Morgunblaðið - 02.03.1951, Side 2

Morgunblaðið - 02.03.1951, Side 2
3 MORGVNBLAÐIÐ 1 Föstudagur 2. mars 1951. Utvarpsræéci utanríkisráðherra Framh. af bls. 1. vcijaland, Albanía, Pólland, Tj .kóslóvakía og Kína verið gc ' að kommúnistiskum h,já- Icúdum. Og margir óttast, að I ’ s þegar verði leppríkin lát- ii ráðast á Júgóslavíu og er það I' curðulegra, þar sem af Þjóð viljunum er svo að sjá, sem ‘T sje enn óskabarn Stalins. Irmrás hefur þegar verið gerð í Tibet og barist er í Kóreu. TÍr.-jLiR FRIÐARINS KORFNIR Er nú svo komið, að þótt c) sje lýst yfir formlegu stríði : |i' eru tímar friðarins horfnir, a c. k. um sinn, friðleysi ríkir og viða er háð blóðug barátta. Iíinar endurteknu árásir kom n i 'uiista á Kóreu eru aðeins eitt * djíiiii um yfirráðasteínu þeirra, cii skýrasta dæmið vegna þess, ao það sýnir, að þeir skirrast ckid við að halda fram stefnu siiini, þótt Ijóst sje, að hún kúnni að leiða til allsherjar- étaka. En hverju máli skiftir Kórea fyiir íslendinga? Hvaða ástæða er til þess að eyða tíma í al- . mennum stjórnmálaumræðum á fslandi til þess að ræða um brlög svo fjarlægs lands? Vlssulega eru þau þýðingar- miiiill lærdómur fyrir okkur ♦tslendinga. Árásin á Kórerf var f gcrð vegna þess, að árásarmenn < ámir og þeir, er verkum þeirra *cje8u, töldu, að þar væru litlar cða engar varnir fyrir hendi. Vamarleysi landsins bauð 1 -annig beinlínis árásinni heim og þau öfl, sem þarna eru að verki, eru ekki staðbundin við Austur-Asíu. Það er alþjóðahreyfing kom- múnismans, sem þarna er á ícröinni. Sami aðilinn, sem hef- ui lagt undir sig alla Austur- Evrópu og mikinn hluta Mið- Evrópu og Asíu, teygir nú arma sma um " útskaga austur við Kyrrahaf. Allar eru þessar aðfarir bygð ar'á kenningum lærifeðra kom- niúnísta. líOÐORÐ f-ÆRIFEÐRANNA Sjálfur Lenin segir: „Við lifum ekki aðeins í einu r'ld, heldur í ríkjakerfi. End- uríeknir ógurlegir árekstrar milli Sovjetríkisins og borgara ríkjanna eru óhjákvæmilegir“. Óg Stalin segir: „Alþjóðleg þýðing byltingar okkai’ liggur í þessu, að hún er fyrsta skrefið í heimsbyltingu, og öflugur grundvöllur fyrir éframhald hennar . . . Hvað er land okkar, þegar það byggir só.dalismann, annað en grund- vöílur fyrir heimsbyltinguna?“ Allt eru þetta skýlaus orð, orð, sem menn of lengi tóku að '4cills sem orð. Nú sjá menn, að 't>au eru harður, óyggjandi veru Icíki, sem kommúnistar um ti'cim allan reyna af öllum lífs og sálarkröftum að fram- h væma. Auðvitað neita kommúnistar oðru hvoru, að þetta sje til- gangur þeirra, en sú neitun er samkvæmt boðorðunum. Lenin hefir einmitt sagt, að það sje nauðsynlegt „að nota svik, blekkingar, ólöglegar aðferðir, ijúdanbrögð og að fela sann- J^ikann“. j; Ollu þessu eru kommúnistar ttyggilega trúir. Þeir eru óspar- ií á blekkingarnar. Auðvitað scgja þeir, að það sjeu Samein- tiðu þjóðiirnar, sem hafi ráðist á Kóreu. Sjálfir þykjast þeir vera að „frelsa“ það óhamingju sama land. Við könnumst við þessa orða leiki úr málflutningi flokks- deildar kommúnista hjer á landi. Árum saman hafa þeir t. d. fullyrt, að í kommúnist- isku þjóðfjelagi ríki fullkomið frelsi. Hitt sje allt annað þótt einstökum „glæpamönnum“ sje refsað með frelsissviftingu. — Það sje ekki meira eða harka- legra en hvarvetna sje gert. En þeir gleyma að geta þess, að í kommúnistisku jþjóðfjelagi er það „glæpur“ að hafa aðra skoðun en valdhafarnir. Þar er það t. d. glæpur að kenna ung- lingum kristna trú í ríkis- eða einkaskólum og fyrir verka- menn að færa sig á milli vinnu- staða án samþykkis yfirvald- anna. Með því að telja slíkt til „glæpa“ fæst skýring á því, að 10—15 milljónir manns skuli vera í þrælkunarvinnu í höf- uðríki kommúnismans. Á slíkum heilindum er frið- arhreyfing kommúnista byggð. YFIRLÆTI DÚFU-MANNA I haust átti"að ganga í hvert hús hjer í bæ og knýja menn til þess að taka afstöðu með eða á móti Stokkhólmsávarp- inu. Friðarpostularnir Ijetu ekki lítið yfir sjer í fyi’stu. Þeir birtu nöfn sín í blöðunum, til þess að aðrir gætu sjeð, hversu fínir menn væru þar á ferð — „að hunda það væri ekki skrokkar“. En á skammri stundu skipaðist veður í lofti. Þjóðviljinn lofaði því þá hátíð- lega, að þeir, sem skrifuðu nöfn sín undir „friðarávarpið“ þyrftu ekki að óttast, að nöfn þeii’ra væru birt, því að raunin varð sú, að þeir voru ærið fáir, sem vildu í almanna augsýn leggja nöfn sín við það hræsnis plagg. Eftir það birtust engin nöfn undirskrifenda hjer á landi, nje hefur Þjóðviljinn fengist til þess að segja frá fjölda þeirra. Sú þögn var þeim mun furðu legri sem blaðið „Land og Folk“ sagði frá því, áður en undir- skriftasmölun hófst hjer á landi, að 5.000 Islendingar væru búnir að skrifa nöfn sín undir plaggið, Og eftir að friðardúf- urnar tvær, háttv. 67 atkv. þing maðurinn, Jónas Árnason og Þórbergur Þórðarson, voru flutt ir frá Bretlandi austur til Var- sjár, á kostnað pólsku kommún istastjórnarinnar, skýrði rúss- neska blaðið „Trud“ frá því 8. des. s.l., að 5,000 manns á ís- landi hafi þegar undirritað Stokkhólmsávarpið. „FRIÐARFUNDUR“ KVENNA í REYKJAVÍK En það er fleira en þetta, sem þykir frásagnarvert frá Islandi fyrir austan járntjald, en hjer er þagað um. I þessari sömu fregn í „Trud“ er skýrt frá því, að friðarfundur kvenna hafi verið haldinn í Reykjavík þann 27. nóvember. Á fundi þessum hafi mætt fulltrúar frá 30 mismunandi samtökum. Um þessa stórfenglegu samkomu hafa kommúnistar vendilega þagað hjer á landi. Á íslandi höf um við aðeins heyrt um eitt kvenfjelag austur í Flóa, er á að hafa lagt Stokkhólmsávarp- inu Iið. Friðardúfuleikur kommúnista hefur hjer orðið broslegur og gæti virst meinlaus. Annað og meira býr þó á bak við. Það er t. d. mjög athyglisvert, að í sovjetrússneskum rjettartíðind- um, „Sovjet-ríki og rjettur“ frá því í ágúst, er sagt, að „úr- skurðir“ heimsfriðarnefndarinn ar hljóti að hafa lagagildi að þjóðarjetti. Samkvæmt þeirri kenningu virðist þessi nefnd eiga að hafa lögsögu yfir þeim, er glæptust til að skrifa undir ávarpið og geta sagt þeim fyr- ir um hegðun í þeim málum, er varða milliríkjaviðskifti. Með þessu á auðsjáanlega að smíða enn einn hlekkinn, er tengi flokksdeildirnar víðsveg- ar við yfirráðamennina austan tjaldsins. TILBOÐ EINARS Við íslendingar höfum áður orðið þessara tengsla varir. — Þannig var t. d. á síðastliðinu vori, áður en íslensku samninga mennirnir tóku upp viðskifta- samninga við stjórnarvöld í A- Þýskalandi, að þá gekk einn af helstu liðsmönnum flokksdeild- ar kommúnista á milli manna hjer í bæ og kvatti þá til f jelags stofnunar um vlðskifti við lönd- in fyrir austan járntjald. Hann fullyrti, að auðvitað gæti ís- lenska stjórnin ekki komið á neinum samningurn. Við hana yrði ekki samið. „En við okkur verður samið á eftir“, sagði hann. Á þessum forsendum reyndi hann að fá menn til að styrkja hið nýja fyrirtæki kom- múnista. Svo fór sem maðurinn hafði sagt, að stjórnarerindrek- arnir náðu engum samningum. í sumar fór Einar Olgeirsson hinsvegar eitthvað austvir fyrir járntjald, og var rjetta tvo mán uði í þeirri ferð. Áður hafði Einar farið árið 1945 í erindum íslensku ríkisstjórnarinnar um svipaðar slóðir. Þá var hann rúman 2V2 mánuð í ferðinni, og með núverandi gengi kostaði sú ferð íslenska ríkissjóðinn 50 þúsund krónur. Ferðina nú fór Einar ekki á vegum íslensku stjórnarinnar, enda þurfti hann nú lítið fje eða a. m. k. lítinn gjaldeyri til ferðarinnar, hjá ís- lenskum gjaldeyrisyfirvöldum, eða aðeins sem svarar 2,300 krónum. Hvaðan hinn hluti ferðakostnaðarins hefur komið er mjer ókunnugt. Hitt veit alþjóð, að þegar al- þingismaðurinn kom úr ferða- lagi sínu, þóttist hann vera með tilboð austur-þýsku stjórnar- innar um mikil viðskifti við ís- lendinga. Við athugun reynd- ust þetta þó að mestu tylli- boð, enda voru þýsku hafnirnar við Eystrasalt jafn grunnar, þeg ar Einar hvarf heim, sem áður og því óhæfar uppskipunar- hafnir fyrir íslenska nýsköpun- artogara. PENIN G AUPPSPRETT A KOMMÚNISTA Hin nánu tengsl alþingis- mannsins við valdhafana aust- ur þar, leyna sjer samt ekki, nje heldur hitt, að einn af ferða- fjelögum hans notaði þann tíma, er hann hefir undanfarið dvalið langdvölum austur þar, til þess að ná undir hin nýstofn- uðu verslunarfyrirtæki komm- únista umboðum fyrir Island og taka nú fyrirtæki þessi há umboðslaun, þar sem engin þurfti að greiða áður. Viðskift- in við löndin austan járntjalds eiga sem sje að verða mjólk- urkýr fyrir íslenska kommún- istaflokkinn og forystumenn hans. Kommúnistafyrirtækin eru nú þegar farin að græða á um- boðunum og staðreynd er, að Þjóðviljinn hefur á undanförn- um mánuðum fengið pappír sendan, fyrst frá Svíþjóð, og síðan frá Austur-Þýskalandi, án þess að yfirfæra þyrfti nokk urn gjaldeyri til greiðslu á lion- um. Allt þetta sýnir það, sem áður var vitað, að kommúnista- deildin hjer hefir náin fjár- tengsl við flokksdeildirnar í öðrum löndum. VILJA VERRI LÍFSKJÖF ALMENNINGS • Ekki er þetta heldur í fyrsta skifti, sem Einar Olgeirsson sýnir, að honum er óvenju hug að um, að ganga erinda hins alþjóðlega kommúnisma, ein- mitt rjett eftir að hann hefur dvalið langdvölum evlendis. Sú ákefð, er hann samtímis fyrstú stjórnarfrv. á fyrstu dögum Al- þingis 1947 lagði fram tillögu til að spilla þátttöku íslendinga í Marshall-samstarfinu, var í beinu framhaldi af langri dvöl hans erlendis þá um sumarið. Skýring á frumhlaupi Einars fæst hinsvegar þegar íhuguð er frásögn Douglas Hydes, fyrrver andi ritstjóra Daily Worker, kommúnistablaðsins enska, í nýrri, mjög umtalaðri bók. — Hann segir, að þegar rætt hafi verið í hópi breskra kommún- ista um afstöðu Evrópuþjóð- anna til Marshall-samstarfsins, hafi meðlimur í stjórn flokks- deildarinnar þar mælt svo: „Það mundi ekki verða mögu legt, að bæta lífskjör almenn- ings í hinum „nýju lýðræðis- ríkjurn11 fljótlega, þar sem land búnaður væri þar aðalatvinnu- greinin. En með öðrum hætti mætti bæta lífskjör þeirra í samanburði við a-ðra og það væri með því að gera lífskjörin í löndunum í vestanverðri Ev- rópu verri en áður. Og ílokk- urinn ætti ekki að vera lengi að fá því áorkað“. Svo mörg eru þau orð, og er með þeim af fullri hreinskilni sagt, hver er hin raunverulega ástæða fyrir fjandskap komm- únista við Marshall-samstarfið. Þegar íslenskir kommúnistar vilja koma í veg fyrir, að fje fáist til virkjunar Sogs og Lax- ár, til byggingar áburðarverk- smiðju, til efnivara fyrir iðnað og til ýmiskonar nauðsynja til sjávar og sveita, þá er það bein- línis gert til þess að gera lífs- kjör almennings á íslandi verri, svo ljeleg að þau nálgist það, sem alþýðan í löndum komm- únista á við að búa. Á ÍSLANDI MÁ „SKJÓTA ÁN MISKUNNAR“ Douglas Hyde skýrir einnig hvernig stendur á hinni ofboðs- legu þjónkun kommúnista um víða veröld við valdhafana í Moskva. Hann segir orðrjett: „Þegar breskur kommúnisti hjálpar Rússlandi með öllum þeim ráðum, er hann kann, og hvað, sem það kostar, er hann að vinna að því að koma á betra Bretlandi, franskur kommún- isti að koma á betra Frakk- landi og íslenskur kommúnisti betra Islandi. Hann er í sínum augum og flokksins meiri föður landsvinur en nokkur annar. Hvað sem það kostar, verður Rússland að lifa, og allt, hvað sem er, sem að því stuðlar er leyfilegt". Hver er sá íslendingur, sem heyrir þetta, að hann minnist ekki orða Brynjólfs Bjarna- sonar á Alþingi 1941, er hann sagði, að á íslandi mætti „skjóta án miskunnar“, aðeins ef það kæmi Rússum að gagni. FERÐALÖG BRYNJÓLFS Um svipað leyti og kínversk- ir kommúnistar hófu hina miklu sókn sína í Kóreu, brá hinn samí Brynjólfur Bjarnason sjeff austur fyrir járntjaldið nú á miðjum þingtímanum. Brynj- ólfur hefur verið fáorður uni þessa för sína. Því athyglisverðara er a<3 rifja upp frásögn Hendriks Ottóssonar í bókinni „Frá Hlíð- arhúsum til Bjarmalands11, af ferðalagi þeirra Brynjólfs aust- ur til Rússlands árið 1920. SÚL frásögn varpar skýru ljósi á at- burði líðandi stundar. Þeir fjelagar komu við ! Stokkhólmi og hittu þar finska útlaga, er orðið höfðu að flýja' land, sökum þess að þeir höfðu borið vopn á móti þjóð sinní. Þar voru, að sögn Hendriks, „útbúnir reisupassar, sem viíj áttum að afhenda tilteknuns mönnum, þegar við kæmum til Rússlands. Voru það mjóar ljetl eftsræmur með finnskri álctr- un“. „Var þessum merkilegu reisupössum komið fyrir á sjer- stakan hátt, sem jeg hirði ekkl að greina hjer“. Hinu segir Hendrik ekki frá, að þessir finnsku vinir þeina voru um þessar mundir að und* irbúa nýja vopnaða árás á föð- urland sitt. Er sú árás fór úli um þúfur, var flestum þeirrat stökkt úr Svíþjóð. Fóru þeir þá' til Rússlands ,og hjeldu áfranj undirbúningi árásarinnar. Ræti ist sá draumur með árás Rússa á Finna haustið 1939. \ 1 1 KYNNTUST MÖRGU 1 STÓRMENNI 1 Að sögn Hendriks kynntusí þeir Brynjólfur ýmsu stór- menni í Rússlandi, þ. á. m. Ottoí Kuusinen landráðamanninum finnska. Segir Hendrik, að þeiij fjelagar hafi átt við hann „fjör- ugar samræður“ og gekk ekki hnífurinp á milli þeirra. Á heimt leiðinni fóru þeir f jelagar huldtj höfðu í Noregi ásamt Rakosí, er síðar varð kommúnistiskuil einræðisherra í UngverjalandT, og leynir stolt Hendriks yfiij þeim fjelagsskap sjer ekki. En Rakosi er hjer á landj m. a. þekktur af þeim orðumS sínum, er hann mælti á þessgf leið: „Sá, sem fylgir ekki Sovjet- ríkjunum nema með tilteknunj skilyrðum eða tilteknum fyrir- vara, sá, sem heldur, að hags- munir síns eigin lands og hags- munir Sovjetsríkjanna fari ekkl ávalt saman í einu og ölíu, hann er ekki kommúnisti“. Hendrik talar aðeins kulda- lega um einn mann, er hantl hitti á ferð þessari, og er þa<3 Ejnar Gerhardsen, forsætisráð- herra Norðmanna. Segir Hend- rik, að Gerhardsen hafi verið talinn „mesti fjelagsskítur”. —i Hefur því snemma komið fram, að sá föðurlandsvinur átti ekki heima í hópi landráðamanna og einræðissinna. > 9 í LENIN OG IIERNAÐAR- 1 ÞÝÐING ÍSLANDS 1 Á Komintern fundi þeim, cu þeir fjelagar sóttu, segir Hend- rik, að það hafi borið við, senS nú skal greina: „Jeg sagði þá, að sennilega mundi fæstir viðstaddir vita neitt úm ísland. Það kvað vlj Framh. á bls. *

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.