Morgunblaðið - 05.12.1950, Qupperneq 8
8
MORGUNBLAÐIÐ
Þríðj'udagur 5. dés. 1950.
Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík.
Framkv.stj.: Sigfús Jónsson.
Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.)
Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson.
Lesbók: Árni Óla, sími 3045.
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla:
Austurstræti 8. — Sími 1600.
Áskriftargjald kr. 16.00 á mánuði, innanlands.
í lausasölu 75 aura eintakið. 1 króna, með Lesbók.
^kveríiskrita,: ÚR DAGLEGA LÍFINU
Jöfnuður og sósíalismi
1 ÁGÆTRI grein, sem Ólafur Björnsson prófessor ritar í
tímaritið Stefni, sem nýlega er komið út, ræðir hann sósíal-
ismann sem hugsjón og veruleika. Kemst hann þar m. a.
þannig að orði:
„Það hefur komist inn í íslenskt mál, að kalla sósíalismann
jafnaðarstefnu. Þessi þýðing á hinu erlenda orði er þó engan
veginn heppileg. Sósíalismi og jafnaðarstefna í eiginlegri
merkingu þess orðs, á í rauninni lítið skylt hvað við annað.
Jafnaðarstefnan er markmið, en sósíalisminn leið að mark-
miði. Og það er síður en svo líklegt, hvað þá heldur víst, að
sósíalisminn sje öruggasta leiðin tjl þess að tryggja jöfnun
tekjuskiptingarinnar. í sósíölsku þjóðfjelagi eru yfirvöldin
einráð um það, hvernig tekjunum milli þjóðfjelagsborgar-
anna er skipt. Þau gætu auðvítað notað aðstöðu sína til þess
að jafna tekjuskiptinguna, en einnig til hins gagnstæða. Og
vegna þess að sósíalisminn leiðir einmitt, eins og hjer á eftir
verður sýnt fram á, til algers einræðis á sviði efnahagsmála,
er einmitt mjög hætt við því að þetta einræðisvald yrði mis-
notað til þess að ívilna sem mest þeim einstaklingum og
starfsstjettum, sem valdaaðstaða yfirvaldanna fyrst og
fremst byggist á.“
Síðan færir Ólafur Björnsson rök að því að öll þjóðnýting
atvinnutækjanna leiði óhjákvæmilega til hins algerasta ein-
ræðis, sem hugsast geti. Einstakhngurinn verði í slíku skipu-
lagi svo háður yfirvöldunum um efnahagsafkomu sína að
hann hafi enga aðstöðu til þess að gagnrýna þau eða veita
þeim nokkra andstöðu. í áframhaldi af þessum ummælum
kemst hann þannig að orði:
„En aðstaðan til þess að gagnrýna stjórnarvöldin er frum-
skilyrði og hornsteinn hinna lýðræðislegu mannrjettinda. Af
þessu leiðir að því fer svo fjarri, að sósíalisminn sje spor í
áttina til aukins lýðræðis, að hann er beinlínis ósamrýman-
legur lýðræðishugsjóninni. Hvernig verður t. d. með prent-
frelsið í þjóðfjelagi, þar sem ríkið á allar prentsmiðjur og
enginn getur fengið neitt prentað, nema með leyfi fulltrúa
þess?“
Höfundur gerir ennfremur samanburð á hugsjón sósíalism-
ans og framkvæmd hennar, veruleikanum. Farast honum
þá þannig orð:
„Markmið sósíalismans er framkvæmd hugsjóna, sem meg-
inþorri fólksins í hinum frjálsu löndum heimsins aðhyllist.
Þær hugsjónir eru velmegun, öryggi, jöfnuður og lýðræði. En
alls staðar, þar sem sósíalismanum hefur verið komið á,
hefur reyndin orðið örbirgð, ójöfnuður og takmarkalaust ein-
ræði. Og enda þótt tekist hafi að tryggja atvinnuöryggi, þá
hefur í stað þess komið hið persónulega öryggisleysi, sprottið
af sífelldum ótta fólksins við hina alráðu ríkislögreglu.“
Skýringin á þessari niðurstöðu kveður Ólafur Björnsson
felast í því að úrræði sósíalista sjeu ekki fær um að skapa það
rjettlæti og öryggi, sem þeir segjast stefna að.
Hjer er ekki rúm til þess að rekja nánar hina gagnmerku
grein hagfræðingsins. En allir, sem hafa áhuga fyrir að kynna
sjer eðli þjóðfjelagsmála, ættu að lesa hana og hugleiða.
Kjarni málsins er sá að flestir menn vilja sem jafnasta
tekjuskiptingu og lífskjör samborgara sinna ásamt sem
fyllstu atvinnuöryggi þeirra. Allur þorri manna í lýðfrjálsu
landi, hvort sem þeir aðhyllast einkarekstur, samvinnurekst-
ur eða þjóðnýtingu, kýs einmitt að þessu takmarki verði náð.
Þeir, sem fylgjandi eru einkarekstri og fjelagsrekstri, telja
hins vegar að þjóðnýtingarstefna sósíalismans sje ekki fær
um að tryggja það. Hún leiði hins vegar til frelsisskerðinga
og ánauðar, sem sje ósamrýmanleg mannrjettindahugsjón
nútímans eins og reynslan hafi greinilega sýnt í þeim lönd-
um, þar sem kommúnistar hafi komist til valda.
Til þess ber brýna nauðsyn að almenningur í lýðræðislönd-
um kynni sjer til hlítar þau rök, sem fram eru flutt með og
móti sósíalismanum. Engum dylst að sjereignarskipulagið
hefur marga ókosti og að þar þrífst margskonar misrjetti. En
í frelsi þess og mannrjettindum felast möguleikarnir til um-
bóta og þróunar í rjetta átt. Sósíalisminn lokar þeim dyrum
hins vegar og leiðir svartnætti kúgunar og hrörnunar yfir
fólkið.
JOLASKREYTINGAR
KOMINN er sá tími er búast má við að kaup
menn og aðrir fari að setja upp jólaskreyt-
ingarnar og eru þær þegar komnar fram á
nokkrum stöðum. Það er svo að sjá, sem raf-
virkjarnir hafi besta aðstöðuna til að skreyta
hjá sjer verslanir sínar með mislitum ljós-
um og á undanförnum árum hefir þeim sum-
um hugkvæmst að setja upp hjá sjer einkar
smekklegar skreytingar, sem vekja athygli
á verslunum þeirra og setja sinn jólasvip á
borgina.
Jólaklukkan er kominn á sinn stað við raf-
tæk j aver slunina á Vesturgötu 2. Innan
skamms koma jólatrjen á Austurvöll, á
Hlemmtorgið og væntanlega í Bankastrætið
eins og í fyrra.
•
JÓLATRJE í
TJARNARHÓLMANLM
BÆJARSTJÓRNIN er að tala um að fegra
í kringum tjörnina og er þeim fyrirætlunum
að vonum tekið vel í bænum. En sú fegrun,
seni bæjarstjórnin hefir í huga, kemur varla
til framkvæmda fyr en með vorinu.
En er ekki tilvalið tækifæri að fegra til
við tjörnina með því t. d. að setja upp stórt
og fallegt jólatrje í Tjarnarhólmann núna á
jólaföstunni? Það myndi sannarlega setja
sinn jólasvip á tjörnina og umhverfið. Vafa-
laust gætu rafmagnsfræðingar okkar leyst úr
tæknilegu hlið málsins, að leiða rafmagn í
hólmann án stórkostnaðar.
•
BÁGI.EGA GENGLR AÐ
SPARA VATNIÐ
HITAVEITUNOTENDUR, sem láta sírenna
hjá sjer heitt vatn að næturlagi, eiga bágt
með að skilja, að bannað er að nota heita
vatnið að nóttu til frá klukkan 11 að kvöldi
til kl. 7 að morgni.
Þrátt fyrir aðvaranir um lokun og ábend-
ingar um hættu þá, sem stafar af því, að láta
heita vatnið renna að nóttu til, hefir nætur-
notkunin sáralítið minnkað.
Ein alvarlegasta afleiðing næturnotkunar
er, að menn eiga á hættu ryðmyndun í mið-
stöðvarofnunum sínum, vegna þess að súr-
efniseyðingartækin eru ekki í gangi að næt-
urlagi.
ENGIN MISKUN SYNI)
EN NÚ verður næturnotendum heitavatnsirís
ekki sýnd nein miskun í framtíðinni. Ráðnir
hafa verið sex menn, sem ganga um bæinn
með hlustunartæki og hlera eftir því hvort
vatn er látið renna í húsum á næturnar. —
Þessir eftirlitsmenn gefa síðan skýrslur um
hvar vatn hefir runnið og verður þá orða-
laust lokað fyrir vatnið í þessum húsum,
fyrst í einn sólarhring og síðar lengur, ef
mikil brögð verða að næturnotkun, þrátt
fyrir aðvaranir.
Best hefði verið, að hægt hefði verið að
komast hjá þessum ráðstöfunum, en svo
mikið er í húfi vegna heildarinnar, að ekki
er hægt að láta einstaklinga komast upp með
að eyðileggja not hitaveitunnar fyrir öðrum,
með óhófi og óþarfa eyðslu.
•
RAFMAGNSSKÖMMTUN
INNAN SKAMMS
RAFMAGNSSPENNAN er orðin ískyggilega
lág á mesta armatíma dagsins, en það er rjett
fyrir og um hádegið.
Eins og áður hefir verið skýrt frá hjer í
dálkunum og samkvæmt heimildum raf-
magnsstjóra, eru allar líkur til að gripið verði
til þess ráðs, að takmarka rafmagn og þá á
þann hátt, að bænum verði skift í hverfi og
rafmagnið tekið af einu hverfi í einu ákveð-
inn tíma dags, eð.a rúmlega klukkustund í
senn einu sinni í viku.
Eftir ástæðum er ekki hægt að segja, að
knappt verði skammtað.
•
ÞAKKAB FYRIR HUGULSEMI
SJÚKLINGUR hefir sent „Daglega lífinu“
línu til þess, að þakka góðar undirtektir öku-
manna við beiðni um að aka hljóðlega fram
hjá sjúkrahúsunum að næturlagi. — „En það
versta er, að þessi hugulsemi stendur ekki
nema tiltölulega stutt, eftir að bent hefir
verið á það í blöðunum. Eftir nokkra daga
er allt komið í sama farið aftur. En það sýnir
að hægt er að aka hljóðlega framhjá sjúkra-
húsunum ef menn vilja. Best væri, ef öku-
menn gerðu sjer að reglu að sneiða hjá þeim
götum, sem sjúkrahúsin standa við, eftir að
kvölda tekur“.
BÓKMENNTIR
áfhyglisverð bók
BJÖSSI Á TKJESTÖÐUM.
Skáldsaga eftir Guðmund L.
Friðfinnsson. Utgefandi: ísa-
foldarprentsmiðja h.f., Reykja
vík 1950, 167 bls. í 8 blaða
broti.
ÞESSI SAGA er um dreng, sem mun
hafa slitið bamsskónum laust eftir
miðja öldina sem leið. Og höfundur
hennar er Guðmundur L. Friðfimis-
son, bóndi á Egilsá í Skagafirði.
Mjer er ekki kunnugt um, að
maður þessi liafi kvatt sjer hljóðs
á „skáldaþingi“ fyrr. Og með því
að sagan snart nýja strengi í brjósti
minu, langar mig tr þess ótilkvaddur
að vekja á her.ni athygli með nokkr-
um orðum.
Aðalpersóna sögunnar er Bjössi,
sem sagan er kennd við. Hann er hálf
munaðarlaus, foreldrar hans hafa
flosnað upp fyrir fátæktar sakir, og
fjölskyldan sundrast. Höfundur lætur
drenginn tala i fyrstu persónu, svo
að framan af gæti milfeur haldið, að
hann væri að lýsa bemskudögum sín-
um. En brátt skilst manni, að svo
getur ekki verið. Aldarhátturinn, sem
höf. lýsir er á ofanverðu ljábanda-
timabilinu, og á titilblaðinu er tekið
fram, að þetta sje skáldsaga. En
hvað um það. Þetta er vel sögð
saga, svo vel, að furðulegt er, af
frumsmið að vera.
Það er ekki aðeins, að maður kom-
ist hjer i kynni við lítinn dreng, sem
fær varla í sig og getur trauðla
hulið nekt sina, dreng, sem hefur
sínar áhyggjur og á einnig sínar
gleðistundn*. Höfundur dregur for-
tjald sögannar tjl hliðar og sýnir
lesendtmum inn i heim, sem bessi
drengur og samtíðarmeim hans
bjuggu við.
SkýrUm myndum er brugðið upp
af heimilisvenjum, sveitarbrag og
aidarhætti, Maður er allt í einu
orðinn þátttakandi í lífsbaráttu, gleði
og sorgum langafa og langömmu.
Sagan talar, áin niðar, það er ilmur
úr grasi, og það andar köldu í áhlaup-
um og hretum. En allt þetta stenst
hinn narðgerði, æðrulausi kynstofn.
„Það er þeirra saga og okkar líf“.
Vitað er, að bók þessi er unnin sem
hjáverk einyrkja bónda, raunveru-
lega búsettur á „Kjálka“. En höfunda
hamingja hans hefur verið honum
það hhðholl, að í bók hans er áþekkur
lífsilmur og í bókum Eyjólfs hrepp-
stjóra á Hvoli i Mýrdal.
Sumum þykir sem börn vor hafi
á undanfömum velmaktarárum, bú-
ið við ofgnægð í vissum skilningi,
gersamlega firrt því að hafa nokk-
urt skyn eða skilning á því, hvað
það raunverulega er, að fullnægja
lífsþörfum sintm á einfaldan og
mannsæmilegan hátt. Og þau eru
algerlega ókunn því, hve harða bor-
áttu forfeður þeirra urðu að heyja
fyrir lífi sinu og sinna.
En „rótarslitinn visnar visir“,
Stendur þar. Og það þarf ekki að
kalla það neinar hrakspár, þó að
minnt sje á, að þeir tímar geti enm
yfir land vort komíð, er reyni meira
á þolrifin og knýji menn til að hugsa
betur fynr morgundeginum en gert
hefur verið nú um sinn.
Bók þessi er þess vegna hollur lest
ur fyrir böm og unglinga. Og marg-
ur, sem kominn er af bemskuskeiði,
mun verða þakklátur eftir lesturinn,
biðjandi um meira frá þessum böf-
undi, sem hefur sloppið svo gæfulega
við vixlspor og áföll í þessari frum-
smið sinni.
27. nóv. 1950
ísak Jónsson.
„Sumar í Suðurlöndum
ri
Um bók Guðmundar Daní-
elssonar Sumar í Suður-
löndum. Helgafell 1950.
ÞEGAR Guðmundur Daníels-
son gaf út ferðabók frá Ame-
ríku árið 1948, en þá fór hann
þar víða um, varð mönnum það
ljóst, að honum lætur einkavel
að skrifa ferðasögur. Síðan hef-
ur þessi ferðalangur farið suð-
ur um Evrópu og þessi bók, sem
ber nafnið Sumar í Suðurlönd-
um, er um þá ferð. Hann fer
fyrst fljúgandi til Skotlands, en
síðan með járnbrautalestum og
bifreiðum suður Bretland,
Frakkland og ítalíu. — Hann
staldrar hvergi við nema í borg
um, svo sem London, París,
Florenz, Róm. Þar hittir hann
margt skemmtilegt og skrýtið
fólk,.sem hann fjallar um og
lýsir fjörlega og lifandi. Frá-
sögn hans er alltaf vakandi og
hressileg, gjörsneydd öllum
tepruskap og mærð. Hann læt-
ur hiklaust skoðanir sínar á list
um og málefnum í Ijós, segir
t.d. að ein af höggmyndum Thor
valdsens sje lítil list og að Bern
ini sje lítill listamaður, — þann
ig horfir málið við frá hans
sjónarmiði og hann þorir að
segja sitt álit. Aldrei skrifar
hann upp úr leiðbeiningabók-
um ferðafjelaga eins og mörg-
um ferðasöguhöfundum hættir
við að gera. Það eru hans eigin
viðhorf sem maður fær, lifandi
andblger og hressandi leikur
um mann við lestur þessarar
Frh. á bls. 12,