Morgunblaðið - 06.06.1950, Síða 6

Morgunblaðið - 06.06.1950, Síða 6
MORGVNBLAÐIÐ Þriðjudagur 6. júní 1950. J» 'TP- ®| j jl . ^ J j| _ . \ V ;» .*» Ötg,: H.f, 'Árvakur, ReykJávQc. * Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgBarœ,! yiHSS Frjettaritstjóri: íyar Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ristjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Askriftargjald kr. 14.00 á mánuði, innanlands. í lausasölu 80 aura eintakið. 85 aura með Lesbók. Skin og skúrir í RÆÐU þeirri, sem Ólafur Thors atvinnumálaróðherra flutti á sjómannadaginn, vakti hann athygh á, hversu mjög getur brugðið til beggja vona um afkomu íslensks atvnnnu- lífs yfirleitt. Komst hann m. a. þannig að orði um þetta: „En þegar óbyrlega blæs er vel að menn sjeu þess minn- ugir, að í atvinnulífi íslendinga skiptast á skin og skúrir Jeg viðurkenni að þessa stundina er þrútið loft og þungur sjór. Jeg viðurkenni að þrátt fyrir öfluga baráttu fyrir því, að halda eldri mörkuðunum og harða sókn á alla nýja. alls staðar og án allra undantekninga, eftir því sem ís- lendingum frekast hefur verið unnt, hafa markaðir þó þrengst og verðlag fallið. En haldi yngri kynslóðin, að örðugleikar íslensks atvinnulífs sje einhver nýr vágestur, þá vitum vjer, sem eldri erum, betur.“ Ráðherrann vitnaði síðan í ræðu, sem hann flutti á sjó- mannadaginn fyrir rjettum 10 árum, en þar komst hann þannig að orði um ástandið í atvinnumálum þjóðarinnar: „Að sönnu getur engum dulist að fullkomið öryggisleysi ríkir nú um flest það, er þjóðin byggir á vonir um fjár- hagsafkomu sína. Atvinnuhorfur eru ýmist illar eða óviss- ar. Hver stjettin af annari hefur sjeð vonir sínar bresta Víða hafa saltfiskveiðar fallið niður eða brugðist. Þús- undir manna hafa með því mist framfæri sitt. Iðnaðar- menn um allt land eru ýmist atvinnulausir eða lifa á snöpum. Innflutningsverslunin færist saman, svo að vel má vera að böl atvinnuleysisins nái þá og þegar einnig til verslunarstjettarinnar. Sölumarkaðir fyrir útflutnings- •vörur okkar hafa lokast svo að geigvænlegt má teljast, er svo er komið, að vjer getum engin viðskipti átt við þær þjóðir, er í fyrra keyptu %—% hluta af útflutningsvör- unni, og enn er a. m. k. ósjeð, hversu úr rætist um öflun nýrra markaða. Þannig var ástatt þá. Horfur voru uggvænlegar. Það breyttist. í dag horfir þunglega. Það breytist. Vjer verðum aðeins að skilja eðli íslensks atvinnulífs og laga oss eftir því. Skilja, að enda þótt hin mikla nýsköpun hafi gjör- breytt afkomuhorfum vorum, sníða þó aflabrögð, verð- lag og sölumöguleikar þann stakk, sem vjer verðum við að una-“ Það er áreiðanlega hollt fyrir íslendinga að hugleiða þessi crð. Það hafa fyrr steðjað örðugleikara að þessari þjóð en nú. Raunar eru erfiðleikar hennar í dag aðeins smáræði samanborið við hina fyrri. Þá var þjóðin sárafátæk af tækj- um til þess að bjarga sjer með. Þó greiddist fram úr erfið- leikunum og þjóðin efnaðist og varð þess fær að ráðast í stórfellda eflingu atvinnulífs síns. Jafnhliða henni var það stóra spor stigið í íslenskri sjálfstæðisbaráttu að lýðveldi var stofnað í landinu og sjálfstæði þess viðurkennt af stór- >>eldum heimsins. Þannig rættist úr þeim erfiðleikum, sem Ólafur Thors lýsti í ræðu sinni á sjómannadaginn fyrir 10 árum. Voru þeir skuggar þó dimmir, er þá grúfðu yfir íslensku þjóðinni Sannleikurixm er sá að þau vandkvæði, sem nú steðja að okkur eru ekki erfiðari viðfangs en þau, sem við hofum áður mætt. Við höfum mætt markaðserfiðleikum og sigrast á þeim með því að finna nýja markaði og gera framleiðslu okkar fjölbreyttari. Við höfum mætt verðfalli og aflabresti og einnig komist yfir erfiðleikana, sem af því leiddi. Það hefur verið sagt að það þurfi sterk bein til þess að þola góða daga. Stærsta hættan, sem við eigum nú við að etja er sennilega sú, að nokkrar líkur eru til þess að við höfum ekki þolað hina góðu daga, hina auknu velmegun undanfarinna ára. Margt bendir til þess að hún eigi allríkan þátt í þeirri sundrungu og skorti á samtakavilja, sem um •skeið hefur sett svip sinn á þjóðlífið. Til þess að komast yfir hinn örðuga hjalla nú þurfum við að taka á. Ekki sinn í hvora áttina heldur allir eða sem flestix í sömu átt. rVið þurfum að vinna kappsamlega að því að tryggja gixundvöll bjargræðisvega okkar, beina starfsorku okkar að sþapandi starfi. Til þess höfum við eignast hin fullkomnu tæki. Þau eru lykillinn að framtíðaröryggi okkar. ÚR DAGLEGA LÍFINU Merking þjóðvega STÓRBÓT er að spjöldunum nýju, sem búið er að setja upp við ýmsa þjóðvegi hjer á landi. Spjöldin eru gerð af smekkvísi og skera sig úr. Þessir leiðar- vísar munu gera ferðamönnum auðveldara að ferðast og rata rjetta leið. Hættumerkin hljóta að fylgja á eftir, en þau vantar nú víða, sem kunnugt er. Þá hafa einstaka menn látið merkja hjá sjer afleggjara, sem liggja frá aðalbrautum heim að bæjum og einnig það hefur sína þýðingu fyrir ferðamanninn til að átta sig hvar hann er stadd- ur. 6 Nafn við hvern bæ á landinu ÞAÐ þarf að hvetja menn til að merkja augavegi, sem liggja heim að bæjum. Það er ekki nóg með að slíkar merkingar geri þeim hægara fyrir, sem eiga er- indi á þann og þann bæinn, heldur myndi það og koma í ve£ fyrir ónæði, sem sveitafólk kann að hafa af heimsóknum manna, sem villst hafa af leið. • Sorphaugar til sýnis ÖNNUR merki við þjóðvegi landsins eru ekki til jafnmikils sóma og þau, sem talað er um hjer að framan, en þar eru sorp haugarnir við aðalvegi landsins. Sorphaugar þessir eru vafa- laust þannig tilorðnir, að menn hafa ekki nennt að aka nokkr- ar bíllengdir frá aðalbraut með úrgang, sem fleygja átti. Við þessa sorphauga ætti einnig að hafa merkispjöld og það svo áberandi, að ekki yrði um villsh Þau merkispjöld ættu að skýra frá hverjir það eru, sem stofnað hafa til sorphaug- anna. T.d.: „Sorphaugar Hver- gerðinga", eða hver það nú er, sem hlut á að máli á þeim og þeim staðnum. Gæti hugsast, að slík auglýs- ingastarfsemi hefði tilætluð á- hrif, úr því, að fortölur duga ekki. • Oheppinn dóni FYRIR nokkrum dögum stóð frú ein á einu f jölfarnasta götu- horni borgarinnar, að kvöldlagi, og beið eftir manni sínum, sem hafði brugðið sjer frá til að tala við mann, sem kallaði til hans á götunni. í sama mund bar að bifreið, en bílstjórinn stakk höfðinu út um gluggann og kallaði til kon- unnar: „Pillaðu þig heim. Það vill hvort eð er enginn taka þig upp í“. Einhverjar fleiri at- hugasemdir í líkum dúr fylgdu, sem konan heyrði ógreinilega. Dóninn athugaði ekki, að konan gat lesið númer bílsins og veit því hver hann er og frá hvaða stöð bifreið hans er ekið. • Fjelögum sínum til skammar j KONAN, sem segir frá þessu . atviki spyr, hvort það sje al- gengt að bifreiðastjórar bæjar- Uns geri þannig hróp að saklausu fólki á götunum og er henni nokkur vorkunn, þótt hún dæmi starfsbræður dónans eftir fram- ferði hans. Sem betur fer eru rudda- menni, eins og þessi, undantekn ing i hvaða stjett sem er. En það fer ekki hjá því, að einn slíkur maður komi óorði á alla sína starfsbræður. Seilst langt til sóðaverks SÓÐAR og skemmdarvargar, sem ekkert geta sjeð í friði, leggja oft mikið á sig til að vinna verk sín. Það sjest m. a. á viðvörunarspjaldi frá lögregl- unni, sem er vestur á Hofsvalla- götu. Á spjaldi þessu stendur: „Akið varlega" og eru slíkar á- minningar til ökumanna víða um borgina, sem kunnugt er. Spjöldin eru svo hátt frá jörðu, að ekki er hægt að seilast til þeirra og verður að nota stiga. eða eitthvað til að standa á, til að komast að þeim. En þessir erfiðleikar hafa ekki hindrað einn sóðan í að klifra upp að skiltinu og gera athugasemdir sínar við aðvör- unina. • Tilviljun JÓHANN Ólafsson, forstjóri Strætisvagna Rvikur, sagði mjer frá tilviljun, sem hann varð fyrir á dögunum — eigin- lega allmerkilegri tilviljun. Sama daginn, sem Morgun- blaðið sagði frá því, að fluttir hefðu verið inn 98 bílar frá ára- mótum, eða til jafnaðar einn bíll hvem virkan dag, það, sem af er árinu, fjekk forstjórinn brjef frá gjaldeyrisyfirvöldun- um, þar sem honum, eða Stræt- isvögnunum er neitað um inn- flutnings- og gjaldeyrisleyfi fyrir tveimur strætisvagnagrind um, til viðhalds strætisvögnum almennings í höfuðstaðnum. • Þegar kvartað er FRÁ þessari tilviljun er sagt hjer til þess að almenningur geti betur áttað sig á þeim erfið • leikum, sem eru á því að halda þessum farartækjum við. Það er ekki af hótfyndni einni, að kvartað er undan sum um strætisvögnum bæjarins, en þá er rjett og skylt að almenn- ingur fái að vita hverjar ástæð- ur eru fyrir að þeir eru í niður- niðslu. Líftryggingaupphæðir fi]á „Sjóvá" nema 68,3 mi!!j. kr. AÐALFUNDUR Sjóvátrygging arfjelag íslands h.f., sá 31. var haldinn 5. þ. m. Tekjuafgangur fjelagsins, cftir að afskrifað hafði verið af húsgögnum og slíku, var kr 223.602.72. Er það aðeins meira en árið áður. Fjelagið rekur nú, eins og að undanförnu, fjórar tryggingar- deildir, þ. e. Sjó-, Bruna-, Bif- reiða- og Líftryggingordeild, en vegna hins sívaxandi reksturs varð fjelagið á árinu 1947 að skipta sjer þannig, að Bifreiða- deildin er til húsa að Borgar- túni 7, en hinar deildirnar í húsi Eimskipafjelagsins, þar sem fjelagið hefur haft skrif- stofu frá þvi það var byggt. Samanlögð iðgjöld Sjc-, Bruna- og Bifreiðadeildar námu um 11.941.000.00 krónum og er það um 608 þúsund króna hækkun frá árinu áður, en iðgjöld Líf- tiyggingardeildar voru rúm- lega 1.670.000 00. Hjer má geta þess, að fjelagið hefur á und- anförnum árum yfirtekið líf- tryggingar ýmissa erlendra lífs- ábyrgðarfjelaga, sem hjer ráku umboðsstarfsemi, svo sem sænsku fjelaganna ,,Thule“ og „Svea“ og danska fjelagsins „Tryg“, en bau fjelög ráku um- boðsstarfsemi hjer fyrir og um síðustu aldamót, svo og danska fjelagsins „Danmark“, árið 1947. Samanlagðar líftrygging- arupphæðir í gildi voru rúmar 68,3 miljónir, um síðastliðin áramót, en af því eru þó ný- tryggingar fjelagsins stærsti hlutinn eða 51 miljón Á síðast- liðnu ári gaf Líftryggingardeild in út yfir 19 þúsund iðgjalda- kvittanir. 10.4 miljónir í tjónabætur. Til vara fyrir tjónum og ið- gjöldum í Sjó-, Bruna- og Bifreiðadeild voru lagðar 456 þúsund krónur og eru þeir sjóð- ir nú 6.852.000.00, en iðgjalda yarasjóður Líftryggingardeild- ar er hins vegar um 4 miljónir og 430 þúsund krónur eða sam- ánlagt um 11.282.000.00. Til við bótar sjóðum þessum á fjelagið ennfremtir vara- og viðlaga- sjóði, sem eru nú krónur um 1.691.000.00. Sem dæmi um hinn mikla rekstur, rná geta þess, að á s. 1. tveimur árum, 1948 og 1949, hafa verið greiddar um 10.400.- 000.00 í tjónabætur vegna bruna, en til þessa dags um 12.4 miljónir, en þar af voru tjón af mannavöldum rúml. 3 miljónir. í reikningum fjeiagsins er ennfremur birtur veikningur Eftirlaunasjóðs starfsmanna fjelagsins og var hann.í árslok s. 1. kr. 430.000.00. Stjórn fjelagsins. Stjórn fjelagsjns. skipa eins og áður, Halldór Kr. Þorsteins- son, skipstjóri, sem er formað- ur fjelagsins og verið hefur í stjórn þess frá stofndegi. Lárus Fjeldsted, hæstarjettarlögmað- ur, Guðmundur Asbjörnsson kaupmaður, Hallgrímur Bene- diktsson, stórkaupmaður og Hallgrímur A. Tulinius rtór- kaupmaður. Endurskoðendur fjelagsins eru einnig hinir sömu, þeir Einar E. Kvaran. aðalbókari og Leifur Ásgeirsson. prófessor, en daglegir endurskoðendur er endurskoðunarskrifstofa Ara O. Thorlacius og Björns Steffen- sen. Framkvæmdastjóri fjelagsins er Brynjólfur Stefánsson, trygg ingafræðingur, sem gegnt hef- ur því starfi frá 1933, en áður hafði Axel heitinn .Tulinius veitt því forstöðu irá stofnun þess. Tyrtoieskir sjóliðar í Bandaríkjunum WASHINGTON, 5 júr.í — Full- trúi bandaríska heimálaráðu- neytisins skýrði frá því í dag, að sex tyrkneskir sjóliðsforingj ar og 85 sjóliðar væru nú að búa sig undir það í Bandaríkj- unum að taka við flotasnekkju áem Tyrkir fá þgðan. Menn þess ir fá þjálfun í flotastöðinni í New London, Connecticut. —Ecuter.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.