Morgunblaðið - 24.12.1950, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 24.12.1950, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 24. des. 1950. Sverrir Þórðarson biaðamaður: ur Bretlandsför London í desemb'er. FEÆGASTA turnklukka heims, sem segja má að hafi gengið upp á sekúndu síðan ár- ið 1862, og sem í nær 30 ár hefur sent hljómmikil og fög- ur slög sín á öldum ljósvakans um heim allan, er að v.erða hálf þrú. Þessi merka klukka, JBig Ben, er turnklukka bersku |)inghallarinnar, en hún er líka uokkurskonar „Bretlands klukka“. í MIKLUM FORSAL Eftir fáeinar mínútur hefst fundur í Neðri málstofu breska Jpingsins. í miklu anddyri er eaman kominn mikill mann- f jöldi, sem ætlar að vera .við- staddur þingfund í málstof- unni, en hann hefst stundvís- lega klukkan hálf þrjú. Hjer er fólk á öllum aldri, jafnvel skólabörn og þau standa í jskipulegri röð og hlusta á með athygli, er kennari þeirra Útskýrir fyrir þeim í hálfum hljóðum, það sem fyrir augun ber í þessum miklá geim. Við fernar dyr að forsal þess- txm eru myndastyttur af kon- ungum og drottningum, en yfir dyrunum eru dýrlingamyndir, í lofthvelfingunni er mosaik- skreyting hin fegursta. Um Jxetta allt leita augun og svo er stungið saman nefjum og skrafað í hljóði um það. Svo virðist sem fæstir hafi komið hingað fyr og það má sjá það á svip fólksins. Hann’ er jafnan þjettsetinn bekkurinn í áheyrendastúkunni á hverjum einasta fundi í Neðri málstofunni. Enginn veður þó þangað inn, slíkt væri óhugs- andi. Hjer fer allt fram eftir ákveðnum reglum. Þegar Breta langar að sjá þing sitt að störf- um í þágu lands og þjóðar, þá sendir hann fyrst skriflega um- sókn þar að lútandi. Svarið við beiðni hans, aðgöngumið- inn, berst honum þrem til f jpr- um dögum síðar. Aðgöngumið- ann sýnir hann tveim lögreglu- mönnum, er standa vörð í for- dyrinu mikla. Sannast að segja ■er þeirra starf miklu frekar í t>ví fólgið að leiðbeina en standa vörð. Hingað koma líka þeir, er ræða þurfa við þingmenn sína, og er sá hópur allstór. Þar mátti sjá bændur að norðan, fiskimenn frá austurströndinni, kvenfjelagskonur ofan úr sveit og atvinnurekendur frá ein- hverri iðnaðarborginni, í dökk- um fötum, blárri skyrtu með hvítan flibba. flytja hina daglegu bæn áður en þingmenn ganga til starfa. Þar hefur sama bæn verið les- in síðan um miðja 17. öld. Þingpallaverðir vísa áheyr- endum til sætis. Allt gengur skal’kalalaust, þó áþeyrendur sjeu mismunandi þungstígir. Hin nýju gólfteppi eru mjúk undir fæti eins og mosi. Neðri málstofan er í nýjum húsa- kynnum og voru þau vígð fyrri hluta vetrar. Hin gömlu húsa- kynni voru vordag einn 1941 gjöreyðilögð í loftárás. Hinn nýi þingsalur er í öllum aðai- atriðum eins og sá sem eyði- lagðist, en miklu bjartari. Sal- urinn er allúr klæddur Ijós- leitri eik, þingbekkir eru klæddir daufgrænu leðri. Þess- ir litir fara mjög vel saman og gera þingsalinn hlýlegan og notalégan. Það vár mikið verk og tímafrekt að endurbyggja Neði’i málstofuna. Ýmisskonar vandasaman trjeskurð þurfti að levsa af hendi, og margt við þá vinnu var ekki hægt að gera með vjelum. Trjesmiðir ungu kynslóðarinnar gátu heldur ekki unnið verkið i höndunum, en það voru gömlu. mennirnir, sem kunnu á þessu skil. Þeim var smalað saman um allar Bret landseyjar og á þs-nn hátt tókst að leysa þennan vanda. SPURMNGATÍMI Fundur Neðri málstofunnar hófst/ á spurningatíma. Alir helstu forvígismenn Breta á sviði stjórnmálanna eru mætt- ir á fundinum, en þó ekki sá, sem mestum og almennustum vinsældum á að fagna, Chur- chill, fyrrum forsætisráðherra. Þingforseti stjórnar fundin- um með mikilli röggsemi. Hjer eru ekki. málalengingarnar og óþarfa kjaftæði. Hjer virðist einkunnarorð þingmanna vera: Fáorðir en gagnorðir. — Margt gætu íslenskir þingmenn lært af þessum collegum sínum. Hver ráðherrann af öðrum í stjórn Attlees og forsætisráð- herrann sjálfur, svara spurn- ingunum, sem beint er til ríkis- stjórnarinnar og flestar eru bornar fram af stjórnarandstöð unni, en í dag nýtur hún for- ystu mesta glæsimennisins á þingi Breta, Antony Eden, fyrr um utanríkisráðherra. Á þessum fundi bar á góma brölt einvaldskonungsins og fj árhættuspilarans af Egypta- landi. Hinn virðulegi utanríkis- ráðherra, Bevin, gaf skýrslu í máli þessu og hafði lokið því á fimm mínútum. Ráðherrann lagði áherslu á, að ekki kæmi til mála að breskar hersveitir hyrfu á brott frá bækistöðvum sínum í Egyptalandi fyrr en varnir þar syðra væru fylli- lega tryggar. „Því að við höfum miklar skyldur við löndin þar syðra“.. Ráðherrann kvað hjer ! eins og í öðrum slíkum málum, Isamningaleiðina þá einu. er orðið gæti til lausnar. KOLALANDIÐ KAUPIR KOL Þá skýrði eldsneytismálaráð- herrann þingheimi frá því að kolaframleiðslan hefði ekki nægt til að fullnægja eftir- spurninni og væri nú svo komið að kaupa þyrfti til landsins kol vestan frá Bandaríkjum. Hrop og köll kváðu við í þingsalrrum, er eldsneytismálaráðherrann hafði þettá mælt. Antony Ed- en, aðalformælandi stjórnar- andstöðunnar tók næstur til máls og sagði ráðherrann hafa fært þingheimi mikil tíðindi og- ill og. gerði stuttan .samanburð já ríkisrekstri kolanámanna og einkarekstri þeirra og kvað ástandið mesta alvörumál. í eyrum þess, sem ekki veit ann- að en að Bretland sje eitt mesta kolanámuland heims, hljómar þetta einkennilega. Er þetta ekki álíka og fiskveiðiþjóð, eins og íslendingar, leituðu til Norð manna um kaup á ísu og þorski. FORNAR ÞINGVENJUR Aðalforvígismenn stjórnar- innar og stjórnarandstöðunnar sitja á fremsta bekk til hvorr- ar handar við þingforseta, stjórnin á hægri hönd, stjórnar- andstaðan á þá vinstri. Hinn gamli þingsiður, að þeir sem sitja á þessum bekkjum megi hafa fæturnar uppi á borðinu, er hjer í heiðri hafður, þótt bæði borðið sje nýtt og húsa- kynnin. Á enda forsetaborðsins liggur „veldissprotinn“, sem borinn var inn í þingsalinn á undan forseta, er þingfundur hófst. Þessi þingsproti er kon- ungleg viðurkenning á störfum þeim, sem þingið vinnur undir HÁTÍÐAGARÐAR OG NÝTT ÍBÚÐAHVERFI . í öllum borgum, bæjum og þorpum munu íbúarnir kapp- kosta að gera þessa mestu há- tíð í sögu Bretlands eftirminni- lega. Mjög víða verða almenn- ingsgarðar. Bretlandshátíða- garðar, teknir til afnota fyrir almenning. í London munu t. d. hundruð verkamannafjöl- skyldna flytjast í nýtt íbúðar- hverfi, sem reist hefur verið á rústum gamalla húsa, er eyði- lögð voru í hinum æðisgengnu loftárásum Þjóðverja. í þessu íbúðarhverfi verður allt með nýtísku sniði, bæði gerð húsa, innrjetting þeirra og skipulag. — Jafnvel ekki loku fyrir þaá skotið, að húsin verði hituð upp við miðstöðvarhita. Búist er við að verkamannahverfi þetta frRIGGJA ALDA C5ÖMUL BÆN Big Ben slær tvö þung högg, svo undir tekur. Klukkan er hálf þrjú. í gegnum forsalinn gengur forseti Neðri málstof- tinnar með fylgdarliði sínu. — Forsetinn er klæddur skósíðri hempu með hvíta hárkollu ðg mikla á höfði og nær hárið nið- ur á axlir. Á undan honum gengur einkennisklæddur mað- ur, sem heldur á miklum grip forkunnar fögrum, sennilega úr gulli, og minnir einna helst á veldissprota. Þeir ganga í 4>ingsal, en áhorfendur hefja nú göngu sína í áhorfendastúk- una, um rangala og stiga. Lest- ina reka skólabörnin og kenn- ati þeirra. Við verðum að fitaldra við sem snöggvast áð- ixr en gengið er inn í sjálfa stúk «na, Prestur þingsins var að Endurbygging Neðri málstofunnar var mikiíT verk og vandasamt. Hin ýmsu samveldislönd Breta færðu málstofunni að gjöf ýmistegt af því, sem smíða þurfti á ný. T. d. stól þingforseta, sem er fyrir enda borðsins. gáfu Ástralíumcnn og þingborðið gáfu Kanadamenn. stjórn þingforsetans. Án þessa grips liggjandi á forsetaborði, er þingið óstarfhæft. Hjer er um að ræða eina hinna fornu þingvenja, sem enn þann dag í dag er í heiðri haldið og strang lega framfylgt. Má segja að sproti þessi sje nokkurskonar orðsvinnu“. Forseti Neðri mál stofunnar gaf nú hlje. Þing- menn gengu úr salnum og inn- an stundar voru þingbekkirmr orðnir auðir. í áhorfendastúk- unni sátu áheyrendur rólegir, þó þeir visSu áð spurningatím- anum væri lokið. Innan stund- a-r átti að ganga til venjulegra þingstarfa. Þingheimur myndi þá taka fyrir ýms mál, er í svip inn a. m. k., snertu áheyrend- ur meir en margt af því, sem bar á góma í spurningatíman- um. BRETLANDSIIÁTÍÐIN Um allar Bretlandseyjar er nú unnið að stórfelldustu há- tíðahöldum, sem þar hafa far- ið fram. Það er Bretlandshátíð in, sem standa mun yfir allt næsta sumar. Svo er ráð fyrir gert að hvert einasta byggðar- lag á Bretlandseyjum leggi sinn skerf fram til að hjer geti orðið Bretlandshátíð í fyllstu merkingu þess orðs. Að sjálfsögðu verður aðalhá- tíðin í London. Niður við hina nýju glæsilegu Waterloobrú, á um 30 ekrum lands, verður að- alhátíðasvæðið. Þar er verið að Big Ben, hin mikla turnklukka bresku þinghallarinnar. fulltrúi konungs á þingi, þar sem honum er frá fornu fari óheimilt að stíga fæti sínum inn í Neðri málstofuna. Spurningatímanum lauk rjettri klukkustund eftir að þingfundur hófst. Um 80 fyrir- spurnir þingmanna höfðu hlot- ið tilskilda afgreiðslu og svo vel og skipulega gekk þessi spurningatími, að engu var lík- ara en þingmenn væru í „akk- $ smíða gífurlegt stórhýsi, hring- myndað, og fyrir skömmu var lokið við að setja síðústu plöt- una í þak þess, en það hef- ur hlotið nafnið Háborg fram- faranna. Þetta verður aðalbygg ingin á hátíðasvæðinu. Tilsýnd ar minnir hið hringmyndaða þak þessa mikla mannvirkis á spegilsljett stöðuvatn á heiðum uppi. Margt annara byggingja verður þarna í kring. í Glas- gow verður önnur aðaldeild sýningarinnar. Þar munu verða iðnaðardeildir og verksmiðjum ar með sína framleiðslu og ann að þess háttar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.