Morgunblaðið - 05.08.1950, Blaðsíða 10
10
HORGUNBLAÐI&
Laugardagur 5. ágúst 1950
.. Framhaldssagan 3
FRÖ
MIKE
íí®ífSt&LMm&UiM-i*.
Effir Hancy og Benedicf Freedman
NiiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiHiiiiHiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiMHiiiiiMuuiiiiiiiiiiiiiiimtiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiMiiiiii
Nótt í Nevada
Við lögðum af stað. John
frændi tók taumana upp, og
hestamir vissu, hvað þeir áttu
að gera. Það var einna líkast
því, að við flygjum. Snjór var
yfir öllu og strekkings vindur.
Juno var algerlega yfirbugað-
Uf og lá í keltu minni með trýn-
ið undir handleggnum á mjer.
Jeg kom mjer notalega fyrir í
skinnunum og leit nokkrum
sinnum á John frænda. Hann
var líka í skinnkápu með skinn-
vettlinga óg hafði loðhúfu, sem
náði niður fyrir eyru.
„Hvaða skinntegund er
þetta?“ Jeg benti á vettlingana.
„Otursskinn".
Mjer var ljóst að John frændi
var ekki málgefinn.
„Og í húfunni líka?“, spurði
5eg.
„Já“.
Þetta umræðuefni virtist vera
tæmandi. Jeg ætlaði að fara að
halla mjer aftur á bak og horfa
á það, sem fyrir augun bæri,
þegar John frændi spurði óvænt
„Hvernig leið mömmu þinni,
þegar þú fórst, Kathy?“
„Mömmu leið vel“, sagði jeg.
„Hún bað mig að skila kærri
kveðju til þín“.
John frændi kinkaði kolli og
það rumdi í honum. Jeg reyndi
að ímynda mjer, hverju það
átti að lýsa, en gat það ekki,
svo jeg gafst upp eftir stutta
stund og sgyggndist um, um
leið og við ókum gegnum borg-
ina.
Á einu staðnum sá jeg mann
teygja sig upp í götuljósker og
kveikja á því með langri stöng,
sem hann hafði til þess.
„En hvað um systur þínar?íí
Jeg hrökk við, þegar jeg
heyrði þessa spurningu rjúfa
rökkrið og þögnina. Og ekkert
fylgdi á eftir meðan við ókum
tvær eða þrjár mílur.
% „Anna Frances og Mary Ell-
en hafa það ágætt. Anna Franc-
es situr fyrir hjá forsíðuteikn-
urum tímarita. Mary Ellen er
trúlofuð.... í‘. Jeg þagnað^len
ekki svo lengi að við höfðum
ekið tvær eða þrjár mílur. Að-
eins meðan jeg hugsaði um,
hvort nokkuð fleira markvert
væri hægt að segja um f jölskyld
una. Það var ekki. Jeg reyndi
að finna annað umræðuefni. —
Það var komið myrkur. Þjett í
kringum okkur á alla vegu voru
skuggar hinna stóru bygginga.
„Calgary er stór borg, er það
ekki?“
„Jú“, sagði John, „mjög stór“.
Það var nú það. Jeg reyndi
aðra spurningu. „Hvað er langt
til búgarðs þíns“?
„Tveggja daga ferð“.
Jeg kinkaði kolli og hallaði
mjer út fyrir sleðabrúnina og
ljet vindinn leika um andlit
mjer. Við beygðum fyrir horn
og ókum niður hæð og John
frændi lauk við setningu sína,
,,.... en við höldum ekki áfram
í nótt“.
„Gerum við það ekki“?
„Nei“.
Jeg beið þolinmóð eftir að
hann hjeldi áfram. En jeg ætl-
aði að fara að spyrja annarrar
spurningar. „Við þurfum að
hitta konu eina hjerna í borg-
ínni“.
Þetta var dálítið spennandi,
því John frændi var ógiftur.
„Hverja“, spurði jeg.
„Hún heitir frú Neilson.
Margaret Neilson“.
Titillinn „frú“ batt enda á
þessar hugleiðingar mínar. En
hún gat verið ekkja. Jeg var
enn að hugsa um þann mögu-
leika, þegar vagninn nam stað-
ar.
„Mundu nú Katherine Mary,
að hún er nýkomin", sagði John
undarlegri röddu, eins og hann
hefði æt'lað að segja eitthvað
annað.
„Nýkomin hvaðan?“ spurði
jeg.
Við gengum að útidyrunum
og John hringdi dyrabjöllunni
„Við köllum það svo. Nýkom-
in. Það þýðir nýkomin frá
norðurh j er uð unum“.
Miðaldra kona í óhreinum
slopp opnaði dyrnar. „Já“.
„Getum við fengið að tala
við frú Neilson?“
Jeg sá að forvitni kviknaði
í augum konunnar. „Hún er í
herbergi sínu. Jeg skal fylgja
yður“.
„Ef það er það sama og síð-
ast, fyrir endanum á gangin-
um, rata jeg“.
Jeg elti John frænda inn eft-
ir ganginum. Konan nöldraði
eitthvað um leið og við gengum
fram hjá henni. John stoppaði
fyrir framan herbergisdyr,
snjeri sjer við og sagði: „Mundu
nú, Katherine Mary“.
Hvað átti jeg að muna- Jeg
komst ekki að því, því dyrnar
opnuðust og ung og fögur kona
stóð þarna og horfði á okkur.
„Frú Neilson“, byrjaði John
en hætti síðan.
Hún starði á mig stórum
undrandi augum.
„Jeg er Katerine Mary
O’FalIon", sagði jeg.
„Frænka mín“, bætti John
við.
Hún leit í gaupnir sjer. Hún
bar fallegan lítinn giftingar-
hring, sem hún snjeri stöðugt
„Komið þið inn“. Og hún brosti
á sjerstaklega aðlaðandi hátt.
Herbergið var dimmt og illa
útbúið. Jeg vorkenndi henni að
eiga hjer heima. En mamma
mundi hafa sagt, að hún væri
hefðarfrú. Og hún fór með okk-
ur eins og við værum í höll.
Þegar við höfðum fengið okk
ur sæti, hneppti John frændi
frá sjer frakkanum og síðan
jakkanum og tók umslag upp
úr skyrtuvasanum. „Þetta eru
miðarnir þínir“.
. Hún brosti.
„Miðarnir þinir“, endurtók
hann.
„Þjer hafið verið mjög góður,
Mr. Kennedy“.
John frændi virtist ekki vita
hverju hann ætti að svara
þessu. Hann tók upp pípuna
sína og setti hana svo í vasann
aftur. Hann ræskti sig. „Jæja,
þjer munuð komast aftur til
baka frú Neilsón. Og það er
ágætt“.
„Hvert ertu að fara“ spurði
jeg.
„Hún er að fara til New
York“, sagði John.
„Jeg hef komið þangað.
Mamma tók mig með sjer einu
sinni“.
„Við vorum gefin saman þar".
Hún sagði þetta mjög lágt.
„Er maður yðar þar, eða er
hann hjerna líka?“
„Hann ...
Jeg leit á John frænda og sá,
að það var mjer að kenna að
enginn sagði neitt.
Margaret Neilson gekk til
min og tók í hönd mína. Hönd
hennar var köld sem ís „Þetta
er erfitt. Það er erfitt að búa
í þessu landi. Það er ráðist á
það. Mennirnir vilja berjast. En
kvenmaður .... “ Rödd henn-
ar varð veikburða og dó loks
út.
John stóð upp. „Frú Neilson,
það er kominn tími til þess, að
við förum. Jeg er á leiðinni til
búgarðsins með Kathy“.
Hún gekk til hans og tók í
handlegg hans. ..Farið ekki,
ekki strax“. Hún horfði á hann
á biðjandi hátt. „Fáið te hjá
mjer fyrst. Jeg vil það endi-
lega“.
John frændi settist með
hægð.
„Þakka þjer fyrir, það er vel
þegið".
Hún brosti og raulaði lagstúf
meðan vatníð var að sjóða.
John tók pípuna sína upp,
mundi þá allt í einu hvar hann
var og stakk henni niður aft-
ur. í þetta skipti sá hún til
hans. „Hr. Kennedy, reykið
pípuna yðar. Mjer geðjast vel
að pípum“.
Hún helti teinu í slitna bolla
úr kínverskum leir, sem hún
hafði lagt á borð fyrir okkur.
Og þá sá jeg, að þetta var ekki
te, heldur aðeins soðið vatn.
Hún hlýtur að hafa gleymt að
setja teið í lcetilinn.
„Sykur og rjóma?“ spurði
hún John. „Eða viljið þjer
sítrónu?“
„Sítrónu, takk“.
Og nú kreysti hún sítrónu
út í vatnið hjá honum og hann
hrærði í. Skyldi enginn ætla að
nefna það, að það vantaði teið
í vatnið, eða var það ókurteisi?
„Og þjer, Katherine Mary,
hvað viljið þjer út í?“
iiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitmimiiiiiiiiiiiiB
Laxveíði j
fyrir eina stöng iaus um helg- \
ina af sjerstökum ástæðum í |
einni bestu á sunnanlands. Uppl.r
í síma 7908. §
II1111111111111111IHMIIIIIIÍIIIIMIIIIIIIIIIIIIIIII111111111111111
uaiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiMMiioi
Jarðýfa til
Sími 5065.
Allt til iþróttaiðkana
og ferðalaga.
Eellas Eafnantr. 23
BARNALJÓSMYNDASTOFA
CnSrnnar Guðmunáedóíínz
er í Borgartúni 7
Sími 7494.
RAGNAR JÓNSSON
hæstarjetíarlögmaSut.
Laugaveg 8, sími 7752
Lðgfræðistörf og eignaumsýsla.
BSIIIIIIIIIIIIIIIMMMICIIIIIIIIIIIIIItlllllllllllllMIIIMIIimUfl
Frásögn af ævintýrum Roy Rogers
10.
Þeir Roy og Cookie vöruðu sig ekki á, að þeir höfðu klætt
sig eins og flækinga, svo að þegar þeir hlupu að bílnum,
sem stúlkurnar voru í, urðu þær dauðhræddar.
— Megum við vera með upp í bæ, spurði Roy, þegar þeir
voru komnir alveg að bílnum.
— Það er ekki hægt, sagði stúlkan, sem var við stýrið. Við
höfum ekkert pláss.
— Vertu ekki að tala við þá, Lína, sagði hin stúlkan. Sett t
bara strax í gírinn og keyrðu af stað, svo að við losnum við
þá flækingana.
Og Lína gerði sem hin stúlkan sagði. Bíllinn fór af stað
og með húsvagninn aftan í sjer.
En þegar húsvagninn rann framhjá, opnaði Roy dyrnar á
honum, hoppaði inn og togaði Cookie upp í með sjer. Að
vísu virtust stúlkurnar ekkert kæra sig um samfylgd þeirra,
en þær voru annars ósköp góðlegar stúlkur og myndu sannar-
lega ekkert hafa á móti því, þó að þeir sætu í húsvagninum
rjett upp í bæinn.
En þegar Cookie opnaði fyrir útvarpið, sem var í hús-
vagninum og hávaðinn af danslögunum barst fram í bif-
reiðina til stúlknanna, þá fundu þeir hvort þær höfðu exkert
á móti því að þeir sætu í húsvagninum, því að þær óku
áfram eins hratt og þær komust eftir veginum og vagninn
hristist og hoppaði og þeir Roy og Cookie voru dauðhræddir
um að öllu myndi hvolfa. Þegar kom upp í bæ námu þær
staðar beint fyrir framan lögreglustöðina og hrópuðu í
mikilli angist.
—* Hjálp, hjálp. Það eru hættulegir glæpamenn, sem ógna
okkur. Þeir eru í kálfinum.
Lögreglumenn komu út, drógu skammbyssurnar upp og
opnuðu dyrnar á kálfinum með mestu varúð. En þegar þeir
komu auga á Roy og Cookie, heilsuðu þeir að lögreglusið
með því að bera hendina upp að derhúfunni.
■■-- ' ' "9,
infhjcr* rnjtáqumJuif'ti
a/nu.
Ungur vantrúarmaður greip frarti
í ræðu hjá hinum fræga prjedikara,
Billy 'Sunday og sagði: „Hver va:
kona Kains?“
Sunday svaraði alvarlega: „Jeg
virði alla, sem leita sannleikans. En
mig langar til að aðvara yður. Haett ð
ekki á Jtað að missa sáluhjálp af þv’
að spyrja of mikið um eiginkonur
annarra manna.“
Það var í miðdegisverðarboði. Um-
ræðurnar voru um eilíft líf, himr.a
ríki og helvíti. Mark Twain, sem vn.r
viðstaddur tók engan þátt í þeim, og
að lokum sneri kona nokkur sjer að
honum og sagði:
„Hvers vegna segið þjer ekki neirf;,
Mig langar til að heyra álit yðar.“
Twain svaraði: „Þjer verðið að eí-
saka mig, frú. Jeg þegi af nauðsya,
Jeg á vini á báðum stöðum.“
Slæm meðferS.
Ofdrykkjumaðurinn var kominn
heim aftur eftir að hafi verið á hæb.
Vinur hans spurði hann hvernig það
hefði verið.
„Ó, drottinn minn, ‘ var svarií.
„Alveg hræðilegt! Jeg dró fram lífið
dögum saman á engu nema mat ,)g
vatni.“
★
Slátrari nokkur stefndi Dani.d
Webster eitt sinn fyrir það, að hann
borgaði ekki reikninga sma. Áður en
búið var að gera út um málið, mætfi
Websþer slátraranum á götu, og
spurði, hinum síðarnefnda til miki'l-
ar undrunar, hvers vegna hann sendi
sjer ekki venjulegar pantanir. „Hva
— hvað?“ stamaði slátrarinn. „Jeg
vissi ekki, að þjer viHuð versla v:5
mig núna, þegar við eigum í mál..“
„Uss, uss“ sagði Webster. „Stefn'.ð
þjer mjer eins og þjer viljið, en í
guðanna bænum sveltið mig ekki í
hel,.“
„Þessi hjón hinum megin við göt-
una eru sannarlega hamingjusöm“,
sagði hún við manninn sinn. „Á
hverjum degi sje jeg hann kveðia
konuna sína með kossi. Af hverju
gerir þú það ekki?“
„Hvers vegna geri jcg það ekki! Jeg
hefi ekki einu sinni verið kynntur
fyrir henni.“
„Geturðu ímyndað þjcr annað eins,
elskan," suðaði kjaftakerlingin. „Þeg
ar brúðhjónin gengu upp að altarinu,
þá bara stansaði hann á miðri leið,
sneri við og hljóp sem fætur toguðu
út úr kirkjunni."
Missti hann kjarkinn?11
„Nei, hann fjekk hann."
★
„Hvað sefurðu venjulega lengi á
sunnudögum?"
„Það er komið undjr —”
,.Hverju?“
„Þvi, hvað messan f r löng."
■*
S
Vörubíll |
i óskast til kaups nú þegar. Tilboð |
I um verð leggisþ inn á afgr. |
| blaðsins merkt: „Vörubíll — I
| 463“, I
Buiimuiniiininnnifiniuiiiifiiniimiiiiiimmiiiiiuiiu £■■
IVfatvöruverslun eða...
Matvöruverslun í fullum gangi óskast til kaups. Annars-
konar verslun kemur einnig til greina. — TilboS sendist
Morgunblaðinu fyrir 10. ágúst, merkt: „Verslun — 467“
•«***