Morgunblaðið - 20.05.1950, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 20.05.1950, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 20. maí 1950 gæiasta skip Sigldi á 42 sinnduin á m\l\\ mahafnar oa Letfh Hikil ánæsja farftep og skipshsfnar. ívar Guðmuttdssson, frjettaritstjóri, sem er meðal farþega á Gullfossi, símaði Morgunblaðinu í gær eftirfarandi: Gullfoss er nú að nálgast ísland og með sama hraða mun hann verða á ytri höfninni í Reykjavík um hádegi á morgun, laugardag. Með skipinu eru 164 farþegar, flestir íslendingar. Veður hefur verið einstaklega gott alla leiðina, allt frá því að farið var frá Kaupmannahöfn s. 1. sunnudag í besta sumar- veðri, þar sem mörg hundruð manns kvöddu skiþið með fer- ■foldu húrrahrópi. 42 stunda sigling Á leiðinni yfir Norðursjóinn var sólskin og blíða og notuðu farþegarnir það til að sóla sig. Komið var til Leith á þriðju- dagsmorgun, eftir 42 klukku- stunda siglingu, og hafði með- alhraði skipsins á leiðinni ver- ið tæplega 16 mílur. Er það fljótasta ferð, sem ísl. skip hefir farið milli Kaupmannahafnar og Leith. En á Pentlandsfirði í Orkn- eyjum náði Gullfoss 24 mílna hraða. þar sem straumur var með. Aili r ánægðir í dag hefir verið hægviðri á hafinu en dálítil undiralda. — Heiðskírt er og farþegar sitja í stóíum á þilförum og sleikja sólskinið. Það er sama við hvern er talað, farþega eða skipverja, ailir eru í besta skapi og mjög ánægðir með skipið. En þótt ekki hafi reynt á sjóhæfni Gullfoss í þessari ferð, þykjast reyndir sjómenn, sem eru um borð, þegar hafa sjeð, að skipið muni fara eink- ar vel í sjó, sem kallað er. Það er fullhlaðið af vörum, með rúmlega 1300 smálestir, og komið hefir í ljós, að það lestar um 160 smál. meira en ráð háfði verið fyrir gert í s.-níðasamningnum. Til þessa hefir vjelaafl aðeins verið not- að að þremur fjórðu hlutum, þar sem ekki þykir heppilegt að láta aflvjelar ganga með fullum hraða á meðan þær eru rýjar. Fuiikomnasta skipið í morgun hefi jeg gert það til gamans og fróðleiks að spyrja ýmsa um borð, hvernig þeim litist á sig og kunni við sig á Gullfossi. Einn af þeim fyrstu, sem jeg hitti snemma í morg- un. var Sigurður Pjetursson skipstjóra á gamla Gullfossi. — Hann sagði meðal annars á þessa leið: ,,Það er auðsjeð að þetta er gott skip. Það fer vel í sjó, hreyfingarnar þannig að far- þegar munu ekki finna mikið fynr veltingi. Við íslendingar höfum aldrei átt svo fullkom- ið og gott skip fyrr, og það er sómi að því fyrir land og þjóð. Það hefði líka varla verið vansa laust. að íslendingar hefðu ekki komið sjer upp fullkomnu far- þegaskipi í .millilandasigling- um, svo mikil siglingaþjóð, sem íslendingar eru orðnir og eiga aiik þess góðan skipastól nú á öðrum sviðum“. ijesta skipið : Á stjórnpalli hitti Jeg Pjetur Bjornsson skipstjóra. Það þötti mjer undarlegt, að ekki stóð neinn maður við stýrishjólið, og spurði hverju sætti: ,,Það er sjálfvirkt stýri“, sagði skip- stjóri, „og þarf engan mann við það. Stýrið er svo nákvæmt, að skipið víkur svo að segja ekki gráðu af leið, en rjettir af sjálfu sjer, ef út af ákveðinni stefnu bregður“. Er jeg spurði Pjetur Björns- son skipstjóra, hvað hann vildi um Gullfoss segja, eftir þá reynslu, sem hann hefði þegar fengið af skipinu, svaraði hann með einni setningu: „Gullfoss er bcsta skipið, sem jeg hefi komið um borð Megum vera hre.yknir Meðal farþega á Gullfossi er Karl Guðmundsson skipstjóri, sem siglt hefir á togurum í ein 30 ár. Hann tekur undir með hinum skipstjórunum, sem þeg ar hefir verið getið, um sjó- hæfni skipsins og segist vera viss um, að Gullfoss sje hið besta sjóskip. Það hafi raunar mátt sjá á skipinu í höfn, en sá tiltölulega litli öldugangur, sem skipið hafi lent í til þessa, sýni hvernig það muni láta í sjógangi, og það sje auðsjeð, að það verði óvenjulega stöðugt skip, sem muni verjast sjóum vel. „Það er dásamlegt11, segir hann, ,.að vera um borð í fciull- fossi, og við Islendingar meg- um vera hreyknir af að eiga slikt skip sem þetta“. Legsf að bryggju kl. 5 GULLFOSS siglir hjer inn á ytri höfnina um kl. 3 í dag og verða þá í fylgd rueð honum fossarnir Goðafoss, Brúarfoss, Fjallfoss og Selfoss' gatnli, en þeir höfðu farið til móts við Gullfoss. — Á ytii höfninni verður staldrað við nokkra stund. Þar gengurNá skipsfjöl stjórn Eimskipafjelagsins og boðs- gestir hennar við móttökuhá- tíðina. En klukkan fimm leggst hið nýja skip að bryggju, við gömlu uppfyllinguna, en þar fer móttökuathöfnin fram, sem hefst með ávarpi Eggerts Clae- sen hrl. formanns fjelags- stjórnar, sem býðui skip og skipshöfn velkomnar í nafni fjelagsins. Síðan tekur Ólafur Thors atvinnumálaráðherra til máls, og Lúðrasveitin leikur ættjarðarlög. Mun móttökuhá- tíðinni verða mkið nnlli kl. 5.30 —6. • * Verður (111 innonleaor skortur :* ' 'f „ % t'. if á mjólk í 'Reykfávák'- f ssaiar ÍBÚUM Reykjavíkur fjölgar ört ár frá ári og vandamál þau, sem til verða í sambandi við þessa fólksfjölgun hjer, gerast mörg torleystari með ári hverju. — Mönnum er kunnugt um, að það er mikill skortur á húsnæði í borginni, enda þótt miklu fje sje árlega varið til að byggja húsnæði. Allmargt fólk býr í húsakynnum, sem talin eru heilsuspillandi og óhæf til íbúð- ar. Þetta er eitt dæmi um það, að ekki er allt sem skyldi. Annað vandamál, sem fáir munu gera sjer grein fyrir, er það, hve örðugt er að afla þess- ari stóru og ört stækkandi höf- uðborg nægilega mikillar neyslumjólkur, sem jafnframt sje svo góð, að ekki verði að henni fundið. — Mjólkursvæði Reykjavíkur tekur yfir flestar byggðir austan fyrir Vík í Mýr- dal og allt vestur til Hvamms- fjarðar. Að haustinu og fram eftir vetri þarf að nota til neyslu í Reykjavík alla þá mjólk, sem framleidd er á bessu stóra svæði, og nægir hún stundum ekki. Slæmt árferði getur haft það í för með sjer, að sækja þurfi mjólkina langt norður í Húnavatnssýslur. Býl- Tn sem mjólkin er framleidd á, eru dreifð og vegir oft í svo hraklegu ástandi, að víða er ó- mögulegt að koma við flutn- ingum, sem eru í samræmi við ströngustu kröfur um meðferð mjólkur. Það er sem sje ekki hægt að safna saman mjólk frá fleiri bændabýlum t. d. vestur við Hvammsfjörð og flytja hana til Reykjavíkur samdægurs og ná þangað svo snemma, að hægt sje að gerilsneyða mjólkir.a. Heilbrigðisyfirvöldin banna að nota til neyslu mjólk, sem er 3. og 4. ílokks vara, en má þó veita undanþágu að því er snert ir 3. flokks mjólk, þegar sjer- staklega stendur á. í hitum á sumrin er einatt hætta á, að r.okkur hluti mjólkurinnar sje orðinn 3. og 4. fl. vara, þegar hún er loksins komin til höf- uðborgarinnar. Þriðja fl. mjólk- ina mætti þá sækja um undan- þágu fyrir, en 4. fl. mjólkina yrði að endursenda. Mjólkur- stöðin í P.eykjavík getur ekki unnið vörur úr slíkri mjólk. Hún getur ekki haft aukulega húspláss, vjelar og fólk til þess að vinna vörur endrum og sinn- um úr nokkrum smálestum af mjólk, sem ekki þætti nothæf til gerilsneyðingar. En að senda mjólk til Reykjavíkur t. d. frá Borgarnesi, sem svo reymst ó- tæk og er endursend, og er jafn j vel orðin ónýt, þegar hún kem- | ur aftur, er enginn leikur. Það J er því miður of dýrt spaug. Þess vegna geta mjólkurbúin ekki 'byggt bráðabirgða lausn þessa 'vandamáls á undanþágu varð- andi 3. fl. mjólk. Þau geta ekki sent til Reykjavíkur hæpna jmjólk, sem ef til vill verður [endursend og eyðilögð í flutn- ’ ingi. Það er ókleift fjárhagslega sjeð. Með þetta og önnur vanda- mál í huga gerði mjólkursam- lagsstjórinn í Borgarnesi, Sig- . urður Guðbrandsson, sjer ferð um Danmörku, Noreg og Sví- þjóð og aflaði sjer upplýsinga ’um, hvernig fagmenn og heil- brigðisnefndir þar snerust við slíkum vandamálum eða svip- uðum. Þar f jekk hann þær upp- lýsingar, að í þessum löndum telja menn ekki fært að flytja mjólk til neyslustaðar, sem lengst er sótt, án þess að hita 4iana eða gerilsneyða á því 3ÍJ / Jj mjólkurbúi, þar sem hún er vigtuð inn. Danir hafa hitað mjólkina nokkuð á innvigtun- arbúum, og' gerilsneytt hana að fullu á sölustað. Þetta hafa mjólkurbúin gert án sjerstaks leyfis og heilbrigðisyfirvöldin látið afskiptalaust. Norðmenn hafa aftur á móti leyít að mjólk sje gerilsneydd tvisvar, þar sem þeir telja að þess sje þörf, en Svíar gerilsneyða mjólkina strax á innvigtunarbúinu, þeg- ar með þarf. Það er eðlilegt og æskilegt, að forstöðumenn mjólkurbúanna hjer kynni sjer og notfæri sjer reynslu ná- grannaþjóðanna, og ekki síst þeirra þjóða, sem að framan er getið. Mjólkurbúin tóku sjer Dani til fyi'ii-myndar í þessum efnum, og fóru að hita mjólk, sem vitað var um að mundi spill ast verulega við geymslu og flutning áfram til Reykjavíkur. Engum, sem hlut átti að bessu máli, kom til hugar að beita við mjólkina „mjög skaðlegri með- ferð í þeim tilgangi að leyna göllum hennar“, og mjólkurbú- in og Mjólkursamsalan leggja þann skilning í ákvæði reglu- gerðarinnar um mjólk og mjóllc urvörur, að þau banni eldci slíka hitun á mjólk. Trúa menn því almeimt, að Danir og Norðmenn mundu láta það viðgangast hjá sjer, að mjólk sje hituð eða ger- ilsneydd tvisvar, ef það væri bæði mjög skaðlegt og gert í sviksamlegum tilgangi? En heilbrigðisnefnd Reykja- víkur hefur nú látið málið til sín taka, sennilega fyrir at- beina hins nýja borgarlæknis. Þann 19. apríl s.l. móttók Mjólk ursamsalan brjef frá nefndinni, þar sem tilkynnt er, að húr. sje lalin brotleg við reglugerð frá 19. okt. 1946, fyrir að hafa tek- ið við upphitaðri mjólk til ger- ilsneyðingar og sölu, og að slíkt sje bannað eftirleiðis. Ennfrem- ur að málið hafi verið sent dómsmálaráðuneytinu. Að mín- um dómi er meira að segja þetta brjef vanhugsað. Skyldi heil- brigðisnefnd hafa verið það ljóst, þegar hún samdi brjefið, að Mjólkursamsalan hefur eng- ar aðferðir og engin ráð til að sannprófa, að mjólk, sem hún fær til gerilsneyðingar hafi ver- ið hituð, ef það hefur verið nógu vægilega gert. Á meðan embættismaður spókar sig um götur borgarinnar, launaður af ríkinu til að sjá um, að tjeð reglugerð sje ekki brotin er varla von, að Mjólkursamsalan taki að sjer slík störf! Eðlilegt virðist mjei’, að heilbrigðís- nefnd hefði snúið sjer til ríkis- eftirlits og borið þar fram ósk sina um, að umrædd hitun yrði stöðvuð. Föstudaginn 5. maí s.l. birta svo fjögur dagblöð borgarinnar hin skelfilegustu tíðindi af þessu máli, þau . tíðindi berast frá fundi bæjarstjórnar. En sunnudaginn 7. maí er aftur drepið á þetta mál á 9. síðu í Morgunblaðinu. Það, sem þar er skrifað er hóflegt og skyn- samlegt. Þar segir höfundurinn, að umboðsmenn framleiðenda og neytenda verði að leysa þetta mál á vinsamlegan hátt, og að það sje báðum aðiljum til vansa að hefja um það ill- deijur. Svo bar til, að við Sigurður Guðbrandsson gengum, ásamt Edvarð Friðrikssyni, á fund lög reglustjóra nokkrum dögum áð ur en bæjarstjórnarfundur sá var haldinn, sem gaf tilefni til blaðaskrifanna 5. maí. Við ósk- uðum þess, að mega ræða þetta mál við heilbrigðisnefnd á fundi. Leyfið var strax veitt, og mættum við svo á fundi nefndarinnar morguninn eftir, Þar skýrðum við sjónarmið okkar eftir föngum. Jeg skoraðí á heilbrigðisnefndina að kynna sjer fjárfestingar þær, sem mjólkurbúin og Mjólkursam- salan hafa gert vegna umbóta á undangengnum árum, og kynna sjer einnig framfarir, sem orðið hafa á sviði vöru- vöndunar á sama’ tíma, en skýrslur um það má sjá hjá ríkiseftirlitinu. Jeg bar fram ósk um, að nefndin bæri traust til þess, að svipaðar framfarir yrðu á næstu árum, að þvi er snertir vöruvöndun, og jeg tók það fram, að við óskuðum eftir vinsamlegri samvinnu um tnusn þeirra ágreiningsmála, sem upp kynnu að koma. Viðræður voru auðvitað vin- samlegar, en við gátum af engu ráðið, hvort við höfðum komið á þennan fund til nokkursi gagns. Fáum dögum seinna er svo tilmælum okkar um vinsarnlegst samvinnu svarað með því að mjólkurbúin og Mjólkur. amsal- an eru umsvifalaust borin þung um og ærumeiðandi sökum s fjórum dagblöðum bæjarins og orðum hagað þannig um hitun mjólkurinnar, að fjöldi aieyt- enda, sem málinu eru ókunnug- ir, óttast, að þeir bíði heilsu- eða jafnvel líftjón, e_f þeir nevta mjólkur frá Mjóíkursamsöl- unni. Ummælin, sera blöðin birta, eru vöndur, sem ekki er hægt að kyssa á, þau eru sverð, sem lyft er til ófriðar. Mjólkurbiíin eiga nú völ tveggja kosta. Annar er sá, að fylgja í öllu fyrirmælum heil- brigðisnefndar; hita mjólkina ekki og senda aldrei til geril- sneyðingar lakari mjólk, en annars flokks. Þá verður meirl og minni skortur á neyslumjólk í bænum í sumar og framleið- endur tapa markaði fyrir vöru sína. Hinn kosturin i er sá sem Sigurður Guðbrand ;son stingur upp á í grein sinni í Tímanum 6. maí, að stöðva allar mjólk- ursendingar til bæjarins, , með- an heilbrigðisnefnd hugsar málið,“ eins og hann orðar það, Báðir em þessir kostir hiniv hörmulegustu. Ummælin, sem blöðin hirta, eru höfð eftir dr. Sigurði Pjet- urssyni, gerlafræðingi og s+arfs manni ríkisins við Atvinhudeilcl Háskólans. Samkvæmt því, seirs blöðin herma, er það álit dr„ Sigurðar, að umrædd hitun mjólkur sje „bein vörusvik., gerð til þess að Ieyna göllumt hennar.“ Ekki er ástæða til a5 efa, að blöðin fari hjer með rjefrt: mál, þar sem dr. Sigurður hef- ur enga athugasemd gert. Heil- brigðisnefnd og bæjarstjórn virðast vera honum samdóma. Það er furðulegt, að sjerfræðí ingur, sem er starfsmaður v-ið virðulega ríkisstofnun, skuli láta hafa eftir sjer slík ummæli, þegar faglegrar aðstoðar hanst er leitað. Slíkir menn ættu að lialda sig við hina faglegu hliS málsins eina, en sleppa svona getsökum. Og í umboði Mjólkursamlggbt Borgfirðinga og Mjólkurbúst Flóamanna geri jeg hjer með eftirfarandi íyrirspurn til ráðuneytis þess, sem Atvinuudeiid Háskólanð Iieyrir undir: 1. Er það samboðið Atvinnu- Framliald á bls. 8,

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.