Morgunblaðið - 03.02.1951, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 03.02.1951, Blaðsíða 6
6 MUKCUNBLAÐII* Laugardagur 3. febrúar 1951. 'lf ■'•Ki CJtg.: H.f. Arvakur, Reykjavík - 'it' , ' c>amkv.stj.: tjigfus Jonsson. v ,'c :jy y>** jjg rjl’ TJSr.. .. ^ 'í. .i-'.h. ,|á& ^ v*| ftitgtjórir Valtýr Stefánsson (ábyrgðarni.» Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson. Lesbók: Ami Óla. sími 3045. Auglýsingar: Arni Garöar Kristmsson Rítstjórn, auglýsuigar og afgreiðsla- Austurstræti 8 — Sími 1600 Askriítargjald kr. 16.00 á mánuði, mnanlancts. t lausasölu 75 aura eíntakiö. 1 króna með Lesbók Kapp er best með forsjá ÞVÍ hefur verið haldið fram hjer í blaðinu, að gert hafi ver- ið ráð fyrir því, er Alþingi sam- þykkti fyrir jólin breytingu á gengisbreytingarlögunum, að greiðsla verðlagsuppbótar á laun í landinu, yrði allt árið 1951 miðuð við 123 vísitölu- stig. Þennan skiining hefur Al- þýðusamband íslands nú fje- fengt og krafist þess að verð- lagsuppbót verði nú og fram- vegis greidd í samræmi við vísitölu hvers mánaðar. í þessu sambandi er athygl- isvert að athuga afstöðu sam- takanna til þessa máls er um- rædd lagabreyting var til af- greiðslu á Alþingi. Þegar lögin höfðu verið samþykkt birti Al- | þýðublaðið svohljóðandi fyrir- sögn: „Afnám allrar frekari dýr tíðaruppbótar samþykkt á Alþingi.“ í grein, sem fylgdi þessari fyrirsögn er svo birt álykt- un frá stjórn Alþýðusam- bands íslands, þar sem því er slegið föstu að með þessari breytingu gengislaganna sje svo kveðið á „að frá 1. febr. 1951 skuli laun ekki taka breytingum samkvæmt á- kvæðum gengislaganna um vísitöl uuppbót.“ Auðsætt er af þessu, að fyrir jól, hafði stjórn AI- þýðusambandsins og Alþýðu flokkurinn, nákvæmlcga sama skilning á þessum mál- um og Morgunblaðið hefur túlkað undanfarið. Nefnilega þann, að greiðsla verðlags- uppbótar á laun árið 1951 skyldi miðast við 123 vísi- tölustig og að breytingar á kaupgjaldi eftir 1. febrúar gætu aðeins orðið að undan- gengnum nýjum samningum milli verkalýðssamtaka og atvinnurekenda. Þess vegna segir Alþýðublaðið þann 20. desember að „allar frekari dýrtíðaruppbætur“ hafi ver- ið „afnumdar.“ Það er líka vitað að allur almenningur hefur gert ráð fyrir því að verðlagsuppbót á laun þetta ár yrði miðuð við vísitölu 123 alveg á sama hátt og ríkisstjórnin, Alþýðusam- bandið og einstök launþega- samtök reiknuðu með. Hitt eru svo auðvitað engar nýj ar frjettir að þrátt fyrir þetta hafa launþegasamtökin frjálsar hendur um að semja við at- vinnurekendur um hækkað grunnkaup án íhlutunar lög- gjafarvaldsins. Það hefur held- ur enginn dregið í efa. Á það hefur hinsvegar verið bent, að eins og atvinnuástandi væri nú háttað með þjóðinni sje hækkun grunnkaups engan veginn lik- leg til þess að bæta afkomu lí unþega. Leiðin til aukins at- vinnuöryggis og bættrar af- komu væri sú, að efla. fram- leiðsluna, áuka þjóðártekjurp- ar og skapa raunveruleg áukjn verðmæti til skipta á niilli at- vinnustjetta þjóðfjelagsins. Verkalýðssamtökih í okk- ar landi' hafa mikið vald. Það mega þau ekki misnota. Kapp er best með forsjá. — Verkalýðssamtökin bæta ekki hag meðlima sinna með þvt að stuðla að stöðvun framleiðslunnar. Þau verða þvert á móti að taka höndum saman við öll þjóðholl öfl um eflingu hennar. Heimskan á hástigi BLAÐ pínu litla flokksins jafn- ar í gær þeim ráðstöfunum, sem ríkisstjórnin hefur heitið vjel- bátaútgerðinni, við hina dönsku einokunarverslun á íslandi. — Með öðrum orðum, fyrirheit ríkisstjórnarinnar til bátaút- vegsmanna um ráðstöfunarrjett á helmingi gjaldeyrisandvirðis afurða þeirra á þorskvertíð, er að áliti Alþýðublaðsins, svipaðs eðlis og sú plága, sem verst hefur gengið yfir íslensku þjóð- ina og hafði nær riðið henni að fullu!!! Virðist nú ekki öllu venju- legu fólki sem heimska þessa blaðs hafi náð hástigi? — Svo sannarlega. Jafnhliða þessari' staðhæf- ingu Alþýðublaðsins fullyrðir það að „skipverjar vjelbátanna verða sviknir um þeirra hluta gjaldeyrishagnaðarins." Hvemig samrýmist nú þetta raunveruleikanum? Fyrir nokkrum dögum birti Landssamband ísl. út- vegsmanna tilkynningu um að það mæli með því við út- vegsmenn að þeir hef ji veið- ar nú þegar og kaupi aflann af skipverjum á verulega hækkuðu verði frá því, sem verið hefur. Þetta verð er kr. 0.96 pr. kgr. af þorski slægðum með haus, en kr. 1.25 pr. kgr. hausuðum. Á ýsu slægðri með haus leggur Landssambandið til að verðið, pr. kgr., verði kr. 1.05 og kr. 1.35 pr. kg. af henni hausaðri. Verð á öðr- um fisktegundum hækki í samræmi við þetta. Svo kemur blað pínulitla flokksins og segir að svíkja eigi sjómenn um þeirra hluta gjaldeyrishagnaðarins!!! Hjer er bersýnilega um vís- vitandi blekkingu að ræða af hálfu blaðsins. Að sjálfsögðu hefur aldrei annað komið til greina en að fiskverðið hækkaði til sjómanna og að þeir nytu þess hagnaðar, sem útgerðin hefur af ráðstöfunarrjetti á hluta gjaldeyrisins. En þessi málflutningur AI- þýðublaðsins sýnir, húersu gjörsamlega samviskulaust það er j andstöðu sjnni ,i við, allar raunhæfar ráðstafanir jil þess að tryggja rekstur útvegsins og atvinnu alinennings við sjáv- arsíðuna. . .. r fíkveríi,kritar: ÚR DAGLEGA L'ÍFI ? SKORTUR Á ÍSLENSKUM ÍILJÓMPÍ.ÖTUM OFT ER kvartað yfir, að ékki skuli ýbra 'tií’ meira af íslenskum hljómplötum en raun ber vitni. Vildu margir eiga hljómplötur með ís- lenskum söngvurum, kórum og annari hljóm list. Þessi skortur á íslenskum hljómplötum er það mikill, að þegar kjörræðismaður ís- lands í fjarlægu landi var beðinn að útvega íslenska hljómlist á hljómplötum til að út- varpa frá þekktri útvarpsstöð, var honum sagt, að ekki væri einu sinni hægt að útvega íslenska þjóðsönginn á hljómplötu. Eitthvað mun rætast úr þessu ástandi á næstunni, en ástæðan fyrir plötuskortinum er meðal annars lítill markaður fyrir slíkar plötur á árum áður. MOTIN VORU EYÐILÖGÐ HARALDUR ÓLAFSSON, framkvæmdastjóri „Fálkarts“, sem haft hefir milligöngu um hljómplötugerð með íslenskri tónlist, segir, að langflestar íslensku hljómplöturnar hafi verið teknar 1933. Voru það aðallega kórlög, sem tekin voru þá á plötur. En salan var sáralítil á árupum 1933—’40 og þessvegna voru mótin eyðilögð. — Eru margar þessara plata því ófáanlegar nú. Eftir stríð tók Haraldur upp samning á ný við „His Masters Voice“, en þá voru viðhorfin það breytt, að ekki þótti borga sig, að senda hingað verkfræðinga til að taka upp hljóm- list á plötur. • VON Á PLÖTUM EINSÖGVARA UNDANFARIN ár hefir Ríkisútvarpið tekið upp á plötur, söng allmargra einsöngvara og er nú verið að gera plötur eftir þeirri upp- töku. í næsta m.ánuði eða svo mun von á plötum nokkurra íslenskra einsöngvara, þar á meðal Stefáns íslandi og Einars Kristjáns- sonar. Og innan skamms munu koma á mark- aðinn plötur með söng MA-kvartettsins og ætti ekki að þurfa að efa, að þær gangi út. En æskilegt væri, ef hægt væri, að taka upp á hljómplötur tónlist fleiri listamanna okkar og þá ekki síst söngvara, sem tiltölulega sjaldan koma fram opinberlega, en margir hafa unun af að hlýða á. SVO SEINT KEMUR FANINN UPP HJÁ SUMUM , « í SVÖ'áð Segja á hverfi stöng Var íáhfdH%inn í hálfa stöng hjer í bænum í gær vegna þeirr ar þjóðarsorgar, sem ríkir vegna flugslyssins mikla. Það átti við, því sannarlega tekur hver einasti maður þátt í þeim harmi, sem kveðinn er að vegna þessa sviplega slyss. Hefði mátt ætlast, til þess, að ekki þyrfti að minna fánaeigendur á, að draga fána í hálfa stöng. En það fór á annan veg. Snemma í gær morgun voru fánar komnir upp á allmörgum stöðum, en annarsstaðar kom fáninn ekki upp fyrr en undir hádegið. • ILLA GENGUR ÞAÐ ÆTLAR að ganga seint, að kenna mönn- um virðulega meðferð þjóðfánans. Trassa- skapur í þessum efnum er þjóðarskömm. Mætti segja, að mönnum sje nokkur vork- un, þótt þeir kunni ekki einföldustu reglur um meðferð fánans, því það mun ekki einu sinni kennt í barnaskólum landsins og af hverju sem það stafar virðist kennslumála- stjórnin treg til að gefa út fyrirmæli um, að íslenskur fáni skuli vera til í hverri kennslu- stofu á landinu og virðing fyrir þjóðfána tamin þar. Væri þetta gert myndi brátt breytast virðing manna .fyrir sameiningarmerki þjóðarinnar. ILLA FARIÐ MEÐ SKOFATNAI) UNDANFARIÐ hefir salti verið stráð á gang stjettir og götur í bænum í þeim tilgangi að bræða snjó og ís og draga úr hættulegri hálku Glöggur maður hefir bent á, að saltáburð- ur þessi sje háskalegur skófatnaði manna og ekki síst skófatnaði úr gúmmí svo sem skó- hlífum. Bendir hann rjettilega á, að saltið tæri bæði leður os gúmmí og hafi menn einu sinni fengið salt á skó sína, sje varla nokkur leið að ná því af. Loks bendir sami maður á, að salt kosti erlendan gjaldeyri og skófatnaður einnig, en sandur, sem sje jafngóður ef ekki betri en salt til að draga úr hálku, sje innlendur og þurfi ekki að greiða með torfengnum erlend- um gjaldeyri. Bæjarst jórn skorar á menn að kaupa skuldabrjef Sogjsvi rkj unarinnar EINS OG getið var lauslega í frjett í blaðinu í gær var borin fram tillaga á fundi bæjarstjórnar í fyrradag, sem fulltrúar allra flokka stóðu að, þess efnis að skora á bæjarbúa og aðra, sem heima eiga á orkusvæði Sogsvirkjunarinnar, að kaupa skuldabrjef Sogsvirkjunarinnar. Tillagan var þannig: „Til þess að tryggja megi frarnkvæmd hinnar stór felldu Sogsvirkjunar við Íraföss-Kistufoss, sam- þykkir bæjarstjórn, að skora á bæjarbúa Reykja- víkur og aðra íbúa á orkuveitusvæði Sogsvirkjun- arinnar, að kaupa skuldabrjef Sogsvirkjunarinnar, sem nú cru boðin með hinum hagstæðu kjörum. Gunnar Thoroddsen, Jón Axel Pjetursson, Guð- mundur Vigfússon, Þórður Björnsson“. Borgarstjóri fylgdi tillögunni |. úr hlaði með nokkrum orðum. Minnti hann á hve stórkostleg- ar framkvæmdir verið væri að hefja með viðbótarvirkjun Sogs ins, sem myndu hafa hina mestu þýðingu fyrir heimili og iðnað í Reykjavík og annarsstaðar á orkusvæði Sogsins. Benti brogarstjóri á, að þeg- ar væri tryggt fjármagn, sem þyrfti erlendis frá, en nú stæði aðeins á innlendu fjármagni. Tillagan var samþykkt með samhljóða atkvæðum allra bæj- arfulltrúa. — SVFl þakkar Framh. af bls. 4. Garðinum, Sandgerði, Höfnun- •slysavamadeildunum Keflavík, um, Grindavík, Kjalarnesi. Kjós, Akranesi, Borgarfirði, Snæfellsnesi og víðar er brugðu svo fljótlega við og spöruðu sjer ekki meitt erfiði. Þó lýsir stjórn Slysavam^fiela^s Islands þakklæti sínu vfir vóðri og ná- kvæmri leit f1""vie1a þeirra er þátt tóku í leitinni. Þeim sem vi* hetta hörmu- lega slys hafa misst sina nán- ustu vottar stið-n Plv-savarna- f jelagsins sína innilegustu sam- úð og hlutteknin'íu. Slysavamafjel. íslands. Skemmdarverk SINGAPOORE. — Spellvirki kommúnista í Singápoore og grennd eru einkum í því fólgin að kveikja í eða ónýta á annan j hátt bifreiðir og önnur samgöngu itæki. . Ottast m útbreiðslu g arna- veiki í nautgripum í Skagatirði SAUÐÁRKRÓKI, 25. janúar: — Óttast er um að garnaveikin sje nú komin í naútgripi á 2—3 bæjum í Skagafirði. Á síðast- ’iðnu hausti þótti ein kýr að Sleitustöðum í Skagafirði grun- lamleg í sambandi við meinta garnaveiki. Eftir að henni hafði verið lógað, kom í Ijós, að hún var sýkt af garnaveiki. í desembermánuði síðastliðn-®' um var gerð blóðprufa á öllum nautpeningi á þeim bæjum í Hóla- og Viðvíkurhreppi, þar sem veikinnar hafði orðið vart fyrir fjárskiptin, og leiddi sú rannsókn í ljós, að mikil hætta er talin vera á að þrjár kýr að Hólum í Hjaltadal og ein í Kýr- hobi í Viðvikursveit hafi tekið veikina. í ráði mun vera að fá Guð- mu.nd Gíslason, dýralækni, norð ur til þess að gera hjer frekari rannsóknir. Bændur á þessu svæði eru allkvíðafullir yfir að hin illkynjaða veiki fari nú aft ur að herja á búpening þeirra strax eftir að fjárskiptin hafa farið fram. — ,jón. Uppreistarmenn gefast úpþ RANGOON. — Burmastjórn seg- ir, að 8000 uppreistarmenn kömm únista hafi gefist uþp, síðán borg arastríðið hófst í mafs 1948. J

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.