Morgunblaðið - 24.12.1950, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 24.12.1950, Blaðsíða 13
Sunnudagur 24. des. 1950 MORGUKBLAÐIÐ 13 Þóroddur E. Jónsson, Heildverslun — Umboðsverslun. Húsgagnavinnustofa 0lafs H. Guðbjartssonar, Laugaveg 7. Sighvatur Einarsson & Co, Gott og farsælt komandi ár. Þökk fyrir viðskiftin á liðna árinu. Verslun Árna Sigurðssonar, Langholtsveg 174. Óskum öllum viðskiftavinum okkar LARUSAR BLONDAL Verslun Gunnars Gíslasonar. Grundarstig 12. RammagerSin. Hafnarstræti 17. BARNANNA iákrir bardeikir Þræhigjarnir nágrannar OFT VILL það verða svo„ að þegar þú hefir fengið heimsókn kunningja þinna, þá man eng- inn eftir neinum leik, sem þið gætuð lcikið. Hjer koma nokkr ir leikir, sem hentugt er að grípa til, ef þið munið ekki eft ir öðrum sem skemmtilegri eru. Hvaða orS vantar! ÞESSI LEIKUR er mjög skemmtilegur, sjerstaklega þeg ar margir taka þátt í honum. Þú færð þjer litla brjefmiða eða spjöld og skrifar á hvert þeirra einn staf. Best er að taka alla stafinu nema Q, X, Y og Z. Aðeins einn stafur má vera á hverjum miða. Aðalatriðið er að hafa á að giska 100 miða og einn staf á hverjum. Einnig undirbýrð þú þig fyr- irfram með einhverja sögu — um eitthvað, sem þú gerðir, eitthvert æfintýri, sem þú lent- ir í, eða þá skáldsögu, sem hægt er að halda áfram því nær endalaust. Áður en leikurinn hefst, stokkar þú miðana vandlega, heldur á miðastokknum í hend- inni og hefur söguna. í hvert skipti, sem þú gerir hlje á frá- sögninni, rjettir þú upp einn miða, og sá, sem fyrstur segir hentugasta og jafnframt skemmtilegasta orðið, vinnur miðann. Sigurvegari leiksins er sá, sem flesta miðana hefur í leikslok. Hjerna er skýring á leiknum: Þeir, sem búa í húsunum A, B, C, D og E, eru mjög óvin- veittir hver öðrum, þó þeir sjeu nágrannar. Hver þeirra um sig geyniii: bílinn sinn í bílskúrunum til hægri á myndinni. — Húsbóndinn í húsi A. geymir bílinn sinn í bílskúr A, B í bíi- skúr B o. s. frv. < Þegar þeir ganga til bílskúra sinna, gæta þeir þess mjög vandlega, að ganga aldrei yfir leið nokkurs nágranna síns. Nú skuluð þið draga línur frá húsunum til bílskúranna til að sýna, hvernig þeim tekst það. Þið megið aldrei láta línurnar skerast eða láta línurnar fara út fyrir myndina. „Um daginn hringdi jeg i m r r.v «. jw (þú rjettir upp staf. Ef stafur-j Jt$l SlöðSfS ¥6fðUr inn er T og einhver segir „Trje- smið“ fær hann miðann). Jeg spurði hann, hvort hann gæti gert við (rjettir upp miða. Staf- urin er t. d. F og einhver seg- ir „Flugdreka") og hann sagði að hann skyldi reyna það . . .. “ Þannig er haldið áfram, uns miðarnir eru allir gengnir út og þá er talið, hverjum hafi tek ist að vinna flesta miðana. Reyndu minni þitt fyrsiur Þessar teikningar sýna tvo búðarglugga. í öðrum þeirra eru nargir eigulegir munir fyrir stúlkur, en leikföng fyrir drengi i hinum. Nú skuluð þið reyna, hversu gott minni ykkar er. — Horfið á myndirnar ineð athygli í þrjár mínútur. Síðan, án [*ess að líta á myndirnar, skulið þið reyna liversu marga af mununum, sem sýndir eru, þið munið. En þið mcgið ekki vera lengur cn fimm mínútur að svara. HJER er einn gamall leikur, sem þó er alltaf skemmtilegur. Hann er sjerstaklega hentugur þegar hópar eru saman á ferða- lagi t. d. í bílum, og allsstaðar, þar sem þörf er á dægrastytt- ingu. Hefjið leikinn með því að velja t. d. eitthvert borgar- eða bæjarnafn. Þú velur t. d. Lond- on. Sá, sem sitúr til hægri hand ar við þig, verður þá að nefna eitthvert borgar- eða bæjar- nafn, sem byrjar á N (Síðasti stafurinn í London' er N). Hann segir New York, og sá, sem næst honum situr, verður að nefna borgarnafn, sem byrjar á K. Þannig er haldið áfram, þangað til að einhverjum mis- tekst, eða hikar of lengi og er hann þá úr leiknum. En sá, sem lengst heldur velli, er sigurveg- arinn.______________________ Veðmál iil skemmfunar Þegar þú kemur í skólann eft ir áramótin, skaltu veðja við sessunaut þinn, því þá verður hann búinn að gleyma því, sem stóð í Jólablaði Morgunblaðs- ins. Hjer eru nokkur veðmál, sem þú munt vinna. 1. Jeg skal veðja að jeg get komið mjer gegnum skráargat (Skrifaðu orðið „mjer“ á miða og stingdu honum gegnum skráargatið. 2. Jeg skal veðja að jeg get skrifað miklu lengra orð en þú, hvað sem þú skrifar. (Skrifaðu „miklu lengra orð en þú“). 3. Jeg skal veðja að jeg get skrifað nafnið mitt án þess að hafa blýant. (Notaðu penna). 4. Jeg skal veðja, að jeg get staðið í minna en tommufjar- lægð frá þjer og þú getur ekki snert mig. (Láttu dyrnar vera milli þín og vinar þíns). og farsæls nýárs. Gúmmíbarðinn h.f // e9 r

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.