Morgunblaðið - 17.12.1950, Blaðsíða 6
€
MORGUNBLAÐIÐ
Surmudagur 17. des. 1950
Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík.
Framkv.stj.: Sigfús Jónsson.
Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.)
Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson.
Lesbók: Árni Óla, sími 3045.
Auglýsingar: Ámi Garðar Kristinsson.
Ritstjórn, aúglýsingar og afgreiðsla:
Austurstræti 8. — Sími 1800.
Áskriftargjald kr. 16.00 á mánuði, rnnanlands.
í lausasölu 75 aura eintakið. 1 króna með Lesbðk.
Ö»ÚR DAGLEGA LÍFINU
Hinn ,hræðilegi árekstur
ÞEGAR AÐ MENN vilja kynnast hinni raunverulegu .af-
etöðu komxnúnista til ákveðinna hluta er greiðfærasta leið-
in til þess, að athuga, hvað skurðgoð, þeirra, hinir miklu
lærifeður, Lenin og Stalin, hafi um þá sagt. Þetta er af-
leiðing þess, að kommúnistar um allan heim fylgja stefnu
þessara skurðgoða í algerri blindni. Frá stefnu þeirra kem-
ur ekkert frávik tií greina. Að vísu mega kommúiiistar-
fylgja hentistefnu í einstökum málum err þá eingöngu sam-
kvæmt fýrirskipun frá Moskva og í þeim tilgangi að fara
, hliðargötur að því takmarki, sem Lenin og Stálín settu
þeim.
Þetta kemur mjög. greinilega í Ijós, ef athuguð er af-
staða kommúnista til friðarmálanna.
\ í yfirlýsingu, sem Lenin gaf út árið 1919, er komist að orði
á þessa leið:
„Við lifum ekki aðeins í einu ríki, heldur ríkjasamsteypu.
Tilvera Sovjetlýðveldanna við hlið auðvaldsríkjanna um
langan tíma er óhugsanleg. Annar þessara aðilja hlýtur að
lokum að sigra. En áður en dregur að leikslokum, er ó-
hjákvæmilegt, að hræðilegir árekstrar verði milli Sovjet-
ríkjanna og auðvaldsheimsins."
En Lenin spáði ekki aðeins þessum „hræðilegu árekstr
um“. Hann gaf korrmúnistum ýtarleg fyrirmæli um það,
hvemig þeir ættu að búa sig undir þá og haga baráttu sinni
í þeim hluta heimsins, sem ekki hefur kommúnistiskt stjórn-
arfar. Hann leggur þeim baráttuaðferðirnar á hjarta með
þessum orðum:
„Við verðum að beita hverskonar hernaðaraðferðum,
lævísi, undirferli og lögbrotum. Við verðum að ná völdum
Innan vérkalýðshreyfingarinnar og halda þeim, hvað sem
< það kostar“.
Þessar baráttuaðferðir Lenins áttu ekki aðeins við verka-
lýðshreyfinguna, heldur og við allskonar fjelagsskap, sem
orðið gæti kommúnistum að liði í baráttu þeirra.
„Lævísi", „undiríerli” og „lögbrot“ eru þessvegna þær
meginreglur, sem kommúnistar um allan heim starfa eftir
í hverskonar fjelagsskap, sem þeir taka þátt í. Þannig undir-
búa þeir hina „hræðilegu árekstra“ sem lærifaðir þeirra
taldi óhjákvæmilega. jp
í bók, sem að Stalin hefur skrifað um kommúnismann,
eru þessar kennisetningar Lenins teknar upp og lögð á þær
áhersla. Núverandi einvaldur Rússlands fylgir þessvegna
gjörsamlega sömu meginreglum og fyrirrennari hans.
Það er í samræmi við þessar kennisetningar Leninism-
ans, sem að kommúnistar hafa hafist handa um það, sem
þeir kalla „friðarbaráttu“ sína. Nú, eins og 1919, eru alhr
kommúnistar sannfærðir um það, að kommúnisminn verði
að færa út kvíarnar með vopnavaldi, með „hræðilegum á-
rekstrum“ við þann hluta heimsins, sem ekki fylgir stefnu
þeirra. En þeir játa það að sjálfsögðu ekki opinberlega.
Þvert á móti. Þeir vilja telja friðelskandi fólki um allan
heim trú um það að þeir unni engu heitara en friðnum og
að Sovjet-Rússland muni aldrei gerast árásaraðili. Þessa
trú reyna þeir að rótfesta í hugum fólksins með „lævísi“
og „undirferli“ alveg eins og lærifaðirinn bauð. Til þess að
vinna henni fylgi, senda þeir flugumenn sína inn í margs-
konar fjelagssamtök lýðræðisþjóðfjelaganna. Sjerstakt kapp
er að sjálfsögðu lagt á að ná áhrifum í veralýðsfjelögunum.
En æskulýðsfjelög, menningarfjelög og jafnvel trúarfjelög
eru einnig talin mjög þýðingarmikil.
Það er af þessu ljóst, að styrjöld og ófriður er af komm-
únistum talinn óhjákvæmilegt skilyrði fyrir útbreiðslu
kommúnismans. Til þess að fullnægja því skilyrði og greiða
götu hans, beita kommúnistar að boði Lenins og Stalins
, lævísi“, „undirferli“ og „Iögbrotum“. Sjálfir kalla þeir það
,,friðarsókn“ sína. En hvernig getur hinn lýðfrjálsi heim-
ur horft upp á kommúnista beita þessum baráttuaðferðum,
án þess að skilja hinn raunverulega tilgang þeirra? Sem
betur fer er nú svo komið, að flestir vitibomir menn sjá
hann og skilja. En of margir ganga hans samt duldir og
hafa fallið fyrir lævísinni, trúað lyginni og yfirdrepsskapn-
um. —
, ÍSLENDINGUR SKRIFAR FRÁ
ÁSTRALÍU
ÍSLENSKUR sjómaður, Jón Ragnars stýri-
maður, skrifar brjef til „Daglega Jífsins" frá
Ástralíu. Það er sent frá Melbourne 5. þessa
mánaðar og kom fýrir nokkrum dögum, svo
ekki er hægt að segja að brjefið sje gamalt.
Þau hafa stundum verið ’ lengur á léiðinni,
sendibrjefin norðari úr landi til Reykjavík-
ur og það alveg nýverið.
Jón er stýrimáður á döriskú 9000 smálesta
skipi, sem heitir ,,Danaborg“ og hefir siglt á
því víðá.um heim. Hann biður um að ,ýDag-
lega lífið“ beri jóiakveðjur til ættingja ög
viria á íslandi óg segir hreiníega, að það sjé
sparnaðarráðstöfun. Og þótt. óvenjulegt sje
að birta slík skilaboð á þeásum vettvangi,
þykir rjett, éftir ástæðum og með tilliti til
fjarlægðarinriár, áð verða við þeirfi: ósk
stýrimannsins. >. - * •••
•
LÍST VEL Á SIG í ÁSTRALÍU
JÓN 'segir; áð sjer lítist vel sjg. LÁstraííu,
Þar geti menn ábyggilega kom’fst vel áfrám
með dugnaði. Mikil eftirspurn sje eftir vinnu
afli ög taun góð, en skattár litfir. Hárin talaði
við hafnarverkamann, sem átti sex börn 'og'
hafi haft 35 þúsund króna tekjur s.l. ár,' en
greiddi ekki nema 650 kr. í skatta.
En vinnubrögðin telur Jón varla vera til
fyrirmyndar, því það hafi tekið 8 daga, að
losa 200 standarda af timbri úr „Danaborg“
i Melbourne og það þættu ljeleg vinnubrögð
á íslandi.
•
ÞAÐ VERÐUR IIEITT UM
JÓLIN
HEITT er í veðri í Ástraííu um þessar mund-
ir, enda hásumar þar um slóðir á þessum
tíma árs. Jón átti hálf dags frí, er hanri skrif-
aði brjefið og ætlaði að nota tækifærið til að
fara út á baðströnd, þarna í nágrenninu,
„enda varla líft annarsstaðar fyrir hita“, eins
og hann orðar það.
í sambandi við brjef íslenska sjómannsins,
sem komínn er tíl Ástralíu, dettur manní í
hug, hvórt margir íslendingar sjeu nú „í sigl-
ingum", éins og það ér orðað.
Og um leið vaknar önnur spurning í sarri-
bandi við jólin og sjóríiennina úti í heimi. Ér
til hjer á landi nokkur samtök, sem senda
gjafir tiT útlendra sjómannastofa, sem gera
erlendurii sjómöririúm gleðileg jól?
•
EKKI ER NÝTNINNI FYRIR
A» FARA
EKKI er hægt að segja, að nýtninni sje.fydr.
að fara hjá okkur íslendingum hin-síðari ár-
in. Þó vár öldiri örinur í þessum efnurii, þegác
• ekki fór svo mikið, sem seglgarnspotti til ó-
nýtis; og hver pappírssöuddá var notuð þang-
að til ekkert var orðið éftir af hpnhi, > ;
.... Hætta er.á, að við þurfum að taka upp hirin
gamla sið hvað nýtnina snertir og eiíthvað
virðist stefna í þá áttina upp £ síðkastið.
Ékki er það lítið, sem farið hefir til spillis
áf pappír-hjér á landi. nn nú er buið að stofna
verksmiðju. til, að vinna nothæft efni- úf úí*-»
gangspappíreg rieffk mátt gera það, fýr,
• '
GÓÐ HUGMYND HÚSMÓÐUR
NÝTNI og sparsemi er þó til hjá sumum ís-
lendingum ennþá. Á það bendir meðal anri-
árs brjef, sem hjer fer á eftir frá ungri hús-
móður:
Víkverji!
Þegar jeg las „Daglega lífið“ í morgun, datt
mjer í hug svolítið, sem maðurinn minn
sagði mjer á stríðsárunum. Hann sagði mjer
að húsmæðurnar í Danmörku söfnuðu ‘tÖpp’-
unum af mjólkurflöskunum og vissan dag í
mánuði tækju mjólkurbúðimar við þeim. —
Andvirði tappanna íer svo í sjóð til hjálpar
bágstöddu fólki. — Síðan hefi jeg ekki getað
féngið af mjer ao henda töppunum, svo nu
er ein skúffan í eldhúsinu hjá mjer orðin
„stútfull“. — Væri ekki alveg tilvalið fyrir
ökkur að taka upp þennan sið?“
Já, því ekki það og fleiri sparnaðarsiði?
Sæbjörg hefur hjálpað
um 50 skipum á árinu
Var við björgunarsfarfið í fárviðrinu 30. nóvember.
SÆBJÖRG HEFIR nú aðstoðað samtals um 50 skip á þessu
ári og sumum þeirra hefir hún veitt aðstoð við mjög erfiða að-
stöðu. Má þar sjerstaklega nefna 47. bátinn, m. s. Ernu, er hún
sótti suður fyrir Reykjanes fimmtudagixm 30. nóv. s. 1. og lenti
þá í hinu mikla fárviðri, sem skall á þann dag og talið er með
verstu véðrum, sem hjer hafa komið.
FARVIÐRI
<s-
Það var kl. 15,35 þennan dag,
sem v.b, Sæbjörg var búin að (
koma festum í m.s. Ernu, til
að draga.hana til Reykjavíkur.
Veður var þá hægur norðaustan
en talsverður sjór. Gekk allt
vel hjá skipinu, til að byrja
með, en kl. .19,00, ..er skipin
voru komin á móts við Kirkju-
vog, slitnaði dráttartarigin á
milli þeirrá. Um þetta leyti var
veðrið farið að versna og jókst
vindhraðinn á nokkrum mín-
útum upp í fárviðri með bleytu
hríð og brotsjóum.
- .. .
■ - '
UNDIR ÁFÖLLUM
Var nú nýrri dráttartrossu
komið á milli skipanna við mjög
erfiða aðstöðu, að hver dráttar-
taugin slitnaði af annari, og
ivoru þetta þó allt nýjar og
sverar trossur. Alltaf versnaði
i aðstaðan við að koma dráttar-
| og sjóarnir gengu viðstöðulaust
yfir.
í þriðja skifti, sem dráttar-
tauginni var komið í milii
sióusf skipin samait og við
það rifnaði upp jámbryddl-
ingin á Sæbjörgu á dálitlum
kafla, en annað vírtist ckki
vera að.-Misstu þeir á m. s.
Emu þá dráttartaugina í sjó-
ínn.
í fjórða skiftið var svo kom-
ið festum í milli, var þá klukk-
an 22,00. Taldi skipstjórinn á
b.v. Sæbjörgu þá þýðingarlaust
áð gera fleiri tilrauni^ að 113103
áfram á móti veðrinu og snerí
undan með hægri ferð upp und-
ir Reykjanes. Var þá engin leið
að eygja land fyrir veðurofs-
anum, nema með radar-tækj-
um, og telur skipstjórinn, að
radartækin í Sæbjörgu hafi hjer
komið að miklu liði eins og oft
áður.
Þegar Sæbjörg kom til Reykja
Kosningar á Alþingi
KOSNINGAR fóru fram á Al-
þífi^ 1 gær til eftirtalinna
starfa: Þrír yfirskoðunarmenn
ríkísreikninganna^ Kosningu
hlutu: Sigurjón Ólafsson, Jör-
undur Brynjólfsson og Jón
Pálijiason. Ásmundur Sigurðs-
son fjekk jafn mörg atkvæði
og Sigurjón og var valið milli
þeirra með hlutkesti.
í stjórn fiskimálasjóðs voru
þessir kjörnir: Þórarinn Þórar-
insson, Lúðvík Kristjánsson,
Lúðvík Jósefsson, Þorleifur
Jónsson og Sverrir Júlíusson.
Til vara: Áki Jakobsson, Jón
Sigurðsson útgm., Hallgrímur
Oddson, Davíð Ólafsson og
Jakob Hafstein.
I nýbýlastjóm 'voru kjörnir:
Steingrímur Steinþórsson, Hauk
ur Jörundsson, Ásmundur Sig-
urðsson, Jón Pálmason og Jón
Sigurðsson. Til vara: Bjaíni
Ásgeirsson, Þorsteinn Eiríks-
son, Brautarholti, Tryggvi Pjet
ursson, Ingólfur Jónsson: og
Þorsteinn Þorsteinsson.
í nefnd til að skipta fjárveit
ingu til skálda, rithöfunda. og
listamanna árið 1951 voru
kjörnir: Ingimar Jónsson,
Þorkeil. Jóhannessori, Magriúá
Kjartanssori og Þorsteinn Þor-
steinsson.
taugunum á milli og lágu bæði víkur með Ernu, var tekin sjó-
skipin oft undir áföllum á með- \ rjetarskýrsla og er það álit skip
an. Skipstjórinn. á Sæbjörgu stjóraris á Sæbjörgu, að hjer
sagði, að hann hefði oft verið hafí verið um fullkomna björg-
á riálum með áð missá eitthvað utt að ræða, bæði. á mönriuni
( út af mönnunum, þar sem þeir
ijvoru að virina út á þilfari, þar
sem ekki var stætt fyrir rokinu
og skipi.
(Frjett frá Slysavarnafjel.
íslands).
Bowling feeppni
( í GÆR fór fram hjer í bænum
( keppni í bowling. Er það ný
amerísk íþrótt, sem mjög hefir
rutt sjer til rúms að undanförnu
Keppendur í gær voru 20 og
urðu þessir hlutskarpastir:
1., Jóhann Eyjólfssott 805 st.
2. Magnús Guðmundsson 782
stig og 3. Hilmar Guðmundsson
740 stig.
Seint í janúarmánuði mun
fara fram keppni í bowling
milli Austur- og Vesturbæjar,