Morgunblaðið - 05.08.1950, Side 1

Morgunblaðið - 05.08.1950, Side 1
37. árgangur 177. tbl. — Laugardagur 5. ágúst 1950. Prentsmið)* Morgunblaðsih* Akveðnir í að verja Formosa Fyrir noltkru brá Mac Arthur, hershöfðingi, sjer til Taipeh á Formosa, til viðræðna við Chiang Kai-shek og herforingja kín- verskra Þjóðemissinna. Hjer sjást þeir Mac Arthur og Chiang Kai-shck mætast á flugvellinum við Taipeh. Frestað samþykkt laga um valdaafsal Leopolds Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter. BRÚSSEL, 4. ágúst. — Enn hefur talsvert hitnað í glóðunum í Belgíu, þegar það var tilkynnt í dag. að þingið hefði ákveðið að fresta samþykkt laga um valdaafsal Leopolds konungs fram til þriðjudags í næstu viku. Klofningur í kaþólska flokknum. Astæðan til þessarrar frest- unar mun verá klofpingur í kaþólska flokknum. Ekki er opinberlega vitað með neinni vissu, hvernig þeim klofningi er varið, en talið að minnihluti í fiokknum álíti, að meirihluti flokksins hafi svikið konung- inn og neytt hann til að segja af.sjer. Enn býr ólga undir. Lýðveldissinnar og kommún- istar hafa reynt að nota sjer þessar fregnir til að efna til áframhaldandi innanlandsó- eyrða. Ólíklegt er annars að komi til mikilla óeirða úr þessu þar sem ekki er vitað annað en að samkomulag þriggja stærstu flokkanna standi enn. Margs- konar flugufregnir ganga í Belgíu um atvikin að valdaaf- sali konungs. Forsætisráðherr- ann Duvieusart hefur því að gefnu tilefni lýst því yfir, að hann muni gefa út greinargerð um málið til að hrinda ósönn- um flugufregnum. STOKKHÓLMUR, 4- ágúst. — Leikflokkur frá Þjóðleikhúsi Noregs er nú í gestaleikför í Svíþjóð. Ljeku Norðmennirnir Hamlet í bláa salnum í ráðhúsi Stokkhólms. —NTB. Bandarísk hernað- arsendinefnd á Formosu TAIPEH, 4. ágúst. — Það var tilkynnt í bækistöðvum Chiang Kai-shek á Formosa í dag, að komið yrði á fót sjerstökúm bækistöðvum bandarískrar hern aðarsendinefndar á Formosa. Verður Alfonso Fox, hershöfð- ingi, gerður að sjerstökum full- trúa MacArthurs á Formosa. Jafnframt þessu er hafin send- ing hergagna til Formosa frá Bandaríkjunum. Komu 6 banda rískar þrýstiloftsflugvjelar þangað í gær. —Reuter. Segja Grikki æsa iil ófriðar LONDON, 4. ágúst — Albanska stjórnin sendi Trygve Lie aðal- ritara S. Þ. i dag kæru vegna þess, að grískir hermenn hefðu fimm sinnum á tímabilinu 6.—29. júlí farið yfir landa- mæri Albaníu. Segja Albanir, að Grikkir sjeu alltaf að reyna að æsa til ófriðar á Balkan- skaga! — Reuter. Skógareidar geisa enn í Frakklandi TOULON,’ 4. ágúst. Skógar- eldarnir nálægt Miðjarðarhafs- strönd Frakklands geisa enn. Hörðu menn um tíma von um að hægt yrði að slökkva þá, en í dag breiddist bálið enn mikið út, þegar breytti um vindstöðu og hvessti. Fólk hefur þegar yfirgefið þorpið Le Rayol, 50 km. austur af Toulon. Ekki er vitað til að neinn hafi farist í eldinum. —Reuter. IVfialik reynir að tefja framgang mála hjá S.Þ. Ausiin iordæmir að Maiik misbeitir íorsetavaldi Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter» LAKE SUCCESS 4. ágúst — Þegar fundur hófst í kvöld í Öryggis ráðinu stakk Malik fulltrúi Rússa upp á því, að vopnahlje yrði samið í Kóreu og allt erlent lið flutt þaðan úr landi. Umræðurnar fiölluðu samkvæmt tillögu Bandaríkjamanna, um árás N-Kóreu á S-Kóreu. 100 farast í---------------------— jarðskjálfta Fiugsveit tfi Kóreu PRETORIA, 4. ágúust. — Stjórn CARACAS, 4. ágúst. — 100 . S.-Afríku ákvað í dag að bjóða manns fórust í jarðskjálfta, j S-Þ., að senda eina flugsveit or- sem skall yfir borgina Tocuyo ustuflugvjela til hjálpar S.- í Venesúela í morgun. t Kóreumönnum. —Reuter. Bandaríska liið í varnar- línu við Nðkfong-fi|ótið Stórskotahríð miki! fyrir vesfan Taegu Einkíjiskeyti til Mbl. frá Reuter. TOKYO, 4. ágúst. — Á miðhluta vígstöðvanna í Kóreu var harka leg stórskotahríð í dag. Bandarísku hersveitirnar hafa nú búio tm sig í varnarstöðvum austan Nak'tong-fljóts. Á suðurhluta vígstöðvanna hafa kommúnistar gert öflug áhlaup en banda- ríska liðið hefur staðið fast fyrir. Hersveitir S-Kóreu halda áfram sókn sinni norður af Yongdok á austurströndinni. Verjast við Naktong. * Fljótið Naktong kemur upp nálægt borginni Hamchang við norðurhluta vígstöðvanna. Fell- ur það síðan beint jtil suðurs skammt fyrir vestan Taegu en ,beygir svo að lokum til austurs og fellur til sjávar yið Fusan. Við þetta fljót rnunu Bandaríkja menn ætla að verjast. Hafa þeir dregið lið sitt til bakatyfir fljót- ið alls staðar nema syðst, og hefur víglínan styttsij við þetta. Stórskotahríð hjá Taegu. Hersveitir kommúnista fylgdu þgar á eftir meðfram fylgdu þegar á eftir meðfram þeir voru snarstöðvaðir við Naktong-fljótið og kom þar til stórkostlegustu fallbyssuskot- hríðar. 1000 kommúnistar falla. Líkur benda til að kommún- istar sjeu að auka lið sitt á suð- urhluta vígstöðvanna. Er talið, að þangað sje verið að flytja tvö herfylki til viðbótar. Þótt harðir bardagar hafi geisað aust ur af borginni Chinju, hafa bandarísku hersveitirnar hald- ið öllum stöðvum sínum. Segir í tilkynningu MacArthurs að vígstaðan sje óbreytt þar. En talið er, að allt að 1000 komm- únistar hafi fallið þarna í „sjálfsmorðsáhlaupum". S-Kóreumenn ráða yfir Yongdok. Á austurströndinni ráða her- sveitir sunnanmanna yfir borg- inni Yongdok, sem þó er ein rjúkandi rúst. Þeim hefur tek- ist að sækja fram um nokkra km. í dag. Vill viðskipfabanda- lag múhameðslrúar- manna CAIRO, 4. ágúst — Ghulam Mohammed fjármálaráðherra Egyptalands stakk í dag upp á því, að öll múhameðstrúarlönd mynduðu með sjer' viðskipta- bandalag. Ráðherrann kom með þessa! uppástungu skömmu áð- ur en hann lagði af stað í við- skiptaerindum til Karachi í Pakistan. — Reuter. Vill að (hurchill verði forsæfis- ráðherra LONDON, 4. ágúst. - Einn af þingpnönnum verka- mannaflokksins, Mr. Ray- mond Black-Brown, sagði sig í dag úr verkamanna- flokknum. Hefur flokkur- inn því aðeins 4. atkvæða meirihluta í neðri mál- stofunni. Ástæðu til úr- sagnarinnar sagði hann vera þessa: „Jeg álít, að Winston Churchill æiti að verða forsætisráðlierra í samsteypustjórn“. — Þó þingmaðurinn hafi sagt sig úr verkamannaflokkn- uin ætlar hann ekki að ganga í íhaldsflokkinn. —Reuter. ^Ályktun S. Þ. Bandariski fulltrúinn, Warr- en Austin, hafði lagt fram álykt unartillögu um að allar með- limaþjóðir S. Þ. fordæmdu árás N--Kóreu og öllum bæri skylda til að beita áhrifum sín- um til að bardagar yrðu stöðv- aðir og hersveitir N.-Kóreu drægju sig til baka norður fyr- ir 38. breiddarbaug. f Vopnahlje með allri Kóreu á valdi kommúnista Jacob Malik, fulltrúi Rússa í Öryggisráðinu, tók til máls. Hann lagði eftirfarandi til í ræðu sinni: — Að Pekingstjórn in fengi fulltrúasæti í Öryggis- ráðinu, að vopnahlje sje samið í Kóreu og að allur erlendur her verði fluttur burt frá Kór- eu-skaga. Þetta kvaðst Malik byggja á því, að í Kóreu væri borgarastyrjöld, sem aðrar þjóð ir ættu ekki að skipta sjer af. Malik vildi bjóða N.-Kóreu- mönnum að senda talsmann til Öryggisráðsins. ( Fordæmir tafir Austin, fulltrúi Bandaríkj- anna, tók til máls á eftir. Hann sagði, að þessar tillögur Maliks væru enn tilraun til að tefja það mál, sem raunverulega væri á dagskrá í Öryggismálinu. Þar, sem Malik situr í forsæti Ör- yggisráðsins, taldi Austin, að það væri alvarleg misbeiting forsetavaldsins, að reyna að tefja fyrir þeim málum, sem til umræðu væru. Sagði hann, að venja væri að forsetar í ráð- inu reyndu að flýta framgangi mála. v N.-Kóreumenn eru árásarseggirnir Jebb, fulltrúi Breta, sagði, að ekki kæmi til mála að kalla tals mann frá N.-Kóreu eins og sak ir stæðu til Öryggisráðsins. Það væri upplýst með fullum sönn- unum, að N.-Kóreumenn hefðu hafið árásina og óhlýðnast skip unum Örvggisráðsins um að draga lið sitt til baka. Við slíka árásarmenn hefði Öryggisráð- ið ekkert að tala fyrr en þeir hefðu hlýtt fvrirskipunum ráðs ins. Fundum Öryggisráðsins var frestað fram til næsta þriðiu- dags, án þess að það hefði kom- ist að nokkurri niðurstöðu um þetta mál. Sprenging í póststofu. BRUSSEL, 1. ágúst. — Sprengja sprakk í póststofunni í Bressox f grennd við Liege í dag, en enginn meiddist, þar eð stofan var mannlaus<

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.