Morgunblaðið - 05.08.1950, Side 6
6
HORGVNBLAÐIB
Laugardagur 5. ágúst 1950
Otg.: H.f. Arvafcur, Reykjavflt.
Framkv.stj.: Sigíús Jónsson.
fcitstjórl: Valtýr Stefánsson (ábyrgQanB.1
Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson.
4uglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Histjórn, auglýsingar og afgreiðsla:
Austurstrœti 8. — Sími 1600.
Lcsbók: Arni Óla, siml 3045.
Áskrlftargjald kr. 14.00 á mánuði, innsnisnds.
I lausasflla 9® aura sintakið. 85 aura mtO Lcsbók.
Framfarir og kynning
Á ÞESSU sumri hafa komið til landsins óvenjulega margir
erlendir gestir úr ýmsum áttum. Tiltölulega fleiri málsmet-
andi menn en oftast áður. Forvitni erlendra fer sýnilega
vaxandi á því, hvernig landið okkar er, og hvað það hefir að
geyma, hvernig smáþjóðin lifir og hvernig högum hennar
er háttað.
Sumir láta sig dreyma um það, að straumar skemtiferða-
fólks hingað til lands, kunni með tímanum að geta gefið
okkur þær gjaldeyristekjur sem um munar,
Það kann að vera að þessi draumur geti ræst. En mikið
fjármagn þarf að leggja í gistihús og annan viðbúnað,. til
gestamóttökunnar, áður en tekjur af ferðamönnum verða
verulegur liður í þjóðartekjunum. Og sennilegt að auka þurfi
aðdráttaraflið að landi voru, með því t. d. að hjer verði
starfræktar heilsulindir í sambandi við jarðhitann, til þess
að aðsóknin að landinu megi verða nokkuð örugg.
En þó hinir erlendu ferðamenn sem hingað koma, lát’
ekki aftir sig mikinn gjaldeyri samanlagt, verða komur
þeirra áberandi á annan hátt. Margir þeirra láta þess getið,
hvernig þeim líst á landið og þjóðina sem hjer býr. £ru þessi
ummæli yfirleitt lofsamleg.
Flestir þessara ferðalanga hafa mjög litla vitneskju haft
um land og þjóð, áður en þeir koma hingað. Og fæstir þeirra
hafa kríngumstæður til að fá náin kynni af því, sem hjer
er að gerast, þótt þeir fegnir vildu. Um gagnrýni í orðsins
fylstu og bestu merkingu, er naumast að ræða. Enda fæstir
þessara manna, sem kærðu sig um að benda á þau atriði
í fari þjóðarinnar, sem þeir kunna að hafa rekið augun í og
þeir telja til miska eða vanvirðu.
íslendingar hafa hingað til verið svo afskekt þjóð, og
kynni þeirra af erlendum verið svo einhæf, að okkur hefir
alt af hætt til að taka meira tillit til þess sem erlendir menn
segja, en innlendir. Og öllum þykir lofið gott.
En skyldi það ekki vera holt fyrir þessa fámennu þjóð,
að taka með varúð því lofi, sem henni berst til eyrna frá
ferðamönnum, sem hingað koma og hafa hjer skamma við
dvöl? En kunna kannski að kríta liðugt í lofinu um það, sem
þeir sjá hjer og heyra. Og myndi það ekki vera hollt fyrir
okkur, að temja okkur gagnrýni á því, sem um okkur er
sagt? Spyrja sjálf okkur, hvort hjer fari ekki meira
aflaga en ferðalangarnir segja?
Hefir okkur ekki hætt til þess á undanfömum árum, að
ofmeta framfarirnar. Telja t. d. að mentun og menning þjóð-
arinnar hafi aukist og eflst í beinu hlutfalli við fjölgun
skólanna og lenging kenslutímans? Eða skyldu afköst og orka
kynslóðarinnar hafa vaxið að sama skapi, og metaafrek
íþróttamannanna hafa orðið glæsilegri? Svo aðeins nokkur
atriði sjeu nefnd.
Fyrir skömmu var okkur á það bent t.d. að mikið vantaði
á, að útfluttar sjávarafurðir okkar fengju þá meðferð, sem
skyldi. En fátt er betri mælikvarði á verklega menning
þjóða, en útflutningsvörur þeirra. Sjeu þær vandaðar, eru
þær dagleg auglýsing um vandvirkni og þrifnað þjóðanna.
En benda á það gagnstæða, ef útaf ber.
Og hvaða máli tala „útigangs“-vinnuvjelar er legið hafa
árlangt í vindi og regni íslenskrar veðráttu, til gesta, sem
um þjóðvegina fara, og fá yfirsýn um þenna þátt íslenskrar
verkmenningar?
Væri ekki hollt, að færustu menn þjóðarinnar tækju sig
til, og skrifuðu yfirlit um framfarir þjóðarinnar en ekki
út frá því algenga sjónarmiði, að bera saman hvernig ástand-
ið var, áður en kyrstaðan var rofin og framfarir hófust,
heldur gerðu sanngjarnan og rjettan samanburð á því, hvar
við erum á vegi staddir, á miðri tuttugustu öldinni, í hverri
grein, samanborið við aðrar þjóðir? Slíkt sjónarmið snýr
fram á við, vekur og hvetur til dáða. En sífeldar endurtekn-
ingar á þvi, hvað mikið hefir gerst og hversu erlendir eru
hrifnir af okkur, getur með tímanum orðið einskonar svefn-
þorn á framfaraáhuga landsmanna.
Víkmjiskrjjar: R DAGLEGA LÍFINU
JARÐARFÖR — BÁLFÖR
— ÚTFÖR
DR. MED. Árni Árnason, hjeraðslæknir á
Akranesi, sendir eftirfarandi hugleiðingar,
sem menn hafa gott af að velta fyrir sjer:
,,Út af pistli í „Daglega lífinu“ 26. f. m. um
orðin útför og bálför, ætla jeg að láta verða
af því, að senda yður nokkrar línur um ís-
lenskt mál. Orðið útför merkir að mínu viti
för jarðneskra leifa hvers manns út af heim-
ili hans til þess staðar, þar sem líkinu er
komið fyrir.
ANNAÐ HVORT, EÐA —
ÚTFÖRIN getur verið annað hvort jarðarför,
eða bálför, eptir því, hvort líkið er grafið,
eða því eytt í bálstofu. Þeim orðum má því
ekki rugla saman, heldur verður að nota það
þeirra, sem við á, ef ekki er notað orðið útför,
sem á við um hvorttveggja.
•
SLETTUR OG
■ SMEKKLEYSUR
„JAFNFRAMT þessu, heldur dr. Árni Árna-
son áfram, vil jeg benda á þrjár slettur og
smekkleysur, sem jeg hef. opt hnotið um í
blöðunum og því miður einnig í útvarpinu.
Hin fyrsta er þessi:
Borgin (bærinn) telur svo eða svo marga
íbúa. Það mun ekki eiga sjer stað, að heilar
borgir eða bæir sitji við að telja íbúa sína,
heldur eru ákveðnir menn látnir annast
manntalið. Þeir komast síðan að þeirri niður-
stöðu, að íbúar borgarinnar (bæjarins) eru
svo eða svo margir að tölu, sem er rjett“.
•
ÖNNUR OG ÞRIÐJA
AMBAGAN
„ÖNNUR ambagan er orðtakið „að nota sjer
af einhverju“, í stað þess að nota sjer eitt-
hvað, og þarfnast ekki frekari skýringar. Þá
er í þrið-ja lagi: „Ekki ósjaldan“, sem er orða-
tugga.
Ósjaldan merkir ekki sjaldan, og „ekki
ósjaldan“ merkir því „ekki ekki sjaldan“,
sem er vitanlega sama sem sjaldan og hefur
þá þetta orðasamband öfuga merkingu við
það, sem höfundarnir ætlast til. Ekki ætti að
þurfa að brýna það fyrir menntamönnum
vorum, að tunga vor er einhver dýrasti arfur
vor og eitt dýrmætasta þjóðlega verðmæti.
Blöðunum er að vísu ekki ætlað, að vera
skóli í móðurmálinu, en svo verður þó að
miklu leyti í reyndinni, því að þau eru al-
mennast lesin af öllu rituðu mál. Það er al-
varlegt mál, ef sá skóli reynist Ijelegur.
Virðingafyllst
Árni Árnason“.
•
ÁRÓÐUR OG ÁRANGUR
ENGUM er það jafnvel ljóst og einmitt ís-
lenskum blaðamönum hve æskilegt það væri,
að geta dundað við að skrifa það, sem kem-
ur í blöðunum og fága málið, líkt og þeir
ættu að geta, sem rita í tímarit og bækur.
Blöðin gera margskonar ráðstafanir til að
bæta máli og draga úr prentvillum, en það
hefur reynst seinunnið verk.
En hitt er einnig satt, að oft er blöðunum
kennt um það, sem þau ekki eiga og gagn-
rýnin oft lítið sanngjöm nje byggð á rjett-
látum dómi viðkomanda. Nú þykist hver og
einn eiga til þess nokkum rjett, að skamma
blöðin fyrir slæmt málfar og skal jeg hjer
segja eitt dæmi.
•
LJÓTT HAFT FYRIR
BÖRNUNUM
FRÚ EIN, sem hafði fjargviðrast mjög út af
meðferð blaðamanna á móðurmálinu — hin-
um helgasta dómi þjóðarinnar, kvartaði sár-
an yfir þeim áhrifum, sem blessuð börnin
yrðu fyrir í blöðunum. „Jeg læt ekki mín
börn komast í blöðin til að spilla málfari
þeirra“, sagði frúin og reigði sig lítið eitt
um í stólnum. — Eigið þjer mörg böm frú?
varð mjer að orði:
„Jeg á tvö börn“. — Hvað eru þau gömul?
„Eins árs og þriggja ára“.
„HRCHÍALEGAR
KOMMUVILLUR“
SAMA frú hafði áður haldið fyrirlestur fyrir
áheyrendum og til menntunar fyrir blaða-
manninn, sem viðstaddur var, „að hræðilegt
væri að sjá, að íslenskir blaðamenn kynnu
ekki einu sinni að setja kommur, eða önnur
greinarmerki á rjetta staði“.
„Þjer kunnið vafalaust stafsetnignarregl-
urnar og eruð alveg vissar hvar á að setja
kommurnar í það og það skiftið“, spurði jeg.
— Frúin virti mig varla svars. En af augna-
ráði hennar og hvernig hún færði sig um set
á bekknum var ekki um að villast, speki
hennar í þessum efnum.
Og nú getur frúin spreytt sig á að setja
kommurnar á rjetta staði í pistlunum í dag.
En vissara er að hún geri það meðan hvit-
voðungarnir sofa.
Norræn samvinna á svioi vjelaeflirlifs
„VERKSMIÐJU- og vjelaeftir-
lit“ hefur verið starfandi hjer
á landi síðan árið 1929. Hefur
Þórður Runólfsson verkfræðing
ur haft það með höndum eða
stjórnað því frá öndverðu.
Samvinna við verksmiðju og
vjelaeftirlit Norðurlandaþjóð-
anna komst ekki á, fyrr en eft-
ir styrjöldina. Með þeirri sam-
vinnu hafa vinnuaðferðir þess-
ara stofnana verið samræmd-
ar á öllum Norðurlöndum.
Fyrst í stað höfðu þessar
stofnanir einkum með höndum,
að hafa eftirlit með öryggisráð-
stöfunum í sambandi við vjela-
kost. En nú er eftirlitið ekki
síður með því, að gerðar sjeu-
fullnægjandi ráðstafanir til, að
forða mönnum frá atvinnu-
sjúkdómum, þ. e. a. s. sjúkdóm-
um, sem.menn fá af alls konar
óhollustu í sambandi við vinnu
þeirra.
í fyrra sumar var haldinn
hjer í Reykjavík fundur í nefnd
einni, sem starfar að bættu
eftirliti á öllum Norðurlöndum.
En fyrir nokkru sátu allir for-
stjórar þessara Norðurlanda-
stofnana á ráðstefnu hjer í
Reykjavík.
Starfsemi verksmiðju og
vjelaeftirlitsins hjer á landi
hefur aukist mjög á síðari ár-
um, fyrir forgöngu og undir
stjórn Þórðar Runólfssonar.
Með kynnum þeim, sem hann
Frásögn af fundi í
hefur haft af þessari starfsemi
meðal nágrannaþjóðanna, sem
lengra eru komnar í þessum
efnum, hefur starfið hjer orðið
auðveldara cn ella.
Legið hefur fyrir 2 síðustu
þingum frumvarp til laga um
öryggi á vinnustöðvum. Hafa
lögin ekki mætt neinni veru-
legri mótspyrnu en ekki fengið
afgreiðslu.
Morgunblaðið hefur snúið
sjer til Þórðai Runólfssonar og
spurt hann, hvað gerst hefði á
fundi hinna norrænu forstjóra
og skýrir hann svo frá:
FUNDUR eftirlitsstjóra vinnu-
eftirlitanna á Norðurlöndum
var haldinn hjer dagana 25.—
27. júlí. Mættir voru á fundin-
um eftirlitsstjórar allra Norður
landanna, A. E. Járvenpea frá
Finnlandi, Erik Dreyer frá Dan-
mörku, Olav Hindahl frá Nor-
egi, Edvin Pelow frá Svíþjóð
og Þórður Runólfsson frá ís-
landi.
Verkefni fundarins:
1. Að ræða um samræmingu
áhættuflokkaskiptingarnar við
vinnuna, en það auðveldar mjög
samræmingu á kröfum um ör-
yggisbúnað, hollustuhætti og
vinnutilhögun í hinum ýmsu
starfsgreinum.
Reykjavík
2. Að ræða um samræm-
ingu á ársskýrslum eftirlitanna.
í öllum löndunum nema íslandi
eru skýrslur þessar gefnar út
og fylgjast jafnt verkamenn,
sem vinnuveitendur af áhuga
með þeim. í skýrslum þessum
er margt að finna, sem er lær-
dómsríkt á sviði öryggis og
heilsuverndar verkamanna, auk
hagfræðilegra skýrslna um slys
og atvinnusjúkdóma.
Var helst hallast að því að
taka upp form alþjóða verka-
málaskrifstofunnar (I.L.O.) á
skýrslum þessum og hefur Sví-
þjóð þegar gert það að nokkru
leyti.
3. Rætt um rannsókn
norsku vinnuverndarnefndar-
innar á því að takmarka vinnu-
tíma við mjög erfiða eða heilsu-
spillandi vinnu, gn eftirlitin £
Noregi, Svíþjóð og Danmörku
hafa nú heimild til þess. Var
rætt um hvaða tegundir vinnu
væri þá helst um að ræða og á
hvern hátt bestum árangri yrði
náð.
4. Rætt um störf norrænu
starfandi tvær. Önnur þeirra,
sjernefndanna, en þær eru nú
sem einungis er skipuð fulltrú-
um frá Danmörku, Noregi og
Framh. á bls. 7.