Morgunblaðið - 27.08.1950, Síða 3

Morgunblaðið - 27.08.1950, Síða 3
Sunnudagur 27. ágúst 1950 MORGUNBLaÐIÐ 3 Fyrsta íslenska konan með læknisprófi í STOFUNNI situr virðuleg öldruð kona. Andlitið er góðlegt og gáfuleg augu bjóða gestinn velkominn, áður en nokkuð orð hefir verið sagt. Þetta er frú Steinunn Jóhannsdóttir Hayes, fyrsta íslenska konan, sem lauk læknisfræðinámi og fyrsti ís- lenski trúboðinn í Austurlönd- um. Hún er nú áttræð að aldri og 64 ár eru síðan hún lagði út í heiminn frá Hvalf jarðarströnd inni. „Útþráin var svo sterk hjá mjer“, segir hún, „að það hjeldu mjer engin bönd. Jeg hafði lesið í bókum og blöðum um hinn stóra heim og jeg vildi verða eitthvað mikið og vinna afrek. — Það þótti vist ekki skynsamlegt af mjer 16 ára stúlku, að fara á þenna flæking alla leið til Ameríku. Mjer datt ekki þá í hug, að jeg ætti eft- ir að verða heiðingjatrúboði í Kína og dvelja í því fjarlæga landi í 40 ár. En þannig fór það nú samt“. Vildi ekki ráðleggja það öðrum. „Þeir, sem hdstu höfuðin yfir fyrirætlunum mínum er jeg var 16 ára, höfðu að nokkru leyti rjett fyrir sjer, þótt allt hafi þetta blessast undursamlega hjá mjer. En ekki vildi jeg ráð- leggja 16 ára stúlku að leggja ein út í heiminn til að vinna sjer frama, eins og jeg ætlaði mjer að gera, jafnvel ekki nú á tímum tækninnar og mikilla möguleika fyrir ungar stúlkur að koma sjer áfram. Eyrstu ár- in voru erfið. Jeg fór með vin- stúlku minni, sem fór til að hitta bróður sinn, sem bjó í Winnipeg. Fyrst á skipi til Leith og síðan frá Glasgow til Kan- ada. Þaðan lá leiðin til North Dakota í Bandaríkjunum og síðan vestur á Kyrrahafsströnd og loks til Kína, sem hefir orð- ið mitt annað fósturland og þar sem hugur minn dvelur jafnan lengi.“ Þannig segir frú Steinunn frá hinni viðburðaríku ævi sinni í fáum orðum. En sagan er lengri og merkilegri. Unga íslenska sveitastúlkan vissi, að mentun er máttur og um leið og hún vann fyrir lífsviðurværi sínu gekk hún í skóla og lauk mentaskólanámi og háskóla- námi í læknisfræði. „Brúðkaupsferðin til Kína”. í háskólanum kyntist hún Charles A. Hayes, sem einnig var læknanemi og er þau höfðu lokið prófi giftu þau sig og ..fóru í bx-úðkauosferð til Kína“, eins og þau kölluðu það. En brúðkaupsferðin stóð yfir í 40 ár. Læknishjónin ungu settust að í Suður Kína. nálægt Kanton og þar var nóg að gera fyrir lækna, því þangað höfðu aldrei komið fyr lærðir læknar. Stein unn hafði lagt fyrir sig kven- og barnalækningar, en maður hennar var sjex-fræðingur í háls nef og eyrnasiúkdómum. í fyrstu áttu þau í baráttu við hjátrú almennings og innlenda lækna. Kínverskir læknar gerðu lyf úr jurtum. Jeg vil ekki neita því, að sum þessara lyfja hafi gert eitthvað gagn. En Kín verjarnir, sem fengust við lækn ingar þektu ekki bygging'u mannslíkamans. Þegar kín- versku læknarnir töldu æða- slögin þreifuðu þeir á púlsin- um á báðum handleggjum, því þeir trúðu því, að annar væri fyrir lifrina, en hinn fyrir hjart að. . AAA Samtal við frú Steinunni H ayes sem dvalið hefir 40 ár ■ Kína Erfiðir tímar. „Erfiðir tímar gengu oft yfir kínversku þjóðina þessi ár, sem við dvöldum þar eystra, en starf okkar var okkur eitt og allt og ekki síst fyrir það, að stundum fanst okkur það bera góðan árangur Við fórum heim á 7 ára fresti í frí og eftir fyrstu 7 árin okkar 1 Kína ferðuðumst við um Evrópu og Island til Ameríku. Það var eina skiptið, sem jeg hafði tækifæri til að koma heim til Fróns, frá því að jeg fór upphaflega og þang- að til nú“. „Ein erfiðustu árin okkar í Kína voru í uppreisn kommún- ista 1925—1927. Kommúnistar náðu þá Kanton á sitt vald og höfðu ákveðið daginn, sem átti að aflífa alla útlendinga, sem bjuggu í borginni. Ræðismað- urinn okkar fyrriskipaði konum og börnum Bandaríkja- manna að yfirgefa borgina. En jeg hvarf aftur til Kanton. Vildi fylgja manni mínum hvernig sem færi. Áður en aftökudag- urinn kom rjeðist ræningja- herforingi einn með mikið lið á borgina og náði henni úr hönd um kommúnista. Það voru ægilegir dagar. Blóðið flaut á götum Kanton- borgar í lækjum og líkin lágu eins og hráviði um strætin. — Þeim var safnað saman á kerr- ur og flutt eins og gripaskrokk- ar í fjöldagrafir. Fangar Japana. Síðan gerðu Japanir innrás í landið, sem kunnugt er. Þeir voru slæmir, en þó varla verri en kommúnistarnir höfðu ver- ið. Kommúnistar trúa ekki á neitt, hafa enga siðferðistilfinn ingu. Japanir voru grimmir, en þeir báru nokkra virðingu fyrir kristnu hugarfari og voru sum- ir kristnir sjálfir. Jafnvel þeir, sem voru Búdda og Brama trú- ar meðal þeirra fylgdu mann- legu siðferðislögmáli að vissu marki. ,Við hjónin vorum heim í Ameríku í levfi um áramótin 1937—1938. Lögðum af staf til Kína í febrúar og komum til Kanton 1. april. Þann dag hófu Japanir loftárásir á borgina Qg stóðu bær nær óslitið í 7 mán- uði. Síðan hertóku þeir Kanton og þá vorum við tekin til fanga. Fangar á sjúkrahúslóðinni. „Er Japanar höfðu tekið Kanton komu dag nokkurn 20 japanskir hermenn með brugðna byssustinei inn á heimili okkar. Liðsforinginn, sem var fyrir hópnum tilkynti, að við værum fangar og fengj- um 10 mínútur til að taka sam- an það dót, sem við vildum hafa með okkur. Jeg svaraði því til, að ekki kæmi til mála, að okk- ur dygði svo skammur tími, en jeg fjekk það svar, að þá gæti jeg ekkert tekið með af eign- um mínum. Eftir nokkuð þref var fresturinn lengdur. Það mátti aldrei sýna Japönum, að maður væri hræddur við þá, því þá gengu þeir á lagið. Hermennirnir innsigluðu nú húsið okkar og allar hirslur og tilkynntu, að þeir siægju eign sinni á það í nafni Jaoanskeis- ara. — Er þessari athöfn var lokið tilkynnti liðsforinginn, að nú væri ilt í efni, því að þeir konu sinni. Hinsvegar hitti jeg Ólaf Ólafsson trúboða ekki fyr en hjer á íslandi. Jeg frjetti af dvöl hans í Kína, en það var svo langt á milli okkar í hinu víðáttumikla landi, að ekki voru tök á að við hittumst þar. Lengi man til lítillra stunda Eins og að líkum lætur kann frú Steinunn Hayes frá mörgu að segja, sem ekki eru tök á að skrá hjer. Hún talar um Kín- verja eins og börnin sín. Segir frá mannkostum þeirra og dvöl inn er íyrir hendi enn 1 áttræðu konu, sem leggur upp í hina löngu leið frá vestur- Frú Steinunn Jóhannsdóttir Hayes. hefðu ekkert fangelsi til að setja okkur í. Fyrst um sinn yrðum við því að vera á há- skólalóðinni, en þaðán mætt- um við ekki hreyfa okkur. Við gætum þó haldið áfram starfi okkar. ef okkur sýndist. Feng- um við svo öll, sem í trúboðs- stöðinni vorum. f jórir karlmenn og fjórar konur, annað húsið til afnota, en hitt tóku Japanar fyrir sig. Allir peningar okkar voru teknir af okkur og erfiðir tímar fóru í hönd. Okkur var ekki gert neitt, en Japanar-ráku taugastríð gegn okkur, sem varð óþolandi og varð til þess, að tveir af karlmönnunum gáf- ust upp að lokum. Fengu tauga- áfall. Við hefðum ekki lifað þetta af, ef kínverskir vinir okkar hefðu ekki smyglað til okkar matvælum. Eftir að Japanar rjeðust á Pearl Harbor vorum við svo færð í fangabúðir, en 1942 var skift á okkur og japönsk- um föngum og fóru þau skifti fram í Austur-Afríkunýlendu Portugala. Við höfðum þá mist heilsuna, að meira, eða minna leyti og maðurinn minn bar aldrei sitt bai’r eftir þetta. Hann andaðist 1946 Kínverjar eru góðir menn. „Margir halda, að vegna þess hve Kínverjar eru f jarlægir okkur og eru öðruvísi á hör- undslit en við“, heldur frú Steinunn áfram frásögn sinni, „þá sjeu þeir ólíkir okkur og iafnvel hálfgerðir villimenn. En þetta er hinn mesti mis- skilningur. Kínveriar eru óti’ú- leaa líkir Bandaríkjamönnum. Góð þjóð, sem unun er að kynn ast og dvelja hiá. Kínverjar eru sóðir menn. 1947 fór jeg aftur til Kína, en fjekk ekki að vinna bar leneur, þar sem jeg var komin yfir þann aldur, sem trú boðslæknum er leyft að halda starfi sínu áfram. En hugur minn dvelur oft eystra hjá bessu indæla fólki, sem hefir orðið að bola svo mikið fvrir valdagræðgi og vonsku mann- anna.“ Er jeg spurði frú Steinunni, hvort hún hefði hitt nokkra Is- lendinga í Kína, svaraði hún: „I þau 40 ár, sem jeg dvaldi í Kína hitti jeg aðeins tvisvar íslendinga. Frú Oddný, Sen heimsótti okkur, eftir að jeg frietti af að hún væri eystra og jeg hef átt því láni að fagna, að hitta hana hier á landi nú. Einnig kom sr. Jóhann Hannes- son í heimsókn til okkar ásamt að landsmenn vorir gera garðinn frægan erlendis og vinna mikil- væg störf í þágu mannkærleik- ans, eins og frú Steinxmn hefur gert með starfi sínu í Kína. Þrek hefur þurft til af 16 ára stúlku að fara eins síns liðs út í hinn mikla, ókunna heim fyrir 64 árum, þegar almenningsálit- ið sagði að konan ætti að helga sig heimilisstörfum, þar sem hún var komin og það þótti glap ræði fyrir unga stúlku, að ætla að sjá fyrir sjer sjálf. Festu og gáfur hefur þurft til að ljúka löngum og glæsilegum náms- ferli og vera fyrsta íslenska konan, sem lýkur læknisfræði- prófi frá háskóla. Og dugnaðurinn og kraftur- hinni sinnj með þeim í 40 ár, eins og fallegu ævintýri. En að lokum snýst samtalið, að æskustöðv- unum á Hvalfjarðarströndinni. „Dvölin á íslandi hefur verið dásamleg. Allir hafa verið mjer svo undur góðir og viljað allt fyrir mig gera. Það er gaman, að koma heim að Eystra-Mið- felli og minnast æskuáranna. Rifja upp gamla æskudrauma og horfa yfir farinn veg. „En tvær óskir átti jeg, sem ekki var hægt að uppfylla. „Onnur óskin var að ganga berfætt um hagan heima, eins og í gamla daga og vaða út Hólmavatn til að tína egg. „Hin óskin var að klífa upp bæjargilið við Miðfell og fara upp á múlann til að tína ber, eins og' við gerðum er við vor- um börn heima. En jeg er orð- in of gömul til þess, að jeg gæti veitt mjer þessar óskir og ekki þarf jeg að kvarta, því jeg hef sjeð það, sem mig hefur dreymt um frá því að jeg fór frá íslandi. Jeg hefi komið í kirkj- una í Saurbæ, þar sem jeg var skíi’ð og fermd og hitt ættfólk mitt á ný. Meira get jeg ekki beðið um og er þakklát“. „Þótt þú langförull legðir “ Steinunn Hayes hefur talað á enska tungu. Það mál er henni nú tamara en íslenskan, eftir rúmlega 60 ára fjarveru og stopul tækifæri til að heyra, eða lesa móðui’málið sitt. En hún skilur það og talar til fullnustu, þótt hún eigi bágt með að tala lengi og segja frá á íslensku. Talið berst að Vest- ur-íslendingum. Steinunn er bú sett í Glendale í Kaliforníu og þótt allmargt sje íslendinga þar um slóðir, hefur hún ekki haft tækifæri til að hitta marga. Einkásonur hennar er Arthur Courtney Hayes, prófessor í efnafræði við North Carolina- háskóla. Það eru aðallega ein íslensk hjón, sem hún hittir við og við, en hún fylgist vel með því, sem gerist meðal fslendinga í Vest- urheimi og segir: „Það er gaman að sjá hve ís- lendingar standa sig vel í Kan- ada og eru þar vel látnir, sem borgarara í hinu nvja landi. Við sem munum erfiðleika frum- byggjanna miklumst af því hvernig þeir hafa komið sjer fyrir og hvernig þeir geta sam- einað, að vera nýtir og góðir borgarar í nýju landi með fram- andi þjóðum, án þess að gleyma sínum eigin uppruna. í hvert sinni, sem jeg heyri að íslend- ingur hafi unnið afrek, gleðst jeg yfir þeim sóma, sem hann sýnir þjóð sinni“. strönd Ameríku til að fá hæki- færi til að sjá einu sinni enn litla bæinn á Hvalf jarðarströnd inni og æskustöðvarnar, kemur til að hitta ættingja sína, senni- lega í síðasta sinn. „En það er nú ekki mikið að fara þetta núna, fljúgandi, á móts við hina löngu sjóferð og landferðalögin, þegar jeg fór fyrst til Ameríku“, segir frú Steinunn að lokum. í. G. Lítið sóbkin í ftvík HJER í Reykjavík hefur manni fundist vera sæmilega mikið sólskin, undanfarnar vikur, og hafa menn talið að hjer um slóðir hafi sólskinið verið furðanlega mikið, samanborið við frjettirnar, um hina sífeldu óþurka í flestum sveitum lands ins. Blaðið átti í gær tal við frú Theresiu Guðmundsson, veður- stofustjóra, og spurði hana að því, hversu margar sólskins- stundir hafi verið hjer, frá því í júlílok. Skýrði hún svo frá: í júlí skein sólin hjer alls, allan mánuðinn, 122 stundii. En meðaltal sólskinsstunda er 190,5 klukkust. Það, sem af er ágúst mánuði hefur sól skin- ið hjer í Reykjavík, í aðeins 88 klst. En meðaltal sólskinsstunda í ágústmánuði er 162 klst. Svo Rvík hefur þ. 26. ágúst fengið helming meðaltalsins yfir mán- uðinn. Að menn hafa hjer sætt sig furðanlega við sólskinsleysið, stafar vafalaust af því, hversu sólskin hefur verið hjer oft, þó það hafi ekki verið nema stutta stund í einu. í júlí mánuði t.d. kom það aðeins fyrir sex sinnum, að sól- skini yfir lengri tíma, en sex stundir á sólarhring. En í þeim mánuði er sólargangurinn um og yfir 18 stundir. Lengst sól- skin á einum degi þann mánuð var hjer 13,5 klst. En það sem af er ágúst hefur aðeins einu sinni skinið sól meira en 6 klst. á sólarhring. Það var 2- ágúst, að sólskin var hjer í 9,8 klst. Síðasta íslandsferðin Við íslendingar, sem heima erum gleðjumst einnig yfir því, Yirðisf hafa verið heisf til hörundsár KARACHI. — Forseti Múham- eðstrúarsambandsins í Pakist- an hefir nýlega sagt af sjer. — Bar afsögn hans upp á þjóðhá- tíðardag landsins Ástæðan var sú, að úti fyrir húsi hans söfn- uðust hópgöngumenn, sem hróp uðu: „Verkamenn allra landa, sameinist“.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.