Morgunblaðið - 26.09.1950, Blaðsíða 8
MORG'VNBLAÐIÐ
Þriöjudagur 26. sept. 1950.
Jlgrr$p§ssMiiM&
Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík.
Framkv.stj.: Sigfús Jónsson.
Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðaxm.)
Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson.
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn, auglýsingar og afgreisla:
Austurstrœti 8. — Sími 1600.
Lesbók: Árni Óla, sími 3045.
Áskriftargjald kr. 14.00 á mánuði, innanlands.
í lausasölu 60 aura eintakið. 85 aura með Lesbófc.
Osigur ofbeldisins í Iðju
IÐJA, fjelag verksmiðjufólks í Reykjavík, eitt stærsta verka-
lýðsfjelag landsins, hefur snúið baki við kommúnistum. í
kosningum þeim, sem fram fóru til Alþýðusambandsþings
í þessu f jelagi um síðustu helgi,. unnu lýðræðissinnar glæsi-
legan sigur og fengu kjörna alla fulltrúa þess, níu talsins.
Kommúnistar hafa jafnan haft undirtökin í þessu fjelagi
undanfarin ár. Þeir hafa meira að segja talið Iðju sitt sterk-
asta vígi. Nú, þegar allsherjaratkvæðagreiðsla fer fram í fje-
laginu, fá kommúnistar 310 atkvæði á móti 387 hjá lýðræðis-
sinnum.
Um það þarf engum blöðum að fletta að þetta er einn
stærsti ósigurinn, sem kommúnistar hafa til þessa beðið í
verkalýðshreyfingunni. Þeir eru nú komnir í mikinn minni-
hluta í fjelagi, sem þeir hafa áður talið sitt sterkasta vígi og
álitu sig nú örugga með að halda.
★
Það er athyglisvert að þessi sigur lýðræðissinna vinnst á
einhverjum hinum erfiðustu tímum, sem komið hafa yfir
islenskt verksmiðjufólk og iðnað. Hráefnisskortur iðnaðar-
jns hefur þrengt mjög atvinnumöguleika og afkomuhorfur
þessa fólks. Kommúnistar hafa gert allt, sem þeir hafa getað
til þess að nota þessa erfiðleika fólksins til þess að vinna
vonleysisstefnu sinni fylgi. En verksmiðjufólkið í Reykjavík
hefur sjeð gegnum blekkingavef landráðalýðsins. Það hefur
skilið að vandamál þess verða ekki auðleystari, nema síður
sje, þó að fimmtaherdeild kommúnista hafi yfirtökin í verka-
lýðshreyfingunni.
Hráefnaskortur iðnaðarins, sem er meginorsök erfiðs at-
vinnuástands hjá verksmiðjufólki, er afleiðing Ijelegrar gjald
eyrisafkomu þjóðarinnar. Kommúnistar láta sjer gjaldeyris-
afkomuna í ljettu rúmi liggja. Þeir vilja helst að hún sje
sem hörmulegust. Þá telja þeir jarðveginn betri fyrir hrun-
stefnu sína. En verksmiðjufólkið hefur allt aðra afstöðu.
Það vill efla framleiðsluna og gjaldeyrisöflunina og skapa
sjálfu sjer þar með bætta aðstöðu í sinni eigin lífsbaráttu.
Það á þess vegna enga samleið með kommúnistum.
★
Síðan kosningarnar til Alþýðusambandsþings hófust hafa
kommúnistar tapað milli tíu og tuttugu fulltrúum. Þó hafa
þær aðeins staðið í rúma viku. Horfurnar eru þess vegna
ekki góðar fyrir þá. Sannleikurinn er sá að það afhroð, sem
kommúnistaflokkar Norðurlanda hafa þegar fyrir alllöngu
beðið, er nú framundan fyrir hjálendu Kominform á Islandi.
Verkalýðsfjelögin í Reykjavík hafa verið sterkasta vígf
hennar. Nú tapast þau hvert á fætur öðru. Út um allt land
hggur straumurinn í sömu átt.
En þótt mikið hafi áunnist í baráttunni gegn landráða-
stefnu kommúnista, þarf þó meira að koma tiL Frumskilyrði
þess' að þessi ofbeldisstefna verði gjörsamlega fylgislaus í
þessu landi er að unninn verði bugur á þeim erfiðleikum,
semmú steðja að, á skynsamlegan og rjettlátan hátt.
Sköpun atvinnuöryggis í landinu er áhrifamesta leiðin til
þess að firra kommúnista öllu fylgi. í landi, þar sem eru
blómlegir atvinnuvegir, fjelagslegt öryggi og heilbrigt stjórn
arfap á kommúnisminn engin vaxtarskilyrði. Eymdin og
vandræðin eru hans gróðurmold.
Vérksmiðjufólkið í Iðju og meðlimir margra annara verka-
lýðsfjelaga, sem áður fylgdu kommúnistum að málum, hefur
öðlast á þessu glöggan skilning. Þess vegna snýr það baki
við stefnu eymdarinnar og vandræðanna. Þetta fólk vill
vinna að því með öðrum stjettum þjóðar sinnar að skapa
tfnahagslegt jafnvægi og öryggi í landi sínu. Við vitum að
mikið brestur á að það sje fyrir hendi í dag. Hjer er ekki at-
vinnuöryggi. Atvinnuleysi hefur verið yfirvofandi í heilt ár.
Vegna stórfellds aflabrests og markaðserfiðleika eru atvinnu-
horíur nú á þessu hausti Ijelegri en oftast áður hin síðari
ár. ■
ÍSlenska þjóðin þarf þess vegna á því að halda að stjettir
henhar taki saman höndum og vinni af festu og ábyrgðar-
tilfinningu að lausn vandamálanna. Hinn mikli sigur hinna
iýðræðissinnuðu afla í Iðju lofa góðu um að það takist.
IÍR DAGLEGA LlHNU
ÖS VIÐ AUSTURVÖLL
MANNMARGT Var við Austurvöll á laugar-
dagskvöldið eð var í góða veðrinu og þó einna
flest á tímabilinu milli 10 og 12 um kvöldið.
Það var engu líkara, en að fólkið ætti von á,
að hornaflokkur færi að leika á vellinum,. en
það hefir oft dregið bæjarbúa að vellinum á
veðursælum kvöldum.
En er betur var að gáð, mátti greina einhvern
óróa í mannhafinu og einnig mun það hafa
vakið athygli aðkomumanna, að nærri undan-
tekningarlaust var þarna ungt fólk á ferð, stúlk
ur og piltar.
•
ÁTTI EKKERT ATHVARF
VIÐ enn nánari athugun varð það ljóst, að
straumurinn lá ekki kríngum Austurvöll, eins
og þegar hornaflokkurinn leikur á vellinum og
borgararnir ganga hægt og rólega kringum völl-
inn til að njóta hljómlistarinnar, sýna sig og
sjá aðra.
Straumurinn lá milli tveggja samkomuhúsa
við Austurvöll og unga fólkið, sem æddi á milli
var að reyna að komast inn í samkomuhúsin,
sem bæði voru orðin yfirfull af fólki svo ekki
var hægt að hleypa fleírum inn.
Með öðrum orðum, þetta órólega unga fólk
átti ekkert athvarf, nema götuna, þetta laugar-
dagskvöld.
•
REYNT TIL ÞRAUTAR
DANijLEIKIR voru í báðum samkomuhúsun-
um og það var sú gleði, sem unga fólkið, er úti
stóð, sóttist eftir. Jafnvel eftir klukkan 11%,
þegar lögreglusamþykktin segir, að samkomu-
húsin eigi að vera lokuð, stóð unga fólkið við
dyr samkomuhúsanna og reyndi að fá dyra-
verðina til að hleypa sjer inn. Það bar að sjálf-
sögðu engan árangur, nema hvað maður og
maður skaust inn, ef hann hafði verið svo for-
sjáll, að fá uppáskrifaðan aðgöngumiða hjá
lögreglunni, um að hann mætti fara inn á dans-
leik eftir lokunartíma.
En samt var reynt til þrautar, því enn stóðu
hópar ungs fólks við dyr samkomuhúsanna á
miðnætti og jafnvel fram undir klukkan 2, er
dansleikjunum lauk.
•
ÖMURLEGT
TÓMSTUNDAFÖNDUR
ÞAÐ má segja, að það er ömurlegt tómstunda-
föndur hjá unglingum, að ráfa milli samkomu-
húsa á laugardagskvöldi og fá ekki inngöngu,
því það þótti heldur hversdagsleg tilbreytni,
þótt vínhreyfir unglingar lentu í smáskærum
við og við og lögregluþjónar skærust í leikinn
og hefðu á brott með sjer einhvern ófriðar-
segginn.
Hjer er líka á ferðinni alvarlegt vandamál,
sem ráða verður bót á hið fyrsta. Öllum mun
bera saman um, að gatan sje ekki heppilegur
leikvangur fyrir æskuna og það síst á síð-
kvöldum.
•
EKKERT KAFFI, BARA..........
MARGIR leikhúsgestir, sem voru á frumsýn-
ingu í Þjóðleikhúsinu s.l. föstudagskvöld, urðu
varir við, að aimenningur á ekki mikið athvarf
hjá svokölluðum betri veitingahúsum bæjarins.
Leiksýningunni var lokið klukkan 10,30 og
frumsýningarfólk, sem hafði klætt sig i sín
bestu föt, vildi sumt setjast inn í veitingahús
til að fá sjer kaffisopa og ræða um leiksýn-
inguna. En það var ekki auðhlaupið að því, að
fá kaffisopann. Borg var fullsetinn gestum og
með allri virðingu fyrir smærri veitingahús-
unum, þá er varla hægt að lá prúðbúnum leik-
húsgestum, þótt þeir hafi ekki ánægju af að
setjast þar inn.
•
ÖNGÞVEITI VEITINGA-
MÁLANNA
ALLT BER þetta því að sama brunni. Veitinga-
mál bæjarins eru í þvilíku öngþveiti, að ekki
er sæmandi fyrir borg með 60.000 íbúa. Veit-
ingamenn eru flestir vel starfi sínu vaxnir, en
reglugerðir, höft og bönn á öllum sviðum, gera
þeim næsta ókleift, að reka veitingastofur, svo
siðuðum mönnum sjé sæmandi.
Ef ei/tthvað er lagt í kostnað til að gera veit-
ingastað hjer í bænum mannsæmandi, er ekki
hægt að láta hann borga sig með öðru móti, en
að halda böll, skröll, eða hvað menn vilja nú
kalia það.
Er nú ekki kominn tími til að endurskoða
þessf mál öll?
•
HRINGBRAUTARKAFLINN NÝI
ÞAÐ ER siður, að rjúka upp til handa og fóta
í blöðunum, ef eitthvað fer aflaga, en oft gleym
ist okkur að geta hins, sem vel fer. Þessvegna
er ástábða til að benda á Hringbrautarkaflann
nýja, frá Bjarkargötu að Njarðargötu, sem opn-
aður var til umferðar s. 1. laugardag. Þarna er
komin glæsileg tvöföld ökubraut. Girðingin um-
hverfis Hljómskálagarðinn hefir verið rifinn —
og hún mátti nú fara.
Bæjarstjórnin er vel vakandi og áhugasöm
fyrir framkvæmdum í bænum. Borgarstjórinn
okkar á sinn mikla þátt í þeim framförum, sem
orðið hafa á ýmsum sviðum hin síðari árin. —
Þess ber að geta, sem vel er gert.
Stahlberg keppir á afmælis-
móti Taflfjelags Reykjavíkur
SÆNSKI skákmeistarinn G. Stáhlberg kemur hingað til lands
um miðjan næsta mánuð og tekur hjer þátt í móti, þar sem
testu skákmenn íslands verða meðal keppenda. Er þetta 50
ára afmælismót Taflfjelags Reykjavíkur, en það er Taflfjelagið,
sem boðið hefur Stáhlberg hingað.
Það er öllum íslenskum skák-
mönnum’ mikil gleðitíðindi, að
það heppnaðist að fá sænska
stórmeistarann G. Stáhlberg
hingað til lands til keppni við
íslenska skákmenn.________
Stáhlberg hefur um 10—20
ára skeið verið sterkasti skák-
maður Norðurlanda og stend-
ur í röð allra sterkustu skák-
manna heimsins. — Hann kom
fyrst fram á sjónarsviðið ung-
ur að aldri skömmu fyrir 1930,
vann skákmeistaratitil Sví-
þjóðar mjög óvænt og hefur
vegur hans síðan farið ávalt
vaxandi allt fram til þessa
dags.
Til dæmis um styrkleika
Stáhlbergs má geta þess, að
skömmu fyrir 1940 gerði hann
jafntefli við hinn heimsfræga
eistlenska skáksnilling Paul
Keres í einvígi. Var slíkt þó
ekki á allra færi og má fh. a.
geta þess í því sambandi, að
stuttu síðar sigraði Paul Keres
Dr. Max Euwe fyrrverandi
heimsmeistara í einvígi.
Nú í ár var Stáhlberg einn
þeirra 10 skáksnillinga, sem
leiddu saman hesta sína í Buda-
pest og kepptu um rjettinn til
að skora á núverandi heims-
meistara í skák M. Botvinnik.
í þeirri keppni vann Stáhlberg
m. a. skákir af Rússunum D.
Bronstein og V. Smyslov.
Koma Stáhlbergs hingað til
lands er sambærileg við komu
þeirra fyrrverandi heimsmeist-
ara Dr. Aljechins og Dr. Euwe,
og er ekki að efa, að hún muni
verða íslenskri skákíþrótt til
mikils hagnaðar, og blása nýju
lífi í íslenskt skáklíf.
Væntanlega keppa eftirtaldir
menn í sama flokki og Stáhl-
berg:
G. Stáhlberg, Baldur Möller,
Guðm. Arnlaugsson, Guðm.
Ágústsson, Guðjón M. Sigurðs-
son, Eggert Gilfer, Ásmundur
Asgeirsson, Guðm. S. Guð-
mundsson, Árni Snævarr, Frið-
rik Ólafsson.
Öll keppni fer væntanlega
fram í Listamannaskálanum, og
hefst keppnin í þeim flokkum,
sem þátttaka er ekki takmörk-
uð í, þ. e. í meistaraflokki, 1.
flokki og 2. flokki föstudaginn
29. þ. m. og verður dregið á
miðvikudaginn þann 27. sept.
að Þórsgötu 1 kl. 9 e. h. og eru
þá síðustu forvöð að tilkynna
þátttöku sína.
Hergögn frá Banda-
ríkjunum fil Noregs
OSLO, 22. sept.: — í dag kom
skip til Oslóar með vörur, sem
Bandaríkjamenn senda vegna
hernaðaraðstoðarinnar við land
ið. Ekki var einvörðungu um
vopn að ræða. Þó voru m. a.
nokkrir skriðdrekar í sending-
unni. — NTB-
Aukið öryggi
WASHINGTON. 23. sept. —
Bandarísku blöðm ræða nú
mjög tillögur Achesons á alls-
þerjarþingi Sameinuðu bjóð-
anna til aukins öryggis í heim-
inum. Taka blöðin tillögunum
vel og telja, að bandaríska
sendinefndin hjá S. Þ. hafi far-
ið vel af stað með flutningi
þeirra. — Reuter.
Blaðamannaheimsóltn.
LONDON — Sex júgóslavneskir
blaðamenn komu nýlega í þriggja
vikna heimsókn til Bretlands.