Morgunblaðið - 26.09.1950, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 26. sept. 1950.
ftfORGUNBT, AfílP
9
Iðjuféiagar ráku kommúnista af höndum sér
Jóhanna S. Jónsdóttir.
Jakobína Gíslason.
Soffía Melsted.
Sverrir Jónsson.
Sigríður Þorvaídsdóttir.
Jóhann Einarsson.
Garðar Karlsson.
Erlendur Jónsson.
FulHrúar lýðræðts-
sinna er kosníngu
hlutu í !ðjuf ffelagi
Reykjatfík
Agætt hjeraðsmót SjáSfsfæðis-
manna í Kjósarsýslu
HJERAÐSMÖT Sjálfstæðismanna í Kjósarsýslu var haldið s.l.
sunnudag og hófst kl. 9 síðdegis að Fjelagsgarði í Kjós. Var
aðsókn að því eins mikil og hin miklu salakynni Ungmenna—
fielagsins frekast leyfðu. Sóttu það bæði ungir og gamlir. —
Ræðu fluttu þingmaður kjördæmisins, Ólafur Thors atvinnu-
málaráðherra og sjera Kristján Bjarnason, Var ræðum þeirra
ágætlega tekið. — Haraldur Á. Sigurðsson, Alfred Andrjesson
f!g Soffía Karlsdóttir fóru m.eð ýms skemmtiatriði við góðar
/
«------------,--------
undirtektir og ánægju.
FUNDUR UM
jSTJÓRNARSKRÁRMÁLlÐ
Áður en hjeraðsmótið hófst
var þennan sama dag haldinn
fundur í Sjálfstæðisfjelaginu
Þorsteinn Ingólfsson. Honum
stjórnaði formaður fjelagsins,
Gísli Andrjesson, hreppstjóri á
Hálsi, sem einnig stjórnaði hjer
aðsmótinu.
Á þessuhi fundi fiuttí' Ólafur
Bjarnason, hreppstjóri í Braiit-
arholti, skþrulega framsögu-
ræðu um stjórnarskrármálið. —
Síðar á fundinum flutti ÓÍafur
Thors langa ræðu, þar sem
hann vjek fyrst að stjórnar-
skrármálinu, en ræddi siðan al-
mennt um stjórnmálaástandið.
Nokkrar frekan umræður
urðu.
Var bæði þessi fundur og
hjeraðsmótið í alla staði hið á-
nægjulegasta.
Talstöðvar.
LONDON -— Afráðið hefur ver-
ið að sétja talstöðvar á mótor-
hjóí umferðarlögregluþjóna í
Lohdon. Tilraunir hafa verið
gerðar méð þetta í sumar og þor-
ið góðan árangur.
komma í „Þréfli"
á Siglufirði
í GÆRKVÖLDI fór fram kosn-
ing fulltrua á Alþýðusambands-
þing í ,,Þrótti“ á Siglufirði. —
Munaði aðeins 14 atkv. að
kommúnistar töpuðu þessu höf-
uðvígi sínu á Norðurlandi. —
Hlutu þeir 187 atkv., en lýð-
ræðissinnar 173. — 368 kusu af
640 á kjörskrá.
í Verslunarmannafjel. Siglu-
íjarðar var Gísli Jóhannsson,
skrifstofumaður hjá S. R. kos-
mn á Alþýðusamtaandsþingið.
Hermenn kommÉnísla
fóru ekki yfir (dndamærin
RANGOON, 22. sept.: — Land-
varnaráðherra Burma sagði í
þinginu í dag, að engir aðrir en
kínýerskir flóttamenn hefði
farið ;Tir landamærin inh í N.-
Burmá. En því háfði vérið hald-
ið ; fram, að herfnenrt kín-
verskra kommúhistá héfði fár-
ið inn yfir landamærin.
-— Reuter.
Þýðingarmesfi sigur, sem lýð-
ræðissinnar hafa unnið í verk-
lýðshreyfingunni í Reykjavíh
IÐJUFJELAGAR i Reykjavik ráku flugumenn kommúnista af
höndum sjer og tryggðu lýðræðissinnum glæsilegan sigur í fúll-
trúakjörinu til Alþýðusambandsþings. Fjekk listi þeirra 337
ctkv. og 9 fulltrúa kjörna, en listi kommúnista hlaut 310 atkv.
Tapa fulltrúaráðinu
Þetta er tvímælalaust ein-
hver sá mesti ósigur, sem
kommúnistar hafa beðið hjer á
landi, þegar tekið er tillit til
þess, að Iðja er þriðja fjöl-
mennasta verkalýðsfjelag í land
inu og með ósigri sínum í Iðju
hafa kommúnístar tapað öllum
-nöguleikum til að halda meiri-
hluta sínum í Fulltrúaráði
verkalýðsfjelaganna i Reykja-
vík, en fulltrúaráðið \hafa
kommúnistar notað s.l. tvó ár
;em áróðursmiðstöð kommún-
istaflokksins innan verkalýðs-
hreyfingarinnar.
Kommúnístar einangraðir
Sigur lýðræðissinna í Iðju
mun marka timamót i sögu
verkalýðshre^’fingarinnar. —
Kommúnistar hafa tapað öllum
möguleikum til þess að vinna
sig aftur til valda innan heild-
arsamtakanna og eru að ein-
angrast í tiltölulega fáum
verkalýðsfjelögum, sem þeir
halda þó naumlega og eftir
ýtuttán, tima mun völdum
þeirra með öllu lokið í verka-
lýðssamtökunum.
„Selíurnar" áttu að vinna
Kosningin í Iðju fór fram á
laugardag og sunnudag og
greiddu 712 atkvæði og má
telja það mjög góða kjörsókn.
Kommúnistar höfðu dagana
fyrir kosningarnar boðað til
..sellufunda“ um allan bæ og
ílokksbundnir kommúnistar
voru beðnir að mæta á skrif-
stofu flokksins til viðtals. Var
tilgangur með þessum fundum
einungis sá að fá alla komm-
únista til að vinna i Iðju.
Á Dagsbrúnarfundi á fimmt-
dag í s,l. viku skoruðu komm-
únistar á Dagsbrúnarmenn að
beita sjer fyrir sigri kommún-
ista í Iðju. Baráttu kommún-
ista var svo eins og vant er
stjórnað frá Þórsgötu 1, þar sem
leppar þeirra i Iðju höfðu kosn-
ingaskrifstofu sína.
Svikararnir gjalda
verka sinna
En það vakti athygli í kosn-
ingunum að helstu kosningar-
smalar komniúnista voru ung-
kommúnistar, en ekki þeir
menn, er fylgja þeim að mál-
um í Iðju og stafar það af því,
að yfirleitt eru þeir kommún-
istar er starfað hafa í fjeíaginu
svo óvinsælir af fjelögunum að
kommúnistar vissu, að ekki
þýddi að nota þá, og urðu þeir
því að grípa til ennarra, sem
ekki voru eins þokktir innan
fjelagsins.
Þessi stóri sigur lýðræðis-
sinni mun leiða af sjer enn
stærri sigra og sókninni á hend
ur kommúhistum í verkalýðs-
hreyfingunni verður ekki hætt
fvrri én áhrif kommúnista eru
þar að öllu leyti út þurrkuð. —
Launþegár þekkja áf reynslu,
að af hendi kommúnista er
einskis að vænta annars en
svika og landráða og til þess.að
gera verkalýðssamtökin sterk
verður að útiloka kommúnista
frá öllum störfum.
★
Myndir af fulltrúum lýðræð-
issinna í kosningunum í Iðju
birtast hjer. Þó vantar eina. af
Hróbjarti Hannessyni. •
Prenlarar kusu lýð-
ræðissinna
HIÐ íslenska prentarafjelag
kaus á sunnudaginn fulltrúa á
Alþýðusamþandsþing. Lýðræðis
sinnar báru sigur úr býtum og
fengu fulltrúar þeirra 65 atkv.,
en 45 greiddu kommúnistum
atkvæði.
Fulltrúar lýðræðissinna er
kosningu hlutu voru: Magnús
Ástmarsson og Magnús Jonsson,
Fylgi kommúnista í Hinu is-
lenska prentarafjelagi hefur
stöðugt farið minnkandi á und-
anförnum árum.
Sigur lýðræðissiuiii
í Hveragerðl og
Eyrarbakka
Á SUNNUDAGINN fór fram
kosning fulltrúa á Alþýðusam-
bandsþing í verkalýðsfjelaginu
í Hveragerði og fór kosningin
þannig, að fulltrúi , lýðræðis-
sinna, Aðalsteinn Steindórsson,
hlaut kosningu með 18 atkv. —•
Fulltrúi kommúnista fjekk 15
atkv. Einnig var lýðræðissinni
kosinn frá verkamannafjelag-
inu ,,Báran“ á Eyrarbakka.
Hernámsstjérar
Vesturveldanna
ræða við Adenauer
BONN, 23. sept. — Hernáms-
stjórar Vesturveldanna í Vest-,
ur Þýskalandi gengu í dag á
fund Adenauers kanslara, til
viðræðna við hann um fram-
kvæmd þeirra ákvarðana, sem
teknar voru viðvíkjandi vestur
þýska lýðveldinu á utanríkis-
ráðherrafundi þríveldanna am
s.l. helgi.
Þjóðverjar munu nú meðaL
annars í fyrsta skifti í fimm ár
táka upp stjórnmálasambancl
við erlend ríki, þó aðeins bau,
sem hernámsstjórarnir geta
fallist á.
Stofnað verður og vestur-
þýskt utanríkisráðuneyti.
Bandarískur lloli 1
í Miðjarðarhafi 1
LONDON, 22. sept Bándáiikin
hafa nú 52 herskip í Miðjarð-
arhafi. Eru skip þesái í hópum
víðsvegar um Miðjarðarhafið,
og fara mikið í kprteisisheim-
sóknir. —Reutér. _j^