Morgunblaðið - 24.12.1950, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 24.12.1950, Blaðsíða 9
Sunnudagur 24. des. 1950. MORGUMSLAÐIÐ 9 Frásögn Jóhanns Tryggvasonar til að flýta sjer, svona eins og gníglar geta flýtt sjer. Á jeg að sýna þeir dýrin, sem jeg er búin að kaupa handa systkinum mínum. Þau eru hjerna öll inni í herberginu? Og Þórunn rauk út og kom aftur að vörmu spori til mín með allskonar dýr í fanginu. En tilkomumestir voru tveir liestar, laglega gerðir, gráir, úr tuskum. Enda var það sýni- legt ,að hún hafði mest dálæti á þeim. Öllum þessum dýrum. raðaði hún upp á gólfið fyrir framan mig og sagði mjer hvað hver systkinanna ætti að fá, þegar hún kæmi heim til London. ÞEIR VITA I.ÍTIÐ UM ÍSLAND —- Gengur þú í barnaskóla í London. — Nei, jeg fer ekki í svoleiðis skóla þar. Pabbi kennir mjer. Hann kennir mjer allt um ís- land og á íslensku. Við getum ekkí mikið lært í enskum skól- um um ísland. Telpa ein, leik- systir mín, sagði mjer, að í sín- uim skóla hefði hún ekki lært annað um ísland, en að þar %-ærj. Eskimóar og ís. Það væri ekki gott, ef maður fengi ekki annað að vita um sitt eigið land en þetta. Jeg er núna að lesa reiknings hefti Elíasar Bjamasonar. Jeg á margar lestrarbækur, „Gagn og gaman“, „Litlu gulu hæn- Uina“ átti jeg einu sinni. En íiú er Sólveig systir mín byrj- uð á henni. Hún er líka byrjuð að reikna. Jeg læri dýrafræði, landa- fræði, grasafræði og íslands- sögu. En mjer þykir ekki mik- ið gaman að sögu. Jeg kæri mig ekki mikið um þessa görrúu karla, nema Kára. Hann var alltaf svo fljótur og sniðugur. Jeg hef meir'a gaman að lésa tim kúreka og Indíána, um handjám og byssur og svoleið- is. Jeg er búin að fá mjer nýtt belti fyrir byssuna mína og nýja byssu. , Og svo sýnis hún mjer stæl- ingu af kúrekabyssu, sem húri hefur eignast. Al> LÆRA LANDAFRÆÐI — Hve lengi æfir þú þig í einu. — Jeg æfi mig 4—5 tíma á ciag undir konserta, en annars æfi jeg í 3 tíma. Daginn áður en jeg hjelt kon sertinn ,á Selfossi um daginn, sefði jeg mig ekki einn dag. Þá fann jeg það strax, að jeg má ekki sleppa degi úr. Hendurnar verða alltaf að vera í góðu lagi. — Hlakkar þú ekki til, þeg- ®r þú verður orðinn svo stór, sð þú getir haldið konserta í útlöndum? Jeg skal segja þjer nefnilega að þegar maður getur farið að ferðast milli landa, verður þægi legt að læra landafræði. Jeg hef t. d. sjeð mikið af íslandi og lært mikið þegar við höfum verið í flugvjel. Það var afskap- lega gaman. Hjerna um daginn flugum við til dæmis beint yfir Þjórsá og þá sá jeg hvernig Þjórsá gerði sjóinn alveg mórauðan á stóru svæði. Svona getur maður sjeð löndin, ef maður getur fengið að ferðast. ALDREI SPENT Nú þagnar Þórunn litla skyndilega og horfir á mig og segir: — Ertu annars ritstjóri eða ertu kannski svona ofur litill blaðamaður? Þú ætlar þó ekki að fara að skrifa allt þetta sem jeg hef verið að segja þjer. Þú getur tekið eitthvað af því. En jeg vil ekki hafa það allt í blað inu. Ef mjer hefði dottið það í hug, þá mundi jeg alls ekki hafa sagt þjer þetta allt sam- an. — En heldurðu að þú verðir ekki spennt, þegar þú ferð að halda konserta út um lönd- in. — Nei, jeg er aldrei spennt. Jeg þarf bara að passa, að mjer verði ekki kalt, eins og í Hafnar firði í gær. Þá æfði jeg mig í kortér á borði í þríundum og varð heitt. Og þá varð allt í lagi, eins og jeg sagði þjer. Þegar við komum heim til London, þá ætlar pabbi að teikna fyrir okkur ísland á gólfteppið með allskonar lit- um. Og svo ætlum við að leggja vegi og svo ætlum við að fafa með bíla eftir vegunum á milli allra staða á gölftéppinu. — Þannig ætlar hann að kenna okkur landafræðina. Svona er hann góður. Hann hefur alltaf hugmyndir og finnur upp á því, hvað við eigum að gera, sem er skemmtilegt. ER MED ÞRJÚ LÖG — Einhver hefur sagt mjer að þú ættir það til, að semja lög? — Já, jeg hef gert lítil lÖg. Þegar mjer dettur eitthvað í hug, þá geri jeg það strax. Jeg er með 3 lög núna. En jeg er ekki ánægð með tvö þeirra. — Eitt finnst mjer vera, eins og maður segir, „okei“. Jeg klára hin kannske aldrei. Minnsta kosti er jeg hætt við þau í bili. En lagið sem mjer líkar við, er Craxton að hugsa um að reyna að fá gefið út. En það er því miður of erfitt fyrir byrj endur. Ekki nógu auðvelt að spila það. ★ Nú ætlaði Þórunn S. Jóhanns dóttir aftur að leiðá mig út í hugleiðingar um hljómlist. — Svo jeg hugsaði með sjálfum mjer, að ef hún á að muna eftir mjer fram yfir aldamót, þá er vissara fyrir mig að hafa mig á brott, svo hún komist ekki að því, hve erfitt er að koma mjer í skilning um þau fræði. Enda höfðum við rabbað saman góða stund. Jeg þakkaði henni kærlega fyrir allar upplýsingarnar og alla skemmtunina og kvaddi. Með innilegri ósk i hug mjer um það, að herini • yrði alltaf nógu heitt til þess að hún gæti spilað allt sem henni sýndist og allt, sem henni dytti í hug. Jeg er alveg sannfærðuf um, að allir lesendur Morgunblaðs- ins undantekningarlaust taka undir þessa ósk mína. ★ Ðaginn eftir hitti - jeg föður Þórunnar, Jóhann Tryggvason söngkennara, og -leitaöi hjá hon um fyllri upplýsinga um bernsku Þórunnar og þroska- feril á tónlistarbrautinni. Hann skýrði mjer m. a. svo frá. HUN BYRJAÐI SNEMMA Er Þórunn var barn í vöggu og grjet eins og kornbörnum er títt, þá tók jeg eftir því, að óbrigðult ráð íil þess að fá hana til að hætta grátinum var, að fara með hana að píanóinu, og leika fyrir hana lag. Þegar hún var tveggja ára, gat hún með einum fingri spil- að einföld lög. Hún hafði mik- ið gaman af því, og var öll- um stundum á þeim aldri við píanóið, á heimili okkar. Þegar hún var þriggja ára tók jeg eftir því, að hún spil- aði einfaldar æfingar tvíradd- að. Einhvern tíma, þegar hún var á 4. árinu, kom Arni Kristjár.s- sin heim til okkar. Þá kunni Þórunn ekki nema hvítu nót- urnar á hljómborðinu. Árni prófaði það, að þegar Þórunn var úti í horni, og sá ekki á hvaða nótu hann studdi, þá gat hún alltaf sagt nafnið á þeirri nótu, sem hann ljet hljóma, þ. e. a. s. þegar hann sló á svörtu nóturnar, þá sagði Þórunn: — Jeg kann ekki nafnið á þessari nótu. — Hún hefir sem sje ,,absoluta“ heyrn, sem kallað er. Þriggja áfa spilaði hún á barnaskemmtun í Iðnó, Ijettar æfingar, og tvö lög útsett fyrir hana. Jeg -byrjaði ekki að kenna henni að lesa nótur, fyrr en hún var fjögurra ára gömul. Þá hafði hún það oft fyrir sið, að vera inni í stofunni hjá mjer, þegar jeg var að kenna ung- lingum, Hún settist þá við end- ann á píanóinu og horfði á nem- andann og hljómborðið. Jeg fann þá, að hún lærði æfing- araar, 'enda þótt hún gæti ekki spilað þær vegna þess, hve hönd in var smá. GESTUR I KENNSLU Mjer er minnisstæður atburð ur frá því ári, er 13 ára gamall drengur var í tíma hjá mjer. Harm var að spila ekki sjer- staklega erfiða æfingu, er hann rjeði þó ekki við. Þórunn var fram í eldhúsi hiá mömmu sinni. En þegar drengurinn byrjaði að spila, tók hún sjer sömu stöðu og hún var vön við /píanóið. Drengurinn heldur áfram með æfinguna, en kvartar vfir því, að honum þyki hún erfið- Eftir að kennslustundinni var lokið, spyr hann Þórunni, hvort hún vilji spila æfinguna, fyrir sig. Þórunn skreið strax upp í stólinn ■ hans, og spilaði þessa æfingu feilnótulaust. Þá fiell aumingja drengnum allur ketill í elda, vegna þess hve hún var ung, en honum fannst ástæða til að gera meiri kröfur til sín, en hennar. SEX MÁNAÐA HVÍLD Eftir þetta var Þórunn um tmia i Tónlistarskólanum, hjá Árna Kristjánssyni. Þá var hún farin að spila sónötur eftir Beet hpven m. a. Sumarið, þegar hún var fimm ára, fórum við til foreldra minna norður í Svarfaðar- dal. Er hún kom auga á orgelið í stofunni þar ætlaði hún strax að byrja að spila á það. En fætur hennar voru svo ' tutt- ir, að hún gat ekki stigið or-; gelið. Þetta voru mikil von- brigði fyrir hana. Varð til þess, að hún srierti ekki á píanóinrv heldur, eftir að hún kom heim. Þannig leið tíminn í sex mán- uði. Mjer var legið á hálsi iyrir það, að jeg skyldi ekki skifta mjer. neitt af þessu, eða orfa ■ hana til þess að byrja að nýju. Nánustu vinir mínir töldu, að jeg væri hjer að géra mig sek- an um alvarlega skyssu gagn- Vart barninu. En jég ætlaði ekki að gera mig sekan um það, að pína hana til þess, el hún vildi það ekki sjálf, þó mjer að sjálfsögðu hefði þótt það sárt, ef hún hefði lagt mú- ’ síkina a hilluna fimm ára gömul fyrir fullt og allt. Svo er það eirin dag, er hún var að leika sjer með jafnöldrum sínum fyr ir utan húsið okkar, að hún kemur allt í einu inn, með afar miklu fjöri, hendir kápunni Þá sier. en þær aðfarir voru henni óeðlilegar, því hún er vön að fara snyrtilega með föt sín, snýr sjer að mömmu sinni og segir: „Jæja, mamma, nú ætla jeg að byrja að spila“. Síðan rýkur hún beint að píanóir.u og fer að æfa sig. Þá kom það í ljós, að þessa 6 mánuði, sem hún hafði ekki snert á hljóðfærinu, hafði hún engu gleymt af því, sem hún kunni áður. ERFITT MEÐ LAND- VISTARLEYFI Seint á árinu 1945, fer jeg svo til London til þess að læra hljómsveitarstjórn. Á meðan var Þórunn í tíma hjá Róbert Abraham. Henni gekk vel, enda þótt enginn væri til að leiðbeina henni heima við æfingar. Hun mættí stundvíslega í hverri ein ustu kennslustund. Þegar til London kom, fór jeg strax að reyna að fá leyfi til þess að 'koma með alla f jöl- skyldu mína til Englands. Það gekk mjög stirt og þunglega. —- Þetta var rjett eftir stríoslokin og matarskortur var míkill í Englandi. I nokkra mánuði var jeg áð reyna að fá leyfið. En allt sat fast. Jeg fór þá að minnast á hæfi- leika dóttur minnar við skóla- . stjórann í Royal Academy of Music, en í Home Office, þar sem jeg hafði leitað eftir leyf- in, sögðu þeir 'mjer, að ef stjórn hljómlistarskólans gæfi mjer ekki skrifléga yfirlýsingu um, að dóttir mín fengi inngöngu i skölann, þá mundi það ekki koma til mála, að fjölskyldu minni yrði leyfð landvist. Jeg fer þá til skólastjóra og ber upp erindi við hann. Hann telur það hreina óhæfu að fara með 6 ára gamalt barn i þenn- an skóla, og vildi með engu móti Ijá máls á því að gefa mjer neina skriflegp yfirlýsingu um það, að hún gæti fengið inn- göngu. Hann nær^i því að segja hló-að mjer, er jeg fór fram á þetta við hann og var mjer nær að halda að hann hje'ldi að jeg væri ekki með öllum mjalla. PLATAN SEM RJEÐI ÚRSLITUM: En til þess að gefa mjer ein- hverja úrlausn, þá spyr hann mig að því, hvort jeg geti ekki komið með hljómplötu, sem þessi 6 ára dóttir mín heíði spilað á, Framhald á bls. 14» Þórann og systkini hennar: Tryggvi, Stefán og Sólveig.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.