Morgunblaðið - 28.12.1950, Blaðsíða 10
10
MORGVNBLAÐIÐ
Fimmtudagur 28. des. 1950
—— Fi'amhaldssagan 30 ....
TACEY CROMWELL
SkáSdsaga effir Conrad Richfer.
Hákon Hákonarson
Jeg kom ekki h?im aítur
fyrr en eftir hálft annað ár. Þá
fór jeg heim um jólin og alla
leiðina frá Montana var jeg að
velta því fyrir mjer hvernig
Seely mundj vera orðin. Þegar
lestin rann upp að pallinum
stóðu þær þar ungfrú Rudith og
Seely, ásamt Calvin Day. Ung-
frú Rudith rjotti mjer vangann
til að kyssa á hann. Þegar jeg
hafði farið að heiman, hafði jeg
líka kysst Seely, en nú gerði
hún sig ekki líklega til að kyssa
mig og jeg þá ekki heldur. Við
vorum bæði orðin eldri. Ilún
hafði ekki hækkað og þreknað
eins og jeg. Plún var meira að
segja grennri en hún hafði ver-
ið, en hún hafði þroskast. Það
sá .ieg greinilega. Og hún var
ekki eins freknótt á nefinu.
Hún hafði breytst en jeg gat
ómögulega gert mjer grein fyr-
ir því að hvaða leyti.
Stóra, rauða, bifreiðin, sem
þingmaðurinn átti, beið eftir
okkur og Calvin, sem var eini
bílstiórinn í Bisbee, ók okkur
heim. Mexikanski þjónninn
hjelt á töskunum mínum upp á
loftið og jeg fór á eftir honum
til að sækja gjafirnar, sem jeg
hafði keypt handa Seely og ung
frú Rudith. En þegar jeg kom
niður var Seely farin.
„Hún er orðin fullvaxta
stúlka núna og þarf um margt
að hugsa“, sagði ungfrú Rudith.
„En þú xærð ábyggilega að sjá
mikið til hennar um jólin".
„Hvað þarf hún eiginlega að
hugsa um? Er hún að reyna að
fá þa til þess að taka sig aftur
á Clgrendon-skóIann?“.
„Hvað áttu við?“. Ungfrú
Rudith leit á mig.
„Hún var rekin þaðan, eða
var það ekki?“.
Ungfrú Rudith lokaði bók-
inni, sem hún hafði verið að
lesa og mjer fannst koma sami
svipurinn á hana og þegar jeg
sá hana í fyrsta skipti, þegar
við Gaye komum að heimsækja
Seely.
„Sestu niður, Nugget“, sagði
hún og jeg hlýddi. „Jeg held að
þú hafir heyrt orðróm og hann
er sjaldnast cannur. Ef til, vill
hefur Celiu skjátlast einu sinni
eða tvisvar við Clarendon-skól-
ann,,en þú vorður að muna að
hún hefur aldrei áður farið að
heiman. Hvað það var, skiptir
ekki máli. Hún hefur byrjað á
nýjan leik og strax og hún er
húin með skólann hjá ungfrú
Hedrick, þá fer hún til Vassar“.
Hún sagði margt fleira á sinn
rólega og sannfærandi hátt.
Við sátum þarna ábyggilega í
hálftíma og þegar Seely kom
aftur, var hún svo sakleysisleg
og hlýleg í framkomu að jeg
skammaðist mín. Við kvöld-
verðarborðið ".á jeg að ungfrú
Rudith leit oft á hana með vel-
þóknun. Að Ickinni máltíðinni,
stóðum við öll upp og gengum
fram í anddyrið. Jeg bjóst við
að við mundum sitja saman öll
í setustofunni og spjalla saman
þetta fyrsta kvöld, en Seely
nam staðar við skápinn þar sem
yfirhafnirnar hjengu.
„Langar þig ekki til að skoða
þig um f b°°num“ spurði hún
mig.
„En það or komið kvöld,
Celia“, sagði ungfrú Rudith.
„Þá er einmittt skemmtileg-
ast. Megurn við það ekki?“.
,JEf þið komið snemma
heim“. sarr?ji "P,,,7’11,
jeg sá það á henni að hún var
vonsvikin.
Seely svaraði ekki beinlinis.
„Það er svo gott veður“. Hún
klæddi sig í kápuna fyrir fram-
an stóra spegilinn. Svo snjeri
hún sjer við og kyssti ungfrú
Rudith á vangann. „Fannst þjer
ekki gaman að fara í göngu-
ferðir þegar þú varst ung,
mamma?“.
„Jeg vona að þið skemmtið
ykkur“. Svipur ungfrú Rudith
var orðinn blíður og ástúðin
skein úr augum hennar þegar
hún horfði á Seely.
Seely tók undir handlegginn
á mjer þegar við komum út og
um leið hvarf mjer öll feimni.
Við gengum upp Main Street og
hún talaði um það hvað jeg
væri orðinn miklu stærri og
karlmannlegri. Mjer hafði ald-
rei fundist við eins samrýmd,
ekki einu sinni þegar við vor-
um í Brewery Gulch. Það var
eins og við stæðum svo nálægt
hvort öðru, að ekki einu sinni
Tacey kæmist þar á milli. Seely
minntist ekki á hana einu orði
þegar við gengum þar fram hjá,
þó að við sæjum ljós í gluggan-
um hjá henni. Við gengum
frám hjá Castle Rock og upp
Tombstone Canyon.
„Ó, jeg verð að sýna Herford
hjónunum þig“, sagði hún eins
og henni hefði allt í einu dottið
það í hug og þegar jeg mót-
mælti togaði hún í handlegg-
inn á mjer og jeg varð að láta
undan.
Herford-hjónunum þótti gam
an að sjá okkur, en Seely vildi
ekki setjast niður. Hún sagðisl
ætla að skreppa út til Mary
Harris og jeg átti að bíða eftir
henni hjá Herford-hjónunum.
Jeg tók eftir því að þau urðu
skrítin á svipinn þegar hún var
farin, en jeg reyndi að halda
uppi samræðunum, en það gekk
illa. Tíminn leið en ekki kom
Seely og jeg varð æ órólegn.
Loks fór jeg og ætlaði að sækja
Seely til Harris-fólksins, en jeg
var rjett kominn út á götuna
þegar jeg heyrði þrusk í skugg-
anum og Ijett fótatak yfir göt-
una. Jeg leit við og sá að þar
var Seely komin.
„Hvers vegna beiðstu ekki?“,
sagði hún ásakandi. ' v •
„Hvar varstu? Hvers vegna
komstu ekki?“, spurði jeg.
„Jeg var að koma núna“,
sagði hún reið. „Ertu svona eig
ingjarn og óþolinmóður, að þu
getir ekki beðið eftir mjer?“.
Jeg svaraði ekki, en mjer
fannst þetta allt skrítið. Þegar
við komum heim hlustaði jeg
á hana gefa ungfrú Rudith
ranga skýringu á þvi hvers
vegna við komum svona seint
og um leið leit hún svo blíðlega
á mig að jeg gat ekki annað en
samsinnt. Jeg velti því mikið
fyrir mjer hvort hún hefði verið
hjá Harris-fólkinu. Jeg efaðist
um það, en þó gat jeg ekki ver-
ið viss. Jeg mundi eftir því að
einhver hafði sagt mjer að ung-
ar stúlkur gæti aldrei haldið
sjer við raunveruleikann og frá
sagnir þeirra yrðu að vera róm-
antískar og hálfpartinn uppi í
skýjunum. Jeg hafði aldrei
hugsað mjer Seely þannig, en
nú var jeg ekki viss. Jeg vissi
bara að hún hafði einhver ó-
þægileg áhrif á mig og um leið
vissi jeg að mjer þótti vænt um
hana.
Þegar jeg hugsa um það
núna, þá veit jeg að það var
eitthvað við Seely, sem gerði
það að öllum þótti vænt um
hana. Hún gat horft á mann
með sakleysissvip eins og barn.
Um jólin sveif hún eins og
englabarn um húsið og á jóla-
dasmorguninn kyssti hún okk-
ur öll fyrir gjafirnar. Um kvöld
ið fórum við til kirkju öll sam-
an eins og ein fjölskylda. Mjer
fannst hún þá lítið breytt frá
því sem hún áður var. Jeg varð
þess vegna undrandi þegar hún
hallaði sjer að mjer, þegar ver-
ið var að syngja jólasálminn og
hvíslaði:
„Viltu koma með mjer á
nautatið á laugardaginn, Nugg-
et?“.
Þetta kom svo óvænt og augu
hennar ljómuðu svo einkenni-
lega að jeg vissi allt í einu hver
það var, sem hún minnti mig
svo oft á. Það var ekki bein-
línis að þær væru líkar í útliti,
en það var eitthvað annað. Hin
persónan var kona, sem jeg
hugsaði mikið um, ef til vill
meira en um nokkra aðra mann
eskju. Það var Taeey, Tacey,
eins og hún hafði verið fyrir
löngu síðan.
Afgreiðsla bankans
verður lokuð
2. janúar n. k. Víxlar, sem falla föstudaginn 29. desember,
verða afsagðir laugardaginn 30.
BÚNAÐARBANKI ÍSLANDS
KOMIIMN IfEiH
Skrifstofutími 9—12 og 1,30—6.
HILMA8 FOSS
löggiltur skjalaþýðari og dómtúlkúr,
Hafnarstræti 11, sími 4824
Po«?f nfii nrtn-hren f
40.
Þegar jeg var búinn að ganga um það bil klukkustund,
opnaðist skógurinn og fyrir framan mig lá lítill vogur með
tindrandi bláu vatni, Það var salt, svo að jeg hlaut að vera
kominn niður að sjónum. Hinum megin við voginn voru lág
fjöll.
Jeg borðaði eina kókóshnetu og hjelt svo áfram meðfram
vognum. Alveg niður við sjóinn sá jeg fuglahóp, sem gogg-
uðu ákaft í eitthvað, sem lá undir trje. Það hefur vafalaust
verið í fyrsta skipti, sem þeir sáu mannlega veru, svo að
þeir urðu ekki hræddir. Þeir sátu alveg rólegir, þangað til
jeg kom að þeim. Þá flugu þeir upp í trjeð. Það var stórt
brauðaldin, sem þeir höfðu verið að narta í. Kjötið innan. í
þykkum berkinum var hvítt og mjúkt. Uppi í trjenu hjengu
mörg slík aldini.
Brauðaldininð var ekki gott á bragðið, og jeg ákvað að
leyna að steikja það. Það gat ekki verið erfitt núna þegar
jeg var búinn að fá eldfærin. Jeg gróf holu í sandinn og
kveikti bál. Þegar það var brunnið út, vafði jeg nokkrum
blöðum utan um aldinið, lagði það á glæðurnar og jós dá-
litlum sandi yfir. Svo kveikti jeg lítið bál uppi á því. Jeg
hafði oft lesið um, að viliimenn steiktu brauðaldin á þennan
hátt.
Meðan ávöxturinn var að stikna, svipaðist jeg um við
voginn. Mjer fannst svo fallegt þar, að jeg var að velta því
íyrir mjer, hvort jeg ætti ekki að flytja þangað. Dálítinn
spöl frá brattri íjallshlíðinni stóð trje. Það var svo risa-
vaxið, að mjer hafði aldrei dottið í hug, að trje gæti orðið
svo stórt. Jeg gekk hringinn í kringum það, og taldi átta-
tíu skref. Nokkrar greinanna voru líka gríðarstórar, næstum
tuttugu metrar á iengd.
Allt í einu hrökk jeg við af skelfingu. Tvö leiftrandi augu
horfðu á mig frá einhverjum stað á bak vio trjeð.
Jeg sá strax, að þau tilheyrðu einhverju dýri af katta-
ættinni. Allar sögurnar, sem jeg hafði heyrt um ljón og
tígrisdýr, komu upp í huga minn, og jeg bjóst við því á
hverju andartaki, að dýrið myndi stökkva fram. En það
stökk alls ekki fram og það var næstum því ennþá verra.
Það bara lá og starði á mig grimmúðlegum, leiftrandi aug-
um.
Kenuarinn: „Jú, jú, reiknaðu bet-
iir. það mjTidu verða eftir nokkrar
geitur í gii’ðingimni.“
Siggi: „Nei, það getur verið, að þú
kunnir reikning, en þú þekkir ekki
geitur.“
★
T alleyrand, stjórnmálaxnaðu rinn
mikli, sat eitt sinn a milli madame
de Stael og madame Recmier, sem
báðar voru nánar vinkonur hans og
báðar frægar, i miðdegisverðarboði.
„Þjer segið falleg orð við okkur
báðar, en hvora okkar setjið þjer
hœrra?“
„Frú, svona spurning er fráleit."
„Svona, engin undanbrögð hjer.
Hverja takið þjer fram yfir hina, mig
eða vinkonu mína? Svona talið þjer,
er þuð sxx dökka eða sú ljósa?“
,.Þnð verður sú, sem heiðrar niig
með augnatilliti."
„Hvað, ennþá stjórnmálamaðurinn?
Amerískur vetur.
★
„Segðu að þú elskir mig! Segðu
það, segðu það! 1 Guðs bænum, segðu
það!“
,,Það!“
★
Það var í París. Amerísk stúlka
var í leikhúsi að horfa á frægt verk:
Á milli þátta heyiðist hún segja:
„Það er meira gaman að fara í leik-
hús hjerna. á meðan maður skilur
ekki frönsku. Þá er það likara hænu-
gaggi.“
★
„Jæja, Siggi“, sagði kennarinn.
„Ef það eru ellefu geitur inni í girð-
ipgu og sex stökkva yfir hana, hve ,
margar eru þá eftir inni?“ | ttF LOFTUIl GETUR ÞA0 EKKl
c;-.-,: t?.,,,:., “ ;
Jæja, jeg ætla að setja spurninguna
öðruvisi fram. Hugsið ]>jcr yður, ef
við værum að sigla á Signu í kvöicf,
og bátnum hvolfdx og við væram
hætt staddar, hvorri myuduð þjer
hjálpa?"
„Bnðum i einu, eða þeirri, sexxt
v;eri i meixi hættu.“
„En, herra, verið lireinskilitm f
eina skiptið á æfi yðar. Ef havttait
væri nú nákvæmlega jöfn?“
„Jeg niyndi rjetta annari hægx’í
hönd mina, en hinni þá vinstri.“
..En ef þjer gætuð bjargað aðeins
einni, aðoins annari okkar — skiljið
þjcr?“
„Jæja, frú, þjei* sem kuxmið svo
margt, jeg býst við að þjer kunnjð a5
synda“, svaraði Talleyrand.