Morgunblaðið - 24.05.1950, Page 6

Morgunblaðið - 24.05.1950, Page 6
taOÍHrVISBLAÐlÐ MiðVikudagur 24. maí 1950. Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavik. Framkv.stj,: Sigfú$ Jónsson. í Rifttjórí? Valtýr Stefárisson (ábyrg5arm.J Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ristjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Áskriftargjald kr. 14.00 6 mánuði, innanlands. í lausasölu 60 atira eintakið. 85 aura með Lesbók. Isfisksmarkaðurinn ÞAÐ er fyrir nokkru vitað að ísfiskmarkaður í Bretlandi myndi á þessu sumri verða okkur íslendingum mjög óhag- stæður. Hafa aflasölur íslenskra togara verið svo lágar að þeir eru nú allir að hætta ísfiskveiðum. Orsakir þessa óhagstæða markaðar í Bretlandi eru aðal- Íega þrjár. Almenningur þar í landi er í fyrsta lagi orðinn leiður á fiski og þá sjerstaklega þorski. Fiskneysla hefur því minnkað verulega af þeim sökum. í öðiu lagi hefur rnjög mikið borist að af fiski síðari hluta vetrar, þar sem fcreskir togarar hafa aflað mjög vel. í þriðja lagi hafa svo hinir bresku útgerðarbæir gert ýmsar ráðstafanir til þess í'ð gera erlendum keppinautum um heimamarkaðinn erfið- 9ra um vik. Hafa þeir sett á ýmsar tálmanir, sem hafa skapað íslensku togurunum mikfð óhagræði. M. a. hafa þeir \ erið látnir bíða lengi eftir löndun, en ekki verið teknir inn a rjettri röð eins og venja hefur verið. Að sjálfsögðu hafa hinir bresku útgerðarbæir gert þetta til þess að vernda sína eigin útgerð og styrkja aðstöðu sína á markaðnum. ★ Af hálfu hins opinbera er innflutningur á fiski til Bret- laruds hins vegar frjáls. Hámarksverð á fiski var einnig afnumið hinn 15. apríl s.l. með þeim afleiðingum að verð fcans hefur hækkað nokkuð. Það hefur svo aftur dregið úr neyskmni. Sjerstaklega hefur aðstaða Ijelegri fiskjar orðið siæm á markaðnum. Verð á góðum fiski hefur hækkað að uama skapi. Gera má ráð fyiir að ísfiskmarkaðurinn í Bretlandi verði okkur mjög óhagstæður í allt sumar. Er það raunar ekki r.ýtt fyrirbrigði. Um Þýskalandsmarkaðinn er það að ségja að við höfum samið við Þjóðverja um sölu á um 25 þús. tonnum af ísuð um fiski á tímabilinu ágúst—nóvember þessa árs. Verð þess magns er frjálst markaðsverð. Ér ekki varlegt að gera ráð fyrir að það verði hátt þar sem Þjóðverjar afla nú töluverðs fiskimagns. ★ Að öllu þessu athuguðu eru ekki líkur til þess að ísfisks- markaður verði olckur hagstæður á þessu ári. Er því ekki mm annað að gera en að snúa sjer að öðrum verkunar- og framleiðsluaðferðum svo sem söltun og mjölframleiðslu. Við íslendingar megum ekki láta okkur koma það á óvart þótt við þurfum að breyta um verkunaraðferðir við fram- leiðslu oklcar. Við eins og aðrir verðum að aka seglum eftir vindi og haga framleiðslu okkar þannig að afurðir oklcar sjeu sem arðgæfastar og útgengilegastar. Við því var aldrei fcægt að búast að breski markaðurinn yrði alltaf jafn stöð ugur og á stríðsárunum og fyrstu árunum eftir stríðið, þegar breska þjóðin herti á mittisólinni. Við verðum auk þess að gera okkur það ljóst að takmaric okkar hlýtur að vera aukin vinnsla fiskjarins. Því fer fjarri að það geti talist viðunandi að moka allri fiskframleiðslu íslenska togaraflotans óunninni á erlendan markað. En það er það sem við höfum gert undanfarna áratugi. Við verðum að stefna að því að vinna þetta hráefni betur, gera það að verðmætri og útgengilegri vöru í stað þess að flytja það slepjað og meira minna skemmt beint af miðunum á hina erlendu markaði. Það er vandaverk, sem kostar trúlega fje og fyrirhöfn að breyta þessu og hverfa til nýrra verlcunaraðferða. í bili virðist söltun og mjölvinnsla nærtækust. En fleiri aðferðir ];oma þar áreiðanlega til greina. ★ En við verðum umfram allt að varast það að leggja árar í bát, rífa klæði okkar og örvænta um afkomu útgerðar okkar þótt útlit sje fyrir óhagstæðan ísfiskmarkað í Bretlandi á þessu sumri. íslendingar hafa oft mætt erfiðleikum í afurða- sölumálum sínum. Þeim hefur verið mætt með nýjum úr- .ræðum og alltaf hefur einhvern veginn tekist að komast jdir þá. Þess verður að vænta að sú verði niðurstaðan einnig að þessu sinni. Lokað Iand MENN hafa víst varla gert sjer almcnnt ljóst, að ísland er raun verulega lolcað land fyrir erlend um ferðamönnum af þeirri ein- földu ástæðu, að eklci er hægt að taka sómasamlega á móti nema takmörkuðum fjölda er- lendra ferðamanna sökum gisti- húsaskorts. En eftirspurnin eftir skemmti ferðum til íslands hefur aldrei verið meiri en einmitt nú og hart er að þurfa, að fussa við þeim gjaldeyristekjum, sem hafa má af erlendu ferðafólki. • Indverskir prinsar og almúgafólk ERLENDIR menn af ýmsum kynstofnum og öllum stjettum spyrjast fyrir um það hjá ferða skrifstofum og fulltrúum ís- lands víða um lönd, hvernig og hvort hægt sje að ferðast til ís- lands og fá þar sæmilega að- hlyn'ningu. Yfirleitt er fólki gef ið það ráð, að fara ekki til ís- lands, nema að hafa tryggt sjer gistingu fyrirfram og það eru fáir, sem það geta. Meðal þeirra. sem hafa hug á að ferðast til íslands eru ind- verskir prinsar og almúgafólk. • Prinsinn var heppinn AÐ minnsta kosti einn indversk ur prins var svo heppinn, að hann gat útvegað sjer og föru neyti sínu gistingu á íslands- ferð í sumar og mun hann koma hingað í júnímánuði. En tugir almúgamanna, sem höfðu hug á íslandsferð verða að stefna í önnur lönd, eða sitja heima. Það virðist vera álitamál, hvort við kærum okkur um er- lenda ferðamenn, þótt við gæt- um hýst þá og þar sem skoðana frelsi ríkir að miklu léytí enn á landi voru, má hver og einn hafa sínar hugmyndir um þetta sem annað. • Lítið lærist af reynslunni ÞÓTT því sje haldið fram, að menn læri af reynslunni. þá er það ekki alltaf sannmæli. Eftir síðustu styrjöld áttu ís- lendingar innstæður erlendis sem námu 6—700 milljónum kr. Þær voru að mestu leyti tekjur af erlendum gestum, að vísu ekki velkomnum alltaf, en er- lendum gestum þó. Verslunar- skýrslur styrjaldaráranna sýna og sanna, að hjer er farið með rjett mál, því tekjur sem við fengum af framleiðsluvörum okkar, sem seldust þá hæsta verði í sögu landsins gerðu eklci meira, en að hrökkva fyr- ir nauðþurftum og öðru, sem Iandsmenn töldu sig ekki geta án verið frá útlöndum. • Sinn er siður DANIR eru mestu smjörfram- leiðendur heims, miðað við fólksfjölda og framleiða meira kjöt, en þeir geta torgað sjálfir. Á meðan kjötskortur var í heiminum og var eftirsótt vara seldu Danir kjöt úr landi, en skömmtuðu sjálfum sjer naumt. Þeir vildu heldur fá gjaldeyri fyrir kjötið, og kaupa fyrir hann aðrar nauðsýnjar, sem þeir töldu sig síður geta verið án. Danir skammta sjer enn smátt smjör, en selja þess meira t il erlendra þjóða og stórbæta júr gjaldeyriáskorti, sem enn er með þjóðinni. i.131 Öðru vísi að 1 er rætt um stundarfyrirbrigði, farið hjer (er stundum þykir heppilegra VIÐ íslendingar eigum fátt að þegja, en segja um. Eins get- eitt, sem erlendir menn sækjast ur farið um þetta rabb okkar eftir, nema fagurt og sjerkenni- hjer í dag. legt iandslag. Og þó, í íslensk- j Sennilegt er að Danir afnemi um ám er góð laxveiði þrjá smjörskömmtunina hjá sjer og mánjuði ársins. Laxveiði er í- fari að smyrja betur sitt eigið þrótt, ..sem erlendir menn vilja greiða mikið fje fyrir að fá tækifæri til að stunda. En íslendingar vilja búa ein- ir að þeirri íþrótt og þykja land ráð, ef erlendum manni er hleypt í sprænu til að renna fyrir lax. Gamallra blóma angan í HVERUM lartdsihs bvr kyrija- kraftur og með hjálp hans væri hæet að rækta ætiiurtir, sem brauð á næstunni, meðal annafs vegna þess, að smjörframleiðsl- an hefur nú aukist í öðrum löndum. Og kannske. . . ÞAÐ gæti líka farið svo, að við ísleivdingar breyttum um og byrjuðum á, að neita okkur um margskonar munað, sem við getum veitt okkur í eigin landi og gialdeyrislaust, eins og- t.d. laxveiðar og blómailm. — Það veita veikum vítamín. £n• hvera i gæti komið að~því, að við vild- hitinn er einnie notaður til fram j um heldur hafa skó á fæturna, leiðslu skrautblóma á þeim tíma en skrautblóm í vasa. Fara á árs. sem sóst er eftir slíku til augnayndis i nágrannalöndun- um og auðugt fólk borgar stór- fje fyrir. En hin marglitu angandi blóm. sem breyta mætti í sænslc ar krónur. pund oí dollara. með skak eftir þorski og ýsu okkur til ánægju, en taka erlent fje fvrir að lofa gestum að dorga lax. Enginn spádómur hiálp hins plæsilega flugflota. ÞAÐ gæti farið á þessa lund, okkar. þykja betur hæfar á borð . segi jeg. En þetta má þó ekki um íslendinga, þóekki sje hægtLjskiija, sem neinn spádóm, eða að bjóða gesti, sem að garði ber , fulbn'ðingu. kaffisopa, skorts. sökum gjaldeyris- Víða um land er fullvöxnum hænuungum hent á hauga, Gæti svo farið, að gamalla sennilega í þúsundatali árléga. blóma angan vekti einhvern-j í nágrannalöndunum og jafn- tíma hjá okkur angurværð! \æ4 i Reykjavík þykja kjúlcling- • t ar kisteeti og er dýr matur og Allt er brcytingum * eftirsóttur. undirorpið j Skiijið þið ekki hvað jeg á OFT eru dægurmálin. sem mest við? Helgi Hjörvar: aður, sem mist heiur glæpinn1 íi Svo heitir ein hryggileg- asta persóna Kiljans, maðurinn sem hafði samúð og afsökun hvers manns, meðun enginn hjelt að hann væri saklaus, en harðúð og fyrirlitning allra eft- ir að hann „nrist’ glæpinn“. Nú ber eins til um hinn lakari redaktörinn að Herópinu frá Síam. Vottorð liggja fyrir um það, að hann hafði þá enga af- sökun. Jeg bið innilega fynrgefning- ar Fyllirí er ekki sjergrein mín, en fleiri en ieg töldu sjón sögu ríkari. Jeg vil ekki fullyrða að jeg hafi skrifað alla grein mína af frómu hjarta, en um þetta meginatriði var jeg í góðri trú, og í þeirri trú var mikil velvild til hins unga manns. Nú kvað þessi undirstaða vera hrunin. Hverju breytir þá það? Engu til hins betra fyrir redaktör- ana. Það er vorkunnarmál, þó að timbraður maður setji sam- an ljelegt níðrit og selji sjer til bráðustu nauðþurftat En hitt er harla andstyggilegt, að afla fjár með því móti til þess að iðka bindindi og fagrar dygðir. Nú standa þá hjer frammi fyrir oss tveir vandlega nafn- greindir heiðursmenn og bind- indismenn, hreinþvegnir með siðferðisvottorðum, ijett eins og maður sæi einn háttsettan embættismann nývaskaðan. Samt hafa þeir orðið fyrir að- kasti. Hvað haía þeir til slíks unnið, svo að alkunnugt sje og vottað, á prenti af þeim sjálf- um? j Svar: 1) að ryðjast mn í frið- samlegt samkvæmi með yfir- gangi, hrakyrðum og hótunum. 2) að gera aðsúg og hróp lengi nætur að veislugestum og veg- farendum úti fyrir dyruni sam- komuhússins. 3) að svíkja drengskapavsætt. 4) að selja sorpsnepil sjer til fjár, með níðhrópi um saklausa menn á götum og tprgum. —- Og alt þetta án þess að hafa hiná um- töluðu afsökon. Eigi að síður eru þctta mestu sómamenn. En þó hefur þótt nauðsynlegt eð sanna það sjer- staklega, og hefur nú það ver- ið gert. Og hversu niá sá skóli vera sæll og ágætur sem hrósar þvi, að eiga ekki einn, heldur tvo slíka fugla í náttúrusafni sinna lærifeðra. Jeg skrifaði grein mína í gamni og hálfkæringi um hlá- leg atvik og leiðan óþrifnað í menningu okkar, og ætlun mín var fyrsf og fremst að bregða upp lauslegri mynd af þessum manneskjum sem halda að skepnuskapur og list sje eitt og hið sama, og reyna síðan að lifa eftir því. En annar helmingur hugsjónarinnar er auðfenginn. Jeg nefndi í gamni þá menn eina sem ekkert höfðu gert nema gott, en engin nöfn þeirra sem sekir voru, nje bendlaði nafn við verk þeirra, þó að kunnugir mættu skilja hvað saman átti. Nú hafa vinir og verndarar leitt fram menniná gaumgæfilega, með nafni og Framhald á bls. 8.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.