Morgunblaðið - 11.01.1951, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 11.01.1951, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 11. janúar 1951 MORGVNBLAÐIB Er innrás sinnn á meginlandið yfirvofandi ? Sjera Halfdór iónssom fyrrw. sóknarpresfiir; Skiptar skoðanir um getu Chiangj Kai-Sheks Eftir VVARREN WHITE, frjettaritara Reuters. TAIPEH — Chiang Kai-Shek situr á eynni Formósu með 500 bús. manna lið. Erlendir frjetta xnenn á Formósu deila ákaft um, hvort her þessi sje nógu öflugur til að valda straum- hvörfum í viðburðanna rás þarna í Austurlöndum. CHIANG ER VONGÓÐUR Eyjan Formósa er frjósöm og íjallend og þar er hitabeltis- loftslag. Hún er 160 km frá ströndum Kína. Nú er ár síðan sigraðir herir Chiangs leituðu þarna skjóls og fylktu liði á ný. Foringjar Þjóðernissinna full- yrtu þá, að þeir gæti rekið af Jiöndum sjer hvaða innrás kommúnista, sem væri. Núna eru þeir .enn drýldn- ari og tala um að hefja sjálf- ir innrás á meginlandið, end- urreisa höfuðborgina í Nanking áður en ár líði og gersigra J;eri kommúnista árið 1953. A sama tíma berst sá orðróm- ur úr herbúðum kínveisku kommúnistanna, að undirbún- ingur sje hafinn að varnar- stríði. Chiang hefir ráðið nokkra hernaðarráðunauta frá Banda- ríkjunum i þjónustu sína. Þeir eru þeirrar trúar, að Þjóðernis- sinnum verði að trú sinni. Flestir aðrir útlendingar, beir sem í Taipeh dveljast, eru samt á öðru máli en bandarísku sjer- fræðingarnir, þegar um er að ræða vonir Þjóðernissinna um að brióta Kína undir sig á ný. Menn skyldu samt ekki halda að ráðunautarnir hefðu við ekkert að stvðjast. Hjer koma Iielstu rök þeirra. RÖK ÞEIRRA. SFM TRÚA Á INNRÁS ÞJÓÐERNISSINNA Enginn Kínverji er Chiang vinsælli, þótt hann beri ábyrgð á ósierunum á meginlandinu og spillingu og dugleysi margra hermanna sinna. Menn kenna Li Tsuna-Jen, varaforseta, um ga'lla hersins. Það var hann. sem vildi semja frið en bað gat Chiang ekki sætt sig við. 2. Oánægja er mikil með al- þýðustiórnina, svo að almenn- ingur óskar nú að breyta um. Ef sveitir Þjóðernissinna gerðu innrás á meginlandið, þá er enein vafi á, að vel yrði tekið á móti þeim. 3. Á meginlandinu er fjöldi skæruliða, sjerstaklega í suður- hieruðum Kina, Kwangsi, Dwangtung, Szechwan og Kiangsu sunnan Shanghai. Þeir bíða aðeins færis að veita að- stoð við innrás Þjóðernissinna. Chiang heldur bví fram, að- 1,6 millj. skæruliða sjeu hon- um hollir. Dagleea fá beir her- mönnum kommúnista ærinn starfa, og binda þannig mikið lið. sem að öðrum kosti mætti ráðstafa annað, til - að mynda til Kóreu og Indó-Rína. ANDSPVRNAN ER SKIPULÖGÐ ' r Chiang á 2 sonU. Sá eidri þéirra, Chiang Shing-Kuó er einn æðsti áróðursmaður föður síns. Hann beitir nýtísku banda rískum áróðursaðferðum. Skipu leggur hann skæruliðasveitir og hvetur til almennrar and- spyi'nu innan kommúnista- flokksins. Farmflugvjelar hans fljúga á náttarþeli yfir strand- hjeruðin. Varpað er niður and- komrnúniskum flugritum, þar sem sagt er frá „frelsuninni", sem herir föður hans muni inna af hendi innan skamms. Her- flugvjelar varpa venjulega nið- ur hrísgrjónum í þau hjeruð, þar sem hungur er. Chiang yngri hefir sér.t nokk ur hundruð starfsmanna sinna til meginlandsins. Hafa sumir farið niður í fallhlifum. en aðr- ir hafa farið í land í fiskibát- um. Þeim er ætlað að skipu- leggj a andspyrnuhreyfinguna Bandarísku ráðunautarnir segja. að þessi atriði og fleiri leggist á eitt um að efla hern- aðargetu kínverskra Þjóðernis- sinna. Þetta viðurkenndi jafn- vel MacArthur, hershöfðingi, er hann flaug til Formósu í júlí og lofaði Chiang stuðningi í baráttu hans við kommúnista. AÐRIR TELJA ÞETTA ÁRÓÐIJR ElNN Flestir aðrir útlendingar á Formósu eru þeirrar skoðunar, að Þjóðernissinnar geti rekið innrás kommúnista af höndum sjer, og það jafnvel án hjálpar Bandaríkanna. En bartsýni þeirra nær lrreint ekki lengra. Þeir telja, að skrafið um inn- rás á meginlandið sje áróður einn, hafður uppi í því skyni að stappa stálinu í mannskap- inn á meginlandinu og heima fyrir. Þessir menn segja, að það eina, sem komi Chiang til að þrauka á Formósu sje vonin um alheimsátök í Austurálfu. Voni hann, að með aðstoð vest- rænna þjóða endist þau til að lyfta honum aftur upp í valda- stól alls Kinaveldis. Til að hann megi halda til- trú vestrænu þjóðanna segja þessir erlendu stjórnmála- frjettamenn, að hann verði að láta líta svo út sem hann megi sín nokkurs hernaðarJega, að hann sje „sverð, sem beint er að yfirgangi Rússa“. St jórnm álaf r j ettamennirnir taka með varúð skrafinu um vinsældir Chiangs, stuðning skæruliða við hann og almenna andkommúniska neðaniarðar- hreyfingu. Segja þeir, að ef til vill sje þetta ekki annað en hluti nýrrar áróðursás^tlun- ar. ÓTRYGGIR LIÐSMENN Útlendingar, sem langa reynslu hafa að baki sjer í Kína, eru v'antrúaðir á, að Chiang eigi aðgang að 1,6 millj. skæruliðum. Þeir telja, að þess- ir svokölluðu skæruliðar, sem að vísu gera kommúnistum marga skráveifu, sjeu ekki ann- að en venjulegir kínverskir stiaamenn. Beri þeir engu meiri virðingu fyrir Chiang en Jeið- foga kommúnista, Mao Tse- tung. En stjórnmálafríettaritararn- ir telja, að óvísasti þátturinn í dæminu sje, hvort hermenn Þjóðernissinna sjeu hæfir til að berjast á meginlandinu. ef inn- rás yrði gerð á það. Reynslan hefir sýnt, að ósigrar Þjóðernis- sinna eru að kenna göllum hersins. | Hermenn Chiangs kusu ekki útlegð á Formósu af frjálsum vilja, og meiri hluti þeirra hef- ir ekki komið heim til sín í 3 til 4 ár. Mörgum finnst því ekki ósennilegt, að hermenn- irnir mundu falla fyrir freist- ingunni, er þeir stigu á land, gefast upp og skunda heim til sín. j Liðsforingjar Chiangs segja aftur á móti, að hernum sje í engu óbótavant. Drottinholl-1 ustan við Chiang sje meiri nú en hún hefir verið nokkru sinni fyrr í sögu kínverska lýðveldis- ins. Iþrótfabandalag fram- haldsskófð stofnðó STOFNAÐ var í siðastliðnum mánuði íþróttabandalag fram- haldsskóla í Reykjavík og ná- grenni (Í.F.R.N.). Unnið hefur verið að stofnun bandaJagsins frá því í haust og lauk stofn- þingi þess fyrir jólin. Undanfarið hefur Samband bindindisfjelaga í skólum ,(S.B. S.) og íþróttafjelag stúdenta sjeð um framkvæmd skólamót- anna. Að ýmsra áliti var talið heppilegt, að stofnað yrði sjer- stakt samband, sem hefði með þessi mál að gera. Náðist fullt samkomulag við SBS um mál þessi og hefur tekist góð sam- vinna með samböndunum um þau mál önnur, er varða f je- | lagslíf nemenda. Til dæmis munu bæði samböndin gefa út blaðið ,,Hvöt“, er áður hefur komið út á vegum SBS. Á fyrra stofnfundi ÍFRN mættu þeir Þorsteinn Einars- son, íþróttafulltrúi og Bene- dikt. Jakobsson, landsþjálfari. íþróttafulltrúinn flutti þar ýt- 'arlega ræðu og lýsti ánægju 'sinni yfir stofnun bandalagsins. Hann kvað það vera ósk sína, að bandalag þetta yrði vísir og grundvöllur fyrir stofnun ailsherjarsambands allra fram- haldsskóla í landinu. Hann kvað kennurum vera mikill styrkur að slíkum samtökum, er kæmu frá nemendum sjálfum, og von- aði, að gott samstarf tækist með kennurum og nemendum. Þingið samþykkti ýmsar á- kvarðanir varðandi starf þess. Haldin verða 6 mót á árinu. Stjórninni var falið að undir- búa landssamband íþrótta- manna í skólum í samráði við íþróttafulltrúa. Samþ. var- ein- róma að senda SBS þakkir fyr- ir gott brautryðjendastarf í íþróttamálum skólanna. — Lög bandalagsins voru samþykkt og nefnd falið að leggja drög fyrir reglugerð um íþróttamót o. fl. í stjórn bandalagsins voru | kjörnir: Bragi Friðriksson, Há- skólanum, formaður, Óli Örn Arnarson, Menntaskólanum, varaformaður, Halldór Bach- mann,' Iðnskólanum, Tómas | Jónsson, Kennaraskólanum og Gunnar Bjarnason, Gagnfræða- skóla Austurbæjar. Ráðunautur stjórnarinnar var kjörinn Bene- dikt Jakobsson, landsþjálfari. Forseti stofnþingsins var Bragi Friðriksson, en ritarar Elísabet Gunnlaugsdóttir og Árni Stef- ánsson. Eftir síra Halldór Jónsson, fyr. sóknarprest að Reynivöllúm.. HJER segir frá kennslukonu, sem jeg hefi haft náin kynni af í þrjátíu ár. Hún er göfug! kona, prýðisvel gáfuð og vel. að sjer. Hún hefir gegnt barna- kennslustörfum um þrjátíu og þriggja ára skeið. Hjá henni hef, ir farið saman: einlæg ást á! starfinu og virðing fyrir því og hlýr, falslaus vinarhugur til barnanna, nemenda hennar. Á allan hátt hefir hún reynt eftir föngum að auka með starfi sínu við þekkingarforða barnanna í hinum ýmsu námsgreinum, og alira helst að reyna að búa þau j undir lífið með góðum og göfg- andi áhrifum og aldrei van-1 rækt þau börn, sem voru mið- ur sin eða minnimáttar að gáf- um eða atgervi, heldur ef nokk uð væri, reynt að leggja sjer- j staka alúð við þau, í fullri vissu um, að sjálfsagt væri og héilög skylda, að hlúa með sjerstakri alúð að veikum vísi á hættu- legu aldursskeiði, ef eigi væri alls varhuga gætt. Þessi kennslu kona er mjög trúrækin og hefir skilið, að hin örugga blessunar- og heillavon fellst í og byggist' á sannri trú á æðstu máttar- völd. Það er sannfæring min, að þessi göfuga kona hafi verið kennari af Guðs náð, fórnfús, þolinmóð, nærgætin, vakandi eins og kennari á aS vera og kennari þarf að vera. Það ætti hugsandi mönnum að skiljast ,að sá eða sá þekk- ingarforði er ekki aðalatriðið. Hann á aðeins að vera hjálp í lífinu og Ieiðin að hærra mark- miði og þá af hálfu kennarans, viðleitni til að marka og móta skapgerð barnanna og að hjálpa til þess með orðum, framkomu og eigin dæmi, að börnin geti vaxið sí og æ að sönnu manngildi, svo þau geti orðið góðir og nýtir borgarar í þjóðfjelaginu og mannfjelag- inu óg öðrum til fyrirmyndar í háttvísi og sönnunm mann- dyggðum. Einn þátturinn i viðleitni til góðra áhrifa á börnin hefir verið þessi, af hálfu hins góða kennara: Hgnn hefir haft það fyrir fasta reglu, að byrja hvem morjunn með því að láta börn in syngja, syngja sálm eða vers, er hann hefir Játið þau læra eða kennt þeim áður en kennsla hæfist. Auk þess hefir hann síðar um daginn iðulega látið þau syngja ýms önnur fögur Ijóð. Þessum sið hafa börnin tekið vel og verið hann geð- felldur, og þeim þótt hann sjálf sagður. Börnin hafa sungið, má heita öll, öll sem gátu. Kenn- arinn telur, sem eigi er að efa, að þessi siður hafi haft góð og göfgandi áhrif á börnin. Hjer hefir áunnist tvennt: Með því að láta börnin læra og syngja fagra sálma og Ijóð, var það hin heppilegasta leið til að leiða hugann frá sora og synd, til fagurs lífs kristinna manna og að skapa í hugum þeirra öruggan grundvöll er treysta mætti til fagurs og göíuos lífs í starfi, gleði og sorg um, er lengra kæmi út í lífið. Hitt var það, að hjer var um að ræða menningarmál, göfg- andi, sið- og mannbætandi. — Framhjá því verður alls ekki j komist, að söngur fólksins, j karla,: kvenna og barna, er eití i hið göfugasta mennmgarmál, ‘ sem við íslerdingar, því mið- urð eigi- leggjum við þá rækt neitt þvílíkt sem skyldi. Umrædd kennslukona heítír* Sigríður Guðmundsdóttir, ætt- uð frá Höfn í Dýrafirði. Hún var tólf vetur kennslukopa i prestakalli mínu og hefi jeg haft náin kynni af henni í þrjá-» tíu ár. Hún var þá farandkenn- ari og átti erfiða aðstöðu vegna skorts á viðhlítandi húsnæði til kennslunnar á hinum ýmsu heimilum. Yfir því kvartaði hún þó eigi, en vann sitt starf í kyrrþey. — Má geta þess, að sjaldnast hefir hún haft hljóð- færi til stuðnings við sönginn. Hún hefir nú verið gift í mörg ár; hún eignaðist ágætan og vandaðan eiginmann að allra kunnugra manna dómi og mgð honum þrjá efnilega og hátt- prúða syni. Einn þeirra var mörg sumur hjá vinafólki mínn í prestakallinu og handgenginn heimilinu að öðru leyt) og kom hann sjer þar mætavel á allan hátt sakir trúmennsku og góðr- ar háttvísi að dómi húsbænda hans þar. í uppeldi hans og bræðra hans heíir gætt hinna hollustu uppeldisáhrifa af hálfu föður, og móður, eigjn sona, sem meðal vandalausra nem- enda hennar. ! Eins vil jeg geta, sem stund- um hefir komið fyrir, að um- ræddur kennari hefir um skemmri eða lengri tíma við og við tafist frá kennslu vegna vanheilsu og aðrir að hlaupa í skörðin og koma í hans stað. Hefir þá ekki ávallt að minnsta kosti verið þess gætt að láta börnin syngja. Hafa þau þá saknað þess. Stundum hafa börnin sagt; Góði kennari, vilt þú ekki láta okkur syngja? Þetta sýnir, hve vænt þeim hefir þótt um söng- inn. Enn vil jeg geta þess, að meðan kennari þessi kenndi í prestakalli mínu, studdi hann drengilega söng fólksins á samkomum þess. Þessum góða kennara vil jeg flytja hugheilar þakkir fyrir hið fórnfúsa, þolinmóða starf, sem jeg er viss um að leitt hef- ir af sjer mikla blessun í meír' en þrjátíu ár. í vetur hefir sjúkleiki- gert frú Sigríði Guðmundsdóttur ó- kleift að sinna kennslustörfum, Við vonum öll, vinir hennar, og óskum þess af alhug, að bún megi og sem fyrst fá fullan bata svo aftur geti hún tekið til þar, sem fyrr var frá horfið, um skeið. 3. jan. 1951. Hauslmóti Skákfje- tags Akureyrar tokii AKUREYRI, 10. jan.: — Haustmóti Skákfjelags Akur- eyrar er nýlega lokið. Keppt var í þremur flolckum. í meistaraflokki voru níu keppendur. Efstir urðu: Júllus Bogason með 6 vinninga, Jó- hann Snorrason 5% v., Stein- þór Helgason 5 v. og Guðmund ur Eiðsson 4% vinning. í fyrsta flokki var Haraldut* Bogason efstur með 5 vinn- inga, en næstir þeir Haialdur Óiafsson og Tómas Tómásson með 4 vihninga hvor. Þátttak- endur í þeim flokki voru 8. Skákstjóri var Jón Hinriks- son. —

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.