rjett þykir einnig að benda á, að matvörur eða fæðiskostn- aður er rúmar 148 þús. kr. á árinu fyrir aðeins 14 menn eða rúmlega 10 þús. kr. á hvern mann. Er þá ekki reiknað með öðru en efninu í matinn. Sje við þetta bætt launum og fríð- indum matsveina, eldsneytis- og áhaldakostnaði og öðru, sem tilheyrir, en sá kostnaður nem- ur að minnsta kosti 60 þús. kr., er fæðiskostnaðurinn orðinn á þriðja hundrað þús. kr. fyrir þessa 14 manna fjölskyldu eða um 15 þús. kr. á mann. Er hjer um slíka ofrausn að ræða, að full ástæða er að spyrja um, hvað valdi. Má nærri geta, hvaða launakjör þyrfti almennt í þessu landi, ef hverri 5 manna fjölskyldu ætti að tryggja 75 þús. kr. eingöngu til fæðisút- gjalda. Loks má benda á, að dráttarkostnaður sýnist vera allhár, eða nærri V4 miljón kr., og svo er um marga aðra liði í rekstrarreikningi skipsins. Þau hjeruð, sem af mikilli fátækt verða að standa undir slíkum útgjöldum, eiga heimt- ingu á því, að gerð sje grein fyrir því hvefs vegna þetta þarf að kosta slíkar upphæðir, sem fáir munu trúa, að sjeu raunverulegar, og að allt sje gert til þess að bæta það fyr- irkomulag, sem sýnist ríkja hjer

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.