Morgunblaðið - 30.08.1950, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 30.08.1950, Qupperneq 8
8 MOR.GUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 30. ágúst 1950 Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ristjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Áskriftargjald kr. 14.00 á mánuði, innanlands. í lausasölu 60 aura eintakið. 85 aura með Lesbók. Rá ðh errafun d urinn UTANRÍKISRÁÐHERRAR Norðurlandaþjóðanna þriggja, Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar eru komnir hingað til að sitja fund með utanríkisráðherra íslands. Þeir komu hingað i gær. Fundur þeirra hefst á morgun. Á fundi þessum verður rætt um sameiginlega framkomu Norðurlandaþjóðanna í alþjóðamálum, m. a. á þingi Sam- einuðu þjóðanna. Allir íslendingar fagna því, í hvert sinn sem vináttu- böndin verða treyst, milli Norðurlandaþjóðanna innbyrðis. Það er einlægur vilji íslendinga að samstarf þjóða þessara verði sem öruggast og samhugur sem einlægastur. Naumast hefur útlitið nokkru sinni verið eins ískyggilegt fvrir smáþjóðir heims, eins og' einmitt nú. Þeim mun smærri sem þjóðirnar eru, þeim mun greinilegar finna þær til þess, hversu samhjálp og gagnkvæmur stuðningur er þeim mikils virði. Fyrst í stað eftir stofnun hins íslenska lýðveldis árið 1944, kom það fyrir, að frændur okkar á Norðurlöndum virtust vera í vafa um, hver væri stefna okkar íslendinga. Þeim kann að hafa fundist í nokkuð mikið ráðist af ekki fjöl- mennari þjóð, að efna til lýðveldis sem tryði á mátt sinn og megin, eins og sumir forfeður okkar gerðu, hver fyrir sig. Efi þeirra í þessum efnum stafaði af ókunnugleika á íslenskum þjóðaranda. Þegar forfeður okkar lögðu skipum sínum á haf út, fyrir rúmlega 1000 árum, var framtíð þeirra í mesta máta óviss. Þeir undu ekki ófrelsinu, sem þá ríkti heima fyrir. Frelsishugurinn var þeim sú leiðarstjarna, sem þeir öruggir fylgdu. Saga og þróun íslensku þjóðarinnar hefur markast af sama hugarfari. Landnámsmennirnir veltu ekki vöngum yfir því hvort þeir myndu nokkurn tíma finna hið fyrirheitna land sitt langt úti í hafi. Allt fyrir það var sú langferð eina leið þeirra til lífsins. fett ÚR DAGLEGA LfFINU ÓLJÚFIR NÆTURTÓPÍLEIKAR ENGU er. líkara, en að líinir söngéisku menn' þessa bæjar sjeu eingöngu á ferli að næturlagi, en þá fara þeir heldur ekki dult með hæfileika sína, heldur þenja sig fullum hálsi svo engum verður svefnsamt í mörg hundruð metra fjar- lægð, þar sem þeir fara um. Og ekki er það svo sem söngur, eða ljúfir tónar hjá þeim sumum, sem hefja upp raddir sínar, eftir að menn eru almennt komnir í ró, heldur öskur. • SKÝRING Á ÓSÓMANUM FURÐA margir sig á hvaða hljóð mannbarkinn getur framleitt, er þeir heyra öskrin að nætur- lagi. Það ætlar að ganga illa að uppræta götu- óhljóð að næturlagi. En nú er jeg búinn að fá eina skýringu á hversvegna menn ieyfa sjer þessi skrílslæti. • LÖGREGLAN BANNAR EKKI EINA nóttina, fyrir skömmu, vaknaði kona við þessi líka litlu öskur á götunni. Hún býr í fjöl- mennu íbúðarhverfi og hafa vafalaust fleiri vaknað^við óhljóðin, því það var engu líkara, en verið væri að drepa marga menn, eða að ljónahópur væri þarna með ,,jam-session“. Oskuraparnir fóru sjer hægt um götuna og það dró ekki hið minnsta niður í þeim er lög- reglubíll ók framhjá hópnum — enda skiftu lögregluþjónarnir sjer ekkert af hinum öskr- andi lýð. . • HUGSAÐ TIL LÖGREGLUSAMÞYKKTARINNAR ÚENNILEGA er þá leyfilegt, óátalið, að halda öskurkonserta á götum borgarinnar á hvaða tíma sólarhringsins sem er og þá kannski helst að næturlagi, því komið hefir það fyrir, að lögreglumenn hafa tekið fasta drukkna menn, sem hafa haft í frammi óhljóð á almannafæri um hábjartan dag. Eitthvað á þessa leið hugsaði konan, sem horfði á þetta afskiftaleysi lögregluþjónanna um nóttina. — „Og jeg sem var að hugsa um að fara að hringja á lögregluna til að biðja um að öskurfólkið yrði fjarlægt til að hægt væri að sofa. — Það hefði svo sem ekki verið til neins, því sennilega stendur ekkert um það í lögreglu- samþykkt bæjarins, að bannað sje að raska svefnró manna. • BÆÐI SKÖMM OG GAMAN FRÁ SÖMU heimildum hefi jeg aðra sögu um næturgöltara, sem bæði er skömm og gaman að, fen sem sýnir að oft er fjörugt næturlifið á götunum í höfuðstaðnum. — Það var um miðja nótt, að heimildarmaður rhinn vaknaði við þessa líka litlu skruðninga. Það var eins og risahrossabrestir hefðu verið settir í gang. Þegar að var gáð, voru það tvær stúlkukind- ur, innan við tvítugt, sem hávaðanum ollu. — ¥fir þvera götuna höfðu gatnagerðarmenn sett tómar stáltunnur til að varna bílaumferð, en telpurnar höfðu ráðist á virkinn og börðu þeim nú saman eða veltu, með fídonsanda miklum. • „JETTAN SJÁLFUR“ í ÞESSUM svifum bar mann að, sem virtist blöskra aðfarir þessara skjaldmeyja tuttugustu aidarinnar. Hann kallaði til þeirra, að því er virtist, sefandi orðum. — En svona er að skifta sjer af því, sem manni kemur ekki við. — Yfir mannaumingjann dundu þær sóðalegustu skammir, sem til eru í málinu. „Jettan sjálfur" og allt tilheyrandi. • KJALLARINN EKKERT ÓTTALEGUR MAÐURINN hröklaðist undan og orðaði eitt- hvað að rjett væri að kalla á lögregluna. Telp- urnar, sem sennilega hafa ekki verið fermdar fyr en tveimur árum eftir að lýðveldið var stofnað, ljetu sjer ekki bregða við þá hótun, heldur sungu hástöfum, að það væri þá ekki svo leiðinlegt að reyna þennan kjallara lög- reglunnar eina nótt. Þetta og því um líkt fá þeir stundum að sjá og heyra, sem vakna við næturgöltið. En flestir mundu heldur kjósa svefninn. • SKEMJITIFERÐ GAMLA FÓLKSINS NÚ ER ákveðið að fara í skemmtiferð með gamla fólkið til Þingvalla á laugardaginn kem- ur. að eru einkabílaeigendur, sem leggja til vagna, en ekki yrði jeg hissa, þótt fleiri byðu fram fyrirtæki sin. Þannig lánaði Steindór Einarsson í fyrra stórann bíl endurgjaldslaust til ferðarinnar, en gamla fólkinu finnst meira gaman að ferðast í litlum bílum. Nú er að sjá hve margir bílar verða boðnir fram í afgreiðslu Morgunblaðsins fyrir kvöldið í kvöld, því þá fyrst er hægt að fara að bjóða í ferðina. En takmarkið er að ná saman, sem allra flestu eldra fólkí í þessa ferð. Þrá íslendinga til frelsis er sem kunnugt er, ekki sprottin af neinni andúð til fyrri sambandsþjóðar okkar, Dana. Það vita þeir að sjálfsögðu vel. Enda hefur stofnun lýðveldisins aukið samúð og bræðraþel milli þjóðanna. Sem og vilja ís- lendinga til samstarfs við frændþjóðirnar allar. Samstarf íslendinga við aðrar Norðurlandaþjóðir er ýms- um erfiðleikum bundið sakir fjarlægðarinnar. Vegna henn- ar eigum við erfiðara með að sækja norrænar samkomur og fundi. Qg stærðarmunurinn felur í sjer örðugleika að sjálf- sögðu. Þar sem íslenska þjóðin er að fólksfjölda til einn áttugasti til einn þrítugasti af fólksfjölda hinna þjóðanna hverrar fyrir sig. ★ En einmitt sakir þess, að við íslendingar óskum eftir að samskifti okkar við frændþjóðirnar aukist og eflist, er koma hinna norrænu utanríkisráðherra okkur gleðiefni. í för þeirra hingað sjáum við viðurkenning þeirra á þeim fornu sannindum að „til góðs vinar liggja gagnvegir, þótt hann sje firr of farinn." Og þó fundur hinna norrænu ráð- herra marki engin djúp spor í sögunni, þá.verður hann vænt- anlega til þess að staðfesta það, að Norðurlandaþjóðirnar marka samstöðu sína í samfjelagi hinna stærri og voldugri lýðræðisþjóða. Einhuga óska íslendingar eftir því, að hin fornu menn- ingartengsl við hinar Norðurlandaþjóðirnar verði sem öfl- ugust í framtíðinni. Að við megum, frá þróttmikilli nýmenn- ing þessara frjálsu lýðræðisþjóða hljóta margskonar styrk og uppörfun í hverskonar menningarmálum. í þeirri von að sjálfsögðu að þau áhrif verði gagnkvæm svo hjeðan megi í framtíðinni koma einhver sá skerfur, á hinu andlega sviði, er getur komið þeim þjóðum að gagni, sem okkur eru skyld- astar. Við íslendingar fögnum komu hinna norrænu ráðherra, og teljum hana sem virkan samúðarvott, gagnvart íslandi, að þeir menn sem hafa með höndum utanríkismál þjóða sinna hafa valið sjer Reykjavík að fundarstað, þegar um- ræðufundur er haldinn um sameiginlega framkomu Norður- landa á þingi hinna Sameinuðu þjóða. ÍÞRÓTTIR Keflavík vann Sel- foss í frjálsíþrótfum SUNNUDAGINN 27. þ. m. fór fram bæjarkeppni í frjálsum í- þróttum, milli Keflavíkur og Selfoss, á hinum nýja íþróttavelli á Selfossi, keppt var í 100, 400 og 1500 m. hlaupum, 4x100 m. boðhlaupi, hástökki, langstökki, þrístökki, kúluvarpi, kringlu- kasti og spjótkasti. Keflavík vann keppnina með 11298 stigum á móti 10884. Nýtt Suðurnesjamet setti Kristján Pjetursson, Keflavík, 5 kringlukasti, kastaði 40.37 m. — Einnig setti Ingvi Jakobsson, Keflav., Suðurnesjamet í spjót- kasti, kastaði 51,51 m. Þá setti Sigfús Sigurðsson, Selfossi, nýtt Selfossmet í kringlukasti, kastaðx 39.07 m. Besta afrek mótsins var kúlu- varp Sigfúsar Sigurðssonar, kast aði 14.45 m., sem gefur 863 stig Þess má geta að þetta er í ann- að sinn sem þessir bæir keppa. S.l. sumar fór keppnin fram í Keflavík og vann þá Selfoss. Úrslit í einstökum greinum: 100 m. hlaup: — 1. Matthías Guðmundsson S 11,9 sek. 2. Böðv ar Pálsson K 12,1 sek. 3. Þor- bergur Friðriksson K 12.6 sek 4. ísleifur Jónsson S 12,6 sek. 400 m. hlaup: — 1. Böðvar Páls sno K 56.6 sek. 2. Matthías Guð- 1 mundsson S 57.1 sek. 3. Kol- | beinn Kristinsson S 59.2 st&. 4. [Friðjón Þorleifsson K 59.2 sek. 1500 m. hlaup: — 1. Einar Gunnarsson K 4:48.0 mín. 2. Þór- hallur Guðjónsson K 4:49,0 mín 3. Þór Vigfússon S 4:51,0 mín. 4. Hafsteinn Sveinsson S 5:01,6 mín. 4x100 m. boðhlaup: — 1. Kefla- víkursveit 49.0 sek. 2. Selfoss- sveit 49,1 sek. Hástökk: — 1. Kolbeinn Krist- insson, S 1.76 m. 2. Jóhann Bene- diktsson K 1.67 m. 4. Eggert Vig- fússön S 1.55 m. Langstökk: — 1. Ingvi Jakobs- son K 6.14 m. 2. Friðrik Friðriks- son S 6.08 m. 3. Einar Frímanns- son S 6.07 m. 4. Holgeir Guð- mundsson K 6.03 m. Þrístökk: — 1. Kristján Pjet- ursson K 12.31 m. 2 Helgi Daní- elsson S 12.17 m. 3. Sveinn Sveins son, S. 12.10 m. 4. Jóhann Bene- diktsson K 12.02 m. Kúluvarp: — 1. Sigfús Sigurðs- son S 14.45 m. 2. Þorvaldur Ar- inbjarnarson K 12.55 m. 3. Helgi Daníelsson S 12.32 m. 4. Ólafur Helgason K 11.91 m. Kringlukast: — 1. Kristján Pjetursson K 40.37 m. 2. Sigfús Sigurðsson S 39.07 m. 3. Einar Þorsteinsson K 37.11 m. 4. Árni Einarsson S 29.22 m. Spjótkast: — 1. Ingvi Jakobs- son K 51.51 m. 2. Vilhjálmur Þórhallsson K 47.35 m. 3. Tage Olesen S 43.53 m. 4. ísleifur Jóns son S 39.05 m. S. Platínum til Bandaríkjanna. LUNDÚNUM. — Sendinefnd efnahagssamvinnustofnunarinnar í Bretlandi hefur skýrt frá því, að Bretar hafi selt allmikið af platínum til Bandaríkjanna. Leikarar ósammála um átramhaldandi Starfsemi Leikfjel. AÐALFUNDUR L. R. var hald- inn mánudaginn 28. þ. m. í Iðnó. Formaður fjelagsins, Þor- steinn Ö. Stephensen, skýrði frá starfsemi fjelagsins á liðnu leik ári, en sýnd voru tvö leikrit, ,,Hringurinn“ og „Bláa kápan“, samtals 48 sinnum við mjög góða aðsókn. Rekstui’safgangur varð á árinu um kr. 6000,00, þegar greiddar höfðu verið nokkrar upphæðir, sem komu óvænt til útgjalda frá tíð fýrri stjórnar. Endurskoðaðir reikn- ingar fjelagsins voru sam- þykktir samhljóða. — Þessu næst skýrði formaður frá at- hugunum og niðurstöðu fram- kvæmdarráðs um framtíð fje- lagsins, þar sem meiri hluti ráðs ins hefði lagt til, að lögum fje- lagsins yrði breytt og starfsem- inni haldið áfram, en minni hluti, Gestur Pálsson, leikari, hefði ekki getað fallist á það og bæri hann því upp tillögu um fjelagsslit. Urðu miklar umræð ur um tillögu Gests og var hún að lokum borin upp til atkvæða og felld að viðhafðri skriflegri atkvæðagreiðslu með 22 atkv. gegn 11, einn seðill auður. — Lýsti nú formaður inntöku- beiðnum frá 15 leikurum, sem allar voru samþykktar sam- hljóða. Þar sem mjög var liðið Frh. á bls. 12

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.