Morgunblaðið - 14.07.1950, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 14.07.1950, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIB Föstudagur 14. júlí 1950. Útg.: H.f. Arvakur, Reykjavfk. Framkv.stju Sigfús Jónsson. Rltstjórl: Valtýr StefánssoD (ábyrgSarat^I Frjettaritstjóri: ív.ar Guðmundsson. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ristjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstrœti 8. — Sími 1600. Letbók: Arni Óla, sími 8045. Askriftargjald kr. 14.00 á mánuði, innanlanda. í lauiaaölu to aura dntaklð. 85 aura með Leabók. Mikilsverður skilningur 1 GÆR birtist hjer í blaðinu grein úr norska blaðinu Verdens Gang eftir Georg Stang. Er þar á mjög greinar- góðan hátt skýrður málstaður íslands og ráðstafanir ís- lensku stjórnarinnar í sambandi við fiskveiðalandhelgi okkar. Grein þessi er svo drengilegt svar við þeirri gagnrýni, sem orðið hefur vart á afstöðu okkar íslendinga í þessum máhim, að til þess er full ástæða að vekja á henni at- hygli. Stang varpar þeirri spurningu fram í upphafi greinar sinnar, hvaða órjettlæti það sje, sem íslendingar hafi fram- ið með ráðstöfunum sínum. ísland hafi aðeins dregið fjögra mílna takmarkalínu fyrir ákveðnu standsvæði til verndar hrygningarstöðvum síldarinnar. Samkvæmt þriggja mílna reglunni er áður giltu hafi útlendingar getað stundað veið- ar langt inn á íslenskum fjörðum. Greinarhöfundur bendir á aö þó að þetta hafi verið heimilt, þá sje ekkert eðlilegra en að íslendingar reyni að fá því breytt, Hann vekur einnig athygli á því, að íslendingar stundi yfir- leitt aðeins fiskveiðar á sínum eigin miðum en krefjist engra sjerrjettinda á Tniðum annara þjóða. Hann leggur áherslu á aá iiskveiðarnar sjeu langsamlega þýðingarmesti atvinnu- vegur íslendinga og miklu ríkari þáttur í atvinnulífi þeirra en t. d. Svía og Norðmanna. Þessi grein Georgs Stang er íslendingum hið mesta gleði- efni. Hún er í senn byggð á velvild í garð íslensku þjóðar- innar og skilningi á einu mikilvægasta vandamáli okkar. Vernd íslenskra fiskimiða er stærsta hagsmunamál okkar. Ei að sú rányrkja heldur þar áfram, sem átt hefur sjer stað undanfarin ár, er allri afkomu þjóðarinnar stefnt í geig- vænlega hættu. Sú hætta vofir raunverulega yfir í dag. Síöan að styrjöldinni lauk, hefur ágangurinn á miðum okkar verið gííurlegur. Hin nýja fjögra mílna takmarka- hna fyrir Norðurlandi er mikilvæg ráðstöfun til aukinnar verndar þeim. Vænta íslendingar þess að nágrannaþjóðir þeirra skilji þá ríku nauðsyn, sem liggur til grundvallar henni. Þeir eru því þakklátir fyrir þær skýringar og skiln- ing, sem fram kemur í umræddri grein í Verdens Gang. Bak við tjöldin DEILD HINS alþjóðlega kommúnistaflokks á íslandi er ekkert frábrugðin deildum flokksins í öðrum löndum. Hún vinnur nákvæmlega sama verk og er stjórnað á nákvæm- lega sama hátt og öðrum fimmtuherdeildum. En hún þorir þó ekki að bera opinberlega hið rjetta nafn sitt. Hjer á íslandi heitir deild kommúnistaflokksins löngu og hátíðlegu nafni og kennir sig við alþýðu landsins. Þessi deild hefur ekki heldur þorað að ganga opinberlega í Kominform, hin alþjóðlegu samtök kommúnistaflokkanna í hinum ýmsu löndum. Hversvegna er kommúnistaflokkur íslands ekki í Kominform? Það er vegna þess að leiðtogar hans hafa lagt allt kapp á að ljúga því að íslenskum almenningi, að þeir væru lýð- ræðissinnaður umbótaflokkur. Út á þessa staðhæfingu sína hafa þeir fengið meginhluta kjósendafylgis síns. En það fólk, sem þannig hefur látið glepjast af falsi og lygum landráðalýðsins, hefur ekki áttað sig á því að deild kommúnistaflokksins á íslandi lýtur í einu og öllu boði og banni Kominform. Einar Olgeirsson og fleiri leiðtogar henn- ar eru öðru hverju kallaðir á fundi í Prag, Berlín, Helsing- fors og fleiri borgum, til viðræðna við yfirmenn sína í Kominform. Þjóðviljinn skýrir frá því nú síðast fvrir nokkrum dögum að hinn „sameinaði Sósíalistaflokkur“ í Austur-Þýskalandi hafi boðið Einari Olgeirssyni á fund til sín í þessum mánuði. Það vita allir að þessar ráðstefnur eru haldnar í sam- vinpu við Kominform og til þess að gefa handbendum þess fyrirskipanir um tilhögun moldvörpustarfsins í hinum ýmsu löndum. Einar Olgeirsson fer því til Austur-Þýskalands til þess eins að sækja „spottann", fá nýja línu um starf og stefnu hinnar íslensku landráðaklíku, sem hann stjórnar. vimHMte daglega lífinu LÆKNINGAKRAFTUR* I LEIR LANGT mún síðan að gigtveikt fólkmjer á landi þóttist taka eftir því', að hVeraleirböð eða leirbakstrar hefðu heilsubætandi áhrif. En vísindalega hefir lækningakraftur leir- baða ekki verið rannsakaður fyr en á þessu sumri, að ríkistryggingarnar og Landsspítal- inn hafa komið upp leirböðum fyrir gigtar- sjúklinga austur í Hveragerði. Verður nú fróðlegt að sjá, hvaða raun böðin gefa, því komi það á daginn, að gigtveikir fái meinabót þarna austurfrá í sumar, sem hægt er að þakka leirnum, þá má búast við að nokk- ur stórtíðindi fylgi. ALGENGUR KVILLI GIGTIN ætlar „lifandi að drepa“ fleiri - en Grasa-Guddu. Þetta er útbreiddur fjári, sem kvelur margan manninn og gerir honum lífið leitt. Og gigtarsjúkdómar koma ekki ein- göngu fýrir á íslandi heldur um öll lönd. Gigtveiki leggst jafn á ríka, sem fátæka og hver sá, sem verður fyrir því óláni að fá gigt vill allt-til vinna að losna við hana. • HEILSUHÆLI FYRIR ÚTLENDINGA ÞESSVEGNA er það víst, að ef íslenski leir- inn læknar gigt, þá munu streyma hingað gigtveikir aumingjar úr öllum hornum heims til að fá bata. En sem erl. ferðafólk eru gigtveikir ferða- menn ekki verri en aðrir, því þeir koma með gjaldeyri inn í landið. Og borga með glöðu geði, ef þeir losna við gigtina. Leirböðin gætu orðið aðalaðdráttarafl ferðafólks til íslands. • ENGAR HALLARFYRIRÆTLANIR HEPPILEGT var, að forráðamenn þessara leirbaðatilrauna voru ekki með neinar hall- arfyrirætlanir þegar í upphafi. „Við vildum byrja smátt“, sagði Jóhann Sæmundsson prófessor, aðalhvatamaður þessa leirbaðstilrauna. Þarna er hinn varfærni vísindamaður á ferð, sem er þess minnugur, að mörg góð mál hafa verið kæfð í fæðingu hjer á landi, með því að bóg’inn' hefir A'eríð sþehntur of Rátt strax í upphafi. Eh’ verði gagn í'þessum gigtarlækningúm, þá kemur höllin á sínum tíma. • STÓRSMYGLARAR HJER um kvöldið var náungi einn, sem ný- kominn er frá útlandinu, að segja, hvað hann hefði nú verið sniðugur að plata tollverðina. Það var helst að heyra að hanp væri stór- smyglari, sem hefði flutt inn bannvöru í stór- um stíl fyrir framan nefið á tollarakjánunum. Við nánari eftirgrennslan kom í ljós, að það var ósköp saklaust, sem maðurinn hafði haft með sjer og lítilsvirði. Það voru nokkur leikföng handa krökkunum, kjóll og sokkar, ásamt einhverju glingri í eyrun handa frúnni og leki á pytlu handa honum sjálfum. • GAT FENGIÐ ÞETTA FRJÁLST SMYGLARAHETJAN sniðuga, sem var að segja frá afrekum sínum í kaffigildinu, er líkur obbanum af ferðamönnum. Flestum þykir spennandi að srhygla og segja svo hreystisögur af sjálfum sjer á eftir. Hinsvegar eru flestir tollþjónar þannig gerðir menn — að einstaka undanteknum — að þeir nenna ekki að eltast við smáfiska í tollsmyglinu. Þeir eru á eftir þeim, sem reyna að smygla í stórum stíl, en sleppa jafnan ferðamönnum með minjagripi og það, sem þeir eru með til að gleðja fjölskylduna. • BEST AÐ SEGJA EINS OG ER FLESTUM bér saraan um, að best sje að segja tollvörðum eins og er og leyna engu. Sjeu þá meiri líkur til að komið verði dóti tollfrjálsu framhjá þeim, en ella. — Þannig mun þett.a vera víðast hvar erlendis og hjer á landi einnig. Þó varð jeg hissa um daginn, er jeg heyrði um tollvörðinn, sem hafði skap í sjer til að taka tvær litlar brúður af konu, sem var að koma til landsins og ætlaði að gleðja litlar vinkonur sínar hjer í Reykjavík. — Það var smásálarlegur sparðatíningur, fannst flest- um, sem til vissu. Byrjað ¥erður á SogsviriuR- arfrðmkvæmdum feráiega RÍKISSTJÓRNIN hefir gefið Sogsvirkjunarnefndinni sam- þykki til að hafist verði handa um virkjun neðri fossa í Sog- inu, þótt enn hafi ekki verið tryggður sá Norðurlandagjaldeyrír, sem til verksins T?arf í heild, en 19 milljónum króna í heild. Áður hafði fengist tryggður dollaragjaldeyri sem þarf til virkjunarinnar á vegum Mars- hallaðstoðarinnar sem kunn- ugt er. Bráðabirgðalán fyrir fyrstu greiðsluna Þegar hefir verið tekið bráða birgðalán fyrir þeim Norður- landagjaldeyri, sem þarf til að hægt sje að inna af hendi fyrstu greiðslur í sambandi við framkvæmdir við virkjunina. Er því ekkert til fyrirstöðu að verkið geti hafist innan skamms. Vegaiagning og annar undirbúningur Má búast við, að innan skamms hefjist vinna við vega lagningu og annan undirbún- ing, sem gera þarf áður en byrjað verður á virkjunarfram- kvæmdum af fullum krafti. En það mun vera áhugamál sogs- virkjunarnefndarinnar, að byrj að verði á verkinu hið allra fyrsta. Fáni S. Þ. LAKE SUCCESS — Unnið er nú að því að gera fjölda S. Þ.-flagga lianda þeim herjum í Kóreu ,sem berj^st gegn kommúnistum, talið er að sú upphæð nemi um Herflulninpr nærri júgóslavnesku landamærunum LONDON, 13. júlí: — Júgóslav- nesk stjórnarvöld fullyrða nú, að verið sje að flytja búlgarskar vjelaherdeildir til bækistöðva nærri landamærum Júgóslavíu. Búlgörsk frjettastofa svaraði þessu í ,,frjett“ í dag, þar sem segir meðal annars, að júgóslav ar hafi oftar en einu sinni far- ið inn á búlgarskt land í heim- ildarleysi. Ástandið sje nú þann ig, að Búlgarar verði að vera við því búnir að verjast árás Júgóslava. -— Reuter. Menzies í London LONDON, 13. júlí: — Menzies, forsætisráðherra Ástralíu, kom til London í dag. Hann skýrði frjettamönnum svo frá, að hann væri m. a. kominn til Bretlands til viðræðna um hervarnir, ut- anríkismál og viðskipti. í næátu viku býst Menzies við að verða viðstaddur fund hjá bresku stjórninni. — Reuter 111 milliMaflug- vjelar í Kefiavík í júní í JÚNÍMÁNUÐI 1950 lentu 270 flugvjelar á Keflavíkurflug- velli. Millilandaflugvjelar voru 111. Aðrar lendingar voru einkaflugvjelar svo og æfinga- flug björgunarflugvjela vallar- ins. Millilandaflugvjelarnar voru frá eftirtöldum flugfjelög- um: Flugher Bandaríkjanna 25, Trans-Canadá Airlines 24, Air 'France 16, American Overseas Airlines 9, Lockheed Aircraft Overseas Corp., 9, Seaboard & Jestern Airlines 7, British Over- seas Airways Corp., 6, Flying Tiger Airline 6, Trans-Ocean Airlines 3. (Einnig flugvjelar frá RAF, Pan-American Air- lines, KLM, Danska flughern- um og Avianca), 6. — Farþegar með flugvjelunum voru samtals 2603. Til Keflavík urflugvallar komu 184 farþeg- ar. Frá Keflavíkurflugvelli fóru 205 farþegar. Flutningur með flugvjelunum var 45.393 kg. Flutningur til ís- lands var 28.548 kg. Flutning- ur frá Keflavíkurflugvelli var 2.636 kg. Flugpóstur með vjelunum var 14.895 kg. Póstur til Kefla- víkurflugvallar var 338 kg. — Póstur frá Keflavíkurflugvelli var 150 kg. Meðal þekktra manna með millilandaflugvjelunum voru: bandarísku öldungardeildar- þingmennirnir John Cabot Lod- ge frá Massachusetts ríki og Francis Greene frá Rode Island ríki.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.