Morgunblaðið - 24.08.1950, Page 7
Fimmtudagur 24. ágúst 1950
M ORGL' JV B L Á Ð I Ð
7
Danskur vísindaleiðangur hjer eftir Éslendingar vilja leggja
tveggja ára dvöl norður á Pearylandi skerf til friðarmálannai
HJER í Reykjavík er nú stadd-
ur danskur leiðangur, sem dval
ist hefir á Pearylandi nyrst á
Grænlandi í tvo ár samfleitt.
Foringjar leiðangursins voru
Eigil Knuth greifi og Winther,
verkfræðingur í Kaupmanna-
höfn, og árangur dvalarinnar
barna norður frá virðist hafa
orðið hinn ákjósanlegasti frá
vísindalegu sjónarmiði, enda
bótt leiðangursmenn eigi auð-
vitað enn eftir að vinna úr
hiiklu af þeim gögnum, sem
þeir komust yfir.
Margar ferðir
Pearyland er nefnt eftir banda
ríska landkönnuðinum Robert
E. Peary, sem þangað kom
fyrstur manna 1898. Hann fór
bangað tvívegis síðar: með
sleðaleiðangur um aldamótin
og með flugvjel 1938. 'Þá var
landsvæði þetta, en það er á
stærð við Svissland, kortlagt.
Það skal þó tekið fram, að flug
vjelin lenti ekki, heldur flugu
leiðangursmenn yfir landið frá
Spitsbergen.
Af öðrum leiðangrum, sem
farið hafa til Pearylands, má
nefna Danmark-leiðangurinn
1906—1908 og leiðangur Lauge
Koch 1921. í þeim fyrrnefnda
Ijetu þrír Danir lífið á baka-
leiðinni.
Lendingarstaður fundliim
Knuth-Winther leiðangurinn
hafði það meginmarkmið að
hafa vetrarsetu á Pearylandi.
Með þetta fyrir augum, var at-
hugað um lendingarstað fyrir
flugvjelar á sumrinu 1947, og í
Ijós kom, að hægt var að lenda
á smáfirði einum, — Brönlunds
firði — er skerst inn úr Inde-
pendencefirði.
Ári síðar hófust svo flutning
ar á vistum og öðrum gögnum
til Brönlundsfjarðar, og voru
notaðar þrjár Catalinaflugvjel-
ar dánska hersins. Var flogið
frá bækistöðvum við Young-
sund á austurströnd Grænlands,
og á einum mánuði tókst að
flytja um 40 tonn af varningi
ýmiskonar í 22 flugferðum. —
Tíminn var naumur, þar sem
aðeins er hægt að lenda á Peary
landi um hásumarið.
Hús byggt
Þetta tókst þó giftusaml., og
í ágústlok 1948 höfðu leiðang-
ursmenn reist sjer hus á Peary
landi og búið allt undir tveggja
ára dvöl þar. Meðferðis höfðu
þeir meðal annars 26 hunda, út-
varpsstöð og ýmiskonar tæki til
vísindalegra rannsókna.
Fyrsta árið (1948—1949)
dvöldust átta menn þarna —
sjö Danir og einn Grænlending
ur. Síðara árið (1949—1950)
höfðu sjö menn vetrarsetu, þar
af tveir Grænlendingar. En í
leiðangrinum tóku þátt ungir
vísindamenn á sviði jarðfræði,
grasafræði, jöklafræði, forn-
leifafræði og veðurfræði.
Mikið heimildasafn
í viðtali, sem Morgunblaðið
átti í gær við Knuth greifa,
sagðist honum svo frá, að leið-
angrinum hefði auðnast að hafa
á brott með sjer frá Pearylandi,
safn ýmiskonar gagna, er mjög
mundu auka þekkingu manna
á þessu geysistóra landflæmi.
Það ,sem mestu máli skiptir,
sagði Knuth, er það, að rækileg
rannsókn hefir nú farið frám
á landinu, en slíkt var ó-
gerlegt í fyrri leiðangursferð-
umi Rjeði þar öllu um, að braut
ryðjendurnir nutu ekki flug-
Viðtal við Eigii Knuth greifa.
Ur ræðu iáharms P. iósefssonar í Strassbourg.
v
JÓHANN Þ. JÓSEFSSON alþingismaður er sem kunnugt er,
einn af fulltrúum íslands á Evrópuþinginu, sem nú stendur yf ir
í Strassþourg. Síðastliðinn laugardag er skýrsla allsherjamefnd-
ar þingsins var til umræðu, hjelt hann ræðu, sem hjer er \
eftir útdráttur úr:
Leiðangursstjórarnir takast í hendur að lokinni dvölinni á
Pearylandi. Eigil Knuth til vinstri, Winther úivarpsverkfræð-
ingur til hægri.
í ræðu sinni sagðist Jóhann*
Þ. Jósefsson hafa hlýtt með at-
hygli á mál manna á þinginu
og einkum á þær, sem fjölluðu
um Schumanáætlunina. íslend-
ingar gætu ekki tekið þátt í
umræðum um það mál á sama
grundvelli og aðrar þjóðir, sem
framleiddu stál og kol í stór-
um stíl. En hann sagðist trúa
] því, að frumkvæði Frakka í
jþessu máli myndi skapa heil-
brigt andrúmsloft og myndi
brúa deilumál milli þjóða.
Vel tekið á íslandi.
Fregnum um Schumanáætl-
unina hefði verið tekið meðal
hinnar friðelskandi íslensku
þjóðar, þar sem málið myndi
leiða til friðsamlegrar lausnar
í stað óvildar. Þótt ólík sjónar-
mið ríktu um málið og ýmislegt
vjelánna og gátu auðvitað ekki
flutt nema það nauðsynlegasta
á sleðum sínum. Auk þess gátu
þeir ekki snúið sjer að rann-
sóknum sem skyldi á Peary-
landi; þeir urðu að verja dýr-
mætum tíma til þess að afla
sjer vista og tryggja það á all-
an hátt, að þeir kæmust heilu
og höldnu úr æfintýrinu.
Góðír flugnienn
í þetta skipti fengu leiðang-
ursmennirnir hinsvegar vistir
og aðrar nauðsynjar með flug-
vjelum; alls flugu dönsku vjel-
arnar um 80 ferðir norður til
leiðangursins, án þess að nokk-
urt óhapp kæmi fyrir. Þakkar
Knuth þetta fyrst og fremst
kunnáttu og varkárni flug-
mannanna, sem þannig áttu
ríkan þátt í því, að leiðangur-
inn tókst eins vel og raun varð
Lengi sólarlaust
Sólin hverfur þarna bak við
sjóndeildarhringinn um miðjan
október, og hún sjest ekki aft-
ur fyrr en 28. febrúar. —
Þetta er langur tími, segir
Knuth, að vera í myrkrinu.
Vísindamennirnir fóru marg
ar og langar sleðaferðir frá húsi
sínu á Pearylandi. Þeir komust
alla leið til norðurstrandarinn-
ar og gerðu ítarlegar rannsókn-
ir á plöntulífi landsins, jarð-
fræði þess og fornum minjum.
Og þeir höfðu á brott með sjer
frá landinu safn dýra, jurta og
steina, sem ætti að stórauka
þekkinguna á þessu nyrsta landi
veraldar, þar sem vitað er að
menn hafi búið til langframa.
Margt fannst
Knuth greifi var fornminja-
fræðingur leiðangursins, auk
þess sem hann annaðist farar-
stjórnina til endastöðvarinnar
á Pearylandi.
Það er vitað, segir hann, að
Eskimóar fluttust til Grænlands
frá Kanada, þótt ekki sje til
nákvæm vitneskja um, hvenær
þessir mannflutningar áttu sjer
stað.
Þeir hófust þó áður en íslettd
ingar' settust að á Grænlandi.'
En Eskimóarnir, forfeður
Grænlendinga, fóru tvær leið-
ir: annar „straumurinn“ hjelt
niður vesturströndina, fyrir
sj'ðsta odda landsins og upp
austurströndina. Hinn valdi
norðurleiðina; hann hjelt upp
norðurströndina og svo niður
austurströndina. Þessir „straum
ar“ mættust svo einhversstaðar
í námunda við „Danmerkur-
höfn“ á austurströndinni.
íslendingar í Grænlandi
Sá möguleiki -er fyrir hendi,
að afkomendur íslensku inn-
flytjendanna hafi haldið allt
norður fyrir Thule á vestur-
ströndinni. Þar hafa fundist
fornir taflmenn, klæðisleifar,
járri o. fl. Loks hafa svo fund-
ist í rústum Eskimóabyggða,
hlutar af kirkjuklukkum, sem
ætla má að Eskimóar hafi haft
á brott með sjer úr íslenskum
kirkjum, eftir að eigendur
þeirra höfðu verið ofurliði
bornir.
Knuth greifi fann á Peary-
landi margskonar minjar Eski-
móa. í Independencefirði fann
hann t. d. um 80 tjaldhringi og
rúmlega meterháa steinveggi,
sem verið gætu húsarústir. -
Merkilegustu uppgötvun sína
gerði 'hann hinsvegar á Eiler
Rasmussen höfða á austurodda
Pearylands. Þar fann hann
kvenbát, yfir tíu metra langan.
Var grindin heil, en húðirnar
jetnar af að ofan, en hinsvegar
óskemmdar í botni bátsins. —
Knuth greifi ætlar, að kven-
báturinn .sje frá því um 1600.
Hann er nú í skipi leiðangurs-
ins og verður fluttur til Dan-
merkur.
Hrjóstrugt land
Grasafræðingur leiðangursins
fann fjölda plöntutegunda, sem
ekki var vitað til þes?a, að
finnanlegar væru svo norðar-
lega.
Mergð var þarna af sauðnaut
um, en hreindýr engin, þótt
greinilegt væri, að þau hefði
verið í landinu, eí Eskimóar
voru þar. Saúðnautin vóru feit
og ágæt til matar, svo sýnilegt
Frh. á bls. 8.
ræðu Mr. Mackay og kvaðst
dáðst að hinni ákveðnu tillögu,
sem fylgdi ræðu hans. Taldj
hann líklegt að málið fengV
hljómgrunn utan þingsins.
Til hags fyrir allar þjóðir.
Hægt væri að komast að sam
komulagi um grundvöll fyrir
nánara samstarf í anda samein—
ingar Evrópuþjóða. Evrópuráil-
ið væri ákveðið í að bæta sigf
til hagsbóta fyrir allar þjóð’ir
og augu heimsins hvíldu á ráð~
inu og beðið væri eftir árangri.
Jóhann sagði að lokum, ' a<4
hann vonaðist til, að það starf,
sem nú væri unnið í þinginu,
leiddi á hina góðu braut til sam
einingar Evrópuþjóða undir
vitri leiðsögn.
Ræðu Jóhanns var rnjög
vel tekið af þingheimi.
Jóhann Þ. Jósefsson.
mætti segja því til lofs og lasts,
þá væri greinilegt, að í heild
væri áætlunin til bóta.
Skerfur til friðar-
málanna.
Þegar ísland hefði gerst aðili
að Evrópuráðinu, hefði tilgang-
urinn verið sá, að veita friðar-
málunum fjárhagslegan og sið-
ferðilegan stuðning. Þjóðín
hefði tekið þátt í alþjóðasam-
tökum til aðstoðar fórnarlömb-
mn styrjaldarinnar og Atlants-
hafssáttmálanum.
ísland hefði ekki vald til að
ganga eftir að friður væri hald-
inn, þar sem þjóðin hefði eng-
an her. En ísland væri eigi að
síður þýðingarmikið sem mat-
vælaframleiðandi, sem tekin
væru úr hafinu og sem send
væru alla leið til Miðjarðarhafs
landa. ísland væri einnig hern-
aðarlega mikilvægt legu sinnar
vegna, milli Bretlandseyja og
Ameríku og landið væri áfangi
á flugleiðinni yfir Atlantshaf.
Ákvörðun um að gerast aðili
að Evrópuráðinu hefði verið
eina stefnan, sem frjáls þjóð
hefði getað tekið.
i Deilt um leiðir
ekki takmark.
Deilumálin innan þingsins
. hefði sjer virst vera frekar um
j leiðir en lokatakmark. Það háði
þinginu nokkuð, að hafa ekki
|löggjafarvald, en ráðið væri á
j framfarabraut. Það væri skilj-
, anlegt að sumir fulltrúar vildu
jhafa hraðan á um samþykktir
I þingsins og aðgerðir. Minntist
ræðumaður í því sambandj á
Ný bárgreiðslustofa
FYRIR nokkrum dögum opn-
aði frú Laufey Ingjaldsdóttir
hárgreiðslustofu í Bankastræti
7, nefnist stofan „Nýja hár-
greiðslustofan“. Er hún til húsa
í rúmgóðu og einkar vistlegu
húsnæði á annarj hæð í húsi
Helga Magnússonar. Innrjetting
er öll hin smekklegasta og eftir
ströngustu kröfum tískunnar.
Fyrst er komið inn í vistlega
setustofu, eða biðstofu, en þar
inn af eru hárgreiðsluherberg-
in. Husgögn öll eru íslensk, en
smiðuð að fyrirsögn frú Lauf-
eyjar, sem hefur langa reynslu
rekstri hárgreiðslustofa og
hefur kynt sjer rekstur þeirra
víða erlendis. Er óhætt aiJ .
segja, að þarna sjeu ýmsar
framfarir til þæginda fyrir við-
skiptamenn frá því, sem áður
hefur þekst.
Frú Laufey hefur haft stofn-
un þessarar hárgreiðslustofu í
undirbúningi í mörg ár vegna
erfiðleika á útvegun tækja.
Frú Laufey lærði hárgreiðslu.
í Nýju hárgreiðslustofunni, sem
þá hjet og var í fyrsta hópnum,
sem lauk prófi í hárgreiðslu,
eftir að þessi atvinnugrein var
gerð að sjerstakri iðngrein meíJ
lögum, fyrir um 20 árum. —
Hefur hún síðan unnið ósliti‘<>
að iðn sinni um 10 ára skeið,
en haft hana sem aukavinnu 4
önnur 10 ár.
F^ú Laufey hefur nokkrum
sinnum ferðast til útlanda tik
að fullnuma sig í iðn sinni og
unið að henni meðal annars hjú
Brandt Möller í Kaupmanna-
höfn, „Costmetic" í Álaborg oi»
nú síðast á þessu ári í London.
300,000 leggja |
niður vinnu
BRUSSEL, 22. ágúst: — 300,000
menn lögðu niður vinnu í hálfa
klukkustund í Belgíu í dag, í
tilefni af útför kommúnistafoi‘-
ingjans, sém myrtur; vai" þar
fyrir s. 1 .helgi. u
Þátttakan i vinnustöðvuninni
var mest í járn, stál og kola-
iðnaðinum.'—• Rfeúrer. X