Morgunblaðið - 02.08.1950, Síða 1

Morgunblaðið - 02.08.1950, Síða 1
Frá Kóreu Vinna gegn árásarsfefnu kommúnisfa NEW YORK. 1. ágúst. 4- For- seti bandaríska verkalý§5ssam- bandsins, William Green, ljet svo um mælt í dag, að verka- lýður Bandaríkjanna : mundi gera allt, sem í hans valdi stæði til að sporna við árásum komm- únista. —NTB. FOLKESTONE - 70 ára.Frakki að nafni Georges Adams reri ýfir Ermarsund fyrir nokkru á 6 klst. 24 mín. Hann hafði róið þessa sömu leið 1905 þá 25 ára og þá á 7 klst. 45 mín. IIPREYTT LIÐ BUIÐ FULL KOMNUM HERGÖGNUM Á LEIÐ TIL VÍGVALL/INNA Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter. TOKYO, 1. ágúst. — Hersveitir Bandaríkjamanna, sem nú eig» við ofurefli liðs að etja. bíða í ofvæni eftir liðsauka, þar sein linnulausar orrustur undanfarinna daga hafa mjög þjarmað að þeim. Kommúnistar hafa einmitt lagt á það allt kapp, að ná til Fusan áður en verulegur liðsauki bærist. Fyrsta landgönguher- fylkið og annað fótgönguliðsherfylkið er þegar komið til Kóreu- beint frá Bandaríkjunum. ^ ,;>Liðsauki á leið til LANDVARNIRNAR EIGA GANGA FYRIR ÖDRU Letta kort sýnir vígstöðuna í Kóreu eins og hún var fyrir sein- ustu helgi. Svörtu örvarnar sýna, hvar norðantncnn sóttu fram þá. en hvítu örvarnar sýna, hvar svcitir S.Þ. voru í varnarstöðu. Tvöfalda bogalínan afmarkar þann hluta Kóreu, sein Mae Arthur mun verja í lengstu lög. iTiSraunir IVialiks til ger- ræðis brotnar á bak aftur Tillögur hans lelldar með 8 alkvæðum gegn 3 Einkaskeyti til Mbl. frá NTB. ;LAKE SUCCESS, 1. ágúst — Mikil var eftirvæntingin, er fund- ur Öryggisráðsins hófst kl. 19 í kvöld með Malik, fulltrúa Rússa í forsæti, en hann hefir ekki sótt fund ráðsins í 7 mánuði. Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter. HAAG, 1. ágúst. — Utanríkisráðherrar Brússelríkjanna fimm, Bretlands, Frakklands, Hollands, Belgíu og Luxemborgar, komu saman til fundar í Haag' í dag. Varð að samkomulagi að ,,auka landvarnir landanna verulega“. Fannst útlitið ískyggilegt. ®------------------------------- Ráðherrarnir ræddu alþjóða-’ ar skyldu ganga fyrir öllu, jafn mál með tilliti til atburðanna í vel efnahagslegri viðreisn land- Asíu. Komust þeir að þeirri nið anna, ef þetta tvennt gæti ekki urstöðu, að hraða þyrfti enn farið saman. Allar aðgerðir, sem meir en nú væri, framkvæmd-1 fram fari í landvarnamálunum, um þeim, sem miða að vörnum.töldu ráðherrarnir, að ættu að landanna. Varð að samkomu- lagi með þeim, að landvarnirn- fara fram innan takmarka Atlantshafsþandalagsins. Fer fram á 4000 millj. dala fjárveitingu WASHINGTON, 1. ágúst — Truman forseti hefur farið fram á 4000 millj. dala viðbót- arfjárveitingu. Skal fje þessu varið til áukinnar hernaðarað- stoðar við Atlantshafsríkin og aðrar vinveittar þjóðir. Er ætl- ast til, að Atlantshafsríkin hreppi % þessarar fjárhæðar, en % rennur til Tyrklands, Pers íu og annarrar vinaþjóða, sem utan bandalagsins sta©da. Austin stóð uppi í hárinu < á Malik. Malik setti fundinn með því að lýsa yfir, að fulltrúi þjóð- ernissinna í Kína, dr. Tsiang, væri ekki fær um að koma fram fyrir hönd Kínverja hja S.Þ. Fulltrúi Bandaríkjanna, Warren Austin, gekk begar fram fyrir skjöldu og sagði, að Malik gæti ekki kveðið upp úr- skurð um neitt, sem viðkæmi umboði einstakra fulltrúa. Webb, fulltrúi Breta var á sama máli. Fulltrúi Júgóslavíu og Indlands studdi yfirlýsingu Maliks. Fulltrúi Egypta kvaðst mundu greiða atkvæði á móti. Tillaga Maliks utn setu TsiaHgs kom til atkvæða. Var hún felld með 8 atkvæðum gegn 3. Foi’maðurinn gekk alveg fram hjá atkvæði kínverska full trúans við atkvæðagreiðsluna, svo að atkvæðin voru 3 gegn 7 í talningu hans. Fulltrúi Banda ríkjanna andmælti þegar í stað. Við andmæli Austins heykt- ist Malik, og viðurkenndi, að atkv. væri 8 gegn 3. Hann gaf samt í skyn, að hann yrði að líta svo á, að afgreiðsla málsins væri' ólögleg. ALLT ER AÐ KOIHAST I EDLILEGT HORF í BELGÍU Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter. BRÚSSEL, 1. ágúst. — Leopold konungur ætlar að afsala sjer völdum í hendur Baudouin, ríkisarfa, er hann verður fullveðja 7. sept. að ári. Þangað til fer ríkisarfinn með völd í umboði föður síns. í dag ræddi stjórnin frumvarp það, sem konungurinn bað um, að lagt yrði fram þegar, um valdaafsalið í hendur Baudouin. Gaf konungurinn út yfirlýs-1 ingu um valdaafsal sitt, en hvorki verður af því nje yfir- lýsingu leiðtoga flokkanna sjeð, hvort hann verður kyrr í Belgíu eða hvort hann muni fara aftur í útlegð. Verkföllum afljett. Starfsmenn samgöngutækja ríkisins og ýmissa ríkisfyrir- tækja fara til vinnu sinnar á morgun. Verslanir, greiðastað- ir og gistihús verða og opnaðar. En á morgun (miðvikudag) verður stundarfjórðungs vinnu stöðvun til að minnast þeirra þriggja verkfallsmanna, sem ljetu lífið á sunnudag. Þingið mun ræða afsal kon ungs á fimmtudag'. Fieiri fljúgandi virki til Austurálfu WASHINGTON, 1. ágúst — Embættismenn landvarnaráðu- neytisins í Bandaríkjunum hafa skýrt frá því, að fleiri B-29 og B-50 risaflugvirki verði send til A.-Asíu. Hafa þau hingað til reynst stórvel í loftárásum á Kóreu. Danir vilja komasl til vígvallanna í Kóreu KAUPMANNAHÖFN. — Und- anfarið hafa margir Danir víðs vegár áð af landinu snúið sjer til bahdaríská sendiráðsins í Kaupmannahöfn, og boðist til að ganga í hersveitir Banda- ríkjamanna, sem berjast í Kór- eu. — Þar sem Bandaríkjamenn taka ekki útlendinga í hersveit- ir sínar, hafa þessar umsóknir verið árangurslausar- enn, sem komið ;er.___________ Warren Auslin ÞESSI mynd er af Warren Austin, fulltrúa Bandaríkjanna í Oryggisráðinu. Hann sparn við fótum, er Malik reyndi að komast upp með moðreyk í ráð- inu í gærkvöldi. „Þú ert enginn einræðisherra hjer“, sagði hann við russncska fulltrúann. VI vígvallanna * Þetta nýja lið hefur með sjer bryndreka af fullkomnustu gerð, eldvörpur og allan þann útbúnað, sem Bandaríkin geta bestan látið í tje. í kvöld komu liðsforingjar úr þessu óþreytta liði til vígstöðvanna, en megin- liðið á líklega ekki nema nokk- urra stunda ferð eftir til vig- vallanna. Þetta nýja lið er þeg- ar búið til orustu, hvenær, sem. það kemst í færi við innrásar- herinn. — Eru bryndrekarnir þyngri en Bandaríkjamenn hafa beitt í Kóreu til þessa. Bryndrekana vantar eldsneyti Það er líka annað gleðiefni Bandaríkjamanna á suðvestur vígstöðvunum. Bryndrekar inn- rásarhersins eru sýnilega orðnir eldsneytislitlir. Út í opinn dauðami Bandarískur liðsforingi ljet svo um mælt í dag, að segja mætti, að norðanmenn fremdu sjálfsmorð, svo mjög legðu þeir sig fram til að reka lýðveldis- herina í sjó út, án þess að skeyta um gífurlegt mannfall. Sækja enn til Fusan í gær vörpuðu risaflu gvirki Bandaríkjamanna um 400 lest- um af sprengjum, og unnu noi’ð anmönnum mikið tjón. Á austurströndinni hafa lýð- veldisherirnir gert gagnáhlaup sunnan Yongdok, en á bessum vígstöðvum hafa þeir varist ör- ugglega að undanförnu. h mið- vígstöðvunum geisuðu ^arðar orustur í dag. Á suðvestur víg- stöðvunum hefur verið þrrist af mikilli grifnmd og eru komm- únistar ekki nema um 60 til 70 km. frá Fusan, aðalbirgðastöð Bandaríkjamanna og hafnar- borg. Herstjórnartilkynning kommúnista Útvarpið í N.-Kóreu skýrði frá því í kvöld, að bandarískt herskip hefði skotið á borgina Yaneyang í gær, en hún er norð an 38. breiddarbaug's, á austur- strönd Kóreu. Sagði útvarpið, að herskip bandamanna hefðl og skotið á vesturströnd lands- ins. Lítið var sagt frá bardög- um á vígstöðvunum, aðeins sagt, að ákafar orustur væri enn háðar við bandaríska herinn. London. — f breskum hag- skýrslum er sagt frá því, að fram leiðsla gerfilima í Bretlandi hafi aukist úr 3478 á fvrsta fjórðungi þessa árs í 4792 á öðrum ársfjórð- ungi!!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.