Morgunblaðið - 02.03.1951, Side 5
Föstudagur 2. mars 1951.
MORGUTSBLAÐIÐ
Breyling á verðlags-
- Úlvarpsræða utanríkisráðherra
RIKISSTJORNIN lagði í gær
fyrir Alþingi frv. um bxeytingu
é lögum um verðlag, verðlags-
eftirlit og verðlagsdóm. í at-
hugasemd með frv. þessu segir:
I. Ágreiningur hefur orðið
lun skilning á lögum frá 1950,
©g þykir því rjett að taka af all
an vafa um það, hvernig skilja
foeri lagagrein þessa, með því
að ákveða, að fjárhagsráði sje
ekki skylt að ákveða hámarks-
verð eða hámarksálagningu á
©llum vöru.m og hafi rjett til að
nema úr gildi með auglýsingu
verðlagsákvarðanir sínar.
II. ísland hefur sem þátttak-
'andi í Greiðsiubandalagi Evr-
ópu heimild til yfirdráttarláns,
allt að 15 millj. dollara, til vöru
kaupa og greiðslu á þjónustu
frá löndum, sem eru í banda-
laginu. Þótt ríkisstjórnin geri
ekki ráð fyrir nú að nota heim-
ild þessa, þykir rjett að afla
foeimildar Alþingis til þess að
mega nota til bráðabirgða af
yfirdráttarheimild þessari allt
að 4 millj. dollara, ef hún síðar
teldi það nauðsynlegt.
III. 31. gr. laga nr. 100/1948
fjallar um 20% gjald af mats-
verði bifreiða, sem ganga kaup-
um og' sölum. Gjald þetta átti
að hefta óeðlilegan sölugróða af
foifreiðum. Sem tekjustofn hef-
ur þessi skattur brugðist að
imestu leyti, og með því að telja
,|ná, að svartur markaður bif-
reiða sje að mestu úr sögunni,
er óeðlilegt að halda svo háu
gjaldi á sölu bifreiða. — enn
íremur verður að teljast sann-
gjarnt, að þessum skatti sje
Ijett af bifreiðaeigendum, sem
nú verða að sæta verðhækkun
á varahlutum í bifreiðar í sam-
bandi við stuðning við bátaút-
veginn á þessu ári.
Heimild til ráðslöf-
unar á mólvirðis-
sjóði
FJÁRHAGSNEFND Neðri deild
ar Alþingis flytur, að beiðni
fjálmálaráðherra frumvarp um
að heimila ríkisstjórninni, að
lána allt að 120 millj. króna af
fje mótvirðissjóðs til Sogs- og
I.axárvirkjana og Áburðarverk
smiðjunnar h.f.
í greinargerð segir m.a.:
..Eins og áðxxr hefur verið
skýrt frá á Alþingi, hefur ríkis
stjórnin og flokkar þeir, sem aíi
henni standa, ákveðið að beita
sjer fyrir því, að af fje ifoót-
virðissjóðs verði lánað verulegt
fjármagn til Sogsvirkjunar, Lax
árvirkjunar og áburðarverk-
smiðju. Er samkomulag um, að
lán úr mótvirðissjóði, að með-
töldum Marshail-lánum, verði
hlutfalislega jafnhá til þessara
þriggja fyrirtækja, miðað við
stofnkostnað.
Svo sem kunnugt er, þarf
Samþykki Efnahagssamvinnu-
stjórnarinnar í Washington (F,
C.A.), sem fjeð hefur lagt fram.
fil þess að ráðstafa sjóðnum.
Enn fremur þarf lagaheimiid.
. Það þarf á fje að halda tii
allra þessara fyrirtækja, áður
en Atþingi kernur saman á ný.
Er því iagt til, aö Alþingi veiti
ríkisstjórninni ixeimiid þá. sem
i frumvarpinu er farið fram á‘‘.
Frh. af bls. 2.
hlátur, og Lenin sagði, að víst
þekktu fulltrúarnir til lands-
ins, enda væru þeir forystu-
lið verkalýðs heimsins, og mætti
ætlast til þess, að þeir vissu
meira um ísland en almenning-
ur. Hann hóf þá hina frægu
tölu sína um hernaðarlega af-
stöðu íslands í framtíðarstyrj-'
öld, sjerstaklega með tilliti til
flughernaðar og kafbáta".
Áhugi forystumanna komm-
únista fyrir hernaðarlegri þýð-
ingu íslands hefir því vaknað
löngu áður en flestir Íslending-
ingar ljetu sig dreyma um, að
landið hefði slíka þýðingu. —
Ákefð kommúnista i að halda
landinu opnu og óvörðu fær
vissulega enn skuggalegri mynd
en áður við íhugun þessarar
frásagnar.
GENGU í FLOKKSSKÓLA
KOMMÚNISTA
Það er fullvíst, að Brynj-
ólfur Bjarnason og fjelagar
hans hafa ekki gleymt þessari
„frægu ræðu“. Og í þessu sam-
bandi er hollt að minnast þess,
að hjer á landi eru nú a. m. k.
10—20 íslendingar, sera bein-
línis hafa verið í flokksskóla
kommúnista austur í Rússlandi
og er meginhluti þeirra fólk,
sem fáir kannast við. Þeim er
engu að siður áreiðanlega ætl-
að sitt ákveðna hlutverk, og
enginn þarf að efast um að þeir
reyni að kenna út frá sjer eftir
föngum.
Sumir af þessum skólanem-
endum frá Rússlandi eru og
þjóðkunnir menn eins og t. d.
Þóroddur Guðmundsson, sem
var þar skólabróðir Gottwalds,
sjálfs forseta Tjekkóslóvakíu.
Manns sem menn minnast þessa
dagana vegna yfirlýsingar mið-
stjórnar flokksdeildarinnar þar
í landi, þar sem skv. fregn út-
varpsins í gær var sagt, „að
það skuli gert ljóst, að í kom-
múnistaflokki Tjekkóslóvakíu
sje rúm fyrir þá menn eina. sem
elska Ráðstjórnarríkin og fje-
laga Stalin og viðurkenni flokks
forystu Gottwalds“, skólabróð-
ur Þórodds.
Aður var minnst orða Brynj-
ólfs Bjarnasonar á Alþingi
1941 um, að á íslandi xnætti
„skjóta án miskunnar", aðeins,
ef það kæmi Riissum að.gagni,
og sýna þau, að hann hefur þá
enn haft i huga hcrnðarlega
þýðingu Islands, einmitt fyrir
Rússland.
þessar fregnir eru einnig flutt-
ar til Rússlands og hafa verið
margendurteknar þar í ræðu og'
riti.
Enginn skyldi halda, að þessu
væri skrökvað upp út í bláinn
eða að tilgangslausu. Átillan
til árásar á ísland á að vera
fyrir hendi hvenær sem henta
þykir.
BÍÐA AÐSTOÐAR RÚSSA
Enginn skyldi heldur ætla,
að Brynjólfur Bjarnason hafi
mælt hótanir sínar af bráðræði
eða hvatvísi.
Þvert á móti er einmiÁ í á-
varpi kommúnista fyrir fyrstu
Alþingiskosningarnar, sem þeir
tóku þátt í, rakið til hverra
ráða vcrði að grípa ef ekki verði
orðið við þeim kröfum, sem
kommúnistar þá þóttust bera
fram fyrir hönd alþýðunnar.
Síðan segir orðrjett:
„Þá verður alþýðan sjálf að
skapa öi'lög sín og, ef í nauð-
irnar rekur, leita sjer hjálpar
hjá sigrandi alþýðu Ráðstjórn-
arríkjanna“.
Og í ritinu: Hvað vill komm-
únistaflokkur Islands?, segir
m. a.:
„Byltingin, framkvæmd ör-
eigaalræðisins og ráðstjórnar-
valdið, er vegurinn, jafnt fyrir
ísl. verkamenn og bændur, sem
fyrir verkalýð og fátæka bænd-
ur allrar veraldar“.
Síðan hafa kommúnistar lært
að haga orðum sínum á lævísari
hátt, en enn er það glöggt hvað
þeir vilja, enda mun þeim nú
orðið ljóst, að völdin hjer fá
þeir aldrei við frjálsar kosn-
ingar.
Það er því ekki aðeins, að við
lifum á tímum friðleysis og
hættu um heim allan, heldur
eru fyrir því óvjefengjanlegar
sannanir, að í landinu starfar
hópur manna, sem h.orfir vonar
augum til þess og sumir jafn-
vel vinna að því, að herskarar
hins alþjóðlega kommúnisma
geri árás á landið við fyrsta
tækifæri.
Þessi hætta er raunveruleg og
gegn henni verður íslenska
þjóðin og stjórnarvöld hennar
að snúast svo að komið verði í
veg fyrir eyðingu lands og
þjóðar.
Landsmálafjeíagið Vörður
kvöldvaka
verður í Sjálfstæðishúsinu sunnudaginn 4. þcssa mén.
klukkair 8,30.
SKEMMTIATRIÐI:
BLÁA STJARNAN
sýnir Fegurðarsamkeppnina.
D A N S
Aðgöngumiðar á kr. 15,00 verða seldir í skrifstofu fje-
lagsins í dag.
Skemmlinefndm.
Karlakórinn Fóstbræður:
KVÖLDVAKA
að Hótel Borg, laugardaginn 3. mars kl. 8,30.
Fjölbreytt skemmtiatriði. — Dans.
Styrktarfjelögum kórsins er heimill aðgangur og öð. -
um eftir því, sem húsrúm leyfir.
Ekki samkvæmisklæðnaður.
Aðgöngumiðar seldir i dag kl. 5—7 að Hótel Boj g
(suðurdyr).
ÍNGÓLFS CAFE
Gömlu- og nýju dansarnir
í kvöld kl. 9,30 í Ingólfseafe.
Verð aðgöngumiða kr. 10,00.
Aðgöngumiðar seldir frá kl. 8. — Sími 2826.
■ J »
Takið eftir
Vegna breytinga seljum við í dag og næstu daga prjóm>
vörur á börn og fullorðna með miklum afslætti.
Gerir góð kaup, áður en allt hækkar meira.
RRJÓNASTOFAN IILÍN H.F.
Skólávöiðustíg 18. Simi 2779.
Fjórir díltkknuðu
SKÓLADRENGUR á ítaliu; fjell
af brú nokkurri í sjóinn. Þrír
bræður reyndu að bjargu honum,
en svo illa vildi til að allir fjórir
drukknuðu.
HOTANIR BRYNJOLFS
Umrnælí Brynjólfs Bjarna-
sonar í mars 1949 eru ekki síð-
ur athyglisverð. Þá sagði hann
hjer á Alþingi: „Þcgar Banda
rikin hafa beðið ósigur . . . og
alþýða Evrópu hefur sigrað að
fullu, mun hún ekki þola það,
að henni sje ógnað af amer-
ískri herstöð hjer á landi. Ame-
rikumenn munu verða hraktir
hjeðan.og íslenska þjóðin mun
gera upp við leppa þeirra“.
Á mennskra manna máli
þýðir þetta, að Brynjólfur full-
yrðir, að austrænir kommún-
istar muni ráðast, á og legg'ja.
undir sig Island, og í skjóli
þeirra muni svo flokksdeild
þeirra hjer á landi gera upp
sakirnar við þjóðholla Islend-
inga.
En því eftirtektarverðara
verður þetta, setn kommún-
istar fullyrða æ ofan i æ, að
nú sje, og s.l. 4 ár hafi veriö,
herstöð á Islandi. Hjer á landi
vita allir, að þelta er lýgi. En
SMHOMUSALWIW
LAUGAVEG 162
eöMiu
DAIMSARIMIR
í kvöld kl. 9.
Sljórnandi Kúmi Þorbergsson
Hljómsveit Magnúsar Randrup
Áögöngumlðar á kr ÍOfQÖ seldir við
innganginn.