Morgunblaðið - 14.10.1950, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 14.10.1950, Blaðsíða 4
4 MORGUlSBLAÐlb 287. dagur ársins. Kalixtusmessa. ÁrdepisflæSi kl." 08.00. SíSdegisflæði kl. 20,25. Næturlæknir er í læknavarðstof- unrii. slrrú 5030. NæturvörfSur er í Lyfjabúðinni Ið- unni, simi 7f>1rl. Messur á morgun Dórnkirkjan. Messað kl. 11 síra Hjarni Jónsson. Kl. 5 sira Jón Auðuns Hallíírímskirkja. Messa kl. 11 árd. Sr. Jakob Jónsson. Ræðuefni: Sumarið sem er að liða. KI. 1.30 iBarnaguðsþjónusta sr. Jakob Jónsson. Messa kl. 5 siðd. sr. Sigurjón Þ. Árnason. Athygli skal vakin á barna- Starfinu sem nú er hafið. Nesprestakall. Messað í Háskóla lapellunni kl. 2 síðd. Sr. Jón Thorar- «nsen. Laugarneskiikja. Messa kl. 2 e.h. Sr. Garðar Svavarsson. Barnaguðs- |jiónusta kl. 10.15 Sr. Garðar Svavars fion. Fríkirkjan. Messa kl. 2 e.h. Sr. Þorsteinn Björnsson. Elliheimilið Grund. Guðsþjónusta kl. 10 árd. Sr. Ragnar Benediktsson. Fríkirkjan i Hafnarfirði. Messa 11. 2 e.h. sr. Kristinn Stefánsson. Útskálaprestakall. Barnaguðsþjón- usta í Keflavíkurkirkju kl. 11. Messa f Njarðvíkurkirkju kl. 2. Sóknar- prestur, Reynivallaprestakall. Messa að Rejrnivöllum kl. 2 e.h. Sóknarprestur. Afmæli 50 ára varð 10. þ.m. Sigurberg Ásbjömsson skósmíðameistari, Kefla- vil. | BfúSkaap ) 1 dag verða gefin saman i hjóna- band á Akureyri ungfrú Rannveig Jónsdóttir súdent og Ottó Jónsson, kennari við Menntaskólann á Akur- eyri. Heimili þeirra verður að Bygða vegi 97. S.l. laugardag voru gefín saman í hjónaband af ,sr. Þorsteini Björnssyni ungfrú Sigríður Árnadóttir, Grundar- stíg 2 og Yoek Mc Clintock, Kefla- víkurflugvelli. Á morgun verða gefin saman í hji'maband í. Dómkirkjunni i Reykja- vík, ungfrú Anna Kristin Karlsdóttir Bjarkargötu 14 og Kristinn P. Michel sen, Kvisthaga 19. Síra Þorgrímur Sigurðsson að Staðarstað, móðurbróðir brúðarinnar. gefur brúðhjónin saman. I dag kl. 2 verða gefin saman i Útskálakirkju ungfrú Kristin Elias- dóttir (Þorsteinssonar framkvæmda- fitjóra í Keflavik) og Henry D. Holt, flugkapteinn frá Santiago, Californiu Sr. Eiríkur S. Brynjólfsson framkvæm ir hjónavígsluna. í dag verða gefin saman j hjóna- hand ungfrú Þórunn Ámadóttir óg Sigurður Fjeldsted stud. oecon. Heim- ili ungu hjónanna verður að Lauga- vegi 44, Reykjavík. 1 dag verða gefin saman í hjóna- band af sr. Þorsteini Bjömssyni ung- frú Ingibjörg Eggertsdóttir (Teitsson- ar frá Þorkeláhóli) og Jóhann H. Jónsson (Jóhannssonar húsasmíðam.) Heimili ungu hjónanna verður að Freyjugötu 45, Reykjavík. f H j 6 r aTTn i S.l. laugardag opinberuðu trúlofun fiina ungfrú Arndís Krástjánsdóttir, Vonarstreeti 12 og Sigurþór Á. Jýns- *on, ljósmyndari, Vitastig 9. S.l. laugardag opinberuðu trúlofím sina ungfrú Margrjet Vigfúsdóttir, Njálsgötu 76, og Kjartan Brynjólfs- son. matsveinn, Austurbsejaískólan- lim. Til njyndlistamaima Eins og áður liefír yerið tilkynnfí eiga myndir þær, sem íistamenn -senda til dómnefndar fyrír Osló sýn- inguna, að afhendast í þjóðminjasafn inu dagana 15.—20. okt. Myndunum, sem sendar verða til nefndarinnar verður veitt móttaka í Þjóðminjasafn inu frá kl. 1 til kl. 4 e.h. daglega á Jiessu tímabili. Þeh' sem kynnu að óska eftir að afhenda einstakar mynd ir eftir þ. 20. þ.m. hafi um þ?<ð sam- réð við * dómnefndarmenn, þá Jón Stefánsson, Jón Þorleifsson, Þorvald Skúlason eða Sigurð Sigurðsson, Gjöf til S.V.F.Í. Eyjólfur Vilhelmsson sjómaður, Hverfisgötu 91, færði Slysavarnafje- laginu í gær gjöf að upphæð kr. 1000.00 til minningar um fyrri konu siria Þóru Bjarnadóttur og seinni konu sína Kamillu Sigriði Valdimars dóttur. Sjálfur átti Eyjólfur 70 ára afmæli i gær. Minningarljóð f mmningargrein í blaðinu í,gær var ekki rjett farið með ljóð eftir Sig urð Sigurðsson. Það á að vera svona: ■ ..Þungt er tapið. það er Vissa þó vil jeg kjósa vorri móðir: að ætíð megi hún minning kyssa manna. er voru svona góðir — að ætið eigi hún menn að missa- meiri og betri en aðrar þjóðir.“ r<- Gott fordæmi I gær hitti mig gamall sjómaður, Eyjólfur Vilhelmsson og bað mig að vísa sjer á skrifstofu Slysavarnafjelags Islands. . Mjer var það mjög Ijúft, og gekk með honum á skrifstofuna, þegar þangað kom tekur Eyjólfur upp kr. 1000, eitt þiisund krónur og er það gjöf til fjelagsins í tilefni þess að þenna dag fæddist Eyjólfur fyrir 70 árum, einnig er þessi gjöf til minn- ingar um 2 konur hans.. sem hann hefur mist. Eyjólfur ljet svo ummælt að hon- um hefði alltaf verið þessi fjelags- Skapur mjög kær því lengst af æfinni hefði hann stundað sjóinn og sloppið frá því starfi slysalaust. Jeg flyt Eyjólfi hjer með bestu þakkir fyrír þessa höfðinglegu gjöf, og óska honum allra heilla á 70 ára afínælisdaginn. Guðbjartur Ólafsson Ungbarnavernd Líknar Templarasundi 3 er opin á þriðju- dögum kl. 3.15—4 e.h. og á fimmtu- dögum kl. 1.30—2.30 e.h. einungis fíyrir börn. sem hafa fengið kighósta, eða hlotið hafa ónæmisaðgerð gegn kíghósta. Ekki tekið á móti kveiuð- um börnum. fllöð ojr tímarit Alit um íþróttir, 4. hefti, 1. árg. hefir borist blaðinu. Efni er m. a.: Finnbjörn bætir fimmtarþrautarmet- ið allverulega, Fram Reykjavíkur- meistari 1950, Landskeppni við Norð menn næsta sumar, samtal við Gaið- ar S. Gislason, formann FRf, Um James Fuchs, eftir Harold Abrahams, Bi jef frá Finnlandi, ísland er sjöunda í röðinni, Frjettir frá Austfjörðum, Knattspyrnumyndir frá sumrinu, ís- lenskir íþróttamenn III.: Sveinn Heigason. Haukur Clausen hljóp 200 m. á 21.3 sek. í Eskilstuna, frá vel- heppnaðri keppnisför Clausen-bræðra LTm þjálfun knattspymumanna. Ut- an úr ho-imi o. fl. — I>á er í ritinu efnt til samkeppni meðal lesenda um hver sje „íþróttamaður ársins 1950“. Stefnir Stefnir er f jölbreyttasta og vand- aðusta tíniarit sein gefið er út á íslandi um þjiiðfjelagsmál. Nýiunj áskrifendum er veiit mót taka i skrifstofu Sjálfstæðisflokks- ins í Rvík og á Akureyri og enn- fremur hjá umboðsmönnum ritsins um laml allt. Kaupið og útbreiðið Stefni. Söfnin Landsbókasafnið er opið kl. 10— 12, 1—7 og 8—-10 alla virka daga nema laugardaga klukkan 10—12 og 1—7. — Þjóðskjalasafnið kl. 10—12 og 2—7 alla virka daga nema laugar- daga yfir sumarmánuðina kl. 10—12 — Þjóðminjasafnið kl. 1—3 þriðju- daga, fimmaudaga og sunnudaga. — Listasafn Einars Jónssonar kl. 1,30 —3,30 á sunnudögum. — Bæjarbóka safnið kl. 10—10 alla virka daga nema laugardaga kl. 1—4. — Nátt- úrugripasafnið opið sunnudaga kl. 1,30—3 og þriðjudaga og fimmtudaga kl. 2—3. Nýjar plöntutegundir í Reykjavík ar þær tegundir plantn#, sem ræktað- ar eru í görðum hjer í Reykjavík, og á Akureyri. Þessi Garða-Flóra þeirra verður prentuð í yetur, og kem ur vonandi út að vori. Isafoldarprent- siniðja verður útgefandinn. Þeir fjelagar hafa komist að þeirri niðurstöðu, að erlendu plöntutegund- irnar í görðunum hjerna eru á 6. hundrað. Þær eru fleiri, en allar inn- lendu tegundirnar, sem áður hafa borist til landsins og taldar eru, að sjeu í hinu íslenska gróðurríki. Is- lensku tegundimar á landinu eru rúmlega 400. Af þessu geta menn sjeð, að það er ekki loftslagið. sem dregur marka- línuna fyrir því, hvaða plöntur vaxa hjer og dafna. Til þess að landsmenn noti sjer til fulls þá möguleika, sem hjer eru til ræktunar, þarf að gera gangskör að því, að leita uppi riyt- samar tegundir í öðruni löndum, sem hjer geta þroskast. Við þurfum að leggja mikla áherslu á, að vita. sem gleggst skil á því, hvaða nytjaplöntur geta þrifist í loftslagi. sem er svipað hinu íslenska. Og þá er eðlilegt að snúa sjer einkum til norður-Noregs. Reykja- víkurhær ætti að ráða duglegan garð- yrkjumann, til að dvelja sumarlangt í norður-Noregi. Hann ætti að gefa sjer tíma til að kynnast þar allri garðrækt, hvaða tegundir eru þar ræktaðar, og hverjar þeirra gætu kom ið hjer að gagni. Epli ejju t. d. ræktuð með góðum árangri norður eftir öllum Noregi, allt norður fyrir lieimskautsbaug. Að visu ekki á bersvæði, svo langt norð- ur eftir. En trjen eru látin njóta skjóls sunnan undir húsveggjum. Kunnugir telja engan efa á, að hægt sje að raekta epli á sama hátt hjer. Fimm mínúfna krossgáfa SKÝRINGAR Lárjett: — 1 hreinsa — 6 sunda — 8 hátíð — 10 málmur — 12 fuglinn — 14 frumefni — 15 samhljóðar — 16 „lyf“ — 18 f öngviti. LöSrjett: 2 ungviði — 3 verk- færí — 4 íláti — 5 fífl — 7 reið- menn — 9 banda — 11 greinir — 13 fá til — 16 veisla — 17 samteng- ing. • Lausn á síðustu krossgátu. Lárjett: — 1 æstar — 6 kát — 8 óar — 10 lán 12 blámann — 14 ei — 15 AA — 16 enn — 18 giftast. LóSrjett: — 2 skrá — 3 tá — 4 Atla — 5 móberg — 7 annast — 9 ali — 11 ána — 13 mvnt — 16 ef — 17 Na. En þessu þarf að gefa gaum í' okkar ávaxtasnauða landi. Fullyrt er, að auðvelt ætti að vera að rækta hjer plómur, hina ijúffengu og safamiþlu ávexti, og berjategundir sem aldri hafa verið reyndar hjer. i Eins gæti sami sendimaður bæjar- 'ins safnað fræi af ýmsum þeim lauf- trjám, sem vaxa í görðum i norðan- verðum Noregi, svo hægt Verði að koma hjer upp góðurn stofni af hlyn, álmi, og jafnvel ask. Það fje, sem Reykjavíkurbær legði fram til slíkrar sendiferðar, myndi gefa bæjarbúum þúsundfaldan ávöxt, ef forsjáll og duglegur maður veld- ist til þessarar farar. I Fjárgirðingin í Breiðholti I verður smöluð á morgun kl. 10 f.h. Óleikur óðu skáldanna við klíkubræður sína Tvö skáld kommúnista hafa undanfarið verið haidin algeru æði. Eru það þeir Halldór Kiljan Laxness og Jóhannes Jónasson úr Kötlum. Hafa þeir skrifað liverja forheimskuna á fætur annari í brlað fimmtuherdeildarinnar. Hafa þessi ritverk verið svo þrungin af glórulausu ofstæki og vanstillingu að almenningi hefur ofhoðið. — Þeir hafa því gert klíkubræðrum sínum hinn versta óleik með þvaðri sínu og rembingi. En bæði hafa hin óðu skáld framið siðleysi sitt og andhælis- hótt í nafni litlu „friðardúfunnar64, sem Stalin sendi til Suður-Kóreu til þess að safna undirskriftum undjr „Stokkhólmsávarp44 sitt, Það er mikið hvað lagt er á þennan blessáðan fugl! I! Þegar logar á rauðu luktun- um, er uppselt Menn veittu því athygii í gær- kveldi, að það logaði á rauðu lukt- unum við aðalinngang Þjóðleikhúss- ins. Gaf það til kynna, að þá var uppselt á leiksýninguna. Kveikt er á rauðu luktunum alltaf, þegar upp- selt er en annars ekki. — í kvöld verður aftpr kveikt á þehn og senni- legt að svo verði einuig næstu kvöld, því að bersýnilegt er að „Pabbi“ verður Vinsælt leikrit. Gengisskráning Sölugengi erlends gjaldeyris í ís- lenskum krónum: 1£ ...................... kr. 45.70 1 USA dollar ............. — 16.32 100 danskar kr............. — 236.30 100 norskar kr.............. — 228.50 100 sænskar kr............ — 315.50 100 finnsk mörk ............ — 7.00 , 1000 fr. frankar ......... — 46.63 , 100 belg. frankar ......... — 32.67 100 svissn. kr.............. — 373.70 100 tjekkn. kr............. — 32.64 100 gyllini .............. •— 429.90 ( SkipafrieHir^) Eiilnskipafjelag fslanda, /'Brúarfoss fór frá Þórshöfn í Fær- eyjum 7. okt. til Grikklands, Detti- foss fór frá Hamborg í fyrradag til Rotterdam, Fjallfoss fer frá Gauta- borg 14.—16. okt. til Reykjavíkur. Goðafoss fór frá Keílavík 11. okt. til Gautaborgar. Gullfoss er í Kaup- mannahöfn. Lagarfoss hefur væntan- lega farið frá Rotterdam í fyrradag til Gdynia og Kaupmannahafnar. Selfoss hefur væntanlega farið frá Leith 12. m Laugardagur 14. okt. 1950 okt. til Stokkhólms. Tröllafoss er f Reykjavik. SkipaútgerS ríki&ins: Hekla er væntanleg til Reykjavíki ur um hádegi í dag að vestan og norðan. Esja er á Austfjörðum á norS urleið. Herðubreið var væntanleg til Reykjavíkur seint í gærkvöld frá Aust fjörðum. Skjaldbreið er væntanleg tilí Akureyrar í dag. Þyrill verður vænt-i anlega á Norðfirði í dag. M.b. Þor-i steinn fer frá Reykjavík í dag ti|: Vestmannaeyja. Samb. ísl. samvinnufjel. Arnarfell er væntanlegt til Reykja- víkur .í dag. Hvassafell var væntan- legt til Napoli í gær. Eiinskipafjelag Reykjavíkur h.f. Kalta fór frá Lissabon í fyrrakvöld áleiðis til Vestmannaeyja. 8,30—9,00 Morgunútvarp. — 10.10 Veðurfregnir. 12.10—13.15 Hádegis- útvarp. 15.30—16.25 Miðdegisútvarp- — 16.25 Veðurfregnir. 19.25 Veður- fregnir. 19.30 Tónleikar: Samsöngur (plötur). 19.45 Auglýsingar. 20.00 Frjettir. 20.30 Upplestur og tónleikar a) Ævin hennar Önnu gömlu, smá- saga eftir Katherine Mansfield (Her- dís Þorvaldsdóttir, leikkona, les). b) Opinberun, smásaga eftir Rhys Davies (Þorsteinn-Ö. Stephensen les) 21.45 Danslög (plötur). 22.00 Frjett ir og veðurfregnir. 22.05 Danslög (plötur). 24.00 Dagskrárlok. Erlendar útvarpsstöðvar (Islenskur sumartími) Noregur. Bylgjulengdir: 41,61 —■ 25,50 — 31,22 og 19.79 m. — Frjettií kl. 12.00 — 18.05 og 21.10. Auk þess m. a.: Kl. 16.05 Siðdegis- hljómleikar. Kl. 17.00 Barnatími. Kl. 19.00 Upplestur. Kl. 19.15 „Við skulum búa til óperu“, leikrit fyrir börn í þremur þáttum ásamt óper- unni „Litli sótarinn". Texti eftir Eric Crozier, hljómlist eftir Benjamin Britten, Kl. 20.45 Laugardagsfyrirlest ur, Kl. 21.30 Danslög. | SvíþjóS. Bylgjulengdir: 27.83 og I 1).80 m. — Frjettir kl. 18.00 og 21. ' Auk þess m. a.: Kl. 14.10 Hljóm- leikar. Kl. 15.40 Barnathni. Kl. 17.10 Grammófónlög. Kl. 19.10 Gömul dans lög. Kl. 19.35 Rabb. Kl. 20.05 Út- varpshljómsveitin leikur. Kl. 21.30 Ný danslög. Danmörk. Bylgjulengdir: 1224 og , 41.32 m. — Frjettir kl. 17.40 og ki. 21.00. I Auk þess m. a.: Kl. 18.35 Útvarps- hljómsveitin leikur. Kló 19.30 Frá liaustsýningu myndlista7 nanna. Kl. 20.00 Danslög. Kl. 20.30 Spuringa- tími. Kl. 21.15 Grammófónlög. Kl« 21.45 Danslög, England. (Gen, Overs. SerV.). —< Bylgjulengdir: 19.76 — 25.53 — 3í.55 og 60,86. — Frjettir kl. 03 — 04 — 06 — 08 — 09 — 11 — 13 16 — 18 — 20 — 23 ogOl. ' Auk þess m. a.: Kl. 09.30 Enskir söngvar. Kl. 10.30 Hljómsveit leikur. Kl. 12.00 Ur ritstjórnargreinum dag- blaðanna. Kl. 13.15 Óskalög. Kl. 14.15 BBC-hljómsveit leikur. Kl. 15.15 S Knattspyrna. Kl. 18.30 Hljómlist. Kl« 21.00 Óskalög. Ki. 21.30 Danslög. Nokkrar aSrar gtöSvar: Finnland. Frjettir á ensku kl. 0.25 á 15.85 m, og kl. 12.15 á 31.40 — 19.75 — 16.85 og 49.02 m. — Belgía. Frjettir á frönsku kl. 18.45 — 21.00 og 21.55 á 16.85 og 13,89 m. — Frakkland. Frjettir 6 ensku mánu dí'ga, miðvikudaga og fostudaga kl. 16.15 og alla daga kl. 23.45 á 25,64 og 31.41 m. — Sviss. Stuttbylju- útvarp é ensku kl. 22,30 — 23,50 á 31.45 — 25,39 og 19.58 m. — USA Frjettir m. a.: kl. 14.00 á 25 — 31 og 49 m. bandinu, kl. 17.30 á 13 — 14 og 19 m. b., kl. 19.00 á 13 — 16 -- 19 og 25 m. b., kl. 22.15 á 15 — 19 — 25 og 31 m. b., kl. 23.00 á 13 — lf' og 19 m. b. Einn hershöfðingi — 2,085 undirmenn WASHINGTON — Skýrt var frá því nýlega í Washington, að einn. hershöfðingi kæmi á rnóti hverjum 2,085 unciirmönnum í bandaríska flughernum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.