Morgunblaðið - 05.10.1950, Blaðsíða 1
16 síður
37. árgangur
231. tbl. — Fimmtudagur 5. októbei- 1950
Prentsmiðja Morgunblaðsinj
Hann er ríkisstjóri Beigíu.
Baudoin, ríkiserfingi Belgíu, sver eið að stjórnarskránni í
öidungadeildinni. —
Stjórnmálanefndin ræðir
um framfíð lióreu
LAKE SUCCESS, 4. okt. — í' dag hjelt áfram umræðum um
framtíð Kóreu í stjórnmálanefnd allsherjarþingsins. Fram hafa
komið 2 aðaltillögur. Bar V7ishinsky aðra fram, en Bretar hina
og standa 7 þjóðir að þeirri tillögu með þeim.
MISSIR MARKS
Vishinsky var einn fvrsti
ræðumaðurinn í dag. — Hann
fór hraklegum orðum um til-
iqgu Breta. Sagði, að hún væri
alls ekki til þess fallin að leysa
þann vanda, sem um væri að
ræða. Ölíu heldur væri hjer á
ferðinni lævísleg tilraun til að
Bandaríkjamenn fengi að hafa
her sem lengst í landinu.
VÆNLEG TIL FRIÐAR
Þessu var annan veg varið
um rússnesku tillöguna, sagði
Vishinsky. Hún var ekki aðeins
börin fram af heilindum, held
ur var hún að hans dómi eina
lejðin til að koma á og halda
uppi friði í Koreu um alla
framtíð.
LÝÐRÆÐISÞJÓÐIRNAit
STANDA SAMAN
Lýðræðisþjóðirnar styðja yf
irleitt tillögu Breta, en þó hef-
ir fulltrúi Indlands ekki getað
fallist á hana. Vill hann miðla
málum og reyna að finna ein-
hvern gullinn meðalveg milli
tillagnanna. ísrael fylgir svip-
aðri stefnu.
Viðræður baitka-
manna um viðskKti
WASHJNGTÖN, 4. okt. —
Bankamenn 14 V-Evrópulanda
munu innan skamms ræða leið-
ir tii að auka viðskipti V-Ev-
rópu og dollarasvæðisins. —
Fulltrúar á þessa ráðstefnu fara
vestur um.haf um miðjan mán-
uðinn og er hjer um að ræða
lið í hjálparáætlun Marshall. —
v — NTB
Hluslað á úlvarp frá
allsherjarþinginu
LAKE SUCCESS, 4. okt.: —
Hjer eftir geta útvarpshlustend
ur um heim allan fylgst með
umræðum allsherjaþingsins
vegna aukinnar samvinnu
helstu útvarpsstöðva heims. —-
Frá aðalumræðum þiiígsins
verður útvarpað á ensku,
frönsku, rússnesku, spænsku
og kínversku um tareskar og
bandarískar útvarpsstöðvar. —
Hlustendur í Norðurálfu og
löndunum fyrir botni Miðjarð-
arhafsins geta hlustað á útvarp
ið á ensku og frönsku beint
frá New York.
Kolanám Norð-
manna á Svalbarða
ÞRÁNDHEIMI, 4. okt.: — Um
250 þús. smálestir kola hafa
verið fluttar frá Svalbarða til
Noregs á þessu ári. Flutningun
verður haldið áfram til 20.
október, og eru horfur á, að því
marki verði náð, sem sett var.
Hafði verið gert ráð fyrir að
flytja 300 þús. smál. í sumar
og haust. Þetta er svipað og í
fyrra. Á næsta ári er ætlunin,
að framleiðslan verði meiri en
nokkru sinni fyrr. =— NTB.
Vilja taka upp stjórn
málasamband
við Spán
NEW YORK, 4 okt. — Sjö
ríki S-Ameríku hafa borið
fram tillögu í allsherjarþing-
inu, þar sem gert er ráð fyrir,
að samþykkt S. Þ. um slit
stjórnmálasambands við Spán
verði úr gildi feld. Lagt er
og til, að spænsku stjórninni
sje gefinn kostur á að gerast
aðili að samtökum S. Þ. NTB
Sunnanmenn sækja við-
stöðulaust til Wonsan
Vesfar eru þeir 50 km norðan landamæranna.
Uijongbu fallin í hendur Bandaríkjamönnum.
Einkaskeyti til Mbl. frá NTB
SEOUL, 4. okt. — Framvarðarsveitir sunnanmanna, sem sækja
viðstöðulaust fram á austurströnd Kóreu, voru komnar 115 km.
norður fyrir 38. breiddarbaug í kvöld. Eru þær þá meira en
hálfnaðar til hafnarborgarinnar Wonsan, sem mikilvægt er
að ná. —
Verkfallsáskorun
kommúnisla var _
ekki sinnf
VÍN. 4. okt. — Kommúnistar í
Austurríki hvöttu til allssherj-
arverkfalls í dag. Samt fóru
ekki nema um 50 þúsund að
orðum þeirra, af 1,5 milj. verka
manna. Víðsvegar kom til
minni háttar árekstra milli lög
reglu og verkfallsmanna. NTB
Rússar ættu að vera
varkúrari eftirleiðis,
þegar þeir sjá, að árásarsfefnan borgar sig ekki.
Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter.
SOUTHAMPTON, 4. okt. — Bevin, utanríkisráðherra, kom heim
til Bretlands síðdegis í dag frá Bandaríkjunum, þar sem hann
tók þátt í umræðum. utanríkisráðherra þvíveldanna, fundum
Atlantshafsráðsins og allsherjarþings S. Þ. —
Góð komuppskera
í Noregi í hausl
ÞRÁNDHEIMI, 4. okt.: —
Kofnuppskeran í sunnanverð-
lim Þrændalögum er betri nú
en mörg undanfarin ár. Korn-
sölu ríkisins í þessu hjeraði
hafa þegar boðist um 500
smál. af korni. — NTB.
ViÐRÆÐilM UM SAM-
EilMiNG STÁL- OG KOLA-
illiMAÐARlNS MIÐARVEL
Einkaskeyti til Mbl. frá NTB
LUNDÚNUM, 4. okt. — Fulltrúar þeirra 6 ríkja, sem taka þátt
í viðræðum um Schumanáætlunina í París, hjeldu þeim áfram
i dag eftir vikuhlje. Á þeim tíma hafa ríkisstjórnir landanna
0 fjallað um þá skýrslu, sem fulltrúarnir höfðu gengið frá, og
munu álitsgerðir ríkisstjórnanna nú liggja fyrir. —
Gætnari hjer eftir.
Við heimkomuna fórust ráð-
herranum orð á þessa leið: —
„Jeg tel að Rússar verði var-
kárari í orðum og æði eftirleið-
is, vegna ósigursins í Kóreu“.
Rússar læra vonandi af
reynslunni.
Bevin lýsti því og yfir, að
hann tryði því ekki, að Rússar
æskti nýs stríðs. „Þeir eru vart
svo misvitrir. Þegar þeim hefir
skilist, að árásarstefnan borgar
sig ekki, hygg jeg, að í hönd
fari mikil viðreisnaröld um
heim allan“.
Fyrir lok ársins 1950.
Talið er, að þegar hafi ver-
ið gengið frá samkomulagi um
sameinfng stál- og kolaiðnað-
arins að fjórum fimmtu hlut-
um, og standa vonir til, að sam-
komulag náist um hinn hluta
áætlunarinnar fyrir árslok. —
Löndin sex eru Frakkland,
Vestur-Þýskaland, Ítalía,
Belgía, Holland og Luxemborg.
Oder-Neisse línan
ranglát landamæri
BONN, 4. okt — Yfirstjórn
Rússa í A-Þýskalandi var
fengin í hendur andmælaorð-
sending ífrá Bonnstjórninni í
dag. Lýsir stjórnin vanþókn-
un sinni á þeirri alvktun kom-
múnista, sem gerir ráð fyrir,
að Oder-Nisse-linan verði
landarpæri Þýskalands. Ségir
í orðsendingunni, að landa-
mærin verði ekki endanlega
ráðin nema við friðarsamninga,
svo að löglegt sje —NTB.
WONSAN VERÐUR
VARIN
Hingað til hafa sunnanmenn
sótt fram án þess að fyrir þeim'
yrðu aðrar hindranir en leyni-
skyttur kommúnista, en yfir-
herstjórnin telur, að öflugar
sveitir norðanmanna muni
verja Wonsan. Er hún veiga-
mesta borg í N.-Koreu, önnur
en höfuðborgin Pyongyahg.
Innar í landinu er 1. herfylki
sunnanmanna komið a. m. k.
50 km. norður fyrir landamær-
in eftir seinustu fregnum að
dæma.
UIJONGBU FALLIN
Enn vestar hafa Bandaríkja
menn brotið á bak aftur varn-
ir kommúnista og tekið Uijong
bu, sem er 20 km. norðan Seo-
ul. Undanfarna daga hefir
hluti af 17. herfylki norðan-
manna gert örvæntingarfullar
tilraunir til að verja borgina.
Flugskilyrði voru vond í dag,
svo að flugherir S. Þ. gátu ekki
haft sig í frammi.
MYRTU 500 MANNS
Breskar, ástralskar og banda
rískar sveitir hafa haldið á-
fram að hreinsa til, þar sem
enn er óhreint í S.-Koreu. —
Skýrt hefir verið frá, að kom-
múnistar hafi myrt 500 manns
í Mokpo áður en þeir hurfu úr
borginni.
FLUTNING ALEST
Á LEIÐINNI
Flugmenn Banc^ankjamanna
hafa sjeð lest 150 flutninga-
vagna á leið til Pyongyang frá
borg, sem er 80 km. norðar og
um 100 km. frá landamærum
Manchuríu.
SJÖ HERFYLKI
BANDARÍKJAMANNA
Nú er 3. fótgönguliðsherfylki
Bandaríkamanna komið til
Koreu, svo að þeir eiga nú sjö
herfylki í landinu, en þau eru
ekki öll fullskipuð.
Nýllðamir eru allir
snoðklippllr
PRAG, 4. okt.: — 1. þ.m. var
nýr árgangur kvaddur til her-
þjónustu í Tjekkó-Slóvakíu,
sem þar er 2 ár. Nýjar reglur
vom teknar upp fyrir nýliðana
og var þar farið að rússneskri
fyrirmynd. Þeir mega ekki láta
sjer vaxa hár, en eru snoð-
klipptir. Líka verða þeir að
dveljast í herbúðunum um helg
ar og kynna sjer stjórnmál.