Morgunblaðið - 15.06.1950, Side 6
0
MORKVNBLAÐIÐ
FÍBimtudagur 15. júní 1950
Útg.: H.f. Árvakttr, Reykjavík.
Framkv.stj.: Sigfús Jónsson.
Ritstjóri: Valtýr Stefánssou (ébyrgCane.J
Frjettaritstjóri: íyar Guðmundsson.
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Ristjórn, auglýsingar og afgreiðsla:
Austurstræti 8. — Sími 1600.
Lesbók: Árni Óla, sími 3045.
Askriftargjald kr. 14.00 á mánuði, innanlands.
í lausasölu 60 aura eintakið. 85 aura með Lesbók.
Atvinnumál og
efnahagssam vinna
ÞAÐ HLÝTUR jafnan að vera meginsjónarmið sjerhverrar
umlótasinnaðrar ríkisstjórnar að efla svo atvinnuvegi þjóð-
arinnar, að þeir geti tryggt öllum landsmönnum örugga
atvinnu og sæmileg lífskjör. Á undanförnum árum hefir
ötullega verið unnið í anda þessarar stefnu. Núverandi rík-
isstjórn fylgir sömu stefnu, en í hennar hlut hefir einnig
komið sá erfiði vandi að reyna að lækna með róttækum
rðgercum sjúkt fjármálalíf í landinu og verða um leið að
fást við óvænta erfiðleika í afurðasölumálum þjóðar-
innar.
Það ætti að vera hverjum heilvita manni auðskilið mál,
þó kommúnistar þykist ekki skilja það, að engin þjóð
getur keypt eða framkvðemt meira en því svarar, sem hún
rflar af verðmætum, nema því aðeins að til komi erlend
lán. Það er því fram úr hófi fávíslegt að kenna ríkisstjórn
eða gjaldeyrisyfirvöldum um það, að ekki sje hægt að gera
ýmsa þá hluti, sem æskilegir eru og nauðsynlegir. Þessir
aðilar geta ekki skapað gjaldeyri, þótt þeir gjarnan vildu
gera það. Þeir geta aðeins reynt að verja hinum takmark-
aða gjaldeyrisforða þannig, að hann komi að sem mestum
r.otum. í því sambandi hefir einmitt það sjónarmið verið
haft í huga að láta sitja fyrir vörur til starfrækslu atvinnu-
veganna. Þótt slæmar horfur sjeu í ýmsum atvinnugrein-
um, þá á ríkisstjórnin ekki sök á því, heldur gjaldej-ris-
i.korturinn.
En þótí erfitt sje um erlendan gjaldeyri eins og sakir
standa, verður að sjálfsögðu að freista allra ráða til þess
að koma í veg fyrir atvinnuleysi, enda er þjóðinni full
þörf á starfi allra vinnufærra handa.
^átttaka fslands í efnahagssamvinnu Evrópuþjóðanna
iieiir verið sjerstakur þyrnir í augum kommúnista. En
hvers virði hefir þetta samstarf verið íslandi? Það er vafa-
s:-,mt, að þjóðin hafi til hlýtar gert sjer þetta atriði Ijóst.
Framlög efnahagssamvinnustjórnarinnar til íslands hafa
b1átt áfram komið í veg fyrir það, að hjer yrðu stórfelld
vandræði og atvinnuleysi. Þetta er staðreynd, sem tilgangs-
hmst er að mótmæla. Það eru þessi framlög og lánveiting-
ar, sem gera oss kleift að ráðast í þær stóru og mikilvægu
raforkuframkvæmdir, sem nú er verið að undirbúa og von-
ir standa til þess, að aðstoð efnahagssamvinnustjórnarinn
ar íáist til þess að koma upp sements- og áburðarverk-
smiðju, sem báðar myndu spara þjóðinni tugmilljónir í er-
lendum gjaldeyri og veita fjölda manns atvinnu. Það er
áreiðanlegt, að reynslan mun sýna það, að íslenska ríkis-
stjórnin hafi með þátttöku í þessum merkilegu samtökum
v.nnið þjóðinni ómetanlegt gagn.
Kommúnistar tala mikið um þá vanvirðu, sem þjóðin baki-
sjer með því að þiggja þessi framlög. Víst væru allir sam-
mála um það, að æskilegast væri að þurfa ekki á neinni
slíkri aðstoð að halda, en það getur þó naumast talist
hneisa fyrir smáþjóð að þiggja aðstoð, sem stórþjóðir telja
s;er lífsnauðsyn — ef þessi aðstoð er notuð á rjettan
h tt. Hitt er enn meiri hneisa að ráðast með svívirðingum
cg óhróðri á þjóð, sem bíður fram slíka aðstoð.
Barátta kommúnista gegn eínahagssamtökunum er sjúk-
leg, en hún hefir sínar broslegu hliðar. Fyrir nokkru helltu
þeir svívirðingum yfir ríkisstjórnina fyrir að „betla“ kart-
öflur í Bandaríkjunum, en þegar þessar kartöflur voru á
þrotum ásökuðu þeir stjórnina fyrir að hafa ekki beðið um
meiri kartöflur!!
Efnahagssamvinnustarfið er mikilvægur stuðningur fyrir
oss íslendinga til þess að efla atvinnuvegi þjóðarinar og búa
henni þannig betri og tryggari framtíð. En það má aldrei
til þess koma, að hjer verði alvarlegt atvinnuleysi, enda
r.-íti- ekki að vera hætta á því, ef ekki verður stórfel’dur
eflabrestur eða önnur óhöpp. Hitt er svo annað mál,.að vel
getur orðið nauðsynlegt að flytja fólk milli starfsgreina, og
þá fyrst og fremst yfir í framleiðslustörfin. Þau störf eru
undirstaðan að velmegun þjóðarinnar.
Vihverji iktil»: ,'| R QAGLEGA LlFINU
ÍSLENSKUR VEISLUMATUR
í GREIN, sem birtist fyrir nokkrurri 'dögúm í
kvennadálkum Morgunblaðsins, eru húsmæð-
ur hvattar til að bera fram íslenskan mat í
veislum, í stað útlendra fæðutegunda, sem
erfitt er að afla.
Undir þessa áskorun skal tekið kröftuglega.
Því miður er það svo, að íslenskur matur er
að hverfa af íslenskum borðum og er það ó-
viðunandi skömm.
En húsmæður eiga ekki hægt um vik, að
fá fyrsta flokks íslenskan mat, sem er fram-
bærilegur í óbrotna máltíð, hvað þá á veislu-
borð.
•
ÍSLENSK MATARGERÐ
AÐ GLEYMAST
UNDANFARIN haust hefur það verið líkt og
að biðja kölska um sál, ef húsmæður í Reykja-
vík hafa farið fram á að fá innan úr lambi
til sláturgerðar. Sömu sögu er að segja með
efni í önnur íslensk matvæli.
Þeir, sem vilja fá bragð af góðum íslensk-
um mat verða helst að kaupa hann tilbúinn í
verslunum, því sjaldan sjest hann á veitinga-
húsum, þar sem matseðlar eru nú allir orðnir
upp á útlensku.
. íslensk matargerð er víst að gleymast.
•
ÞAÐ BESTA, SEM VIÐ EIGUM
VIÐ EIGUM að gera okkur ljóst, að betri mat
getum við ekki boðið gestum okkar við há-
tíðleg tækifæri, hvort, sem þeir eru innlendir,
eða útlendir. en vel gerðan mat úr íslenskum
matvælum. Það er ekki víst, að ókunnugum
falli strax allur okkar matur, en það er gikk-
ur og ekki matarþurfi, sem gengur svangur
frá góðu íslensku borði.
v gý VEITINGAR ÚR ÍSLENSKU r g
" " ELDHÚSI ‘
FURÐULEGT, að engum veitingamanni skuli
hafa dottið í hug jafn augljós aðferð til vin-
sælda og að stofna til veitingahúss með ís-
lensku eldhúsi, þar sem eingöngu, eða alltaf
væri hægt að fá allan algengan íslenskan mat.
- Slík stofa yrði ekki síst sótt af útlending-
um, sem hingað koma, og varla myndi líða á
löngu þar til íslendingar kæmu einnig auga
á matstofu, þar sem þeir gætu jafnan gengið
að uppáhalds íslensku rjettunum sínum.
•
skyr í öll mál 1
ERLENDIR gestir komast furðu fljótt upp á
lagið að borða íslenska rjetti. Undanfarið hef-
ur ferðamaður (kona) frá Suður-Ameríku
búið í einu stærsta gistihúsi bæjarins. Fyrstu
dagana, sem hún var hjer benti einhver henni
á skyrið og hún bragðaði það og þótti gott.
Síðan hefur þessi erlenda kona borðað skyr
við hverja máltíð og stundum bæði á undan
og eftir aðalrjetti máltíðarinnar.
•
ÚLEAHUNDAR Á i
ALMANNÁFÆRI
LESANDI einn fullyrðir að hundakyni, sem
hann kallar „úlfahunda“ fjölgi ört í bænum
og sjeu þó nokkuð margir slíkir hundar á
ferli meðal almennings, eftirlitslaust. Telur
hann að börn hræðist þessar skepnur og þori
ekki að leika sjer úti vegna þeirra. — Jeg
skal trúa því. —
En er eltki ofur einfalt ráð við þessu? —
Segir ekki lögreglusamþykktin að allt hunda-
hald sje bannað í bænum. — Og hver á að sjá
til þess að lögreglusamþykktinni sje fram-
fylgt? — Lögreglan. — Einföld lausn, bara
bringja í 1166.
ÍÞRÓTTIR
Merkjasala ÍSÍ verður
í Reykjavík á morguu
állsherjaríjáröfíun um aííf Send 11 og 16 júní.
I DAG og á morgun gengst íþróttasamband íslands fyrir alls-
herjar fjáröflun um allt land með merkjasölu til eflingar starf-
semi sinnar og íþróttahreyfingarinnar. — Hjer í Reykjavík sjer
ÍBR um merkjasöluna og verður hún á morgun. Væntir banda-
lagið þess að á morgun beri allír Reykvíkingar merki ÍSÍ.
Blaðinu hefir borist svo-
hljóðandi ávarp um merkja-
söluna frá stjórn ÍSÍ:
„Það er kunnara en frá þurfi að
segja hvað íþróttahreyfingin er
orðin mikill þáttur í skemmti-
og fjelagslífi þjóðarinnar.
í ungmennafjelögum og í-
þróttafjelögum í byggð og bæ,
eru það íþróttirnar, sem hafa
safnað til sín fjölda ungra karla
og kvenna til leiks og fjelags-
legs starfs. Þetta er viðurkennt
af öllum, sem um mál æsku-
fólks hugsa, að hafi sín hollu og
góðu uppeldisáhrif. Þálfun í-
þrótta er líka einn þátturinn í
því að gera fólkið starfhæfara
og líkamlega stæltara og feg-
urra.
Þó mest allt hið daglega starf
sje borið uppi af áhugamönn-
um, sem ekki taka laun, þá
krefst samt íþróttahreyfingin
mikils fjármagns til starfsemi
sinnar, ef hún á að ganga eins
og æskilegt er og allir íþrótta-
unnendur óska. íþróttasam-
bandið hefur því fengið leyfi
fyrir merkjasölu dagana 15. og
16. júní n.k. til ágóða fyrir sig
og hjeraðssamböndin víðsvegar
á landinu.
Er því heitið á alla unnend-
ur iþrótta, að bera merki síns
áhugamáls þessa daga og með
því efla fjárhag og starfsmögu-
leika þessarar vinsælu áhuga-
manna-hreyfingar.
®----------------------------
Bandalögin sjálf sjá um sölu
merkjanna og rennur helming-
ur ágóðans í þeipra sjóð“.
~k
Eins og fyrr segir verða merk
in seld hjer í Reykjavík á
morgun, en þau verða afgreidd
til sölubarna í dag kl. 1 -5 í
Amtmannsstíg 1. Merkin
kosta 2 og 5 krónur.
Islandsmófsll:
Fram (1) 4 Valur (1) 1
(Lárus, Ríkarður, 2, Guðm. J.)
(Halld. Halld.)
EFTIR þessi úrslit eru mögu-
leikar Vals í mótinu að engu
orðnir, en enn eru möguleikar ó,
að þrjú fjelög verði jöfn að stig-
um. —
Eins og fyrri daginn gekk liði
Vals heldur illa að finna smugu
inn í mark andstæðinganna, en
þetta eina mark, sem það skoraði
mun að líkindum vera einsdæmi
á knattspyrnukappleik. — Þegar
Fram hafði skorað fyrsta mark
sitt um miðjan fyrri hálfleik, en
það gerði Lárus með skalla úr
aukaspyrnu, og Valur hóf leik að
nýju, dró Svéinn sig aftur með
knöttinn, sendi hann síðan á milli
innherja Fram í eyðuna milli mið
rv. og vinstriframv. Fram og
tók Halldór Helgason þar við hon
um aftur. Eftir stutt .,dribbl“ gaf
hann knöttinn áfram til Halldórá
Halld., sem með spretti hafði
komist á undun og sendi hann
knöttin af 10 m. færi inn í netið.
Frá því leikur hófst að nýju og
þar til knötturinn lenti í netinu
munu ekki hafa liðið nema um
6 sekúndur.
Fyrri hálfleikur var nokkuð
jafto og oft á tíðum vel leikinn.
Það háði þó sóknarlínu Vals, að
Sveinn hjelt uppteknum hætti og
ljek framvörð fremur en inn-
herja. Náði liðið því fáum þrótt-
miklum upphlaupum, því að
fremstu framherjarnir urðu nær
alltaf að láta í minni pokann fyr-
ir bakvörðum Fram. Þegar slík
neikvæð taktík situr í fyrirrúmi
er ekki að furða þótt lítið fari
fyrir skoruðum mörkum liðsins.
Furðulegt er, að ekki skyldi
breytt til, þegar liðið var orðið
undir eftir vítaspyrnumarkið og
átti því allt að vinna, en hafði
engu að tapa.
Síðari hálfleikur var framan af
nokkuð jafn, en eftir stundar-
fjórðungsleik fjekk- Valur á sig
vítaspyrnu, sem Ríkarður skoraði
með. Þegar í stað skipti algjör-
lega um og til leiksloka rjeði
Fram svo til lögum og lofum á
vellinum. Nokkru síðar krækti
Ríkarður knettinum frá Halld.
v. innh. Vals og skoraði umsvifa-
Jaust, en Halldór hefði átt að vera
búinn að koma knettinum af
h^ettusvæðinu. Nokkru fyrir leiks
lok náði Guðmundur Jónsson að
bæta því fjórða við. Þetta síð-
asta mark verður að skrifast á
reikning Einars H., sem spyrnti
eiginlega knettinum úr höndum
Arnar nnarkv. Á bak við slíkt
frumhl. getur eigi legið annað en
vantraust á markverði eða hrein
knattfrekja, en það var mjög á-
berandi í varnarleik Vals hve lít-
ið traust vörnin bar til markvarð
arins, en ekkert dregur eins kjark
úr markv. og finna að honum er
ekki treyst.
Fram: Adam Jóhannsson, Karl
Guðmundsson, Guðmundur Guð-
mundsson, Sæmundur Gíslason,
Franihald á bis. 3.