Morgunblaðið - 24.12.1950, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 24.12.1950, Blaðsíða 8
8 MORGVKBLAÐIÐ Sunnudagur 24. des. 1950. ÍSLENSKT BARN í HEIMSBORGINNI TILRAUN NR. TVÖ ÞESSI morgun er mjer minnis- .stæður Jeg gekk austur eftir Drápu hlíð á fund Þórunnar litlu Jó- hannsdóttur. Ár var liðið frá J>ví jeg í fyrsta sinn hafði gert tilraun til að semja við hana blaðasamtal. Það mistókst. — í það sinn gat jeg með engu móti vakið athygli hennar á sjálfum mjer, eða því, sem jeg var að segja. Jeg var svo ó- heppinn, að leiksystir hennar á svipuðu reki var hjá henni í heimsókn. Þær höfðu tekið upp leik við sitt hæfi en jeg var, sem alveg eðlilegt var, full- komlega utan við áhugasvið þeirra. Hún heitir Þórunn Soffía fullu nafqi, í höfuðið á ömmum sín- um tveim Soffíu Stefánsdóttur á Hvarfi og Þórunni, til heim- ilis hjer í bænum. — Þórunn Jitla Soffía er fædd í Reykjavík á sama ári og síðasta heims- styrjöldin fcrautst út. Hálfum öðrum mánuði áður en sá hild arleikur hófst. Dóttir Jóhanns Tryggvasor r frá Hvarfi í Svarfaðarcial Jóhannssonar og konu hans Klöru. EFTIR NÆSTU ALDAMÓT Þegar jeg gekk þarna austur eftir Drápuhlíð fór jeg að hugsa út í framtíðina, þá löngu fram- tíð, sem blaðamönnum við dag- ]eg störf kemur sjaldan við. Því þeir eru, eða eiga að vera augna bliksins böm. Jeg fór að hugsa um Þórunni litlu, þegar hún r'erður komin á sjötugs aldur, nokkru eftir næstu aldamót, og fer að líta yfir farinn veg. Jeg vona, að um þetta leyti ævinn- ar hafi hún fengið langa og fjöl þætta viðkynningu af blaða mönnum. Skelfing væri það gaman, þeg ar svo langt er komið sögu, að hún myndi þá eftir því, þegar hún í fyrsta skifti talaði við blaðamann frá Morgunblaðinu. Þetta átti að ske í dag, ef heppn in jjæri með. En heppni þarf alltaf að halda í hendina á blaða mönnum, ef vel á að takast. Það er að segja ef nokkurn tíma er hægt að segja að vel'takist fyr- ir blaðamönnum. ALDREI NEMA HÁLFSÖGÐ SAGA Um daginn þegar jeg átti tal við Ásgrím Jónsson, benti hann *ijer á að ekki væri til nokk- nrs skapaðs hlutar fyrir mál- ara, að ætla sjer að reyna að „kopiera náttúruna“, sem þeir þó hafa fyrir augum. — Þeir komast ekkert á þeirri leið, hvað mikið sem almenningur heimtar af þeim í því efni. Skyldi ekki vera eins með b! aðalesendurn a ? Ætlast menn ekki til, að blaðamennirnir geti gefið hárrjetta og nákvæma lýs ingy á því, sem fyrir þá ber? En hver getur lýst nokkurri sVmd úr lífi sínu, mjer liggur við að segja nokkru einasta augnabliki svo skýrt og greini- ícga. að öll þau fjölbreyttu blæ- b- igði sem eiga heima í hverrí mynd hins daglega Iífs, komi Jnr greinilega í ljós? Það er með okkur blaðamenn ina, sem feigum að lýsa atburð- «num er fyrir okkur bera, ekki síður en með málarana, við verðum að velja og hafna, tgka aðalatriðin, ekki síður en þeir, «1 þess að gefa þær myndir, sem nokkuð er í varið. f PA RÍSARLEIK Þegar jeg nálgast húsíð, þar sem Þórunn iitia átti heima. geng jeg framhjá börnum í Rabbað við Þórunni iitlu Jóhanm** dóttur og Jóhann Tryggvason föður parísarleik. Þau eru glöð og kát; þeim dettur ekki í hug að neinn geri boð eftir sjer, til þess að skrifa um þau í blöð, þ.e.a.s. Bíddu nú við drengur minn, Hver veit nema Þórunn litlá sje ein af þessum krökk- um. Hún er minnsta kosti á sama reki og þau. Jeg svipast um og verð ekki var við að hún sje þar. Held síðan áfram mína rjettu leið heim að rjettu húsi, kveð dyra, spyr hvort Þórunn Jóhannsdóttir sje heima Eftir nokkur augnablik er jeg setstur inn í rúmgóða dagstofu. Erum við þar tvö ein. Þórunn litla hoppar upp í stóran flos- stól, dregur fæturna upp í stól- setuna og horfir á mig með nokkuð rannsakandi augnaráði Áður en að samtalið hefst okkar í milli, hefi jeg komist að raun um að svipbreytingar á andliti hennar eru ákaflega eindregnar og þroskalegar eft- ir aldri. Stundum hefir hún þó öll einkenni aldurs síns. En í einu vetvangi getur hún sett upp glettnisbros, sem ber vott um meiri þroska en búast mætti við af barni á hennar aldri. Og svo á næsta augnabliki getur komið alvöruþungi í andlits- drættina, einkennilega leiftur- snögg átök hugans sem hætt er við að margir fullorðnir aldrei geti tamið sjer. VIÐ FÖRUM HÆGT AF STAÐ Jeg byrja eins hversdagslega á samtalinu og mjer er frekast unnt. Með því að spyrja Þórunni hve lengi hún hafi átt heima í London. Hún segir mjer að það sje orðin 4 ár. Áður en hún fór þangað, með foreldrum sínum, höfðu þau búið hjema á Víði melnum. En ekki man hún greinilega hvar það var, nje heldur hvernig húsum þar var hátjað. Því þessi 4 ár eru svo mikill hluti af æfi hennar. Hún er elst af 4 systkinum, og hefir oft þurft, eins og eðli- legt er, að gæta yngri systkina sinna. En talar um, að mestu erf iðleikunum við það sje nú lok- ið. Því nú sjeu þau orðin svo stór. Síðan ympra jeg á því við hana, hvort henni finnist ekki stundum erfitt að spila, ekki síst þegar hún á að halda hljóm leika með stuttu millibili, jafn- vel kvöld eftir kvöld. ALDREI ERFITT, EF MJER ER HEITT Hún brosir góðlátlega að spurningunni, eins og hún fyrir gefi mjer það fyllilega að jeg skuli ekki vita betur en þetta. Og segir síðan: — Nei, mjer finnst aldrei erf- itt að spila, þegar jeg er í góðu skapi. Lögin geta í sjálfu sjer verið mismunandi þung. En það er ekki erfitt nema meðan manni er kalt á fingrunum. Eins og t. d. í Hafnarfirði í gær, þang að til jeg spilaði sonötuna eftir Beethoven Op. 10 nr. 1 í C- moll. þá hitnaði mjer. Einhvernveginn hefir Þórunn litla heyrt það á mjer eða sjeð að jeg var ekki alveg „með á nótunum“. — Jú, þú skilur það, segir hún. Blóðið þarf að komast fram í fingurna. Það er alveg eins og þegar maður hleypur, nema bara það, að þegar mað- ur hleypur, þá notar maður fæt urna, en þegar maður spilar, þá eru bara hendurnar notaðar. hennar frá Hvarfi mrnmmam Þórunn Jóhamisdóttir. (Myndina tók ljósmyndari Morgunblaðsins, ÓI. K. Magnús- son, er Þórunn var síðast hjer heima og hjelt hljómleika í Aust- urbæjarbíó). „ÞA GERIST EITTHVAÐ.. . .“ — Þú spilar víst mikið utan að? — Jeg spila allt utan að á koncertum og það hefi jeg alltaf gert. En mjer þykir minna vænt um sum lögin en sum eftir því, hve falleg þau eru. — Og hvaða lög þykir þjer þá fallegust? Það get jeg eiginlega ekki sagt, því það fer eftir því í hvaða skapi jeg er. Þetta er dá- lítið mismunandi. Stundum þyk ir mjer Chopin fallegastur, stundum Beethoven, stundum Bach eða Schumann. Það fer eftir því í hvaða ,,stuði“ maður er, eins og það er kallað. En þegar jeg er í bestu „stuði“ þá vil jeg spila allt. Og þá líður mjer reglulega vel. En þegar mjer er kalt, þá, vinna fingurnir ekki eins og jeg vil. Þeir hlýða mjer ekki. En svo þegar blóðið fer að streyma, þá er allt í lagi, og þá gerist eitthvað í mjer, sém jeg ekki skil. í SKÓLANUM — Hvernig kanntu við kenn- ara þína í London? — Þú meinar í Royal Aca- demy of Music. Það er voða góð stofnun skal jeg'segja þjer. Jeg er ein í öllum tímunum. En svo eru líka bekkir þar sem eru fleirj í einu. Þar var jeg eínu sinni. En maður lærir mikið minna þar. Svo að jeg hætti því. Jeg er ekki alla daga í skólan- um. Jeg læri hljómfræði og á píanó á föstudögum, en hefi fiðlu á þriðjudögum. Skólastjór inn sem er nú heitir Dr. Thatc- her. — Hvernig er nafnið hans stafað? — Ja, jeg er nú ekki alveg viss, því jeg hefi aldrei spurt hann að því. Maður getur aldrei vitað fyrirfjam, um hvað mað- ur er spurður. — Þú hefir spilað á koncert- um í London? — Nei, ekki opinberlega. Það má maður ekki fyrr en maður er orðinn tólf ára, og það verð jeg 18. júlí næsta ár. — Einu sinni, þegar jeg var ekki nema 8 ára, þá fjekk jeg hálfgerðar skammir því að jeg mátti ekki spila opinberlega. Þá spilaði jeg miniature koncert í G-dúr eftir Alec Rowley. Hann er nú ekkert sjerstaklega mikill komponisti. Hann er ekki í „modern style“. — Spilar þú í „modern- style?“ Nei, jeg var einu sinni að byrja að spila eftir Kobalju- visky. Jeg legg ekki áherslu á það. Nú hafði jeg satt að segja lát ið leiðast svo langt út í hinar músikölsku hugleiðingar, að jeg sá mjer ekki fært að halda lengra, svo jeg sneri við blað- inu og segi: í HEIMSÓKN HJÁ AFA OG ÖMMU — Heyrðu mig. Þú hefir heim sótt afa þinn og ömmu í Svarf- aðardal? —vJá, það var alveg ægilega gaman. Jeg rak kýrnar og reyndi að mjólka eina þeirra. Hún hjet Pála. Hún var voða gömul og góð. Jeg kom þar líka við í hitteðfyrra, þegar jeg kom hingað. Þá hjelt jeg 6 kon- certa á 10 dögum. — Er afi þinn gamall? • — Jeg hefi nú aldrei spurt hann að því, hvgð hann er gam all. En fjósið er orðið voða flott. Það eru komnar vjelar til að mjólka kýrnar. Það er eitthvað annað en þetta gamla var. Svo á jeg líka eina kvígu. Hún er ,,mórauð“ á litinn og á lítinn kálf. Svo gaf jeg hænsnunum og liek við kettling. Og pabbi veiddi silur.g í Svarfaðardalsá. BARA HUNDAR í LONDON Það er svo leiðinlegt að það eru engin dýr í London, nema fullt af hundum. Nærri allt kvenfólk er með hunda. — í Reykjavík er mjer sagt að sjeu ekki nema 3 hundar í allt. — í London hefi jeg sjeð konu sem var með 5 pekingesara. — Allt þetta gr hægt að hafa þar í borginni. Einu; sirrni átti jeg svártan, hund. Hann varð brjálaður. Hann reyndi að brjóta rúður, kastaði sjer á þær. I MR. CRAXTON Og nú á jeg von á að fá kött. Kennarinn minn, Har- old Craxton, hefur lofað að gefa mjer kettling. Hann er ægilega góður kennari. Nafnið hans er í stórri bók, Oxford Contemporary Music. Þar eru nöfn á öllum „þeim stóru“. — Hann er heimsfrægur undir- leikari. Hann er besti kennari, sem jeg hefi haft. En finnst þjer ekki annars erfitt að skrifa svona mikið. Jeg get aldrei skrifað langt brjef í einu, nema þegar mikið ligg- ur við. I Á GÓLFTEPPINU Nú hoppaði Þórunn litla nið ur úr stólnum og ljek sjer að eldspýtustokk. Rósótt gólfteppi var í stofunni. Hún þaut á öðr- um fæti milli rósanna og senti stokknum til með tánni. Rúð- urnar í teppinu voru allt í einu orðnir reitir í Parísarleik. Jeg sat kyr og horfði á og hug- leiddi með sjájfum mjer. Hvort hún gerði þetta hlje á samtal- inu til að hlífa mjer við að skrifa meira i bili, ellegar hún gerði þetta af klókindum, til þess sjálf að geta hugleitt með sjálfri sjer á meðan, hvað þetta ætti eiginlega allt að þýða. Svo hætti hún og settist í stólinn sinn aftur. Hún sýndi mjer skip, sem Tryggvi bróðir hennar átti að fá og Sólveig systir hennar fær hest, kött og hund, en litli bróðirinn óskaði sjer í afmælis- gjöf að fá Tóa bumma, sagði hann. En það þýðir stóran bíl. Hann kallar bílana „Bumma“. í DÝRAKLÚBB — Jeg skal segja þjer nokk- uð. Jeg hef nefnilega afskap- lega gaman af dýrum. Stundum þegar við ætlum að skemmta okkur verulega vel í London, þá fáum við lánað tjald hjá ná- granna okkur. Við erum nokk- ur saman, sem leikum klúbb í tjaldinu. — Og hvað heitir klúbbur- inn? — Hann heitir The Albert Animal Club? — Og hvað þýðir það? — Það er nú bara svona út í loftið. Við söfnum allskonar dýrum. Þú skilur, jeg á bara við leikföng, í tjaldið. Og sá sem. kemur með fallegustu dýr- in í hvert skifti, hann fær verð laun. — Tryggvi bróðir minn á góða fjelaga í London. Þeir veiða snigla og svo halda þeir sníglakapphlaup. — Og hvernig er nú það? — Ja, það er bara svona, að hver reynir að láta sinn sníg- il vera fljótastan að settu marki. —■ Og hvernig koma þeir sníglunum af stað? — Ja, það er með allskonar ráðum. Þeir hafa t. d. strá til að ýta við þeim, og koma þeim

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.