Morgunblaðið - 22.08.1950, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 22.08.1950, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 22. ágúst 1950 MORGVNBLABIB 11 Sextuffur: Karl 8igurðsson9 bóndi á Knútsstöðum KARL Sigurðsson, bóndi á Knútsstöðum í Aðaldal varð sex- tugur 6. júlí s.l. Hann hefur búið að Knútsstöð- um í 40 ár af miklum dugnaði við érfið skilyrði framan af ár- um, hafðist úr efnaleysi leigu- Jiðans í vel stæðan bónda, keypti jörðina og bætti stórum að rækt- un og unnið sjer vinsælda og traust. Hann er fæddur að Hrauna- stöðum í Aðaldal. Faðir hans var Sigurður Guðmundsson, síðast í Skörðum í Reykjahverfi, ein- stakt karlmenni, varð fjörgamall. Bjó víða í Aðaldal, Laxárdal, Mý- vatnssveit og Fnjóskadal. Meðal annars á Þeistareyjum í Reykja- hlíð og Hlíðarhaga. Frá Þeista- reykjum er messugata að sókn- arkirkju að Grenjaðarstað. um 7 tíma gangur hvora leið. Þar bjó Sigurður í 3 ár. Á Hliðarhaga mun hann hafa búið 2 ár. Býli það liggur inn á Mývatnsöræf- um, um 25 km. frá næsta bæ, sém er Reykjahiíð. Enginn maður tel- ur nú á svona stóðum búandi. Fn hvað mun þá verið hafa fyrir 50 til 100 árum við þau skilyrði, sem þá voru? Mun það vissulega ekki hafa verið heiglum hent að berj- ast þar við 30 vikna vetur á Ör- æfum uppi, í einu snjóþyngsta hjeraði landsins. Móðir Karls er Guðfinna Jóns- dóttir, frá Krannastöðum, systir Friðriks pósts á Helgastöðum og Herborgar í Skriðulandi, sem nú er nýdáin á tíræðisaldri. Fleiri voru þau systkini. allt atgerfis- fólk. Segja má um Karl, að ekki sje honum fisjað saman. Er hann þriggja álna hár og frendur að afli. Um skeið lagði hann fyrir sig garðhleðslu úr hraungrýti. Var það með ólíkindum hverju hann fjekk áorkað, oft aleinn með járnkall sinn einan tækja Við að brjóta grjótið. Heyskap varð hann og að sækja um lang- an veg, þar til hann fjekk að- stöðu til að láta mörg grös vaxa heima, þar sem áður óx eitt. Á yetrum gekk hann til fjárhirðing ar langan veg, yfir Laxá að fara. Nytjaði hann þar eyðijörð um langt árabil og hirti þó gripi heima hjá sjer kvöids og morgna. Alt kostaði þetta hina mestu á- reynslu og dugnað, sem ekki er Unnt að tilfæra nema í langri lýsingu. En erfiðleikarnir bug- uðu ekki Karl. Þeim hefur hann jafnan getað mætt með einstakri karlmennsku, áræði og útsjón og fyrirhyggju. Eitthvað af þessu, eða allt, veldur því að ókunnugir festa á honum traust. við fyrstu sýn og börn hlaupa upp í fang hans, þó þau annars forðist ó- kunnuga. Samanlagðir hafa þess- ír eiginleikar oft komið mönnum að liði, sem um garð hans hafa farið hin síðustu 40 árin. Bær hans stendur á bakka Laxár fyrir miðju Aðaldalshrauni og er þjóð- vegur um hraunið nokkru vestar. En sleðaleið mjög fjölfarin er eft- ir ánni á vetrum, einkanlega þó áður en bílflutningar urðu jafn algengir og nú er. Oft ber það Við að áin stíflar sig með klaka nokkru neðan við Knútsstaðabæ- inn og hleypur þá úr farvegi sín- tim í hraunið og yfir veginn á um 2 km. kafla. Verður þarna þá illfært, hættuleg leið eða ófær með öllu eftir því hvernig á stendur eða hverjir eiga í hlut. Gjár eru til beggja handa og veg- urinn auk þess mjög krókóttur. Svo fennir í þetta kannske eða gerir svikaís yfir eða skrof. Egill Jónsson hefur sagt í kvæði að forsjónin hafi sett þennan heljar- karl þarna niður á „bakkanum við ána“, til að afstýra stórsiys- um á mönnum, sem um veginn fara, þegar svona ber undir. — Þær ferðir munu aldrei tölum íaldar, sem hann hefur farið til að gjðstoða ferðamenn við hlaup- in, gangandi menn, menn með hesta, fólk á bifreiðum, stund- um einn mann einstakan, stund- um fleiri saman, og æfinlega komið þeim annað tveggja klakk laust yfir eða þá til baka. En Laxá getur brugðið fyrir sig fleiri glettingum en að hlaupa fvrirvaralaust yfir Aðaldalsbraut og stöðva bíla, fótgöngumenn eða annað farandfólk, tefja fyrir því eða bleyta. ís hennar er jafnan ótryggur, einkanlega þegar út á líður. Fram undir þennan tíma hafa miklar sleðalestir gengið eftir ánni vetur hvern, við tún- jaðar Knútstaða. Enginn maður mun jafn kunnugur ísalögum Laxár frá Heiðarenda, allt suður fyrir Brúavikur og Karl Á þess- um kafla er ís víða svo svikull á útmánuðum að ófært getur orðið að kvöldi þar sem hesti ís var á nóni sama dag. Ekki verða þær ferðir heldur tölum taldar, sem K. S. hefur fylgt sleðamönnum til að leiðbeina þeim fram hjá ófærum á ísnum. Hans mun og ekki sjaldan hafa verið leitað til að kippa hesti upp úr vök, sleða eða jafnvel manni. Af því að verkin tala venju- lega betur en meðalmenn, þó þeir vilji frá segja, vil jeg setja hjer stutta iýsingu á atburði, sem skeði hinn 21. mars 1940. Veit jeg ekki til að frá honum hafi neinsstaðar verið sagt opinber- lega. En jeg held að hann sje eins frásagnarverður og sumt annað, og sýni að atgerfi nýtur sín svo best, að því fylgi nokkur fyrirhyggja, útsjón, dirfska, var- færni, rólyndi og snarræði, eitt- hvað af þessu og helst allt: Maður heitir Arnór Sigmunds- son, næsti nágranni K. S., hin- um megin við ána, býr í Árbót. Honum vildi það slys til umrædd an dag undir kvöld, að hann fjell ofan um ís, þar sem heita Brúavíkur. Hafði hann gengið yfir ána lítilli stundu áður, próf- að ísinn og talið hann allgóðann, uggði því ekki að sjer. Þetta var í miðri á og hyldýpi og ísinn þar orðinn frauð eitt, en þungur straumur. Kom Arnór fyrir sig höndum á skörina upp, en hún brotnaði strax niður. Fór svo lengi að skörin brotnaði jafnóð- um og á hana var stutt. Arnór er vel syndur. Braut hann sig nú áfram um stund og styrkist ís- inn heldur en hitt, eftir því sem lengra dró frá þeim stað, er hann fjell í vatnið. Hugði hann í fyrstu að hann myndi geta haft sig sjálf- ur upp úr ánni með aðstoð sund- takanna, en eftir því sem lengur leið dvínaði sú von, sökum þess hversu ísinn var gjörsamléga haldlaus. — Kólnaði honum nú mjög og kom þá fyrst í hug að kalla á hjálp. En jafnframt hug- leiddi hann þó að kona hans var ein heima með börn þeirra ung og að hún myndi verða mjög hrædd, ef hún heyrði köll hans, og í öðru lagi ekki sjáanlegt að hún gæti með nokkru móti bjarg að honum, þó hún kæmi til, nje drengir þeirra ungir. Svo að kalla á hana undir þessum kringum- stæðum, gæti orðið til að valda enn stærra slysi. Enn ljet Arnór því ekki til sín heyra urri stund, en hjel áfram að brjóta frá sjer ísinn með hönd- unum í von um að ná taki á skör, sem hald væri í. Að lokum hafði hann brotið svo langt að skörin þoldi að hann leggði báð- ar hendur upp á hana í senn. En þó var hún svo hál, að engin leið var að stöðva berar hendur á ísn um, svo að gagni mætti verða. Fann hann nú að hann gerðist stirður af kuldanum. — Hjekk hann nú þarna og fjekk borið göt í skörina með hnúunum og komið fingrum í. Meira gat hann ekki og kallaði nú á hjálp af öllum mætti, Hundur var með Arnóri. Tók hann nú að hlaupa eftir bakkanum og gelta ákaflega. Víkur qú sögunni að Knúts- stöðum, sem er um 2,5 km. norð- ir við ána. Af tilviijun varð bóndanum þar gengið út um 7—8 leytið. Heyrir hann þá hundgá og hljóð, eitt eða tvö. Hyggur hann þar vera Árbótar-bónda eða drengi hans að smala f je sínu til húsa. Vill Karl þó inn ganga aftur, en staldrar við í dyrum úti, því honum virtist hundgáin undarlega áköf. Kemur þá upp annað hljóð og er öllu skýrara. Heyrir Karl nú að hávaði þessi er sunnar en venjulegar kinda- stöðvar Árbótar-manna Hugleið- ir hann nú um stund, hvort verið geti frá fjármanninum að Tjörn og hundi hans. Jafnframt dettur honum í hug, að verið geti að einhver vegfarandi við Laxá kunni að veia í nauðum staddur. Hleypur hann því fram á hlaðið og upp á hól einn. Heyrir hann þá þriðja kallið og ér það lang- mest. Er honum nú ljóst að hjer muni vera eitthvað annað á seiði en að fjármaður æpi að fje sínu. Án þess að hika hljóp hann nú til hrossa sinna, sem voru heima við, lagði við hryssu eina jarpa, snaraði á hana hnakk og greip skíði sín og broddstaf mikinn og reipapar, stje á bak og reið, sem mest hann mátti í áttina á hljóð- in. Er leið þessi ósljett og var þæfningsfæri. Af og til heyrði hann köllin, svo og geltið í hund- inum. Svo þögnuðu þau allt í einu, köllin. inu, Guðtinna. Báru þau manninn inn og skáru utan af lio.ium klæð j in og dúðuðu niður í rúm. Að ' honum var svo hlúð eftir bestu I getu. Hresstist hann undrafljótt eftir volkið og gekk heim daginr eftir óstuddur. Heilsa hans beið ekki verulegan hnekki. En illa var hann hruflaður á höndum af þv: að berja þeim ofan i isinn. Sjaldan er bogi að bandi nje burðarauki af staf. Svo hljóðar gamalt máltæki. í svaðilförum sínum við Laxá, er eins og Karl hafi æfinlega haft við hendina ! það sem með þurfti í hvert sinn. ! Þegar hin orðlausa forsjálni styð- : ur karlmennsku, hjálpsemi, snar i ræði eða dirfsku, er sagt að | menn hafi heppnina með sjer. j Látum það gott heita. Þesskonar heppni hefir Karl á Knútsstöð- j um haft með sjer í 40 ár og hef- ur enr.. j Kvæntur er Karl Sigriði Krist- [jónsdóttur frá Knútsstöðum, hinni bestu konu og eiga þau sex börnj fulltíða. í tilefni af sextugsafmælinu i var gestkvæmt á heimili þeirra hjóna. Var þar vel veitt og mergt. spjallað. Meðal annars flutti: Arnór i Árbót kvæði og Egill | Jónsson annað. Er Arnór hag-í mæltur vel, þó sjaldan fhki hann . því. Egill er snillingur á gaman ■ kviðlingagerð einkum, svo á því þ sviði munu fáir standa honum á j. sporði, jafnoki Káins. Þetta átti ekki að vera mann- \ lýsing. Til þess þyrfti miklu. lengra mál. Enn síður er það æfi- : saga, því vonandi er hún enn þá > langar leiðir frá því að vera öll. j Það eru aðeins fáeinir punktar og kommur úr bók minninganna frá nágranna, sem hefur marga að mirinast og margt að þakka fjmir það, sem þegar er umliðið. ? 11. júlí, 1950. Bj. G. 200 manns í skemfiferð sjó- mannadagsráðs á Akranes S..L. SUNNUDAG efndi Fulltrúaráð sjómannadagsins í Reykja-f Þegar hann hafði farið um stund, þóttist hann greina dökk- leyta þúst fram á ánni. Þó var hann ekki viss um það, en hund- inn sá hann, og þekkti hann hund inn. Mun hann bá hafa þóst skilja samhengi atburðanna og ekki mun hann hafa hægt á reiðinni. Af Arnóri er það að segja, að hann sjer mann koma ríðandi norðan með ánni og fara geyst. Síðan missti hann meðvitund. Karl sjer nú hvar maðurinn hjekk við skörina. Hljóp hann af baki og raktj sundur reipin, stje á skíðin og hjelt út á ísinn. Sú jarpa stóð eins og henni væri fyr- ir því sagt og kastaði mæðinni. Fljótt sá Karl að ísinn var svo veikur að tvísýna var á að hann hjeldi manni á skíðum, lausum, hvað þá ef hann hefði eitthvað meðferðis. Þegar hann hafði gengið það framarlega, sem hann taldi sjer óhætt, yrti hann á Arnór og spurði hann hvort hann gæti tekið við kaðalenda og bundið honum um sig. Neitaði Arnór því og hvaðst nú ekkert geta. Eftir þessum orðaskiptum man Arnór ekkert, nje nokkru öðru sem næst gerðist. Varð nú Karl að loppa á skíðunum lengra fram og leggjast loks á-þau, uns hann fjekk komið reipi utan um manninn og hnýtt að. Losaði hann þá hendur hans úr ísnum og voru þær svo krepptar um skörina, að hann varð að rjetta þær upp með afli. Nú, er hann hafði þetta gert, greip hann Arn- ór í ósjálfræði svo fast um hand- legg hans að Karl telur það verið hafa mikla aflraun að losa sig af honum við þær aðstæður, . sem þarna voru. Að því loknu staul- aðist Karl til baka á skíðunum afturábak, uns hann hafði fengið sæmilegan ís undir fæturna. — Gek hann þá til hliðar og kom að baki Arnóri eða áhlið við hann, kippti honum afurábak, upp í strauminn, í reipinu og rann harm þá viðstöðulítið upp á skör ina. Sú jaipa stóð enn á bakkanum í sömu sporum. Arnór lá eins og dauður. Með því að Karli mun hafa fundist, að hjer væri eftir engu að bíða, greip hann maninn upp og kastaði honum klofvega yfir hnakkinn, stje sjálfur á bak fyr- ir aftan hann, sló í og hleypti hryssunni af stað heimleiðis eins og hún framast dró. Halda menn að byrði hennar hafi þá verið orðin aT' þung. Þegar heim kom í Knútsstaði, mætti dóttir hans honum á hlað- vík og Hafnarfirði til skemmtiferðar til Akraness. Til þessarar’ ferðar hefur nokkrum sinnum verið efnt til eflingar hygg- ingarsjóði dvalarheimilis aldraðra sjómanna. Vegna óhagstæðs. veður á sunnudagsmorgun og slæms veðurútlits, fóru nú færri með í þessa för en ætíð áður. Um 200 manns fóru þessa för ai> þessu sinni. KI. 13 var lagt af stað frá Reykjavík, en að bryggju á Akranesi var lagst kl. 14,15. Er skipið lagðist að bryggju á Akra nesi flutti Hallfreður Guð- mundsson formaður Sjómanna- dagsráðsins á Akranesi ræðu og bauð aðkomumenn velkomna til Akraness. — Síðan bauð Sjó- mannadagsráðið á Akranesi full trúum í Sjómannadagsráðinu í Reykjavík og Hafnarfirði ' til kaffidrykkju í Báruhúsinu. Starf Sjómannadagsráðs Akraness. Þar flutti sóknarpresturinn, sr. Jón Guðjónsson ræðu. Síðan flutti ræðu Hallfreður Guð- mundsson og lýsti starfsemi sjó mannadagsráðsins á Akranesi frá fyrstu tíð. Á Akranesi var fyrst haldinn sjómannadagur árið 1939 eða ári eftir að fyrsti sjómannadagur var hátíðlegur haldinn i Reykjavík. í ræðu sinni sagði Hallfreður að í 8 ár hafi öllum ágóða sjómanna- dagsins á Akranesi verið varið til byggingar Bjarnalaugar, það er sundlaugar á staðnum, en Akurnesingar skilja það liklega allra manna best, hve nauðsyn- legt það er sjómönnum að kunna sund. Þegar allar kvaðirl Sjómannadagsráðsins á Akra- J nesi voru uppfylltar varðandi1 Bjarnarlaug, eða árið 1948, varj stofnaður sjóður, og á síðasta vetri var ákveðið að verja eign- dvalarheimilis aldraðra sjó- mannadagsins eftirleiðis þann- ig að 80% renni til byggingar dvalarheimilis ildraðra sjó-' manna á Akranesi í sambandi við Elliheimilið, sem v-erið er að byggja á Akranesi, en 20 %J skal verja til styrktar sjómönn- um sem verða fyrir slysum eða1 veikindum. Dvalarheimilissjóð- j urinn á Akranesi nemur nú' tæpum 30 þúsund krónum. Ræðuhöld. Böðvar Steinþórsson fram- kvæmdarstjóri Sjómannadags- ráðsins í Reykjavik og Hafnar- 1 firði flutti ræðu, þar sem hann lýsti erfiðleikum þeim, sem mætt hafi málefnum dvalar- heimilisins í Reykjavík. synjun, um fjárfestingarleyfi o. fl. Hann sagðist vona að hið fyrsta risu; upp myndarleg hvíldarheimili p fyi’ir aldraða sjómenn bæði á • Akranesi sem og í Reykjavík;."' eða Hafnarfirði. — Að lokum færði Böðvar þakkir og kveðjur reykvískra sjómanna til sjó-': manna og íbúa Akrianess. Elstí fulltrúi í Sjómannadagsráði á, íslandi Einar Þorsteinsson, sem nýlega varð 75 ára flutti einnif' ræðu, þar sem hann m. a. þakl*- aði hlýhug og vinsemd sem sjó- menn sýndu sjer á afmælisdegi sínum. Hallfreður Guðmunds- ' son þakkaði Einari öll hans -. miklu störf í þágu sjómanna- stjettarinnar á liðnum árum, og vænti þess að enn mætti stjett- in njóta starfskrafta hans. Menn skoðuðu Akranes, sum- ir fóru upp í Ölver, og dansað var um eftirmiðdaginn. Kveðjur. KI. 21.30 var lagt af stað frá- Akranesi. Áður en Esja lagði af stað flutti forseti bæjarstjórn' ar Akraness Hálfdán Sveinssotx formaður Verkalýðsfjel. Akra- ■ ness ræðu, þar sem hann lýstx storfum sjómanna á hafinu, ogí hve vel þeir skildu nauðsjm þess að hver maður hafi náid samstarf sín á milli. — Hann flutti kveðjur Akurnesinga og Verkalýðsfjelagsins. Að lokum flutti Þorvarður Björnss. gjald- keri Sjómannadagsráðsins í Reykjavík ræðu, þar sem hann lýsti starfi sjómannadagsins, og; þakkaði Akurnesingum fyrir góðar móttökur og ánægjulegt samstarf. Fulltrúaráð sjómannadagsins vill biðja Morgunblaðið að færa forstjóra Skipaútgerðar ríkisinsi kærar þakkir fyrir þá rausn að lána nx.s. Esju endurgjaldslaust

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.