Morgunblaðið - 14.07.1950, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 14.07.1950, Blaðsíða 12
FEÐ L'RÚTLIT. FAXA.FLÓI'! Suð-austan kaldi. — Skúrlr. rmttt’blatiO 143. tbl. — Föstudagur 14. júlí 1950. ÁLIT samstarfsnefndar AlþyScj sambandsins og BSRB. — Sjá grein á bls. 2._______________^ IRitstjóri Þjóðviljans dæmdur fyrir meiðyrði líITSTJÓRI Þjóðviljans, Sigurður Guðmundsson, hefur nýlega verið deemdur í 2200 kr. sekt fyrir ærumeiðandi ummæli er Liaðið hafði um tvo menn er lögreglan kvaddi til að bera vitni vc£na óeirða kommúnista 30. mars í fyrra. Þá voru og um- tnæli blaðsins dæmd ómerk og ritstjóranum gert að greiða hlian málskostnað. i Menn þei", er höfðuðu mái ‘gegn Þjóðviljanum voru þeir: Sigurjón Jónsson, formaður Fjelags járniðnaðarmanna og Georg Jónsson, iðnaðarmaður. Sigurjón höfðaði málið vegna greinar er birtist í Þjóð- vilitmum 6. apríl 1949. í grein- jnn i er því dróttað að Sigur- jóni, að hann hafi borið ljúg- vitni gegn nanni einum úr Fjelági járniðnaðarmanna, en rn.aður þessi heitir Magnús Jó- hannsson. Þessi ummæli Þjóð- viljans höfðu við engin rök að styðjast og voru því dæmd ó- ráerk og ritstjóri blaðsins dæmdur í 1200 króna sekt fyr- ir ærumeiðingar. auk máls- kostnaðar að upphæð 310 kr. Hitt málið höfðaði Georg Jónsson, iðnaðarmaður. vegna greinar er hirtist í Þjóðviljan- ura 12. apríl 1949. í þeirri grein var Georg þorinn þeim sökum, að hann hefði borið rangar sakir á mann að nafni Kristófer Sturluson, og orðið þess valdandi, að. maður sá var settur í gæsl'ivarðhald Rejnd- ist þetta uppspuni frá rótum og ummæli þlaðsins því dæmd ómerk og ritstjóri blaðsins dæmdur í 1000 króna sekt, auk alls málskostnaðar. Með þessum dómum hafa dómstólarnir dæmt með öllu dauð. og ómerk sorpskrif kom- múnistablaðsins um þá menn. sem blaðið brigslaði um að hafa borið Ijúgvitni við rjettarhöldin er fram fóru vegna óeirða kommúnista 30. mars 1949. Síldin óvenju ieii HAUFARHÖFN, 13. júlí: — í <iag hafa landað hjer Dagur frá Keykjavík, 76 málum, Bangsi frá ísafirði, 58 og Hilmar frá Keflavík 125. Norsk veiðiskip fengu í dag -síld austan Langaness. Öll síld, sem berst á land er óvenjufeit eftir árstíð. — Einar. Uruquay vann Svíþjóð með 3:2 SAO POULO, 13. júlí: — Uruquay vann Svíþjóð í heims- meistarakeppninni í knatt- .spyrnu í dag með 3:2 eftir góð- an leik hjá báðum liðum. Svíar höfðu yfir í hálfleik. 2:1, en Uruquaymenn sóttu rnjög á í þeim síðari og tókst að skora tvö mörk og ná sigr- inum. — Reuter. Her eg birgðaílufn- ragar í Kóreu WASHINGTON, 13. júlí: — Louis Johnson, landvarnaráð- herra Bandaríkjanna, skipaði í dag yfirmönnum landhers, flug hers og flota að koma í veg fyr- ir, að birtar væru opinberlega fregnir af her og birgðaflutning urn í Koreu. — Reuter. Síldar verður nú víða varl, en þokan hamlar enn veiðum Siglufirði, fimmtud. SVARTA þoka er á öllu veiði- svæðinu fyrir Norðurlandi. — Vitað er, að þrátt fyrir þokuna hafi allmargir bátar kastað við Langanes og Svínalækjar- tanga. Yfirleitt fengu þeir lít- inn afla, nema þá Helga frá Reykjavík, sem mun hafa feng ið 300—400 mál og Illugi frá Hafnarfirði, sem fjekk um 100 mál. Austur af Grimsey urðu skip- verjar á vjelbátnum Verði frá Grenivík, varir við síld. Voru þar erlend fiskiskip, og munu lítinn afla hafa fengið. Einnig hafa skip er voru á Skagagrunni orðið vör við síl'd, en vegna svarta þoku sjest ekki nema rjett út fyrir borðstokk skip- anna. Flugvjelar hafa ekki enn getað farið í síldarleitaflug vegna þokunnar. í nótt f jekk reknetabátur átta tunnur síldar í net sín. Vindur er hægur hjer úti fyrir strönd Norðurlandsins. — Guðjón. Brasilía vann Spán með 6:1 RIO DE JANEIRO, 13. júlí: — Brasilía vann Spán auðveldlega í dag í heimsmeistarakeppn- inni í knattspyrnu með 6:1, en áður hefir Brasilía unnið Sví- þjóð með 7:1. Brasilíumenn ljeku frábærilega vel, sjerstak lega sóknarlínan, en Spánverj- ar náðu aldrei neinum samleik og gátu ekki hindrað hið mikla tap. Brasilía skoraði þrjú mörk í hvorum hálfleik, en Spánn skor aði sitt mark í síðari hálfleikn- um. Áhorfendur voru um 200 þús., en minnst 20 þús. voru fyrir ut- an völlinn og komust ekki inn. Hafði lögreglan nóg að starfa með að hindra að menn „svindl- uðu“ sig inn. Fögnuður áhorfenda var geysilegur, er yfirburðir Brasi- líu komu í ljós. Þeir ljetu öll- um illum látum og rakettur flugu hvarvetna í loft upp. Illa fór þó eitt sinn, þar sem ,ein þeirra kom í andlit eins leik- mannsins, Chico, en einmitt hann skoraði þrjú mörk Brasi- líumanna og „átti“ mikið í tveimur öðrum. Varð hann að yfirgefa völlinn, en kom strax inn aftur, er andlit hans hafði verið hreinsað. Brasilíumenn skoruðu öll sín mörk áður en Spánverjar settu sitt. Þegar Brasilíumenn settu síðasta markið, tóku áhorfend- ur upp vasaklúta sína og veif- uðu til Spánverja í kveðjuskyni. — Reuter. • Á leið til vigslöðvanna Myndin er af hermönnum úr her Suður Kóreu á leið til vígstöðvanna. eftir nokkurra daga hvíld hak við víglínuna. r Urvaisiið Reykjavíkurfjeiag- anna keppir við SBU í kvöld Fara Sjálendingarnir hjeðan ósigraðiri SÍÐASTI leikur Sjællands Boldspil Union hjer fer fram á ÍÞróttavellinum í kvöld og hefst ki. 8,30. Að þessu sinni keppir úrvalslið Reykjavíkurfjelaganna við Danina. Má ætla, að það sje sterkasta íslenska liðið, sem við þá keppir að þessu sinni. Þá má reikna með, að Danir tefli nú einnig fram sínu sterkasta liði. „Stærsti“ knattspyrnuleikur ársins í þessum leik mætast því þau bestu knattspyrnulið, sem koma til með að keppa hjer á vellinum á þessu sumri. Fleiri erlend lið koma ekki hingað í ár. — Þetta er því „stærsti“ knattspyrnu- leikuir ársins. Yerður fróðlegt að vita, hvern ig Reykjavíkurliðið stendur sig á móti Sjálendingunum, en þeir hafa sýnt í tveimur fyrri leikj- um sínum, að þeir eru mjög góðir knattspyrnumenn. Fara Sjálengingarnir ósigraðir? íslendingum hefir ekki enn- þá tekist að sigra SBU, hvorki hjer heima eða í Danmörku. — Hvað skeður svo á íþróttavell- (inum í kvöld. Tekst Reykvík- , ingunum að sigra, eða fara Sjá- lendingarnir hjeðan ósigraðir? Ármann Snævarr skipaður prófessor 'Á RÍKISRÁÐSFUNDI í gær, 13. júlí, gkipaði forseti íslands Ármann Snævarr prófessor í laga- og hagfræðideild Háskóla íslands og Gunnlaug Pjeturs- son sendiráðunaut við sendiráð íslands í London. Staðfestar voru skipanir Þor geirs Gestssonar hjeraðslæknis í Húsavíkurhjeraði og Jóns j Gunnlaugssonar hjeraðslæknis í Reykhólahjeraði. Ennfremur fullgilti forseti ís- lands, fyrir íslands hönd, al- þjóðasamþykkt um fjelaga- frelsi og verndun þess. — Frá ríkisráðsritara. Baraffan gegn kommum WASHINGTON, 13. júlí: — Truman forseti fór þess í dag á leit við Bandaríkjaþing, að það veiti 89 milljónir dollara til þess að hefja „baráttu sannleik ans“ gegn kommúnistum alls- staðar í heiminum. — Reuter. Liðin í kvöld verða þannig skipuð: SBU: H. Eliing (Köge) markvörður Ernst Jensen (Köge) Ib Jensen (Næstved) h. bakvörður v. bakvörður I’oul Nielsen (Næstv.) Edv. Hansen (Köge) Alf Nielsen (Köge) h. framvörður miðframvörður v. framvörður Leif Petersen (Helsingör) J. Theilgaard (Helsingör) h. innherji v. innherji T. Belt (Köge) E. Ðonnerberg (Næstv.) J. Larsen (Slagelse) h. útherji miðframherji v. útherji. Ellcrt Sölvason (Val) L. Hallbjörnss. (Fram) Ól. Hanness. (KR) v. útherji miðframherji h. útherji Halld. Halldórsson (Val) Ríkh. Jónsson (Fram) v. innherji h. innherji Gunnl. Láruss. (Vík.) H. Bjarnason (Fram) Sæm. Gíslason (Fr.) v. framvörður miðframvörður h. framvörður Helgi Eysteinsson (Vík.) Karl Guðmundsson (Fram) v. bakvörður • h. bakvörður Adam Jóhannsson (Fram) markvörður REYKJAVIK

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.