Morgunblaðið - 14.12.1950, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 14.12.1950, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐtt* Fimmtudagur 14. des. 19581 Fiamhaldssagan 20 s : s CROMWELL I i, • s- Skáldsaga eftir Conrad Richfer. ^■^^MiMHIaWiffflmM.Mw.«winniiiiiiiiiiiBiiBMiWMiinm—wnii—ii—nniniiiiiiiiiiuiiiiniinimnnuinimuiiiiiiuuniinmmmniiiiifniiiiiiiiiiiiiiTiiniiiiniuiiiii „Reyndu ekki að koma með mjer, Nugget“, sagði hún kulda tega. Hún leit í kring um sig. Jeg held að hún hafi verið að Bvipast um eftir Timmy, en kon an var farin með hann. Jeg vissi það ekki þá, en .við sáum hann aldrej aftur. Hún gekk tii dyr- anna og jeg reyndi að fara á eftir henni, en eiginmaður frú Herford, verkstjórinn við Higg- fensnámurnar, tók um handlegg- ínn á mjer og hjelt mjer. Þegar jeg kom út, sá jeg hvar Tacey gekk ein upp göt- una. Jeg gekk í hina áttina að Quality Hill á milli Herford- tijónanna. Jeg var gripinn ó- fítjórnlegri heimþrá og mjer fannst jeg ekki geta afborið að íifa deginum lengur. Fyrir framan Watrous-hús- itj var Seely einmitt að koma út úr vagninum. Ungfrú Rudith hafði fyrst ekið frú North heim. Jeg sa að Seely horfði á stóra, ókunna húsið hinum megin við járnhliðið. Hún leit á mig og' jeg skildi strax, hvað hún vildi segja. Við slitum okkur bæðí laus og þutum eins og örskot niður brekkuna og í áttina að Brewery Gulch. ^ Ef við hefðum haft nokkum tíma til að hugsa okkur um, þá hefðum við ekki farið þessa leið, heldur út í Zacatecas Can- yon og falið okkur þar. En nú hlupum við beint í áttina að lögreglustöðinni og Tom Noon- an, sem heyrði hrópin í fólk- inu, reyndi að ná okkur. Með hann og fleiri á hælum okkar, hlupum við eins og fætur tog- uðu upp Brewery Gulch. Jeg Ijet Seely vera á undan því hún þekkti hvern krók og kima. ___ Hún hljóp upp steintröppurnar hjá Michovich og yfir á timbur- tröppurnar hjá Tewis-hjónun- um og yfir grindverkið ofan f bakgarðinum hjá frú Freyno. Það var hreinasta unun að horfa á Seely. Hún vissi ná- kvæmlega hvar var best að komast yfir og upp og alltaf lengdist bilið á milli okkar og Tom Noolan. Við vissum ekkert hvar hann var núna. Við hjeld- um áfram upp tröppurnar hjá Gratz, framhjá Þjóðverjanum með örið á nefinu. Við heyrð- um að hann var að spila á pía- nóið til þess að fá kanaríufugl- ana sína til þess að syngja. — Við sáum fimm eða sex fuglabúr inn um glugg- ann, kartöflupoka og óhrein garðáhöld, allt samansafnað í þessu eina herbergi, sem var í húsinu hans. O.K.-gatan var mannlaus ■þegar við komum þaneað. Við hefðum getað hlaupið beint heim, en það myndi ekki vera viturlegt. Við hlupum yfir göt- una og beint upp brekkuna þangað til við vorum komin að efsta húsinu á Chihuahua Hill. Þá lögðumst við niður til að hvíla okkur og kasta mæðinni. Eftir dálitla stund sáum við hvar Tacey kom hægt gangandi upp götuna. Hún hlaut að hafa gengið stóran krók úr því hún var ekki komin lengra. Hún gekk svo hægt upp tröppurnar, að það var eins og hún gengi í svefni. Þegar hún var komin inn í litla, græna húsið, lögðum við af stað niður eftir. Jeg hjelt að Tacey myndi verða vör við okkur, þegar við nálguðumst húsið, en þegar við komum nær, heyrðum við að hún var að tala við einhvern, svo Gaye hlaut að hafa verið kominn heim. Við gægðumst inn um gluggann. Tacey var alveg eins og hún hafði verið, þegar hún hafði farið út úr skrif stofunni, úfin og lotin í bakinu. Önnur öxlin á henni sýndist vera lægri en hin. Við og við fór hún inn í svefnherbergið og þegar hún kom aftur, hjelt hún á fötum, sem hún lagði á rúmið í stofunni. „En þeir verða aS hafa ein- hverja frambærilega ástæðu“, sagði Gaye. „Jeg er ekki hæf til þess að hafa börn“, sagði hún biturlega þegar hún kom fram. „Jeg er vond kona og óheiðarleg“. Allt í einu kom hún fram í eldhúsið og inn í herbergi Seely, svo að við urðum að beygja okkur nið ur fyrir gluggakarminn. „Jeg sagði þjer líka að So- corro væri of nálægt Bisbee“, sagði Gaye. „Það kemur þessu máli ekk- ert víð“, sagði hún. „Jeg var ekki einu sinni nógu góð fyrir Þig“. Nú vissi jeg að hún átti við, að hún væri ekki nógu góð til þess að hann vildi giftast henni og Gaye vissi það auðvitað líka. Tacey stóð hálfbogin yfir rúm- inu mínu og raðaði fötunum. Ein fatahrúgan lá á hæginda- stólnum og það voru föt Seely. Föt Timmys rugguðu fram og aftur á ruggustólnum. Mín föt lágu á rúminu. Fjórða fatahrúg an lá á orgelinu og mjer til undrunar sá jeg að það voru föt Gaye. „Hvers vegna ertu að taka fram fötin mín?“, spurði hann. „Jeg hef slæm áhrif á börn“, sagði Tacey. „Jeg get eins haft slæm áhrif á þig“. Hann starði á hana reiður og dálítið óttasleginn, sýndist mjer. „Hvernig ætlar þú að kom- ast af ein? Jeg verð hjá þjer?“, sagði hann. Hún leit á hann raunamædd á svipinn, og það var eins og hún kenndi í brjósti um hann Við Seely vissum það og hanr vissi það líka sjálfur, að han^ myndi fara. Hún lagði fyrst föt in hans ofan í töskuna, og síðan vafði hún mínum fötum inn í dagblað og svo tók hún fö+ Timmys og fór eins með þau. Mest af þessum fötum hafðj hún saumað sjálf. Loks sneri hún sjer að fötum Seelý, en henni gekk illa að koma þeim inn í brjefið og binda bandið utan um. Það slitnaði tvisvar áður en henni tókst það. „Þú getur farið með þau núna“, sagði hún. Rödd hennar var óþekkjanleg, næstum grimm. „Þau vita hvert á að fara með betta til Timmy. Þau eru við þakdyrnar“. Við Seely litum undrandi hvort á annað. „Nei, heyrðu nú....“, byrj- aðí Gave. Hún leit á hann, og jeg vona að jeg eigi aldrei eftir að sjá slíkt augnatillit á manneskju, sem mjer þykir vænt um. „Láttu þau ekki koma hing- að inn“, sagði hún. „Jeg fer inn í svefnherbergið". Um leið og við heyrðum að hún sneri lyklinum í skráargat- inu, þaut Seely inn. „Tacey, Tacey“, hrópaði hún og barði á dyrnar með hnefun- um. „Taktu þau burtu“, hrópaði Tacey, innan úr svefnherberg- inu. i Seely sneri sjer að Gave ör- væntingarfull á svip. Hún tók hægt upp pinklana og Gaye tók töskumar. Þegar við komum út, stóðu nágrannarnir alls staðar úti og horfðu á okkur. Neðar í brekkunni sáum við hvar lög- reglufulltrúinn og herra Her- ford komu gangandi upp eftir. 10. kafli. í marga daga hljómaði hróp Tacey fyrir eyrunum á mjer. — Stundum vaknaði jeg við það á næturna, að mjer fannst hún hrópa og jeg var lengi að átta mig á því í myrkrinu hvar ieg var. Jeg var viss um að eitt- hvað myndi hafa komið fynr hana þarna upp frá og mig hefði ekki verið að dreyma, J heldur hefði jeg heyrt hana kalla með eigin eyrum. Þegar jeg lagðist niður aftur,' fór jeg að hugsa um það hvern- | ig hafði farið fyrir frú Shepko. Þegar maðurinn hennar hljópst á burt með annarri konu, fór hún til Fortes gamla og ætlaði að elda ofan í hann þangað til maðurinn hennar kæmi aftur. Hún var Pólverji að uppruna, stór vexti og fólk kallaði hana Litla Joe. Þegar hann var ekki kominn aftur um jólin, klifraði hún upp á mæninn á húsinu með flösku, sem í var eitur. Svo kallaði hún í nágrannana til að kveðja þá. Við Seely sáum mannþyrpinguna og komum í tæka tíð. Fólkið var að reyna að fá hana niður af þakinu og lofaði henni ýmsu góðu, ef hún kæmi niður. Henni var lofað að hún skyldi fá meira kaup og konurnar buðust til að gefa henni sparikjólana sína. En það var til einskis. Þegar einhver reyndi að koma að henni aftan frá, tók hún tappann úr flösk- unni og tæmdi hana. 'IfMIIIII Utlllllllt er barnasaga með myndum KI PAUTCit RÐ RIKISINS Tekið á móti flutningi til Homa- fjarðar á laugardag. >■11 Vefslólar Kærkomin og nytsöm jólagjöf handa dótturinni. I SKÍHASKALI STÖDENTA m í í HVERADÖLUM ■ ■ ■ ■ ; er til sölu ásamt allmiklu innbúi. Skálinn er við alfara- ■ ■ * leið (stutt frá skíðaskála Skíðafjelags Reykjavíkur) og ■ ■ * fylgir honum IV2 ha. land. ■ ■ ■ Z Verðtilboð sendist Stúdentaráði Háskólans, Háskólan- ■ ■ ■ um, og mun það veita nánari upplýsingar. Tilkynning um takmörkun á rafmapi Orkuveitukeríi Sogsvirkjunar verður greint niður í 5 sem næst jafna hluta til takmörk- unar á mestu rafmagnsnotkun á suðutímanum milli kl. 11—12 f. h Kerfishlutarnir eru þessir: 1. hluti: Hafnarfjörður og nágrenni, Reykjanes og Suð- urland. 2. hluti: Nágrenni Reykjavíkur, umhverfi Elliðaánna vestur að markalínu frá Flugskálavegi við Við- eyjarsund, vestur að Hlíðarfæti og þaðan lil sjávar við Nauthólsvík í Fossvogi. Með þessum hluta.er Laugarnesið að Sundlaugarvegi. 3. hluti: Hlíðarnar, Norðurmýri, Rauðarárholtið, Túnin, Teigarnir og svæðið þar norð-austur af. 4. hluti: Austurbærinn og Miðbærinn milli Snorrabraut- ar og Aðalstrætis, Tjarnargötu, Bjarkargötu að vestan og Hringbrautar að sunnan. 5. hluti: Vesturbærinn frá Aðalstræti, Tjarnargötu og Bjarkargötu, Melarnir, Grímsstaðaholtið með flugvallarsvæðinu, Vesturhöfnin með Örfirisey, Kaplaskjól og Seltjarnarnes fram eftir. Mörkin milli þessara hluta eru sýnd nánar á uppdrætti. Þessir hlutar vérða teknir úr sambandi þannig: 5. hlutinn í fyrsta sinn fimmtudaginn þ. 14. des. 1. hlutinn í fyrsta sinn föstudaginn þ. 15. des. 1. hlutinn öðru sinni mánudaginn þ. 18. des. 4. hlutinn þriðjudaginn þ. 19. des. 3. hlutinn miðvikudaginn þ. 20. des. 2. hlutinn fimmtudaginn 21. des. Síðan kemur hver hluti í sömu röð, þannig að hver hluti flytst til um einn dag vikulegá með því að sá er varð síðastur á föstudag kemur fyrstur á næsta mánudag. Á laugardögum og sunnudögum er ekki gert ráð fyrir að taka þurfi úr sambandi, þar sem spennulækkun hefir verið mun minni þá daga. Það tekur nokkurn tíma að taka úr sambandi og setja inn aftur og er því ekki um nákvæm tímatakmörk að ræða hverju sinni, hvorki yfir um kl. 11 nje um kL 12. S)oaói/irL ffóutmfumn - AUGLÝSING ER GULLS í GILDI -

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.