Morgunblaðið - 03.09.1950, Page 8
8
MORGUISBLAÐIÐ
Sunnudagur 3. sept. 1950
Fimmtugur;
Bergur Jónsson
— Reykjavíkurbrjef
FIMMTUCíUR er á morgun Berg-
ur Jónsson, rörlagningameistari
á Bjargarstíg 17. Bergur er fædd-
ur 4. sept. árið 1900, að Klyfshaga
í Axarfirði, sonur hjónanna Sig-
ríðar Tómasdóttur og Jóns
Snorra Jónssonar, sem bjuggu á
Bjargarstíg 17, og allir eldri Reyk
víkingar munu hafa þekkt, og
það að góðu einu. Bergur fluttist
til Reykjavíkur 1911, stuttu eftir
að foreldrar hans voru sest þar
að.
Við sem yngri erum getum
ekki gert okkur það í hugarltfnd,
hvernig það var að lifa hjer í
Reykjavík um og eftir aldamótin,
fyrir fátæka og stóra fjölskyldu,
þegar allt hjálpaðist að: heilsu-
leysi, lítil og illa launuð vinna,
ef hún þá fjekkst. Við þessar að-
stæður óis-t Bergur upp, eins og
svo mörg önnur alþýðubörn hjer
á landi. Hann varð snemma að
byrja að vinna, til að hjálpa
pabba og mömmu, því systkinin
voru mörg og hann með þeim
elstu. Bergur vann alla þá vinnu,
sem hann gat fengið, þangað til
að hann fór að aka bíl 1921,
fyrst hjá sjálfum sjer, síðan í
mörg ár hjá B. M. Sæberg í Hafn-
arfirði. Siðan lagði hann stund
á rörlagningar til 1931, en þá
sigldi hann til Danmerkur til að
fullnema sig í þeirri iðn, og fór
á námskeið við Teologisk In-
stitut.
Að því loknu byrjaði hann
sjálfstæðai atvinnurekstur við
rörlagningar í Danmörku, þar til
hann kom, heim aftur 1946 og
hefur sta-fað hjer við rörlagn-
ingar síð.rn, við vaxandi vin-
sældir viðskiptavinanna.
Bergur tók mikinn þátt í fje-
lagslífi íslendinga á Hafnar-árum
sínum. Hann stofnaði, ásamt öðr-
um, róðraíjelag og söngfjelag ís-
lendinga og var í stjórn þeirra
allan tímann meðan hann var
úti.
Bergur giftist 1930 danskri
konu, Ellen Burmeister, góðri og
merkri konu, sem stóð ætíð við
hlið manns síns bæði í blíðu og
stríðu í orðsins fyllstu merkingu,
þar til hún andaðist skömmu eft-
ir heimkomuna til íslands. Þeim
varð tveggja sona auðið, Jóns og
Leifs, serr, búa nú hjá föður sín-
um.
Og að lokum þetta, Bergur
minn: Passaðu að láta ekki hrista
af þjer hægri höndina, því að
enginn má við margnum.
Frændi.
ur það fjörefni í framkvæmd-
irnar, sem dugar.
Á undanförnum frumbýlings
árum höfum við vanið okkur á
það, að líta á landbúnaðinn,
sem atvinnuveg, er altaf þurfi
á utanaðkomandi aðstoð að
halda.
Einbeina verður athyglinni að
því, að notfæra sjer hin náttúr-
legu landgæði þannig, að bú-
skapurinn sje og verði fær um
að standa alveg á eigin fótum,
sje ekki eða þurfi ekki að eiga
líf sitt meira og minna undir
styrkjum, sem eiga í raun og
veru ekki aðra stoð, en stopul-
an og ótryggan sjávarafla.
Þegar landbúnaður verður
rekinn með þeirri tækni, sem
rafmagnið leyfir, og hjer verð-
j ur rekin köf nunarefnisverk-
j smiðja, ætti viðhorfið að breyt-
j ast mjög frá því sem áður hefir
verið í búrekstrinum. Að því
|þarf að stefna markvisst.
Möguleikar á ræktun lands-
ins eru ekki líkt því fullrann-
sakaðir.
Sandfaxið
JEG TEK t. d. lítið dæmi um
sandfaxið, sem reynt hefir ver-
ið á Rangársöndum síðustu ár,
aðallega í miðstöð sandgræðsl-
unnar í Gunnarsholti. Með
þessu fóðurgrasi er hægt á
mjög ódýran hátt að breyta
svörtum sandinum í grasmikl-
ar sljettur. Og það að heita má
á einu vetfangi. Engin jarð-
jvinnsla kemur þar til. Sand-
t urinn laus og glúpur, tekur við
(fræinu og áburðinum og breyt-
. ist í grassljettur.
Þetta er svo einfalt, að það
sýnist ótrúlegt, þegar maður
} hefir það fyrir augunum. Mynd
’in, sem fyglir þessum línum,
jgefur ofurlitla hugmynd um
þetta. Þar sem er hið hávaxna
’gras annarsvegar. En hinsveg-
ar hinn sama sem ógróni sand-
ur, er getur á meðan hann er
óræktaður, beinlínis orðið til
tjóns, með því að hann fyki yfir
gróið land í nágrenni sínu.
Svona geta gerst ýms ævin-
týr í búskapnum, þegar rjett er
á haldið.
Fræsöfnun í Alaska
FÖR Einars Sæmundssen vest-
ur til Alaskg hefir vakið mikla
eftirtekt. Og er hún þó ekki ný-
mæli í sögu skógræktarinnar
hjer á landi. Hákon Bjarnason
skógræktarstjóri hefir far-ið
þangað áður til fræsöfnunar, og
gert út menn til þess síðar. Svo
fræsöfnunarferðir hafa verið
farnar hjeðan tvær, áður en
þessi.
jhjeruðum, sem hafa sem alh’a
líkast loftslag og er hjer á
jlandi. Svo árangurinn af rækt-
!un þessara trjáa sje alveg ör-
'uggur.
Brusselríkin hraða land-
varnaundirbúningi
LONDON, 31. ágúst — Land-
varnaráðherrar Brusselríkjanna
5 koma til fundar í London 5.
sept. n. k. Er þetta 8. fundur-
inn, sem ráðherrarnir sitja
saman. Talið er, að þeir muni
ræða, hvað áunnist hefir í þá
átt að hraða vernarundirbún-
ingi þessara rík.ia, síðan utan-
ríkisráðherrar þeirra sátu fund
í Haag í öndVerðum ágúst. Á
þeim fundi var afráðið, að varn
ir Brusselríkjanna skyldu aukn
ar og þeim hraðað sem mest.
—Reuter.
Presfurinn fær ekki dval~
arleyfi í Rússlandi
MOSKVU — Rússnesk yfirvöld
hafa neitað að endurnýja dval-
arleyfi Jean Thomas frá Frakk
landi. Hann er rómversk-
kaþólskur prestur og hefir
þjónað við einu rómversk-ka-
þólsku kirkjuna, sem er í
Moskvu. l’resturinn fer til Par-
ísar á naístunni eftir tveggja
ára dvöl 1 Rússlandi.
Einar Sæmundssen.
En nýjungin í málinu er sú,
að nú hefir allur almenningur
skilið, hversu hjer er merkilegt
málefni á ferðinni. Eftir því sem
sitkagrenitrjánum fjölgar hjer
á landi, eftir því sem þau teygja
úr sjer, eftir því skilja menn
það betur, hversu mikilsvert
það er fyrir framtíð þjóðarinn-
ar, að slík trjátegund verði rækt
uð hjer á landi í stórum stíl.
Og svo er það öspin sem
reynd hefir verið hjer, og hef-
ir svo öran vöxt, að hann er
framt að því ótrúlegur í
íslensku loftslagi. Þegar öspin
er komin vel á veg, vex hún um
og yfir alin á ári. Þess eru
dæmi í sumar, að trje af Alaska
öspinni, hafi vaxið að meðal-
tali um einn sentimetra á dag,
frá því í maí, og fram til þessa
tíma. Er sprotinn þá kominn
á annan metra á þessu tíma-
bili.
Eftir nokkra áratugi fara þau
trje, sem vaxa upp af því fræi,
er safnað er vestur í Alaska nú,
að bera hjer fræ. Svo það er
mikilsvert, að sá grundvöllur,
sem hjer er lagður, sje hinn
rjetti. Að fræinu sje safnað í
Sigurður Krislófersson
Fæddur 29. júní 1932.
Dáinn 24. apríl 1950.
MÓÐURKVEÐJA.
Sit jeg hljóð og syrgi minn
soninn hjartakæra,
Ánægju jeg enga finn
eða svefnstund væra.
Hann var burt mjer hrifinn frá
hjartað þungan stynur.
í anda dvelurðu enn mjer hjá
elskulegi vinur.
Ungur fórstu úr heimi hjer
háska frá og grandi.
Víst mun betri verða þjer
vist í friðarlandi.
Hafðu þökk fyrir alit og allt,
elsku góði drengur.
Hjer er nú í heimi.kalt,
í hjarta brostinn strengur.
Sofðu í friði, Siggi minn,
sakna þín allir heima.
Fylgir þjer hann faðir þinn
fagra ijóss um geima.
Jónína Páls.
Rithöfundar andmæla
BUENOS AIRES. — Fjelag rit-
höfunda í Argentínu hefur and-
mælt lögum, sem Peron stað-
festi á dögunum. I þeim er for-
setanum heimilað að leggja 50%
skatt á erlendar bækur, sem inn
flytjast. Heimildin tekur og til
höggmynda, málverka, kvik-
mynda, Ijósmynda og önnur lista-
verk.
Hjeraðsmó! í frjáls-
um fþróttum
HJERAÐSMÓT í frjálsum íþrótt-
um milli Ungmermasambands
Eyjafjarðar og Ungmennasam-
bands Skagafjarðar fór fram á
Sauðárkróki sunnudaginn 27. ág.
s.l. Veður var mjög slæmt og dró
það úr árangri.
íþróttakeppninni lauk með
sigri Ungmennasambands Skaga-
fjarðar, sem hlaut 61 stig. Ung-
mennasamband Eyjafjarðar hlaut
59 stig.
Stighæstu menn mótsins voru
Árni Guðmundsson UMSS 21 3/4
stig og Gísli Sölvason UMSS
11 3/4 stig.
Úrslit:
80 m. hlaup kvenna: — 1. Helga
Árnadóttir E 11,5 sek. 2. Helga
Þórsdóttir E 11,5 sek. 3. Hallfríð-
ur Guðmundsdóttir S 12,0 sek. 4.
Helga Hannesdóttir S 12,5 sek.
400 m. hlaup: — 1. Árni Guð-
mundsson S 53,3 sek. 2. Trausti
Ólason E 53,6 sek. 3. Reinald Þor-
valdsson E 54,7 sek. 4. Hörður
Pálsson S 64,4 sek.
3000 m. hlaup: — 1. Halldór
Pálsson E 11:05,8 mín. 2. Snævar
Guðmundsson S 11:07,6 mín. 3.
Kári Steinsson S 11:18,6 mín.
Þrístökk: — 1. Árni Magnússon
E 13,16 m. 2. Hörður Pálsson S
12,60 m. 3. Jón Árnason E 12,38
m. 4. Sævar Guðmundsson S
12,17 m.
Kringlukast: — 1. Gísli Sölva-
son S 36,97 m. 2. Hjörleifur Guð-
mundsson E 34,62 m. 3. Eiríkur
Jónsson S 30,72 m. 4. Ragnar Guð
mundsson E 30,45 m.
100 m. hlaup: — 1. Árni Guð-
munds.son S 11,4 sek. 2. Trausti
Ólason E 11,5 sek. 3. Reinald Þor
valdsson E 11,6 sek. 4. Gísli
Bjarnason S 11,8 sek.
1500 m. hlaup: — 1. Halldór
Pálsson E 4:54,2 mín. 2. Olafur
Gislason S 5:05,6 mín. 3. Lúðvík
Halldórsson S 5:09,3 mín, 4. Vil-
hjálmur Þórsson E 5:26,8 mín.
4x100 m. boðhlaup: — 1. úng-
mennasamband Skagafj. 48,1 sek.
2. Ungmennasamband Eyjafjarð-
ar 48,3 sek.
Langstökk: — 1. Árni Guð-
mundsson S 6,28 m. 2. Árni Magn
ússon E 6,06 m. 3. Hörður Páls-
son S 5,99 m. 4. Jón Arnason E
5,74 m.
Kúiuvarp: — 1. Hjörleifur Guð
mundsson E 12,54 m. 2. Haraldur
Sigurðsson E 12,40 m. 3. Gísli
Sölvason S 12,00 m. 4. Eiríkur
Jónsson S 10,90 m. —Jón.
Hástökk: — 1. Árni Guðmunds-
son S 1,60 m. 2. Gísli Sölvason S
1,50 m. 3. Árni Magnússon E 1,50
1 m. 4. Jón Árnason E 1,40 m.
BEYKJAVIK
NEW YOBK
Flugferð til New York 7. september
LoMeiSir, LækjargÖtu 2 sími 81440
niiiiiiiiiiciiiiiiiiiiiuiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiHiitima
HUiiiiiiMiiiiiiiiim«itiiiii*iitiiimiiiiiiiii:iiiMiiHiiiH
iimmnreiiiiiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiitiiH’iiiiiviiiiiriiniiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiinimi
Markús
&
&
Eftir Ed Dodd
^iiiii
m“l |
ld J
. ÍCI5, I .YTft »_L rr ’OJ U 1
V Cf.WE Ov-CR HtSE..-t Aví yy 1-05T T'-iE
EOME’ i-"NG TO SAy TO 50'.',' M FtLD T4IAL5,
1) — Hvað heldurðu um
hann dýralæknir? Er hann
mikið meiddur?
2) — Maður getur varla trú-
að því sjálfur, en jeg get ó-
mögulega fundið, að hann sje
neitt hættulega slasaður.
3) Á meðan á keppnissvæð-
inu.
— Komið þið allir hingað,
BACK AT THE FIELD TRIAL5 _
kunningjar. Mig langar til að
segja nokkuð við ykkur.
4) — Jæja, svona fór nú það.
Við töpuðum í keppninni, Mark
ús. *
— Já, en þú gerðir það sem
var meira virði en að vinna.
- Þú bjargaðir sennilega lífi
pabba þíns.