Morgunblaðið - 20.02.1951, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 20.02.1951, Blaðsíða 6
[ MORCUNBLAÐIÐ Þi'iðjudagur 20. febr. 1951 ÍJtg.: H.f. Arvakur, Reykjavik. ‘■VainJrvjrtj.: Sigfús Jónsson Hitstjórl: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarxn.) Frjettaritstjóri: ívar GuSmundsson. Lesbók: Arni Óla. sími 3045 \uglýsingar: Árni GarSar Kristmsson. Ritstjörn, auglýslngar og afgreiðslar \usturstræti 8. — Sírru 1600 rtsiiriftargjald kr. 16.00 á mánuSi. mnanianda. I laojasölu 75 aura eintakiS. 1 króna með Lesbök. k grundvefli bfekkinganna VíkYe,iiskrifar: ÚR DAGLEGA liriNU SAMTAL það, sem Stalin mar- skálkur átti fyrir skömmu við eitt af máigögnum sínum í Moskvu, geíur mjög glögga hug mynd um þann grundvöll, sem kommúnisíar byggja áróður sinn á. Kjarni þessa samtals er það, að meginorsök þeirrar hættu, sem nú steðjar að heims- friðnum sje sú, að Sameinuðu þjóðirnar cg lýðræðisríkin hafi gerst sek um að hefja árásar- styrjöld í Kóreu. Sameinuðu þjóðirnar, og þá fyrst og fremst Bandaríkja- menn, hafi ráðist á Norður- Kóreu. Kínverskir kommún- istar hafi síðan neyðst til þess að grípa til vopna til þess að verja landamæri Kína fyrir árásarliði hinna vestrænu lýð- ræðisþjóða. Á þessum grundvelli byggði marskálkurinn röksemdafærslu sína. Og á honum byggja komm únistar um allan heim áróður sinn um þessar mundir. Það er erfitt að gera sjer I hugarlund, að nokkur and- lega heilbrigður maður í lýð frjálsu þjóðfjelagi, þar sem almenningur hefur mögu- leika til þess að vita, hvað er að gerast í heiminum, geti aðhyllst málstað, sem bygg- ir jafn feimnislaust á lygi og blekkingum og hinn rauði marskálkur gerir í þessum staðhæfingum sínum. Allur hinn frjálsi heimur veit að kommúnistar í Norður- Kóreu hófu þá styrjöld, sem nú hefur senn staðið í 8 mánuði í Kóreu. Þeir rjeðust á lýðveldi Suður-Kóreu- manna og ruddust suður fyr- ir 38. breiddarbaug. Rússar neituðu að miðla málum í þossari deilu. Þeir snjerust jafnframt gegn viðleitni Sam einuðu þjóðanna til þess að stöðva ofbeldisaðgerðirnar. Þeir lýstu yfir stuðningi sín- um og velþóknun á innrás kínverskra kommúnista í Kóreu og styrjöld þeirra við Sameinuðu þjóðimar. Svo kemur Stalin marskálk- ur og byggir „friðarsókn" sína á þeirri heimslygi, að lýðræð- isþjóðirnar hafi rofið friðinn í Asíu með árásarstyrjöld á Kín- verja og Norður-Kóreumenn!!! Er hægt að tréysta einu orði af munni manna, sem byggja málflutning sinn á slíkum grundvelli? Sannarlega ekki. ★ Hinn lýðræðissinnaði heimur vill allt til vinna til þess að friður haldist og ógnum nýrr- ar heimstyrjaldar verði bægt úr vegi. En það er sannarlega ekki undarlegt, þó að nokkurar svartsýni verði vart um að það takist, þegar að stórum hluta mannkynsins er varnað að vita annað um gang heimsmálanna en það, sem fram kom í þessu samtali Kremlbúans við blað sitt. Mestur hluti rússnesku þjóðarinnar veit sannilega ekki annað, en að Sameinuðu þjóð- irnar hafi átt upptökin að Kóreusyrjöldinni. Svipuðu máli gegnir um Kínverja og þær þjóð ir aðrar, sem Isestar eru í svart holi kommúnismans. Það er í skjóli þessarar vanþekkingar og blekkingar, sem að kommúnistar eru að grafa undan friði og öryggi í heiminum. Ef að styrjöld verður ekki umflúin og þjóð- unum verður hrint út í hyl- dýpi nýrrar ógæfu bera þau myrkravöld á því alla á- byrgð, sem byggja áróður sinn á ranghverfingu sann- Ieika og staðreynda. Vernd fiskimiðanna AFKOMA íslensku þjóðarinnar hefir um langan aldur að veru- legu leyti byggst á sókn henn- ar á fiskimiðin umhverfis land hennar. Þessi mið hafa verið ein hin auðugustu í heimi. Þau hafa þess vegna skapað þjóð- inni möguleika til þess að bæta hag sinn og brjótast úr sárri fátækt til nokkurra bjargálna. Ef að þessi uppspretta þornar, ef að miðin bregðast, þá er vá fyrir dyrum. Sú staðreynd verður því miður ekki sniðgengin, að á hinum íslensku fiskimiðum hefir á undanfömum ára- tugum verið framin skefja- lí^us rányrkja. Á þau hefir sótt geysilegur floti erlendra veiðiskipa, búinn fullkomn- ustu veiðitækjum hvers tíma. Þessi floti hefir stund- að rányrkju sína svo að segja upp í landsteinum. Afleið- ingar þess verða Ijósari með hverju árinu, sem líður. — Grunnmiðin umhverfis land ið eru í stórkostlegri hættu. Fiskigöngur á þau verða tregari og tregari, Það er ckki mælt af mikilli svart- sýni, að allt bendi til þess, að þau verði innan skamms algerlega þomuð, ef ekki verður rönd reist við þeirri rányrkju, sem þar já sjer stað. Aukin vernd fiskimiða okk- ar er í dag eitt stærsta hags- munamál íslendinga. Um það verðum við að sannfæra þær þjóðir, sem um langan aldur hafa ausið miklum auði úr skauti hafsins umhverfis land- ið. Rányrkjan upp við land- steina verður að hætta, land- helgin að víkka. Lokatakmarkið verður að vera friðun alls landgrunnsins. ÁGÆT SKEMMTUN ÞAÐ þykja jafnan tíðindi þegar góð skemmti- un er í útvarpinu eins og var á sunnudags- kvöldið, er útvarpað var frá „Bláu stjörn- unni“. Hlustendur biðja um meira af slíku og það er alveg furðulegt, að okkar ágætu gam- anleikarar skuli ekki koma oftar fram í út- varpi en raun ber vitni. Útvarpið frá „Bláu stjörnunni“ hefði þó getað verið enn betra, ef vandað hefði verið betur til upptökunnar, sem var afleit, eink- um fyrst í stað, því á köflum var erfitt að skilja það, sem fram fór. Virðist stálþráðs- mönnum útvarpsins oft vera mislagðar hend ur, eins og t. d. jólaupptökurnar, sem fóru fyrir ofan garð og neðan hjá mörgum vegna slæmrar upptöku. • ATRIÐI, SEM EIGA AÐ BÍHA SJÓNVARPSINS NOKKUR atriði voru það á skemmtiskrá „Bláu stjörnunnar“, sem ekki var til neins að útvarpa. — Atriði, sem verða að bíða sjón- varpsins til þess að menn hafi gagn af þeim og gaman. Er þar átt við danssýningar og töfrabrögðin hans Baldurs Georgs. Þeir, sem sjeð hafa þessi skemmtiatriði í Sjálfstæðishúsinu vita, að þau eru góð, en útvarpshlustendur úti á landi, sem heyra ekki nema undirleikinn undir dansinum og hlátrasköll áheyrenda þegar Baldur er að galdra, fá ekki einu sinni „reykinn af rjett- unum“. • NÓG AÐ FÁ ÚRVALIÐ NÆST þegar revýu verður útvarpað er nóg að taka úrvalið úr henni og það, sem hentar fyrir útvarpið. Það er til lítils, að útvarpa dansi og töfrabrögðum, eða svona álíka og bjóða hlustendum upp á nokkur lög hjá „málleysingjakórnum“, ef slíkur söngflokkur væri til. En þrátt fyrir að kastað var höndunum til upptöku skemmtiatriða „Bláu stjörnunnar“ var þessi útvarpsdagsskrá með þeim betri, sem boðið hefir verið upp á lengi. BÖRN í LEIKHUSINU ÞAÐ var hjér eitt kvöldið er Þjóðleikhúsið sýndi „Snædrotninguna“, að þremur stálpuð- um börnum var leyft að fara í lcikhúsið, án fylgdar fullorðinna. Faðir barnanna ók þeim í leikhúsið og ætlaði sjer að sækja þau í bif- reið að leikslokum. Hann spurði því dyra- vörðin hvenær leiknum myndi ljúka og fjekk það svar, að það mvndi verða um klukkan 10.30. En leiknum lauk raunar fyr eða kl. 10.15. — LEIÐINLEG ÓNÆRGÆTNI BÖRNIN þrjú, sem fyr getur, voru ekki þannig klædd, að ætlast væri til að þau væru útivið, en út á gaddinn urðu þau ao fara samt eins og aðrir og bíða þar til faðir þeirra kom í bílnum á þeim tíma, sem honum hafði verið sagt, að leikurinn \ræri úti. Má geta næri'i, að honum varð ekki vel við er hann hitti börn sín köld utandyra. Líklegt er, að þannig hafi verið ástatt um. fleiri börn þetta kvöld, þótt ekki fari af því sögur. — Hjer urðu leiðinleg mistök hjá dyravörðum leikhússins, að levfa ekki litlu leikhúsgestunum, að vera í húsaskjóli, þar til þeir voru sóttir. EKKI EINS OG FULLORÐIÐ FÓLK STARFSFÓLK Þjóðleikhússins er einstaklega hjálpsamt og alúðlegt í allri framkomu við leikhúsgesti og þannig á það að vera. En dyra verðirnir hafa ekki athugað, að þegar barna- sýningar eru verður að sýna meiri nærgætni við leikhúsgesti, en þegar um er að ræða fullorðið fólk, sem getur sjeð um sig sjálft. Hjer er sagt frá þessu litla atviki til þess, að benda á mistök, sem stafa af hugsunarleysi en eiga ekki að kqma fyrir oftar. En þökk sje Þjóðleikhúsinu fyrir barna- leikritið „Snædrottninguna“. Börnin munu kunna að meta þessa viðleitni leikhússtjórn- arinnar. Rcssolimo vann á afmælismóli TaflfjeEagsins AFMÆLISMÓT Taflfjelags Reykjavíkur lauk s.l. sunnudag. Franski skákmeistarinn Nichol- as Rossolimo varð efstur með IVz vinning. Hann tapaði engri skák, en gerði þrjú jafntefli, við Guðjón M. Sigurðsson, Baldur Möller og Ásmund Ás- geirsson. Úrslit urðu annars þessi: 1. N. Rossolimo...... 714 v 2. F. Ólafsson....... 6 v G. M. Sigurðsson .. 6 v 4. Baldur Möller .... 414 v 5. G. S. Guðmundsson . 4% v Asm. Ásgeirsson . . 414 v 7. Árni Snævarr .... 314 v Eggert Gilfer....... 3 v 9. Steingr. Guðmundss. 2 v 10. Sturla Pjetursson .. 2 v Baldur Möller og Steingrím- ur Guðmundsson eiga enn ólok- ið skák sinni úr síðustu umferð, þannig að vinningatala þeirra getur breytst eftir úrslitum hennar. Miðskóladeild M. A. FRUMVARP um miðskóla- deild Menntaskólans á Akur- eyri var til 2. umræðu í Neðri deild Alþingis í gær. Breytingartillaga sú, sem menntamálanefnd flutti, var samþykkt. Frumvarpinu var vísað til 3. umræðu með 13 atkv. gegn 9, Komin er, fram breytingai'- tillaga um miðskóladeild fái einnig að starfa við Mennta- skólann í Reykjavík, ef ástæða þykir tjl. Mun sú tillaga koma til atkvæða við 3. umræðu. Landshöfn í Rifi á Snæfellsnesi SJÁVARÚTVEGSNEFND Neðri deildar flytur á Alþingi frumvarp um landshöfn á Rifi á Snæfellsnesi. í greinargerð segir að frumv. sje flutt að beiðni ríkisstjórn- arinnar og fylgir því svohlj. greinargerð: „Til sjávarútvegsnefndar hef- ur verið vísað frv. til laga um ráðstafanir vegna hafnarfram- kvæmda í Rifi á Snæfellsnesi á þskj. 670. Rjettara þykir, að sá háttur verði á hafður, að um þessa hafnargerð verði sett nánari lagafyrirmæli nú þegar, heldur en gert er ráð fyrir í frv. á þskj. 670, og því er þetta frv. flutt. Er þá ekki gert ráð fyrir, að hitt frumvarpið verði sjerstaklega afgreitt frá nefnd- inni. Hjer eru þrædö að mestu lög þau, er sett voru 1946, um landshöfn í Keflavík og Njarð- vík, með þeim breytingum þó, sem við eiga vegna breyttra staðhátta. Með þessari hafnar- gerð í Rifi, er að því stefnt að leysa meðal annars til frambúð- ar þörf Ólafsvíkur og Hellis- sands til hafnarbóta“. Undirbúin verði öryrkja'lofmm FRUMVARP Gísla Jónssonar um breytingu á erfðalögunum, var afgreitt á Alþingi í gær með rökstuddii dagskrá. Var tillagan á þá leið að S trausti þess að ríkisstjórnin Ijeti fyrir næsta Alþingi undir- búa löggjöf um öryrkjastofnun 'sem sjeð væri fyrir nægum tekjumöguleikum, tæki deildin , fyrir næsta mál á dagskrá. Aðalfundur Fjelags flugvallarsfarfsmanna AÐALFUNDUR Fjelags flug- vallastarfsmanna Ríkisins var haldinn 15. febrúar s. 1. — Fór fram stjórnarkosning og hlutu eftirtaldir menn kosningu: Arnór,Hjálinarsson, formað- ur, Björp Jónsson, varaformað- ur, Friðrik Diego, ritari, Mar- grjet Jóhannsdóttir, brjefritari og Gústav Sigvaldason, gjald- kerL Brjef: Svar frá Gísla Sigurbjörmsyni NAFNLAUS „íþróttamaður“ er ekki svara verður, en vegna þeirra, -em lesið hafa fyrirspurn hans til mín í Morgunblaðinu s.l. sunnudag er rjett „ð taka fram: 1. Jeg sótti ekki um vínveit- ingaleyfi þau, sem hann spyr um. 2. Jeg veit ekki hver sótti um þessi leyfi, enda var aldrei neitt talað um þau í nefndinni og því engar ákvarðanir teknar þar um. 3. Nefndin skipti með sjer verk um og sáu sumir nefndarmanna um þessa dansleiki án afskipta minna eða hinna nefndarmann- anna. Formaður Afengisvarnamefnd ar Reykjavíkur er Þorsteinn J. Sigurðsson, kaupmaður. Gísli Sigurbjörnsson. Aðstoð NEW YORK — Vísinda- og meiihtaráð S. Þ. hefur afráðið að senda sjerfræðinga til Indo- nesíu, til þess að aðstoða yfir- voldin þar við endurbætur 4 fræðslukerfinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.