Morgunblaðið - 05.12.1950, Page 9
Þriðjudagur 5. des. 3930.
MORGUNBLAÐID
Spánverjar
VIÐSKIFTI eru að hefjast við
Spán að nýju. Fjöldi íslenskra
kaupsýslumanna era því ný-
komnir frá Spáni, eð'a á föriyn
þangað. Þetta eru yfirleitt ung-
ir menn, sem eru fljótir að átta
sig, og þurfa því ekki langa
vidvöl.
Með mjer í flugvjelinni suð-
ur, var heill hópur. Þeir fóru
allir til Barcelona. Hún er höf-
uðborg Cataloniu, eins og allir
Vita, og þar er mestur iðnaður
Spánar. Þetta vita þessir menn,
og því er kapphlaup um að
vera fyrstur þangað.
Þetta minnir ofurlítið á kapp
hlaup guilgrafaranna til Klon-
dyke hjema um árið. En þessi
Jæti eru ástæðulaus, það leggur
enginn undir sig viðskifti við
Barcelona á einni viku.
Í MADRID
Jeg einn fór til Madrid, og
dvaldi þar í sex vikur. Þótt
Barcelona sje stór borg, þá erl
eami munur á henni og Madrid
eins og Reykjavík og Akur-
eyri.
Höfuðborgir hafa ávalt sitt-
h\rað fram yfir aðrar borgir. í
Madrid er ríkisstjómin, versl-j
unarráðið, iðnráðið. Þar eru
gefin út öll leyfi, bæði innflutn
ings og útflutningsleyfi. Og þar
sem stjórnin hefur afskifti af.
er allt verðlag ákveðið.
í Madrid hafa öll stærri fram
leiðslufyrirtæki Spánar og versl
unarhús skrifstofur sínar. í
Barcelona er maður því á út-
kjálka en í Madrid í hjarta við-
skiptanna.
GETA EKKI FULLNÆGT
EFTIRSPURNINNI
Jeg spyr Magnús hvernig
spánskar vörur sjeu að verði og
gæðum. |
Því er fljótt svarað, segir
hann. Spánskar vörur eru yfir-
leitt mjög smekklegar og góðar,
og verðinu í hóf stillt.
Afleiðingin er sú, að þær eru
mjög eftirsóttar. Þjóðin getur
alls ekki fullnægt eftirspurn-!
inni. Það er því hreint ekki svo
auðvelt fyrir okkur að skipta
við Spánverja. Þeir sækjast
ekki eftir nýjum viðskiptum því
þeir geta ekki fullnægt sínum
.gömlu viðskiptavinum. — Þeir
framleiða svo að segja allt
milli himins og jarðar, þótt
sumt sje aðeins fyrir heíma-
markaðinn, svo sem linoleum og
persil. — Aðalútflutningsvörur
þeirra eru ávextir og vín.
HVERNIG ERU
SPÁNVERJAR?
Hvernig geðjaðist þjer að
fólkinu og hvemig leit það út?
Jeg hefi komið til Spánar áð-
ur. Fyrir 16 árum ók jeg í eigin
bíl um Spán þveran og endi-
langan. En jeg hafði ekki kom-
ið til Madrid fyrr.
Fólkið er dásamlegt. Jeg á
ekki annað orð yfir það. í
Mádrid er það líka glæsilegt.
Hjer er ekki sama fátæktin og
í Suður-Spáni. Hjer er fólkið
frjálsmannlegt og vel og smekk
jega klætt.
Hvernig á líka annað að vera
í jafn stórglæsilegri borg. Jeg
hef komið í 12 höfuðborgir í
álfunni, og jeg held að Madrid
sje þeim fegurst.
Hvar er annað eins málverka
safn og Prado? Og Escorial, eitt
af undrum veraldar, aðeins 50
kra. frá Madrid. Þar eyddi jeg
heilum degi, en tveim í Prado,
undir ágætrj leiðsögn stúdénta,
sem jeg hitti af tilviljurt. Þeir
gáfu mjer að skilnaði merki há
skólans í Madrid. Fljúgandi
svon raeð gullkórónu.
eru elskuleg þjóð,
segir IUagnús Kjaran
Stofnar til viðskipta við Spán
Magnús Kjaran.
ÞEIM LIGGUR EKKI Á
Jeg er nú kominn út fyrir
það sem við vorum að tala um,
viðskpiti við Spán. Þau eru
eins og jeg sagði hreint ekki
auðveld. Spányerjanum liggur
ekkert á. Biðji maður um tílboð
í eitt eða annað, þá er svarið:
„Maniana“. Það er á morguh.
En reyndin er á Spáni sú að
„maniana“ getur þýtt vika eða
mánuður eða meir. „Maniana, ■■
maniana“ er að gera út af við
mann þar. Og það versta af öllu
er, gð það er gjörsamlega ó-
mögulegt að reiðast þessu fólki,
það er svo elskulegKEn það tal
ar helst ekkert nema spönsku.
Þegar jeg eitt sinn sagði við
kaupsýslumann: Hvers vegna
talið þið ekki ensku. Þá rjetti
hann úr sjer og sagði stoitur:
„Englendingar geta lært
spönsku“.
Hvernig er mataræðið?
Það er ágætt, en erfitt að
venja sig á matartímann. Spán-
verjar eru árrisulir og fá sjer
sjálfsagt árbít. En hádegisverð
eta þeir kl. 2 og miðdegisverð
ekki fyrr en kl. 10 að kvöldi.
Það fjell mjer illa, þá vildi jeg
vera háttaður og sofnaður. Næt
urrölt varð jeg þó ekki var víð,
og bjó jeg þó í hjarta borgar-
innar.
BLAÐAVIÐTAL
Við heyrðum í útvarpinu
hjer að sþánskt blað hafði við-
tal við þig.
Já það var „Arriba“, „Morg-
unblað“ Spánar, stærsta blaðið
og aðal stjórnarblaðið. Madrid
er borg með 1,800,000 íbúa. En
þar koma út aðeins 3 blöð og
ekkert þeirra er stærra en
Moryinn. Allt sem í blöðum
þessum birtist er því bókstaf-
lega lesið orð fyrir orð.
Eftir þetta viðtal með þriggja
dálka fyrirsögn og mynd af
mjer var jeg þekktur maður í
Madrid. En það hafði tvær hlið
ar. Síminn stansaði ekki af dát-
um, sem vildu hafa gagn af
mjer. Hinu skal svo ekki neit-
að, að jeg hafði stundum gagn
af þessu líka.
Kunningi minn einn sagði við
mig, að margur Spánverji
myndi vilja greiða 100,000 pe-
seta fyrir svona auglýsingu. Jeg
fór að athuga hvort jeg hefði
ráð á að fleygja frá mjer 100.000
pesetum. Ekki síst þar sem jeg
var alvarlega auralaus. Er ým-
islegt skemmtilegra en það í
framandi landi.
firma með Spánverja. Firmað
heitir:
Kjaran & Monteliu
Importación y Exportación
. Avda. José Antonio 50
Madrid.
Við höfum skrifstofur í
hjarta borgarinnar, á fyrstu
hæð, við aðalgötu Madridar.
Við kaupum ekkert og selj-
um ekkert fyrir eigin reikning.
Vinnum aðeins á umboðssölu-
grundvelli.
Fyrir þær spánskar vörur,
sem við útvegum til íslands; tök
um við ekkert aukagjald af við
skiptavinum okkar. Fáum okk-
ar litlu þóknun frá þeim, sem
við erum umboðsmenn fyrir.
Vitanlega langar okkur til að
fá tækifæri til að selja íslensk-
ar afurðir. En slíkt er víst ekki
auðvelt. Þó trúi jeg því ekki
fyrr en reynt verður, að mjer
verði ekki gefið tækifæri til að
selja eitthvað.
Annars skoðaði jeg þetta sem
hreina nauðsyn t^l að sjá um
kaup og afgreiðslu á þeim vör-
um, sem við útvegum. Að öðru
leyti er þetta tilraun, sem jeg
er viss um, að er rjett, þótt við
höfum ef til vill ekkert upp úr
þessu, því „því fáir njóta eld-
anna, sem fyrstir kveikja þá“,
eins og þar stendur.
V. St.
Breskur togari stór-
skemmdist í óveðrini
ÍSAFJÖRÐUR, 2. des. — Breski togarinn Frobisher frá Fleet-
væod varð fyrir áfaili s.l. föstudagskvöld. Fjekk skipið þrisvar
á sig brotsjó og laskaðist mikíð. Meiðsli á mönnum urðu furðu
lítil.
MAN EKKI ANNAÐ 4
EINS VEÐUR
Togarinn kom inn til ísafjarð
ar um kl. 3 á laugardag. Var
stjórnpallur skipsins mikið
brotinn. Stálþilið neðan glugg-
anna að framan lagðist inn, en
rúður og trjeverk sópaðist burt.
Loftskeytatæki skipsins biluðu
og báðir dýptarmælar þess. —
Stálþilið lagðist ofan á vjelsím-
ann, svo hann varð ónothæfur.
Mennirnir, sem í brúnni voru
meiddust furðu lítið eftir at-
vikum.
Skipstjórinn, sem er vanur
veiðum við ísland, segist oft
hafa verið á sjó í vöndum veðr-
um, en slíkt veður hafi hann
aldrei hreppt. Rómaði skipstjórí
mjög hina góðu höfn á ísafirði.
SKEMMDIR í LANDI
í óveðrinu urðu litlar
skemmdir á mannvirkjum í
landi. Þó rifnaði járn af hús-
þökum á nokkrum stöðum í ná-
grenninu. Um helmingur af
járni á þaki skála Skíðafjelags
Isafjarðar í Seljalandsdal fauk
af og margar rúður í skálanum
brotnuðu.
Hærra aðgönp-
miSaverð aðeins á
fyrsfu sýningii
ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ hefur frum-
sýningu á „Konu ofaukið", eft-
ir danska skáldið Knud Sönd-
erby, annað kvöld. Hingað til
hefur leikhúsið selt aðgöngu-
miða að fyrstu sýningum hvers
leikrits hærra verði en nú er
ákveðin sú breyting, að ekki
verður hærra verð á aðgöngu-
miðum nema á fyrstu sýningu.
Hinsvegar gilda áskriftir að
fyrstu f jórum sýningum eins og
verið hefur.
En áskriftargestir eru ekki
fleiri en svo að jafnan eru til
um 150 aðgöngumiðar á fyrstu
sýningu og um 200 miðar á
næstu sýningar, auk áskrift-
anna og fá þeir, sem fyrstir
koma þá miða keypta.
Um áramótin renna út áskrift
ir þessa árs að fyrstu sýning-
um leikhússins og mun bráð-
lega verða tilkynnt hvenær
menn geta farið að sækja um
áskriftir fyrir næsta ár.
Góð sikhreföi á
nnaodag, en
lífil í gær
Á SUNNUDAG öfluðu rekneta'
bátarnir yfirleitt mjög vel. Þá
bárust um 2000 tunnur til
Akraness, 1700 til Sandgerðis
og 1000 til Keflavíkur.
Þrír Akranesbátar voru þá
með yfir 200 tunnur, Svanur
253, Sveinn Guðmundsson 243
og Keilir 235. Ársæll Sigurðs-
son var aflahæstur þeirra báta,
er lönduðu í Sandgerði, með
200 tunnur. Valur var með 160
funnur og Hagbarður 150. And-
vari var aflahæstur Keflavík-
urbáta með 200 tunnur.
j í gær brást veiðin nær a'lveg
og lóðuðu bátar svo til enga
síld. Er álitið, að hún hafi lagst
óvenju djúpt. Aðeins 6 af 30
bátum, sem komu til Sandgerð-
(is, urðu varir, voru með 20—50
tunnur.
| 200 tunnur bárust til Akra-
ness í gær af fjórum bátum.
Keilir var með 75 tunnur. 150
tn. komu til Keflavíkur af 5
bátum. Jón Guðmundsson var
{með 80 tunnur. 100 tunnur bár-
ust til Hafnarfjarðar.
J Veiðiveður er nú gott, og fór
allur flótinn á veiðar í gær.
| Norskt flutningaskip lestaði
8400 tunnur í gær, sem fara
eiga til Finnlands.
Færð þyngist nú
á vegum
VEGNA hinna miklu símabil-
ana, sem urðu í ofviðrinu um
daginn, hefur reynst örðugt uii
fá fulla vitneskju iyn, hvaðh
fjallvegir eru orðnir ófærir bíl-
um, en víða á vegum er færð nú
óðum að þyngjast.
Fært er norður í Skagafjorð,
en erfitt er að komast þar um
láglendið vegna snjóþyngsla. —»
Ekki er full vissa fengin um,
hvort Öxnadalsheiði er ófær,
þótt reikna megi með að færcJ
sje þar ekki góð, ef heiðin er þá
ekki alveg ófær.
Fróðárheiði á Snæfellsnesi ei’
ófær, én Brattabrekka í Dölum
er slarkfær og fært er um Kerl-
ingarskarð til Stykkishólms.
Ekki er velkunnugt um veg-
ina austan Akureyrar, en snjór
er nú allmikill á Vaðlaheiði.
Bílvegir á Suðurlandsundir-
lendinu eru enn allir færir.
Enn biðskák hjá
Guðmundi
ÚRSLIT 17. umferðar á al-
þjóðaskákmótinu eru nú kunn,
Dr. Euwe vann Kramer. Jafn
tefli gerðu van den Berg og
Pilnic, Donner og Pirc, Kottn-
auer og Tartakower, Foltys og
Rossolimo, en biðskákir urðu
hjá Guðmundi S. og O’Kelly,
Szabados og Reshevsky, Glig-
oric og van Sheltinga, Golom-
beek og Trifunovic, Najdorf og
Stahlberg.
Najdorf er en efstur með 13
vinninga og biðskák, Stahlberg
og Reshevsky hafa 12 vinninga
og biðskák báðir, dr. Euwe hef-
ur 11 vinninga og Gligoric
10% pg biðskák.
Tvær umferðir eru nú eftir í
mótinu.
NYTT FIRMA
Jeg stofnaði þvi mitt eigið
I
Aukið eitirlit naeð út-
flutningi til kommn
Eínkaskeyti til Mbl. frá Reuter.
WASHINGTON, 4. desember — Bandarísku stjórnarvöldin boð-
uðu í dag, að þau mundu enn herða á eftirliti sínu með vöru-
flutningum frá Bandaríkjunum til Rússlands, leppríkja þess í
Fvrópu, Kommúnista-Kína, Hong Kong og Macae.
Með eftirliti þessu er stefnt ’ ENDURSELT
að því að koma í veg fyrir, að
vörur, sem nota má til styrj-
aldarreksturs, komist í hendur
Hong Kong og Macao eru á
„svarta listanum", sökum þess
að vitað er, að ýmislegt, sem
kommúnista frá Bandaríkjun- þangað er selt, er endurselt til
ura. I kínverska meginlandsins.
syngja
undir sfjérn Jóns
Þórarimsonar
KARLAKÓRINN Fóstbræður
hjelt söngskemmtun í Gam'la
Bíó í gærkvöldi, í fyrsta sinn
undir stjórn hins nýja söng-
stjóra síns, Jóns Þórarinssonar,
en svo sem kunnugt er, Ijet Jón
Halldórsson af þeim starfa síð-
astliðið sumar, eftir að hafa
annast hann í 35 ár.
Við hljóðfærið var Carl Bill-
ich.
í tilefni af 80 ára afmæli
Árna Thorsteinssonar, tón-
skálds, sem var 15. október síð-
astliðinn, söng kórinn fyrst
syrpu af lögum eftir hann, radd
settum eftir Jón Þórarinsson, en
í hljeinu hylltu áheyrendur hið
aldraða tónskáld.
Einnig voru á söngskránni
lög eftir Palmgren, Sibelius,
Mendelssohn, Hindemith, Or-
lando di Lasso, Schubert og
Brahms.
Söngskemmtun þessi var fyr-
ir styrktarmeðlimi kórsins. Hús
fyllir var og kórnum og stjórn-
anda hans ágæta vel tekið.
Næsta söngskemmtun kórs-
ins verður í kvöld, einnig fyrir
styrktarmeðliroi.