Morgunblaðið - 21.05.1950, Síða 8

Morgunblaðið - 21.05.1950, Síða 8
8 MORGV N BLAÐIÐ Sunnudagur 21. maí 1950 260 þós. írjápiöntur „Harpa44 syngur í flugleiðii leikhúsinu annað Þjóð- S.l*. vilja koma í veg kvöld fyrir notkun eiturlyfja Yöruflufningar moð flugyjelinri MEÐ síðustu ferð „Gullfaxa“ frá Kaupmannahöfn á mánu- dagskvöldið ícommjög kærkom in flutningui, sem eftir á að prýða margan staðinn á land- inu, að að vonum lætur. Er hjer um að ræða 280,000 trjáplöntur, bæði fura og rauðgreni, sem vega samtals 1092 kg. Trjáplönt ur þessar eru hingað komnar flugleiðis alla leið frá Tromsö í Noregi. Frá Fagerlidal plante- skole við Tromsö voru þær fluttar með norska flugfjelag- inu (NNL) um Oslo til Kaup- mannahafnai, en þar tók „Gull- faxi“ við farminum og flutti hann til Reykjavíkur, eins og fyr greinir. Sr þetta að öllum líkindum einsdæmi í heiminum, að jjifnmargar trjálplöntur hafi verið fluttar flugleiðis í einu. Trjáplönturnar voru fluttar hingað í 54 pökkum, og vel um þær búið. Alls er búið að flytja hingað fluglciðis 390,000 plönt- ur frá Noreg; á einni viku. Þær verða nú sendar til ýmissa staða víðsvegar um landið, og í dag verða t.d. sendar 35,000 trjá- plöntur til Akuceyrar með einni af Douglas-flugvjelum Flug- f jelags íslands. Á að gróðursetja þær í Vaglaskógi og þar í grend. Vöruflutningar með flugvjel- um færast nú mjög í aukana, enda afar hagkvæmt fyrir marga, þar sem flutningsgjöld- in eru í mörgum tilfellum sam- keppnisfær við aðrar samgöngu greinar. Á mánudaginn flutti „Gullfaxi“ t.d. rösklega IV2 smá lest af ýmiskonar flutningi, auk farangurs farþega, frá Kaup- mannahöfn og London hingað til Reykjavíkur. Var flutningur þessi hinn fjölbreytnasti, og má þar nefna auk trjáplantnanna, sem áður hefur verið getið um, blóm og ilmvötn, kvikmyndir, dagblöð og tímarit, mælitæki, vjelahluti og rafmagnsvörur, myndavjelar, fatnað og vítamín olíur og ýmislegt annað, sefn of langtyrði upp að telja. —Þessi flutningur var sendur flugleiðis til Kaupmanr.ahafnar og Lond- on víðsvegár að úr heiminum, en Flugfjelag íslands sá um að flytja vörumar frá þessum tveimur stöðum hingað til Reykjavíkupv óær voru sendar frá jafn fjarlægum og ólíkum stöðum sem Dlisseldorf, Montre al, Madrid, Rcm, París, Zúrich, Bratislava, Eskiltuna, Milano, Berlín, Tromsö og Frankfurt. Sendendur varanna afhentu þær afgreiðslumönnum flugfje- lága á viðkornandi stöðum að jafnaði tveimur til þremur dög- um áður en viðtakendur voru búnir að fá þær í hendurnar hjer í Reykjavík. 9500 gríik börn í Grikkfandj GENF, 12. maí — Á ráðstefnu alþjóða Rauða krossins, sem nú stendur yfir í Genf lýsti júgó- slavneski fulltrúinn, frú Olga Milossevic því vfir. að sem stendur væru 9500 grísk börn í JÚgóslavíu. Hún sagði, að 7800 þessarra barna væru með for- eldrum sínum en hin 1700 dveldust í heimilum júgóslavn- eska Rauða krossins. Frúin sagði að Júgóslavar gerðu allt sem þeir gætu til að finna for- I eldra þessarra barna. — Reuter. Svanhvít Egilsdóttir. SÖNGFJELAGIÐ „Harpa“ efn-j ir til hljómleika í Þjóðleikhús-1 inu annað kvöld kl. 8, en með kórnum syngja einnig nokkrir úr Samkór Reykjavíkur. Söng- stjóri er Jan Moravek, en ein- söngvari með kórnum Svanhvít Egilsdóttir. — Undirleik annast’ Fritz Weisshappel. — Er þetta í fyrsta sinn. sem blandaður kór kemur fram í Þjóðleikhúsinu. Á söngskránni eru átta lög Jan Moravek eftir erlenda og innlenda höf- unda. Þau eru: „Hver á sjer fegra föðurland“, eftir Emil Thoroddsen, „Brúðförin í Harð- angri“, eftir H. Kjerulf, „Ein er upp til fjalla“, eftir Björgvin Guðmundsson, ,,Vormorgun“, eftir Fr. Schubert, „Fossinn“, eftir O. Lindblad, „Litla tatara- stúlkan", eftir Jan Moravek, „Söngur Miriam“ og „Ave María“, eftir Schubert. Rússar afhenda Þjóð- verjum UFA kvik- mýndaverið BERLÍN, 19. maí. -- Rússneska hernámsstjórnin í A-Þýska- landi afhemi í dag austur- þýsku stjórninni ýrris þýsk iðn- fyrirtæki, sem Rússar hafa starfrækt frá stríðslokum. — Meðal þessara iðnfyrirtækja er UFA kvikmyndaverið í Berlín, sem var helsta kvikmyndáfram leiðslústofnun Þjóðverja fyrir stríð. Frakkar leika á Ho Chi Minh SAIGON, 19. maí. — Franska herstjórnin í Indó-Kína til- kynti í dag, að Frakkar hefðu fest kaup á allri piparfram- leiðslu Cambodja-ríkis í Indó- Kína. Teljar Frakkai sig hafa þarna leikið á uppreisnarfor- ingja kommúnista Ho Chi- Minh, því vitað var, að hann girntist að ná piparfrámleiðsl- unni á sitt vald. Ætluðu kom- múnistar að kaupa vopn fyrir piparinn -— Reuter. Bandaríkin móii hernað- arbandalagi Miðjarðar- hafsins WASHINGTON, 12. maí — Full trúar bandaríska utanríkisráðu neytisins lýstu því yfir í dag, að Bandaríkin væru því ekki fýlgjandi að stofnað yrði her- varnabandalag þjóðanna fyrir botni Miðjarðarhafsins í lík- ingu við Atlantshafsbandalag- ið. Tyrkir hafa margsinnis lýst því yfir, að þeir vilji stuðla að myndun slíks bandalags, enda er land þeiria undir rússneska hælnum opið og varnarlaust ef engar varnarráðstafanir eru gerðar. — Reuter. Olíufjelög sökuð um brof á „auðhringalögum" WASHINGTON, 12. maí. — Bandaríkjastjórn lagði í dag fram ákærur gegn sjö olíufje- lögum í Kaliforníu fyrir brot á „auðhringalögunum" (anti- trust laws). Mac Grath, sak- sóknari ríkisins sagði frjetta- mönnum að helstu sakargiftirn ar væru að fjelög þessi hefðu haft í frammi viðskiptakúgun (boycot). — Reuter. Tillögur um að hindra óiögmæfa sölu ópíums. Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter. LAKE SUCCESS, 15. maí. — Nefnd ein hjá S. Þ. sem í eiga sæti fulltrúar frá þeim löndum, er mesta ópíumframleiðslu hafa, hefir komið fram með tillögur um, að sett verði á fót alþjóðleg stofnun. Skal hlutverk hennar í því fólgið að ann- ast kaup og sölu þess ópíums, sem þarf til lækninga og til- rauna, en að koma í veg fyrir ólögmæta sölu lyfsins. Áætlun frá s. 1. hausti Þessi tillaga sjer nú fyrst dagsins Ijós hjá S. Þ., en fjallað var um hana í Ankara á sein- asta hausti. Varð þar samkomu lag með Indlandi, íran, Tyrk- landi og Júgóslavíu um tiltekið magn, sem hvert þessara landa megi framleiða af óunnu ópíum. Rússaveldi, sem líka 'Íramleið- ir mikið ópíum, sendi ekki full- trúa á stefnuna í Ankara, og hefir ekki heldur ritað undir áætlunina. Kaupi það, sem ekki þarf að nota á hverjum stað Nefnd S. Þ. um þessi mál mun beita sjer gegn ólögmætri sölu lyfsins. Alþjóðastofnunin, sem hún leggur til, að sett verði ‘ á laggirnar, mundi kaupa upp allar birgðir, sem ekki er þörf fyrir, til að tálma því, að þær lendi í höndum smyglara og leynisala. Og selji þeim, sem þurfa Mundi stofnunin kaupa allt það magn, sem hver þjóð fram- leiðir fram yfir það, sem henni er ætlað, og hún þarf, og selja það öðrum þjóðum til lögmætr- ar notkunar. Áætlun nefndar- innar verður að fá samþykki margra stofnana og nefnda áð- ur en hún telst samþykkt, svo að enginn veit, hvað ofan á verður. Adenauer fylgjandi lillögum Schumans BONN, 12. maí. — Adenauer, forsætisráðherra Þýskalands, lýsti því yfir í dag, að hann væri fylgjandi tillögum Schu- mans um saméiningu stáliðnað- ar og kolanáms Frakka og Þjóð verja, í öllum aðalatriðum. — Hjelt Bonn-stjórnin í dag fund um málið og voru allir ráðherr- arnir á eitt sáttir, að tillögur franska utanríkisráðherrans væru hinar merkustu. Þó vildu þeir að málið yrði vandlega rannsakað svo að ekki væri ras- að að neinu. — Reuter. • Franskir sfomorkusjer- fræðingar í Indlandi NÝJA DELHI, 12. maí — Ind- verska stjórnin bannaði í dag útflutning á Monazite málmi, en það er efni sem inniheldur Thorium, sem er þýðingarmikið við atomorkuvinnslu. í tilkynn- ingu stjórnarinnar um þetta er sagt að útflutningsbannið hafi verið sett á, vegna þess að Ind- verjar ætli sjálfir að hefja atomrannsóknir. — Kveðast þeir hafa fengið franska atom- orkusjerfræðinga í þjónustu sina og ætla að stofna rann- sóknarstofu í Ernakulam. Við kaupum | Silfurgripi, Listmuni, Brotasilfur. Gull. j Jör Spunilsson Skort$ripaverzlun Laugaveg 8. •imiiiiiiiiiiiMiiiitimiiiiminniiiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiHiitia í SJ| & WÓDLEIKHÚSID 1 <lag, sunnudag kl. 14 5 Húsið leigt Rigmor Hanson = Kl. 20 íslandsklukkan UPPSELT Mánudag kl. 20 Engin Ieiksýning. | HúsiS leigt Söngfjel. Hörpu. | Aðgöngumiðasalan opin daglega i frá kl. 13,15— 20. Simi 80000. : raHmuimiiiiiimM.miiiimmiiMHSiinniibuMP " Mirkú» Eftir Ed Dodd r/ 1 Euppost you r.NO'.r L E'.ARK, HOW UTTJA 1' UHÍNK OF MY5ELP...1 M 1 '•■F. s.'í • O I O- '/OVPS' LF /<• !(.<** . W.iAi' 1 J .fc'. 'S GO TAI,c fi . Sirrí hefur verið flutt heim í Týndu Skóga. Sveitalæknirinn er sóttur. — Er hún alvarlega slösuð, læknir? — Jeg er hræddur um það. Það verður að vera algjör bögn í kringum hana. Skömmu síðar eru þau sam- an á gangi í húsagarðinum, Tona og Markús — Þú skilur það víst, Markús, að mjer finnst jeg eiga alla sök á þessu, sem gerst héfur. Jeg veit það, að allt þetta hefur hafst upp úr því, hvernig jeg hagaði mjer. — Það þýðir ekkert að naga sig í handarbökin fyrir það sem er búið og gert. En það er að- eins eitt, sem jeg ekki skil. Það j er hvernig stendur á því að ! hnakkgjörðin mín slitnaði. Og jeg setti hana nýja á í gær. — Við skulum fara og at- huga það.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.