Morgunblaðið - 27.08.1950, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 27.08.1950, Blaðsíða 12
REYKJAVÍKURBRJEF er 3 blaðsíðu 7. 195. tfol. — STumiidagm- 27, ágúst 1950. Íiland hækkadi um set á 4x100 m. riðlinum fc.mha sveitin hijóp á nýju landssveitarmeti, 41,7. Einkaskcyti til Mbl. frá Reuter. SEÍ7SSEL. 26. ágúst. — í morgun var loksins bundinn endi f>. deiluna, sem risið hafði út af öðrum riðlinum í 4x100 m. tboðhlaupinu og mestur hringlandinn hafði verið í sambandi við. Hlaupið var upp að nýju. Tóku allar sveitirnar, sem áður höfðu verið með í hlaupinu. þátt í því nema Júgóslavar. ísienska sveitin, sem áður var þriðja í röðinni, var nú í öðru sæti á 41,7 sek., sem ' er nýtt landssveitarmet, ' (það fyrra var 42,1). Rúss- neska sveitin, sem varð ' fyrst hljóp á sama tíma. Bretland var í þriðja sæti * á 41,9 sek. og Belgía í 4. ' á 42,3 sek. — Rússland, ís- land og Bretland keppa því til úrslita í 4x100 m. boð- hlaupi ásamt Frakklandi, ítalíu og Svíþjóð. Fer sú keppni fram á morgtm (sunnudag). Fvrst, þegar hlaupið var í ,,deilu“-riðlinum var Bretland rir, 1 á 41,2 sek., Rússland ann- að á 41,3. ísland þriðja á 42.1, Beigía 4. á 42,6 og Júgóslavía fjjnmta á 42,9 sek. S Forstöðumönnunum ljetti. í hinum riðlinum hljóp Frakk ’ land á 41,4 sek., Ítalía á 41,5 og Svíþjóð á 42,1. Forstöðumönnum mótsins og meðlimum IAAF ljetti, er þeir eáu rússnesku sveitina ganga ♦) in á völlinn, þegar hlaupið átti - að hefjast. Rússarnir höfðu áð- ■ ur tilkynnt, að þeir hlypu ekki. 'i|)ar sem þeir hefðu ekkert af ajer brotið í fyrra hlaupinu, eem og rjett var. • Bórð barátta um 1. sætið. En þegar þetta sögulega Maup átti loks að hefjast og ! t'iia upararnir voru allir komnir é sinn stað, var því enn frestað um 40 mínútur vegna „óhapps «r henti ræsinn“. — Er hlaup- ið svo loksins hófst, var keppn in mjög hörð. Við síðustu skipt- iugu var Rússinn rjett á undan tslendingnum og Pinnington frá Bretlandi. Rússinn vann þrátt fyrir hetjulega baráttu ís- lendingsins. Tími sveitanna var sá sami, 41,7 sek., en Bretland var í þriðja sæti á 41,9 sek. Á- borfendur fögnuðu þessum úr- siítum mjög. þar sem þeim var ijóst, að Bretar höfðu raun- verulega stytt sjer leið í fyrra hlauþinu. Orðrómur fór að leika á því eftir hlaupið, að íslenska sveit- íjj hefði verið fyrst, en þá kröfð u,;t Rússarnir ljósmyndar. Kom þar fram að enginn vafi var á því að þeirra maður var á und- ari, þótt munurinn væri ekki rmkill. Undankeppni í sleggjukasti á EM BRÍÍSSEL. 26. ágúst: — Undan keppni í sleggjukasti fór fram í morgun. Eftirtaldir menn kom- ust í úrslitakeppnina: S. Strandli, Noregi, 54.17 m., A. Kanaki, USSR, 53,7.3, I. Gubi jan. Júgóslavíu, 52,29, T. Tadd- ia. ítalíu, 52,05, D- Clark, Bret- landi. 52.25, Dadak, Tjekkósló- ' vakíu, 52,27, S. Frederiksen, Danm., 50,87, A Galin Júgó- slavíu, 48,54, E. Douglas, Eng- landi, 47,31. Meðal þeirra, sem mættu ekki til leiks var Bo Ericson frá Svíþjóð, sem varð Evrópumeist ari 1946. — Reuter. ATH.: Vegna þess hve blaðið i fer snemma í prentun á laugar- dögum, er ekki hægt að skýra ' í dag frá aðalkeppninni á EM í ! gær. en þá var m.a. stangar- I stökk og langstökk, sem Torfi • Bryngeirsson tók þátt í og 200 m. hlaup,.sem Ásm. Bjarnason keppti í. Þing bæjar- og sveiiarfjelaga í GÆR hófst að Þingvöllum, landsþing Sambands bæjar- og sveitarstjórna. Allflest bæjar- og sveitarfjelög landsins eiga fulltrúa á fundinum, en hann mun taka ýms merk mál fyrfr. Fundurinn stendur yfir í eina þrjá daga. Ireskur togari feikinn í landhelgi J. A.rJST fyrir hádegi í gær kom varðbáturinn Víkingur hingað ti) Reykjavíkur með breska tog arann Payriter frá Grimsby. — Ftfifði togarinn verið að veið- umí iandhelgi suður við Reykja nes- Skipherra á Víkingi er Árni Vaidimarsson. Vilja ekki vera með Varsjá: — Pólverjar hafa fyrir skömrnu sagt sig úr heilbrigðis- stofnunni. Kóngurinn skemmíir sjer. Fundur uianríkis- í næsfu viku UTANRIKISRAÐHERRARN- IR þrír, Hallvard L, Lange, Gustav Rasmussen og Östen Undén, eru væntanlegir hing- að á máhudagskvöld. Kóma þeir allir með sömu AO'A-flug- vjelinni. í fylgd með Gustav Rasmus- sen verður C.A.C. Brun, fyrv, sendiherra Dana hjer á lándi. I fylgd með Hallvard L. Lange, verður Erik Dons, skrifstofustj., Jens Bojesen ráðunautur, og einkaritari ráðherrans frk, Dahm. En í fylgd með sænska utanríkisráðherranum Östen Undén verða þeir Sven Dahl- man utanrikisráðh. og Claes Carbonnier skrifstofustjóri. Utanríkisráðherrarnir verða j hjer um kyrrt fram til laugar- dagsmorguns, en snúa þá til j baka. Fyrirhugaður viðræðu- fundur þeirra stendur yfir á fimmtudag og föstudag. f AROUK Egyptalandskonungur liefur að undanförnu verið á skemmtiferð í Frakklandi. Hafa borist fregnir af því, aiVhaun hafi unnið stórar fjárfúlgur í frönskum spilahöllum. Myndin ef tekin í samkvæmi, sem Farouk efndi til í hótclinu, sem hann dvelst í í Ðeauviile. Sendiherra Holíendinga kemur á morgun VÆNTANLEGUR er hingað til lands á morgun sendiherra Hol- lendinga hjer á landi, Jonkheer Snouck Hurgronje. Hann er sendiherra Hollend- inga í Dublin, og' kemur nú hingað til þess að afhenda for- seta embættisskilríki sín sem sendiherra Hollands hjer. Hann ætlar að dvelja hjer í viku tíma. Hann er fyrsti erindreki Hol- lands hjer á la.ndí í sendiherra- stöðu. Hann er fyrsti sendiherra fyrir Island, sem hefur aðsetur' í írlandi. En í Oslo eru búsettir sjö sendiherrar, sem einnig eru sendiherrar þjóða sinna hjer. Engin síldveiði i hálfan mánu ENGIN síldveiði hefur verið við Norðuriand síðastliðinji hálfan mánuð. Það mun hafa verið fyrri sunnudag að síðast veiddist síld. Síðan hefur veður að mestu hamiað allri veiði, en þó birt hafi upp á milli, hefur engin síld- veiði verið. Nokkur skip eru hætt veiðum. Bræðslusíldaraflinn er nú aðeins um 267 þús. hektólítr ar og síldarsöltunin nemur um 52.300 tunnum. í fyrra um þetta leyti var bræðslusíldaraflinn orðinn 433 þúsund hektóiítrar og söltunin nam þá um 42 þús- und tunnum. Vikuna 20.—27. ágúst á fyrra ári var lítil síldveiði og reyndar alla síldarvertíðina, en þá bárust til bræðslu um95.600 hektól. Vikuna þar á undan bárust tæplega II þús. hektól. bræðslusíldar. Aðallundur Stjetia- fjelags bænda aS Kirkjubæ AÐALFUNDUR Stjettasam- bands bænda verður haldinn að Kirkjubæjarklaustri á miðviku dag og fimmtudag í þcssari viku. Á aðalfundi þessum kjörnir fulltrúar stjettasam- takanna, tveir úr hverri sýslu. Alls verða þar um 50 fulltrúar. Á fundi þessum verður rætt um verðlagsmál landbúnaðar- ins og önnur mál, er varða bændastjettina. Síðasti aðalfundur Stjetta- sambandsins var haldinn að Reykjahlíð í Mývatnssveit í septemberbyrjun í fyrra. Á.V.R. úihlutaS lóS viS SuSurlandsbraui ÁFENGISVERSLUN ríkisins hefur skrifað bæjarráði brjef varaðndi lóðarúthlutun undir stórbyggihgu, sem í ráði er að reisa. Á fundi bæjarráðs er haldinn var á föstudag, var samþykkt að gefa ÁVR kost á leigulóð alt að 2 hh., á horni Suðurlands brautar óg Grenásvegar, eftir nánari útvísun. í BæjarráS úfbiuiar lóS undir vcggustofu EINS og skýrt hefur verið frá, hefur stjórn Thorvaldsens-fje- lagsins sent bæjarráði umsókn um lóð undir væntanlega vöggu stofu, er það hyggst reisa við Laugarásveg. Barnaverndarnefnd hefur skilað áliti um málið og mælir eindregið með þessu erindi við bæjarráð. Á fundi sínum á föstu daginn samþykkti bæjaráð svo að gefa Thorvaldsens-fjelaginu kost á lóð, eftir nánari útvísun síðar, en ekki mun Thorvald- sens-fjelagið hafa fjárfestingar- leyfi fyrir vöggustofubyggingu. Friðarhátíffin í Hiroshima TOKYO: — í borginni Hiroshima í Japan hefir árlega verið hald- in sjerstök friðarhátíð undanfar- ið til að efla vinarþel í heimin- um. Borgin varð fyrir kjarnorku sprengju í lok seinustu styrjald- ar. Sjóvmnslunám- skefðsnefnd skipuð Á FUNDÍ bæjarráðs á föstudag, skýrði borgarstjóri frá því, að hann hefði nú skipað nefnd manna til að gera tillögur um fyrikomulag sjóvinnslunám- skeiðs, er bæjarstjórn ákvað að beita sjer fyrir á fundi í mars. í þessari nefnd eiga sæti: Davíð Ólafsson, fiskimálastjóri, Jón Axel Pjetursson, framkvæmda- stjóri, og Ragnar Lárusson, framfærslufulltrúi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.