Morgunblaðið - 03.01.1951, Side 6
6
MORGUNBLAÐIÐ
Miðvikudagur 3. jan. 1951.
Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. ,
Framkv.stj;: Sigfús Jónsson. ;y i
Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgSarm.)
Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson.
Lesbók: Arni Óla, sími 3045.
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla:
Austurstræti 8. — Sími 1000.
Áskriftargjald kr. 16.00 á mánuði, innanlands.
í lausasölu 75 aura eintakið. 1 króna með Lesbók.
,ll'"'iiÚR DAGLEGA LÍFINU
IVfjárskveifja liðsforingjans
EINN af fremstu liðsforingjum
hinnar íslensku Fimmtuher-
deildar Einar Olgeirsson al-
t>ingismaður, var meðal þeirra
•stjórnmálamanna, er rituðu
áramótagreinar í blað sitt.
Langhundur þessi var um fátt
merkilegri en annað, sem frá
þessum sendimanni Moskva-
valdsins kemur. Nema hvað
hann var ákveðnari, sýndi
greinilegra en áður, hvert hlut-
verk þessum manni og fjelög-
um hans er ætlað í hinu ís-
Jenska þjóðfjelagi.
I þessari áramótagrein sinni
kveður Einar skýrar að því, en
hann hefir áður gert, að hann
er alveg á Lenins Stalins-lín-
unni, að valdaklíka kommúnista
í Rússlandi eigi ekki að hætta
við hálfunnið verk, heldur skuli
hún stefna beint að því, að kúga
undir sig allar þjóðir heims.
Hann kveður svo að orði að
..auðvalds skipulag Gamla
heimsins sje að líða undir lok,
og kommúnistar hafi þegar lagt
\indir sig þriðjung alira þjóða,
sem uppi eru nú á jarðkringl-
unni.
Svona hcldur þetta áfram, að
því er Einar heidur fram. Áður
en öldin er úti, munu kommún-
istunum takast að leggja undir
sig það sem eftir er af hinum
frjálsa heimi. Þetta er það fyr-
irheit sem Einar Olgeirsson gef-
ur, í tilefni þess að 20 öldin
rr hálfnuð.
Útaf fyrir sig er það lofs-
vert, að þessi liðsforingi Fimtu
herdeildarinnar hjer á landi,
skuli hafa svo afdráttarláust
viðurkent, að hann sje stuðn-
ingsmaður hinnar austrænu
h eimsvaldastefnu.
Hann kveðst aðhyllast þá
undirokun, sem gerist með frið-
sömu móti, sem eðlilegt er.
Hann vill sem sje sem góður og
geen fimtuherdeildarmaður láta
þjóðirnar deyia að innanverðu
frá, án mikilla og áberandi á-
taka. Sósíalisminn á að leggja
þjoðina að velli, ef þess er
nokkur kostur. Það sem hann'
hallar hinar vinnandi stjettir.
eiga, að taka völdin í sínar.
hendur. Hver þjóð að afklæðast ’
persónuleikanum, og ganga1
hinni austrænu harðstjórn á
hönd.
Þetta kallar Einar Olgeirsson,
að bióðimar öðlist frelsí, það
eftirsóknarverða frelsi, sem góð
skáld okkar hafa kveðið tegurst
um og forvstumenn bióðorinnar
á undanförnum öldum hafa
unnið að. Að hans dómi öðlast
hinar vinnandi stjettir frelsi,
með því að afsala sjer öllum
mannrjettindum, eins og Jiið
vinnandi fólk hefir orðið að
gera, í hverju landinu eftir
annað, fyrir austan Járntjald.
í hugleiðingum sínum um
liðiia tímarin, kemst Eiriar m.a.
tarinig að orði:
„Keisarar auðvaldanria drotft
uðu af Guðs náð. Ríki þeirra
voru eilíf. Ef skríllinn skyldi
dirfast að hreyfa sig, þá vár
herinn og byssurnar til taks,
ef forheimskvunin og fanga-
búðir ekki dugðu“.
En hvernig væri að renna
huganurn snöggvast til eins
arftaka keisaranna, sem nú sit-
ur að völdum? Hvernig fer í
Rússlandi og leppríkjum
Moskvavaldsins, er „skríllinn
dirfist að hreyfa sig“? Og for-
heimskvunin dugar ekki til? Þá
eru það fanagbúðirnar, sem bíða
þeirra allra, er mögla. Eða
byssurnar. Öllum rjetti rænt frá
verkalýðnum, svo enginn get-
ur framar ráðið því, hvað eða
hvar hann vinnur. Og komi
' menn of seint til vinnunnar
tvisvar á tveim mánuðum, þá
bíður hinna „brotlegu“ hrein
þvingunarvinna.
Svona er frelsi „alþýðunnar“
í löndum þeim, sem „frelsuð“
hafa verið undan „auðvaldinu“.
Og hvernig er svo mannfyr-
irlitning valdhafanna, sem Ein-
ar Olgeirsson hugsar sjer, að
taki að sjer stjórn heimsins.
Einar ráðleggur alþýðu manna
að kynnast því, sem best
hvernig umhorfs er í hinum
sósíalistiska heimi kommúnista.
Nýlega er t. d. komin út bók
eftir rúmenskan mann, þar
sem lýst er lífinu í fangabúðum
þeim, er tíðkast í löndum
kommúnista. Hefir bókin vakið
mikla athygli.
Frásögn höfundar er hroða-
i leg af því, hvemig fólk er bug-
að í þrælabúðunum. Margir
flýðu vestur eftir álfunni, til
þess að revna að komast und-
an veldi Asíumanna. En kom-
ust ekki nægilega langt, og hafa
orðið innilokaðir f raddavirs-
girðingum harðstjómanna,
heimilislausir, vonlausir, um-
komulausir með öllu og rjett-
lausir orðnir einsog ómálga dýr
í höndum skepnuníðinga. |
Þeir hafa verið afklæddir öll-
um persónuleika. Þeir eru orðn-
ir að vinnuhjörðum, þar sem
enginn munur er gerður á sek-
um og saklausum, hætt að
spyria um hversvegna þetta
vesalingsfólk er þarna niður
komið. sem sokkið hefir í díki
ofbeldis og mannvonskunnar. i
Það er vonlaust verk fyrir
Einar liðsforingja Olgeirsson að
halda forheimskvun sinni áfram
á þann hátt, sem hann hefir
lagt stund á þá iðju undanfar-
ið. Er hann revnir að felja
fólki trú um, að frelsun albvð-
únnar, frá bví lýðræði, sem fs- '
lendin«ar búa við og yfir í hinn
s^efialausafc. kommúnisma, sje
Islendinfrum eftirsóknarverð. j
Samkvæmt því, sem að ofan
er ritað, leggur Morvunblaðið
bá fyrirspurn fvrir Einar al- !
þineismann Olgeirsson: |
Telur hann, að það sje eða
yrði fengur fyrir íslenska þióð,
éf íslendingar káernust í ' sömu
aðstöðuna. einsog hinar balt-
neskú þjóðir þrjár, ér' komm- 1
úniStar hafa undirokáð, og svift
öllu frelsi á undanföi’rium ár-
um.
ROLEG ARAMOT
ÁRAMÓTIN voru óvenju róleg hjer í bæn-
um, segir lögreglan. Ærsl voru ekki teljandi,
ölvun með minna móti og ekki hefir frjettst
um nein slys á mönnum. Þetta eru að sjálf-
sögðu gleðifrjettir, en þó er engin ástæða til
að falla í stafi út af þeim. Á dögunum var
vikið að því hjer á þessum stað, að skrílslætin
sem oft hafa orðið hjer á gamlárskvöld, kynnu
að vera einskonar barnasjúkdómur í ungri
og vaxandi borg, en sem myndu fara af með
tímanum. Þessi orð virðast ætla að reynast
sönn.
Hitt var líka til skammar, að fólkið skyldi
tryllast eins og það gerði hjer áður fyr. Við
skulum vona, að þessi „barnasjúkdómur“ sje
læknaður til fulls.
FOLKIÐ LÆRIR AÐ
SKEMMTA SJER
SAGT hefir verið að íslendingar kunni ekki
að skenimta sjer. Vínnautn þeirra flestra sje
úr hófi fram. Þannig kann þetta að hafa
verið, en nú er að verða mikil breyting á.
Það sást á áramótadansleikjunum núna um
helgina. Á sumum þeirra sást ekki vín á
einum einasta manni, þótt nægilegt áfengi
væri á boðstólum. Yfirleitt fóru dansleikirn-
ir vel fram. Allir í góðu skapi, eins og sjálf-
sagt er, þar sem fólk kemur prúðbúið til að
gera sjer dagamun.
•
DREGUR ÚR
SKEMMTANAFÍKNINNI
AÐSÓKNIN að áramótadansleikjunum var
ekki eins mikil að þessu sinni og hún hefir
verið undanfarin ár. Gæti það bent til þess,
að eitthvað sje farið að draga úr skemmt-
anafíkn almennings. En hitt gæti einnig verið
ástæðan fyrir dræmri aðsókn að skemmtistöð-
unum, að fólk hefir ekki jafn mikið fje á
milli handanna og áður, eða það er orðið gætn
ara í peningamálum.
Það er ekki nema eðlilegt, að menn horfi
í, að greiða aðgangseyri frá 100 og upp í 350
krónur fyrir karl og konu, að einum dans-
leik.
Einnig var minna um flugelda en oft áður
á gamlárskvöld og er það skiljanlegt þegar
rakettan kostar 30 krónur stykkið.
•
„ELSKU RUT“
GÓÐKUNNINGI okkar skrifar rjettilega
eftirfarandi um Leikfjelagið og starfsemi
þess:
„Mig langar til að færa Leikfjelagi Reykja
víkur þakkir fyrír að sýna stórhug og dirfsku
núna á jólunum með sýningu sinni á merki-
legu skáldverki, sem lengi hefir legið óbætt
hjá garði. Þó að mjer væri nokkur vonbrigði,
að því, að fá ekki að sjá „Marmara“ á annan
dag jóla og Leikf jelagið þannig brugðið út af
áralangri venju, hjelt jeg uppteknum hætti
og fór í leikhúsið með fjölskyldu minni á
annan dag jóla. Þar var sýnt leikritið „Elsku
Rut“, og það verð jeg að segja, að jeg hefði
ekki á betri skemmtun kosið. Með ákvörðun
sinni, að halda áfram að sýna þennan prýði-
lega gamanleik, hefir Leikfjelagið í raun og'
veru stofnað til tveggja jólaleikrita, sem bæði
eru þess virði, að maður fórni þeim kvöld-
stund sjálfum sjer til uppbyggingar og
skemmtunar.
•
ÞÖKK FYRIR SKEMMTUNINA
ÞAÐ VAR sagt í haust, að Leikfjelagið færi
vel af stað með því að velja ljettan gaman-
leik til sýningar, En það hefir ekki nándar
nærri verið lögð nægileg áhersla á það, að
„Elsku Rut“ skarar langt fram úr flestum ef
ekki öllum ljettum gamanleikjum, sem hjer
hafa verið sýndir í seinni tíð, bæði að efni
og meðferð leikenda. Það er svo ljett og bjart
yfir leiksviðinu í Iðnó, að maður smitast af
kátínunni handan Ijósanna. Efni leiksins er
ekki veigamikið, en það er tekið svo skemmti
lega á því, að það nægir til að halda hugan-
um föstum stutta kvöldstund. Það á ekki við,
að þakka neinum sjerstökum hina ágætu
skemmtun. Góð leiksýning er sameiginlegt
átak margra aðilja, frá höfundi til mannanna,
sem skipta um leiktjöld. Mjer sýndist allt
þetta vera í besta lagi hjá Leikfjelagi Reykja
víkur, sem góðu heilli heldur áfram braut-
ryðjendastarfi sínu á sviði leiklistarinnar í
þessum báe“.
Eru svikin nokkur einsdæmi
44
99
ÞEGAR borið hefur við að ein-
stök heildverslun hefur gerst
sek um verðlagsbrot hafa and-
stæðingar verslunarstjettarinn-
ar ætíð reynt að notfæra sjer
það með því að reyna að varna
skugga á innflytjendur í heild.
Þetta gerðist t. d. á dögunum,
þeear Fransk-íslenska verslun-
arfjelagið varð uppvíst að stór-
felldu verðlagsbroti. Sem betur
fer er það ekki algengt að inn-
flytjendur gerist sekir um verð
laesbrot og síst svo að alvarleg
geti talist og er brot Fransk-
ísl. verslunarfjelaffsins alffer-
lega einstætt í sinni röð. Allt
um það reyndi „Þjóðviljinn“ þó
að læða því inn hjá lesendum
sínum, að slík brot væru á
hverju strái, þau kæmust aðeins
ekki upn o. s. frv. Þióðviliinn
snvr: „Eru svikin nokkur eins-
dæmi“, og svarið er að svo sje
ekki og geneur út frá að allir,
sem við verslun fást setji sig
ekki úr færi um að svíkja vöru
og verð. Slíkar dvlgjur eru auð-
vitað aHtaf eómsætar fyrir þá,
sem vilia trúa hinu versta um
nánneann og þá sjerstaklega
verslunarst.iettina. En beir. sem
til bekkía og líta á málin af
sannmmi vita að bess’.t er öðru-
vísi farið. í verslunarstiettinni
er vfirleitt heiðarlegt fólk sem
ekki má vamm sitt vita, eins
og er um aðrar atvinnustjettir
landsins. Hitt er svo annað máí,
að innan um kunna að vera oin-
staklingar, sem er á annan veg
farið og er það hið sama og
gerist um alla aðra hópa þjóð-
fielágsins að misáfn sauður er
í mörgu fie. Það riettlætir aft-
ur ekld að reyna að gera allan
hópirtn tortryggilegan þó upp
komist um misferli eins eða
fleiri einstaklinga.
Ef farið væri með aðrar
stjettir en verslunarstjettina á
líkan hátt og Þjóðviljinn ger-
ir mundi ekki verða fagurt um
að litast í þjóðfjelagi voru. Tök-
um dæmi af siómannastjettinni.
Allmargir sjómenn hafa orðið
uppvísir að því að smygla til
landsins allskonar varningi, sem
seldur er við okurverði. Frjett-
ir berast um leitir tollvarða og
f”ndi beirra í skipi eftir skipi.
Riettlætir betta, að öll sjó-
mannastjettin sje stimpluð
smyglarar og leynisalar? Tök-
um svo dæmi af opinberum
rekstri, sem hefur all-marga
verkamenn og smiði í þjónustu
sinni. Við athugun á þessum
’ækstri kemur í liós, að vinnu-
brögðin eru með þeim hætti að
unnt er að snara stórfje ýmist
með því að skifta um menn eða
fækka starfsliði. Væri sann-
gjarnt að slá því föstu í eitt
skifti fvrir öll í sambandi við
svona tiívik, að verkamenn og
iðnaðarmenn svíki yfirleitt störf
sín hiá hinu opinbera og krefj-
ast allsherjarrannsóknar á slík-
um rekstri.
Svona mætti halda áfram svo
að segja í það óendanlega. Þeir
sem reyna að tortrvggja alla
verslunarstjettina fyrir brot ein
stakra manna vita þetta ofur
vel en árásir þeirra eru póli-
tísks eðlis og fá svip sinn af
bví. Hinsvegar ætti hver ein-
staklingur, sem dylgjurnar les
eða heyrir að athuga máiið vel
og stinga hendinni í eigin barm
og hugleiða hvernig dæmið liti
út, ef svipuðum ásökunum væri
snúið að hans eigin hóp eða
stjetf.
II
íl'
Landafræði og ást
leikið á Húsayík
HÚSAVÍK, 2. jan. — Leik-
fjelag Húsavíkur hafði frum-
sýningu s. 1. laugardag á sjón-
leiknum „Landafræði og ást.“
eftir Björnstjerne Björnssón
undir leikstjórn frú Ingibjarg-
ar Steinsdóttur.
Þetta mun vera eitt af bestu
verkum Björnsson, og er ekki
gamanleikur eins og margir
munu halda heldur fjallar harin
um daglegt vandamál fortiðar
og nútíðar.
Leikendur eru: Tygesen próf.
Njáll Bjarnason, frú Tygesen
frú Aðalbjörg Jónsdóttir, Helga
dóttir þeirra, ungfrú Guð’-ún
Ingólfsdóttir, Virfit Rorne, frú
Guðríður Hermannsdóttir, Tur-
mar prófessor Einar M. Jó-
hannesson, Henning listmálari
Stefán Þórarinsson, Malla frú
Auður Aðalsteinsdóttir, , Anna
ungfrú Margrjet Karlsdóttir.
Þykja leikendur allir fara vel
með hlutverk sín og sumir ágæt
lega. Má það þakka góðri
kennslu og leikstjórn frú Ingi-
bjargar, sem starfað hefir hjá
Leikfjelaginu s. 1. mánuð og
jafnframt undirbúið næsta við-
fangsefni fjelagsins, en það
verður gamanleikurinn Terigda
pabbi.
Að endingu frumsýningar-
innar var leikendum og léik-
stjóra ákaft fagnað og þau öll
kölluð fram.