Morgunblaðið - 07.10.1950, Síða 8
8
MORGUNBLAÐIÐ
Laugardagur 7. okt. 1950
Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík.
Framkv.stj.: Sigfús Jónsson.
Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðann.)
Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson.
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjóríi, auglýsingar og afgreiðsla:
Austurstræti 8. — Sími 1600.
Lesbók: Árni Óla, sími 3045.
Áskriftargjald kr. 14.00 á mánuði, innanlands.
I lausasölu 60 aura eintakið. 85 aura með Lesbók'.
Fánýtar tillögur —
- fánýtur málflutningur
MINNIHLUTAFLOKKUNUM í bæjarstjórn Reykjavíkur
finnst öðru hvoru að þeir verði að sýna almenningi í bæn-
um, að enriþá leynist dálítið lífsmark með þeim. I>á rjúka
þeir upp og flytja tillögur um hitt og þetta.
Bæjarfulltrúar Alþýðuflokksins fengu eina slíka hviðu á
bæjarstjómarfundi í fyrradag. Þeir lögðu fram tillögu um
það að hafist skyldi handa um byggingu leiguíbúða á veg-
um bæjarins. Lögðu þeir til að lán það, sem Reykjavíkur-
bær fær af gengishagnaði bankanna vegna gengisbreyting-
arinnar yrði notað í þessu skyni.
Á það var bent, bæði af borgarstjóra og Jóhanni Haf-
stein að til þess hefði alltaf verið ætlast að þessu fje yrði
varið til Bústaðavegshúsanna. Það væri ennfremur óhyggi-
legt á meðan þeim byggingum væri ekki lengra komið á-
leiðis, að dreifa kröftunum með því að ráðast í aðrar bygg-
ingar. Fullvíst mætti ennfremur telja, að fjárfestingarleyfi
fyrir nýjum byggingarframkvæmdum bæjarins yrði torsótt
elns og nú horfir í efnahagsmálum þjóðarinnar. Eðliíegast
\ æri hinsvegar að leggja allt kapp á að ljúka Bústaðavegs-
húsunum. Tillaga Alþýðuflokksins um að svifta þau fjár-
framlagi, sem þeim hafði jafnan verið ætlað, náði ekki fram
eð ganga. Hinsvegar var samþykkt tillaga frá borgarstjóra
tm að hraða byggingu þeirra. Engum dylst að meirihluti
bæjarstjórnar hefur haft hjer rjettan hátt á. Að því væri
engin úrbót í húsnæðismálum Reykvíkinga, að bæjarstjórn
samþykkti að ráðast í nýjar byggingarframkvæmdir meðan
bygging Bústaðavegshúsanna stendur ennþá sem hæst. Mjög
litlar líkur eru til þess að hægt yrði að hefja slíkar fram-
kvæmdir vegna skorts á byggingarefni. Slíkar samþykktir
yrðu þessvegna pappírsgagn eitt en engin raunhæf lausn á
húsnæðisvandamálinu. —
Þrátt fyrir llt þetta reynir Alþýðublaðið í gær að blása
þessar fánýtu tillögur flokksmanna sinna upp sem eitthvert
„bjargráð“. Blaðið telur það einnig sýna fjandskap Sjálf-
stæðisflokksins við umbætur í húsnæðismálum, að þær
skyldu ekki ná fram að ganga. — Slíkur málflutningur dæm-
ir sig sjálfur. Fánýtar tillögur — fánýtur málflutningur. —
Þar hallast ekki á.
RjettarÖryggið í Sovjet
VEGNA EINANGRUNAR þeirra, sem kommúnistar halda
Rússlandi í, er erfitt að gera sjer grein fyrir því, sem raun-
verulega er að gerast þar. Engu að síður eru ýmsar heim-
ildir til, sem gefa góða hugmynd um stjórnarháttu komm-
únista. Það er t. cL mjög fróðlegt að kynnast einstökum
ákvæðum í löggjöf Sovjetríkjanna og þá ekki hvað síst hegn-
ingarlöggjöfinni. í lagasafni Rússa frá 1934 segir t. d. í 283.
grein, að innanríkisráðuneytið hafi heimild til þess að senda
þá menn í útlegð, sem sjeu hættulegir þjóðfjelaginu. Ráðu-
neytið dæmir sjálft um það, hvaða menn það sjeu. —
Einstaklingurinn nýtur þar engrar verndar gagn-
vart þessu valdi. — Ef að einhver af trúnaðarmönnum
kommúnistaflokksins á vinnustað hans eða í byggðarlagi
hans, telur að hann sje ekki hollur ríkisstjóminni og komm-
ínismanum, þá skrifar hann innanríkisráðuneytinu og gef-
vt upplýsingar um þetta. Ráðuneytið telur hinn ákærða
„hættulegan þjóðfjelaginu" og gefur fyrirskipun um hand-
töku hans. Síðan er honum sjeð fyrir ókeypis fari til Síberíu
eða einhvers þægilegs staðar í útjöðrum Rússaveldis.
Hvemig litist íslendingum á að njóta slíks rjettarörygg-
is? Væri það ekki ánægjuleg tilhugsun fyrir þá, að eiga von
á því að trúnaðarmenn kommúnista á vinnustöðum þeirra,
gæfi t. d. Brynjólfi Bjarnasyni upplýsingar um skoðanir
þeirra og Brynjólfur hefði síðan takmarkalaust vald til
þess að meta hvort þær væru „hættulegar þjóðfjelaginu?"
Ef þær væru það, þá gæti hann gefið hlutaðeigandi manni
tækifæri til þess að flytja í einhverja fjarlæga sakamanna-
nýlendu og dveljast þar það sem eftir væri ævinnar.
Er ekki slíkt „rjettaroryggi“ fullkomið og æskilegt?
^^:ÚR DAGLEGA LÍHNU
GULLFOSS Á FÖRUIVl
í DAG leggur Gullfoss úr höfn og er ekki vænt-
anlegur heim aftur fyr en næsta vor. Hann
verður í förum frá ströndum Frakklands til
Afríku .Mun hann sóma sjer vel í höfninni í
Casablanca innan um önnur fríð hafskip.
Því ber ekki að neita, að flestir landsmenn
munu sjá eftir Gullfossi og að hann skuli ekki
vera í förum til Islands, alt árið. En strax og
við athugum málið, sjáum við, að það skyn-
samlegasta, sem Eimskip gat gert var að leigja
Gullfoss yfir vetrarmánuðina.
•
SÍÐAR KOMA TÍMAR
ÞAÐ ER VÍST EKKERT leyndarmál, að Gull-
foss hefir ekki borið sig í sumar — gjaldeyris-
lega sjeð — það hefir heldur þurft að gefa með
honum í erlendum gjaldeyri, en að hann skil-
aði afgangi, býst jeg við.
Hvað hefði þá orðið yfir vetrarmánuðina?
Nei, það var ekki annað að gera, en að leigja
Gullfoss út í heim að þessu sinni úr því gott
bpð fjekst. Við þurfum heldur ekkert að
skammast okkar fyrir flaggið okkar á því fleyi,
hvar sem það fer um heimshöfin. Og bestu
óski rallra fslendinga fylgja Gullfossi og skips-
höfn hans.
Síðar koma vonandi þeir tímar að við getum
haft Gullfoss fyrir okkur allt árið.
•
VOGAMENN í VANDRÆÐUM
LANGT BRJEF LIGGUR hjá mjer um vand-
ræði íbúanna í Vogunum svonefndu, en það
eru íbúðargötur við Elliðavog. Telja þeir sig af-
skifta mjög um strætisvagnaferðir, sem sjeu
skiplagðar þeim til mikillra óþæginda, en
,,krónu bíllinri komi að litlu gagni.
Ekert væri þessum dálkum kærara, en að að-
stoða Vogarbúa, sem aðra, í erfiðleikum 4>eirra,
en hjer er um svo langt mál, að ræða, að besta
ráðið væri fyrir Vogarmenn, að snúa sjer beint
til stjórnar strætisvagnanna.
En dugi það ekki, mætti kanski taka málið
upp á nýtt.
REIÐIKAST
KUNNINGI MINN, sem var skipsfjelagi minn
fyrir rúmelga 20 árum, kom á dögunum ösku-
reiður með skammarbrjef, sem hann hafði
böglað saman.
„Viltu birta þetta íyrír mig. Það er skömm
að þessum áburði hjá stúlkunni. Það er ekkert
vit í svona aðdróttunum. Varst þú kanski bar-
inn þegar þú varst smá angi um borð hjá
okkur....“
Það var um að gera að láta vininn tala út,
það vissi jeg frá fornu fari. En svo kom líka
með hægðinni það, sem hann átti við.
•
HJÁ GÓÐU FÓLKI
STÚLKA NOKKUR hafði flutt erindi í útvarp-
ið um heimsókn í Grindavík og meðal annars
talaði hún við matsveininn, sem var yngstí
maðurinn á skipinu og ljet þess getið sjer-
staklega, að enginn talaði illa um koksa, nje
berði hann. „Átti þetta víst að vera dæmi upp
á góða sjómensku þeirra Grindvíkinga", sagði
sá er kvartaði.
•
BÖRN ERU EKKI BARIN
TIL SJÓS *
„JEG VIL nú leyfa mjer“, segir í brjefi míns
gamla skipsfjelaga, ,,að fræða þessa útvarps-
fröken á því, að á íslenskum skipum, yfirleitt,
berja menn ekki hverjir aðra og síst að ráðist
sje á unglinga".
Þetta var nú reiðilestur sjómannsins. Jeg
sagði honum, að mjer fyndist hann taka þetta
. nokkuð alvarlega. Stúlkan hefði sennilega
bara ætlað að vera fyndin og skemtileg, en
tekist svona illa til.
En hann ljet ekki segjast.
•
EKKI HÆGT ÓDÝRARA
ÓSKAR GÍSLASON, Ijósmyndari, segir, að
ekki sje hægt að sýna íslensku kvikmyndirnar
ódýrari en gert er. Getur hann þess í tilefni af
ummælum, sem fjellu á dögunum í sambandi
við barnasýningar. A þá sýningu voru seld tæp
lega 600 aðgöngumiðar á 5 krónur, en um 200
á 10 krónur. Dýrari miðarnir voru einkum
ætlaðir fullorðnum, sem væru í fylgd með
börnum.
En er húsaleiga, skattur og annar kostnaður
var frádreginn, var ekki mikið eftir handa
kvikmyndareigandanum. Hefði ekki verið fult
hús, þá hefði hann tapað peningum á sýning-
unni.
Þannig er ástandið.
ieihhús Akureyringa
endurhæt!
... ÍÞRÓTTIR ...
ZATOPEK HLEYPUR 20 KM. DAG HVERN
TJEKKNESKI þjálfarinn og í-
þróttaleiðtoginn prófessor Kne
nicky sagði í samtali Við blaða-
mann í Brussel, að það væri
ekkert ómannlegt við hina
miklu afreksgetu Zatopeks.
— Sigur hans nú eíns og
fyrri sigrar hans, er aðeins á-
vöxturinn af þjálfun, þrotlausri
markvissri þjálfun. Zatopek
hefir járnvilja. í 365 daga á
ári — 366 þegar hlaupár er —
hleypur hann 20 km. hvern
dag. Það hefir ekkert að segja,
hvort það er steikjandi hiti eða
ofsa rok. Þessvegna varð jeg
ekkert undrandi yfir sigrum
hans hjer.
Æfingaraðferðina hefir hann
tileinkað sjer sjálfur. Margir
hafa reynt að fylgja fordæmi
hans, en allir gefist upp eftir
nokkra daga. Zatopek byrjaði
frá grunni. Fyrst hljóp hann
stutt á hverjum degi, en lengdi
hlaupið síðan smám saman.
Jeg hefi heyrt marga halda
því fram, að ef hann hefði ekki
verið búinn að hlaupa 10 km.
áður en 5 km. voru, hefði hann
haft möguleika á heimsmetinu.
En það er ekki rjett. Hefði
hann ekki hlaupið 10 km. hefði
hann aðeins tekið æfingu svip-
aða að erfiði. Því fyrir hann er
æfing sama og keppni. Hann
kærir sig ekkert um að keppa
oft.
Það ýtir frekar undir æfingu
hans heima, að þar hefir hann
engan, sem getur gefið honum
harða keppni. Hann þjálfar
alltaf á braut, en ekki í skóg-
unum eins og Svíarnir. Þar
sem hann er í hernum og verð
ur oft að skipta um dvalarstað,
eru oft ekki íþróttavellir, þar
sem hann er. Þá æfir hann á
götunum.
Æfingahlaup hans er í raun
og veru þannig: 5 sinnum 200
m., 20 sinnum 400 m., 5. sinn-
um 200 m., 20 sinnum 400 m.
og 5 sinnum 200 m. — Hann
hleypur annanhvern hring hart
og annanhvern tiltölulega
hægt, án þess að stansa nokkru
sinni. í því liggur leyndardóm-
urinn við styrkleika hans, er
hann fer fram úr öðrum hlaup
ara. Hann þýtur fram úr hon-
um án erfiðleika og hvílir sig
síðan nokkuð áður en hann
reynir við þann næsta o. s. frv.
Fyrsfa skíðaferð
hausfsins
EFTIR ÞEIM upplýsingum, sem
jeg hefi fengið úr Hveradölum,
er nú kominn nægur nýr snjór
til skíðagöngu og sæmilegur
snjór í brekkur, þar sem ekki
er grýtt, sagði Stefán G.
Björnsson, formaður Skíðafje-
lags Reykjavíkur, er blaðið átti
tal við hann í gær.
Hefir Skíðafjelagið þegar ráð
gert fyrstu skíðaferðina á þessu
hausti. Verður hún á morgun.
i Lagt verður af stað kl. 10 f. h.
frá Ferðaskrifstofunni. 1
á næslunni
Akureyii, 6. október.
ÞA.Ð hefur lengi verið áhuga-
mál leiklistarunnenda á Akur-
eyri, að leiksalurinn í sam-
komuhúsi bæjarins yrði tekinn
til gagngerðra endurbóta.
Samkomuhúsið var reist
1906 og voru þá settir í leik-
salinn lausir trjebekkir, sem nú
eru fyrir löngu úr sjer gengnir.
Hefur nú veiið hafist handa
um gagngerðar endurbætur
salarins. Er ákveðið að setja
þar föst sæti, endurbyggja
svalirnar og múrhúða salinn.
Má þakka bæjarsljórn Akur-
eyrar að þessar langþráðu end-
urbætur á leikhúsinu komast
nú væntanlega framkvæmd
á næstunni.
Geta má þess, að leikfjelag
Akureyrar er nýbyrjað að æfa
sjóníeikinn „Ókunni maður-
inn“, eftir enska skáldið Jer-
ome K.Jerome. Leikstjóri verð-
ur Ágúst Kvaran. FyrirhugaS
er, að þetta verði jólasýning
fjelagsins. —H. Vald.
Mikil ös á basar
í GÆRDAG hjelt Kvenfjelag
Óháða fríkirkjusafnaðarins
basar í Listamannaskálanum
og var þar þvílík ös viðskipta
vina, að basarvörur seldust
allar upp á sem næst hálf
tíma. Gerðu margar konur á-
gæt kaup á , vefnaðarvörum,
prjónlesi og barnafatnaði. —
Þetta var fyrsti basarinn á
hausíinu. __