Alþýðublaðið - 21.06.1920, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 21.06.1920, Blaðsíða 1
O-efid lit af A>lþýÖ«.fl.olclciiiMia. 1920 Mánudaginn 21. júní 138. tölubl. tefnuskrá AlþýDuflokksiDS. Það viíl oft við brenna hjá and- stæðingum Alþýðuflokksins, að ;þeir ráðast á aít annað en það, sern er stefnuskrá hans, sem þeir ,þó telja stefnukrá hans. Einnig -verður því eigi neitað, að mörg- íim alþýðumanninum, bæði innan og utan vébanda Alþýðuflokksins, aiun varla vera nægilega ljóst s,tefnumið flokksins. Oss þykir því hlýða, að birta stefnuskrá flokks- ins, svo menn viti m'óti hverju þeir berjast, þegar þeir berjast á móti íslenzka Alþýðuflokknum. Stefnuskráin er skýr og Ijós, og «eftir voru áliti bezta pólitiska stefnuskráin hér á landi. Raunar verður eigi sagt, að beinir fjand- menn vorir (kaupmenn, útgerðar- menn etc) hafi neina pólitiska stefnuskrá, svo samanburður verð- ur eigi við þá gerandi. Stefnuskrá .Framsóknarflokksins svipar að vísu nokkuð til vorrar, en tekur e«gi eins af skarið. Um stefnuskrá annara flokka og flokksleifa er mönnum eigi eins kunnugt, enda þeir pólitiskt dauðir. 1. Skattamál. Afneiaa skal aila íolla af aðfluttum vörum. Fyrst og fremst sykurtoll, kaffitoll og vörutoll (um tóbak, sjá landsverzl- un), en til að standast útgjöld lándsins séu lagðir á heinir skatt- ar, að svo miklu leyti sem arður af framleiðslu og verzlun, er rek- in sé fyrir hönd þjóðfélagsins, ekki hrekkur til gjaída landsins. Þessir beinu skattar séu: , a. Hœkkandi eigna- og tekj'uskatt- ur, þar sem hæfilegur fram- færslueyrir fjölskyldumanns sé látinn *era undanþeginn skatti, en síðan fari skatturinn smá- hækkandi og sé hlutfallslega mestur á mestum tekjum og verðmestu eignum. 8b. Verðhœkkunarskattur af öllum lóðum og löndum að því leyti, sem verðhækkunin stafar af almennum framförum landsins eða aðgerðum þjóðfélagsins. Skattur þessi skiftist eftir á- kveðnum hlutföllum milli lands- sjóðs og sveitar- (eða bæjar-) sjóða. 2. Landsverzlun og -framleiðsla. Landið taki að sér einkasölu á ýmsum vörutegundum, fyrst og fremst: steinolíu, kolum, salti og tóbaki, taki þátt í atvinnu- og framleiðslufyrirtækjum, svo sem stórskipaútgerð til fískveiða og flutninga, stóriðnaði, námugrefti og þess háttar. Þegar hvalveiðar verða teknar upp aftar, skulu þær eingöngu reknar af landinu. 3. Bankamál. Landið hafi um- ráð yfir aðalpeningaverzlun lands- ins; skal í því skyni auka og efla Landsbankann. Til að greiða, fyrir hringrás peninganna, skal með heppilegri íöggjöf stutt að stofnun sparisjóða og lántökufélaga með samvinnu- sniði víðsvegar um landið. 4. Samvmnumál. Samvinnufé- Iagshreyfinguna skal styðja í bar- áttunni við kaupmannavaldið, bæði með hentugri löggjöf og ríflegum fjárveitingum til að útbreiða þekk- ingu á henni. 5. Samgöngur. Áherzla skal fyrst og fremst lögð á að koma samgöngum á sjó í gott lag, eink- um með bættum strandferðum. Frá kauptúnum skal leggja vel gerðar og breiðar akbrautir til sveitahéraðanna. Hættulegar og illfærar ár brúaðar og erfiðir fja.II- vegir bættir og yarðaðir. Járn- brautir, sem verða lagðar í land- inu, skulu lagðar og reknar fyrir opinbert fé. Öll samgöngutæki séu þjóðar- eign. Einnig síma- og lofskleyta- tæki. 6. Sjávarútvegsmál. Mikil á- herzla skal lögð á að bæta lend- ingar og gera bátahafnir alstaðar þar, sem bátaútvegur er rekinn. Nákvæmt eftirlit sé haft með út- blaðsins er í Alþýðuhúsinu við Ittgólfsstræti og Hverfisgötu. Sími 988. Auglýsingum sé skilað þangað eða í Gutenberg í sfðasta lagi kl. 10, þann dag, sem þær eiga að koma í blaðið. búnaði skipa og báta. Vitar séu bygðir og sjómerki aukin. Veður- athugunarstofa sett á stofn. Líf- trygging sjómanna sé aukin og endurbætt stórvægilega frá því, sem mi er. 7. Landbúnaðvrmál. Til þess að efla hinn aðaiatvinnuveg þjóð- arinnar, landbúnaðinn, og til þess að koma í veg íyrir of mikið að- streymi fólks úr sveitunum ti! kaupstaðanna, skal varið nægilega miklu fé til tilraunastöðva og til að útbreiða ókeypis hagkvæma búnaðarþekkingu. Ábúðarlöggjöfinni sé breytt leigu- liðum í hag; iandsetum landssjóðs sé veitt iífstíðarábúð, en þjóðjarða- og kirkjujarðasölu hætt. 8. Alþýðumentun. Kappkosta skal að bæta hana, sérstök áherzla lögð á að kenna mönnum hag- fræði og félagsfræði. 9. Ðómsmál. Umboðsvald og dómsvald sé aðskilið. Meðferð sakamála fari fram opinberjega og munnlega. 10. Hegningarlöggjöfinni sé breytt í mildari og raannúðlegri átt og stefnt að þvf, að bæta þá brotlegu fremur en að hegna þeim. 11. Triimál. Trúarbrögð eru einkamál og hinu opinbera óvið- komandi, komi þau eigi í bága við þjóðfélagslífið. 12. Eftirlaun. Eftirlaun embætt- ismanna, eins og þau eru nú, séu afnumin. 13. Verndun manmlífa. Lög séu afnumin, er komi í veg fyrir að mönnum sé misboðið með illrl og ómannúðlegri vinnu, hvort heldur á sjó eða Iandi.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.