Morgunblaðið - 05.10.1950, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 05.10.1950, Blaðsíða 8
8 MORGVN BLAÐÍÐ F'mmtudagur 5. okt. 1950, Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. —* Sími 1600. Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Askriftargjald kr. 14.00 á mánuði, innanlands. í lausasölu 60 aura eintakið. 85 aura með Lesbók. Viðkvæm kaun í'YRIR NOKKRUM dögum var þeirri spurningu varpað fram hjer í blaðinu, hvort það fjármagn, sem Samband ís- lenskra samvinnufjelaga hefur lagt í skipakaup, væri ekki betur komið í höndum framfarasinnaðra bænda, sem leggja cú allt kapp á að auka ræktun landsins og afujrðir búanna. Á það var bent, að fyrir það fje, sem forráðamenn SÍS hafa lagt í að kaupa skip, hefðu fjelagsmenn kaupfjelaganna, bændurnir, getað stækkað tún sín um 6—7 þúsunsd hektara. Að lokum var beðið skýringar á þessari ráðstöfun. Svo undarlega bregður við, að Tíminn, blað Framsóknar- fJokksins, verður mjög ókvæða við við þessar fyrirspurnir. í forystugrein blaðsins í gær eru þær kallaðar „rógur Morg- unblaðsins um skipadeild SÍS“!!! Hvaða óskapleg við- kvæmni er þetta? Við hvaða kaun hefur verið komið? Allir heilvita menn, sem lásu smágrein Morgunblaðsins um þessi efni, sáu að þar var enginn „rógur“, aðeins blátt áfram útreikningur og hógvær fyrirspurn. En hverju svarar Tíminn svo til? Jú, svörin eru þau, að „bændur vilji gjarnan að þunga- vörur sjeu fluttar beint á þeirra hafnir með skipum sam- vinnufjelaganna“ og „kaupfjelögin taka drjúgan þátt í fram- leiðslu freðfisks og þær afurðir þarf að flytja á markað erlendis“. Þetta eru þá skýringarnar. Samvinnufjelögin þurftu að leggja mikið fjármagn í að byggja skip til þess að tryggja „beina“ vöruflutninga til bænda og ennfremur til þess að flytja út hraðfrystan fisk. Báðar þessar skýringar væru góð- ar og gildar ef þær væru sannar og ættu stoð í raunveru- leikanum. En það eiga þær ekki, því miður. íslendingar ættu nefnilega nægan skipastól, bæði til þess að flytja út hraðfrystan fisk og koma nauðsynjum bænda beint í hafnir þeirra, þó að að samvinnufjelögin hefðu ekki varið 15—20 millj. kr. af veltufje bænda til skipabygginga. Það sem er kjarni málsins er þessvegna það, að forvígis- menn SÍS vildu heldur kaupa skip fyrir þetta fje að þarf- litlu, en að verja því í ræktun landsins. — Morgunblaðið hefur ekki hafið neinn róg á hendur skipadeild samvinnu- fielaganna. Til þess er heldur engin ástæða. Það hefur að- eins skýrt frá staðreyndum, sem Tíminn hefur heldur ekki mótmælt, — Forstjórum og ráðamönnum SÍS er að sjálf- sögðu heimilt að hafa þá skoðun að fje bænda sje betur komið í útgerð verslunar- og flutningaskipa, en ræktunar- framkvæmdum á jörðum þeirra. •ár' Tapað tafl KOMMÚNISTAR HAFA nú ekki aðeins glatað öllum mögu- leikum til að fá meirihluta á þingi Alþýðusambands ís- lands, sem háð verður í næsta mánuði, heldur hafa þeir einnig glatað meirihluta þeim, sem þeir hafa lengi haft í fulltrúaráði verkalýðsfjelaganna í Reykjavík. Þeir hafa beð- ið hvern stórósigurinn á fætur öðrum í verkalýðsfjelögum höfuðborgarinnar. Stærstu áföll þeirra voru þó ósigrarnir í Iðju, fjelagi verksmiðjufólks og vörubifreiðastjórafjelaginu Þrótti. En þessi fjelög kjósa samtals 12 fulltrúa á Alþýðu- sambandsþing. 1 í svo að segja hverju einasta verkalýðsfjelagi landsins liggur straumurinn frá kommúnistum. Þeir eru allstaðar að tapa. Þetta gerist á sama tíma og fólkið í verkalýðssamtökun- um á við vaxandi erfiðleika að etja af völdum hækkaðs verðlags og minnkandi atvinnu. Það, sem að gerst hefur er það, að fólkið hefur sjeð í gegn um hið ábyrgðarlausa yfirborðsgaspur kommúnista. Það treystir þeim ekki til þess að leysa vandkvæði sín. Það lætur ekki vandræðin æsa sig til þess örþrifaráðs að fela rótlausum landráðalýð og ofbeldisseggjum forsjá mála sinna. Islendingum má vera það mikið gleðiefni að fylgi komm- únista fer nú ört hrakandi í landi þeirra. Hjer hefur því far- ið á sömu lund og í öðrum lýðræðisríkjum. ****** IIR DAGLEGA LÍHNU ý XÆKNIN I FJÖTRUM ÁRUM SAMAN urðu áhugamenn í útvarps- og loftskeytatækni hjer á iandi að stelast til þess, að æfa sig og komast í samband við áhugamenn í öðrum löndum á þessu sviði, sökum þröng- sýnna laga, sem bönnuðu að menn notfærðu sjer þessa tækni á sviði fjarskifta. — Á meðan máttu menn í öllum löndum heims leika sjer að þess- ari saklausu, en oft nytsömu skemtun. í fáum, ef nokkru lýðfrjálsu landi er fjar- skiftatæknin í jafn miklum fjötrum og hjer á landi. Stafar það af vitlausum lögum og einka- rekstursaðstöðu Landsíma íslands um öll fjar- skifti. • FERÐAMENN FÁ EKKI TALSTÖÐVAR ÞAÐ ER NÆRRI ógerningur fyrir langferða- menn, sem leggja upp í óbygðir fslands, að fá leyfi til að hafa talstöðvar meðferðis. — Það er sama þótt það sje játað, að slík tæki eru ómetanleg til öryggis ferðamönnunum sjálfum og jafnvel öðrum, sem lenda kunna í lífsháska. Nýlega kom fyrir dæmi, sem sýnir hve þetta eru vitlausar reglur og bókstaflega óþolandi. • VORU TUTTUGU KM. FRÁ GEYSISFLAKINU EINS OG FRÁSÖGN af ferðalagi átta Reyk- víkinga, sem birtist í blgðinu í dag ber með sjer voru þeir staddir eina 20 km. frá þeim stað er Geysir lenti á Vatnajökli. En þeir þurftu að fara 400 km. úr leið til þess að sameinast leið- angri, sem sendur var frá Akureyri til að bjarga Geysismönnum vegna þess að þeir gátu ekki látið vita af sjer. Allar líkur benda til, að Reykvíkingarnir hefðu getað bjargað Geysismönnum nokkrum dögum áður en gert var, ef þeir hefðu haft með sjer talstöð. • ALLIR LANGFERÐAMENN FÁI TALSTÖÐ FERÐAFJELÖG og aðrir áhugamenn um lang- ferðalög hjer í þessu landi, eiga nú að láta sjer þetta dæmi að kenningu verða og koma því í kring hið fyrsta, að langferðamenn fái leyfi til að hafa með sjer talstöðvar, svo að þeir geti haft samband við bygð, ef eitthvað ber útaf hjá þeim, eða á aðstoð þeirra þarf að halda. Valdhafar landsins geta ekki verið á móti þessu, þótt búast megi hinsvegar við andstöðu einokunarhafanna. F.NN ER BÖRNUNUM ! > GLEYMT ENN GENGUR kvikmyndaliúsunum illa, að út- vega kvikmyndir við barna hæfi. Þó kemur fyrir, að sýndar eru myndir, sem börn hafa gaman að sjá. Svo var það t.d. um síðustu helgí, að auglýst var íslensk kvikmynd í einu kvik- myndahúsa bæjarins kl. 3 og kl. 5. Það var hent- ugur tími fyrir börnin. En þegár á reyndi komi í ljós, að ekki voru seldir nema nokkrir aðgöngumiðar fyrir börnt og kostaði hver miði 5 krónur. Þeir gengu fljótt út t)g voru þá ekki eftir nema 10 krónu miðar. - • DÝR SKATTUR Á BARNMÖRG IIEIMILI ÞAÐ SEGIR sig sjálft, að foreldrar, sem eiga mörg börn, geta fæst leyft sjer að kaupa 10 kr.. aðgöngumiða að kvikmyndasýningu fyrir börn-. in sín. Börnin eiga hinsvegar bágt með að skilja, að þau fái ekki að fara í bíó eins og leikbræður- þeirra og systur í næstu húsum. Hjer er vandamál á ferðinni, sem bæta þyrfti úr. —i • SJERSTAKAR BARNASÝNINGAR KVIKMYNDAHÚSEIGENDUR myndu fá þakk- ir margra foreldra, ef þeír reyndu að hafa barna sýningar fyrir yngstu borgarana við og við. Það þurfa ðkki að vera merkilegar kvikmyndir, sem þeim eru sýnd. Safn af smámyndum myndi oft duga. En á barnasýníngar ætti að selja barnamiða eingöngu og það við vægu verði, eins og siður var hjer áður fyr. EKKERT BARNALEIKRIT í ÁR? LEIKFJELAGIÐ gafst upp á því að sýna barna- leikrit, þótt tilraunin með Óla smaladreng, sem þær Borg-systur, Emilia og Þóra, gengúst best fyrir um árið, gæfust prýðilega vel. Ekki myndi skorta aðsókn að bárnaleikrit- um, er sýnd væru og jafnvel gætu slík leikrít verið hinn besti skóli fyrir ungt fólk, sem lang- ar til að spreyta sig í leiklistinni. Vilja nú ekki áhugamenn um leiklist taka þetta til athugunar. Eða má gerast svo djarftir að láta sjer detta í hug, að Þjóðleikhúsið vilji eitthvað gera fyrir væntanlega viðskiftavini f framtíðinni. Lr ræðu Hoffmans um efnahagssamvinnuna í SAMSÆTI, sem Paul G. Hoffmann var nýlega' haldið í Washington í tilefni af því að hann hefur sagt lausri stöðu sinni sem framkvæmdastjóri efnahagssamvinnustofnunarinn ar en það mikilsverða embætti hefur hann haft með höndum síðan stofnunin var sett á fót 1948, hjelt George Marshall núverandi landvarnamálaráð- herra Bandaríkjanna og upp- hafsmaður endurreisnaráætl- unarinnar fyrir Evrópu, ræðu þar sem hann hrósaði Hoff- mann mjög fyrir störf sín og sagði að það væru fáir sem gerðu sjer ljóst hve mikilsverð störf hann hefur unnið fyrir land sitt og n ikinn hluta heims. „Hann er fyrirmynd al- heims-borgara“ sagði Marshall. Um sama leiti sagði Hoff- mann: „Störf efnahagssam- vinnustofnunarinnar verða sí- felt mikilvægari. Við höfum komið á fót fjórum efnahags- samvinnunefndum í suð-aust- ur Asíu og við verðum að halda störfum okkar áfram og það ekki aðeins á efnahagssviðinu; við það starf hef ur bæst nýtt hlutverk í sambandi við aðstoð til að byggja upp varnarkerfi gegn árásarhættu“. Hoffmann giskaði á að f járveitingar til hervarna myndu 5 milli 40 og 50 biljónir dollara árlega, og hann bætti við: „Þessar fjár- veitingar munu verða þýðing- arlausar nema að við höldum áfram efnahagssamvinnu okk- ar þannig að þjóðirnar geti eflst og íbúar þeirra lifað við I frið og virðingu bvors annars. ’ Þessu takmarki má ná með framlagi sem eb minna en tíu hundruðustu af öllum fjárveit- ingum til hernuðarþarfa. Hlut- verk Evrópu er geysistórt og ef að rjett er að því unnið mup máttur hennar koma skýrt í ljós. Með samvinnu og einhug munu Evrópuþjóðirnar geta komist mikiu lengra en þær nú álíta mögulegt“. Að lokum sagði Hoffmann: „Starf okkar er að koma á friði sem allir frjálsir menn geta unað við og þetta er sann- arlega mikilsvert starf“. Hoffmann er nú staddur í París og er að hefja ferð um 11 þátttökuríki > Marshall áætluninni. Að ferðinni lok- inni mun hann gefa Truman forseta skýrslu um athuganir sínar. __________________ Bifreiðasmíði Breta. LUNDÚNUM — í júlí s. 1. smíð- uðu Bretar hjer um bil 11 þús. bifreiðar á viku. í þeim mánuði voru bifreiðar og dráttarvjelar fluttar út fyrir um 17 þús. punda. MADRID — Frægi spænski háls- og eyrnalæknirinn, Antonio Garcia Tapia, dó í lok seinasta mánaðar úr lungnabólgu. Hellisheiði þungfær vegna snjéa FJALLAHRINGURINN hjer við Reykjavík, var allur meira og minna snæviþakinn, er bæj arbúar- risu úr rekkju í gær- morgun. Einkum austurfjöllin, sem voru alhvít enda var mik- il snókoma til fjalla í alla fyrri nótt og á heiðum uppi. — Vgr Hellishéiði orðin allerfið yfir- ferðar í gær. Þegar fyrstu bílar komu á Hellisheiði í gærmorgun, var lausamjöllin þar hnjedjúp. -— Nokkrir minni bílar, sem voru keðjulausir, festust þar. í all- an gærdag var meiri og minni snjókoma þar. Var heiðin orð- in nokkuð erfið yfirferðar fyrir stóra vörubíla í gærkveldi. — Húh var alófær orðin fólksbíÞ um. í gær var og mikil snjókoma við Skíðaskálann og var þar mikill snjór yfir öllu eins og hávetur væri._______ Óvenjuleg! svikamál á döfinni i Finnlandi HELSINGFORS, 4. okt.: — Ó- venulegt svikamál er nú fyrir dómstólunum í Helsingfors. — Kona að nafni Strömgord hef- ir haft út úr mönnum stórar fjárhæðir, síðan 1930, með því að heita þeim hlutdeild í arfi, sem hún ætti í vændum frá Bandaríkjunum. Með þessari tálbeitu hefir henni tekist að girrna um 80 manns. — NTB. ,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.