Morgunblaðið - 30.08.1950, Síða 16

Morgunblaðið - 30.08.1950, Síða 16
VEÐURÚTLIT. FAXAFLÓI: SUPAUSTAN gola. Rigni.ng, __________________ lúmi. 200 puaida hámerar veiddar á sföng vi Reykjanes FYRIR rúmri viku hófust suður við Reykjanes mjög óvenju- legár veiðar á opnum trillubát. Það eru hákarlaveiðar á stöng Hafa nú fimm hákarlar veiðst, hver yfir 200 pund og þeir fryst- ir. Verið er að athuga um möguleika á að selja væntanlega hákarlaveiði til útlanda, en erlehdis mun þessi hákarlategund vera að fullu nýtt til manneldis. > Það mun einkum vera atbeina Tryggva Ólafssonar, for stjóra hjer í bæ, að þessar veið- ar hafa verið reyndar. ’Notast ' er við svonefnda túnfiskastöng og línan er 112 punda fiskilína, 600 metra löng. Beitt er síld. Róðrarnir. Farið hefur verið frá Höfn- um, siglt í eina klst. út með landinu, en á þessi mið hafa sjó xnenn bent hákarlaveiðimönn- unum. Farið hefur verið í þrjá róðra og hafa þeir yfirleitt geng ið vel, þó báturinn sje ekki sem heppilegastur og að nokkrir hafi sloppið. Hjer er enn um til- raun að ræða. í fyrradag veidd- ust tveir hákarlar, en þrír slupþu. Þessi hákarlategund, sem heit ir Hámeri, getur orðið allt að 1000 pund, en Hámerarnar, sem veiðst hafa, eru allar um og yfir 200 pund og um tveggja metra langar. Tvo tíma verið að þreytk. Því er þannig varið með þess- ar veiðar, að ekki eru hafðar nema tvær stangir á bát. Það tekur alllangan tíma að þreyta slíkar 200 punda skepnur eftir að þær eru komnar á og átökin eru snörp. Hafa þær dregið bát- inn fram og aftur upp undir tvo tíma. Allan tímann hafa veiðimennirnir dregið fiskinn nær bátnum og nær, tommu fyrir tommu. Góðar ífærur þarf til að innbvrða fiskana. Stöngin. Túnfiskastöngin er úr trje. — Hún er sett í sjerstakan stól og frá henni eru svo ólar sem spenntar eru aftur fyrir bak veiðimannsins, því ekki er það á neins manns færi að halda stönginni. Mánaðar vertíð. Aðalveiðin er nú fram undir lok september mánaðar. Hafa hákarlaveiðimennirnir mikinn hug á að ná sjer í hentugri bát, 15—20 feta, og þai'f stýrishús- ið og vjelin að vera fyrir fram- an miðju, því aftast er nauð- synlegt að hafa gott pláss. Bát þessu líkt vilja þeir leigja. Aðal hákarlaveiðimennirnir auk Tryggva Ólafssonar, eru þeir Albert Erlingsson í Veiði- manninum og Sigmundur Jó- hannsson starfsmaður hjá Lvsi h.f. Litla telpan gieymdi sjer í GÆRKVÖLDI lýsti lögreglan eftir sex ára telpuhnokka, sem farið hafði að heiman um há- degi. en var ekki komin heim klukkan að ganga 11. Skömmu eftir að lýst hafði verið eftir telpunni ,kom hún fram. Hún hafði gleymt sjer í góða veðrinu við leik með jafn- öldrum og vinum. Engin síldveiði jjó veður sje hagslætt SIGLUFJÖRÐUR, 29. ágúst — í dag er batnandi veður og er flotinn allur að streyma. úr höfn. Litlar frjettir hafa borist af hafinu nema hvað nokkur skip hafa orðið vör við upsa og hefur frjest að Rifsnes hafi feng ið um 1000 mál og íslendingur 500 mál við Grímsey. Flugvjel var látin leita á vest ursvæðinu og flaug alla leið að Horni og er það í annað skípti í sumar, sem hægt hefur verið að fljúga svo langt vestur í síld- arleit vegna þoku. Flugvjelin varð hvergi vör síldar. í kyöld verður leitað á aust- ursvæðinu. Þetta sem sást af upsa í morg un var á grunnu vatni og gátu ekki kastað á hana nema þau skip. sem hafa grunnnætur. ____________—Guðjón- Ufanríkisráðherrafundur í New York WASHINGTON, 29. ágúst. — Utanríkisráðherrar Bretlands, Frakklands og Bandaríkjanna koma saman til fundar í New York dagana 12. til 14. sept. n.k. Fylgja þeir þannig þeirri áætlun sinni að hittast tvisvar á ári til að ræða „sameiginleg hagsmunamál“. Seinna verða þeir Bevin, Schuman og Acheson viðstadd- ir setningu allsherjarþings S.Þ., er kvatt hefur verið saman 19. september. — Reuter. Kennarar frá Evrópu á námskeiði í Kanada NEW YORK, 29. ágúst. — Land fræðikennarar 30 talsins, hafa ferðast undanfarna daga um Bandaríkin og lýkur ferð þeirra þar með heimsókn til bæka- stöðva S.Þ. Kennararnir eru frá 18 löndum þar á meðal nokkrir Norðurálfumenn. Áður en hóp- urinn kom til Bandaríkjanna voru kennararnir á 6 vikna námskeiði í Quebec. . A sýningaferð um Evrópu og N-Afríku WASHINGTON, 29. ágúst. — Bandarískur balletflokkur er um þessar mundir á 5 mánaða ferð um-Evrópu og N.-Afríku. Fyrsta sýning hans í ferð þess- ari fór fram í Edinborg, og hef- ur honum verið forkunnar vel tekið, bæði þar og annars stað- ar. í flokknum eru 60 manns. AÞENA. — Nýlega voru 12 Grikkir dæmdir til dauða i Aþenu. Herrjettur dæmdi þá fyr- ir að starfa í leynihreyfingu kommúnista, sem hafði að mark- miði að myrða Papagos, yfir- hershöfðingja og fleiri landa sína. TÆKI, sem mjög er notað í hernaði gegn leyniskyttum, er tæki sem spýr eldi langai* leiðir. svonefnd eldvarpa. I Danmörku hefur þetta tæki verið notað í þágu garðyrkjunnar. Hjer sjest l-.var arfa er eytt við eld, sem tækið spýr, en hann myndar um 1000 gráðu hita á þeim bletíi sem hann leikur um. Morræn hljómiistarhátíð i Helsingfors í september Verk ísl. tónskálda verða iluti þar í SAMBANDI við 400 ára afmæli Helsingforsborgar, verða þar i borg haldnir norrænir hljómleikar, þar sem hljómlist frá öllum Norðurlöndunum, að Færeyingum undanskyldum, verður kynnt. Þessi norræna hljómleikahátíð til 19. sept. Þar verða fluttir symfóníu- hljómleikar, kammermúsik, kirkjuhljómleikar og hátíðar- sýning verður í Finnsku óper- unni. Hvert land hefur sinn á- kveðna dag á þessUm hljóm- leikum. Fyrsti dagurinn verð- ur helgaður Svíum, annar Nor- egi, hinn þriðji Danmörk og síðasti íslandi. Dagur íslands. Symfóníuverkið, sem leikið verður á degi íslands við þessa tónlistarhátíð, er: Concerto Grosso eftir Jón Norðdal og symfónía eftir Jón Leifs, sem þarna verður flutt í fyrsta skifti. Það er hljómsveit Hels- ingforsleikhússins sem þessi hljómsveitarverk flytur. Hinn frægi finnski Sibelíusar-kvart- ett mun leika Strokkvartett eft ir Helga Pálsson. Kirkjuhljómleikarnir. Kirkjutónleikar verða fluttir þann 16. Mun dr. Páll ísólfs- son leika orgelverk eftir Jón Leifs, og eftir sjálfan sig. Tiio er fær m aó verja Júgósiavíu BLED, Júgóslavía, 29. ágúst. — Aðstoðarutanríkisráðherra Bret lánds, Ernest Davies, hitti Tito marskálk, að máli í gær, og „fór mjög vel á með þeim“. — Snæddi ráðherrann hádegis- verð með Tito að sveitasetri hans. Segir Davies, að Tito sje öldungis sama sinnis og áður en Kóreustríðið braust út, en þá ljet hann þá skoðun í ljós, að heimsstyrjöld væri ekki yfir vofandi. Kveðst Davies treysta Tito vel til að verja Júgóslavíu fyrir hvers konar ógnunum. — Reuter. hefst 15. sept. og stendur yfir Fjölda Hull-logara hefur verið lagl UM það bil fimta hluta fisk- veiðiflotans í Hull hefur yenð lagt vegna efnahagsörðuglcika fiskiðnaðarins. Mikið magn af óseldum fiski hefur verið látið í fiskimjölsverksmiðjur. Frá þessu var slfcýrt nýlega í breska : blaðinu Time, þar segir enn- í fremur: Togaraeigendur í Hull og Grimsby hafa ákveðið að gera tilraun til að koma í veg fyrir tap á fiskveiðunum með því að koma nýju skipulagi á úthafs- fiskveiðar frá báðum borgun- um. Sameiginleg nefnd hefur fengið málið til meðferðar. Hlífið nýgræðingn- um í Keiðmörk FYRIR nokkrum dögum var á það minnst hjer í blaðinu, að fólk væri farið að nota ný stór- virk tæki við berjatínslu, sem kynni að gera gróðurtjón. I gær barst sú fregn til blaðs- ins, að ungplöntur í Heiðmörk hafi orðið fyrir usla og senni- lega hafi þær tínt tölunni í all- miklum mæli í sumum skóg- ræktarreitunum. Þess er getið til, að um sje að kenna hinni nýju aðferð við berjatínsluna. Ef svo er þarf fólk, sem tínir ber í Heiðmörk, að gæta meiri varúðar og forð- ast tjón á hinum verðmætu trjá plöntum.____________ BUENOS AIRES. — Erlend fyr- irtæki í Argentínu verða hjer eftir að greiða hærri skatta en fyrirtæki innlendra manna sam- kvæmt nýjum lögum. Á BLS. 2 er sagt frá komlj norræna utanríkisráðherranna, ........................ 'Hl Úlför þeirra sem 1 fórusf í shrlðunni ’j fer fram í dag í DAG fer fram útför Ingibjarg- ar Magnúsdóttur og barna henn ar fjögurra, er fórust í hinu ægilega skriðufalli er fjell fyni laugardag. Útförin hefst kl. 2 frá Seyðisfjarðarkirkju. Yngsta barn Ingibjargar, var lagt meft’ henni í kistuna, og voru kisturn ar fjórar fluttar til kirkju í fyrradag. Sameiginleg gröf var tekin. Þó vafalaust verði fjölmennt við útförina, þá munu þeir samt margfallt fleiri sem hugsa til þeirra Aðalbjarnar Jónssonar og hinnar 15 ára gömlu dóttur hans, og votta þeim feðginum samúð sína á þessari stundu. Hálverfcasýning á Akureyri AKUREYRI, þriðjudag. — Mál verkasýningu opnaði s.l. laug- ardag að Hótel KEA, — Rotary salnum —• ungur maður, Garð- ar Loftsson, ættaður frá Bögg- viðsstöðum í Svarfaðardal. Á sýningu hans eru 60 vatns litamyndir, 17 olíumálverk og 6 svartiitamyndir. Til þessa hafa sótt sýninguna á þriðja hundrað manns og má það telj- ast góð aðsókn eftir því, sem hjer gerist þegar um málverka- sýningar er að ræða. Hafa nút þegar selst 9 myndir. Myndirnar á sýningunni eru frá Eyjafirði, Mývatnssveit, Vaglaskógi og víðar. Garðar byrjaði ungur aS teikna og mála. Á sýningum frístundamálara hafa verið nokkrar myndir eftir hann — bæði hjer á Akureyri og í Reykjavík. Og hafa myndir hans fengið mjög göða dóma. — Sýningin verður enn opin í nokkra daga. — H. Vald. Flugvjelar á leið fil Auslurlanda VALETTA, 29. ágúst. — Breska flugvjelaskipið Warrior kom til Möltu í dag, en það er á leið til Austurlanda með vörur og flug vjelar. —NTB.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.