Morgunblaðið - 02.03.1951, Blaðsíða 6
6
MORGVNBLAÐIÐ
Föstudagur 2. mars 1951.
Útg.: H.f. Arvakur, Reykjavík.
/ramkvjstj.: Sigfúa Jónsson.
Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgCarm.)
Frjettaritstjóri: ívar GuSmundsson.
Lesbók: Arni Óla, siml 3045.
Auglýsingar: Árni Garöar Kristinsson.
Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla:
Austurstrœti 8. — Siml 1600.
Askriftargjald kr. 16.00 i mánuöi, innanlands.
í lausasölu 71 aura eintaklð. 1 króna með Lesbók.
Aukinn innflutningur
BJÖRN ÓLAFSSON viðskipta-
málaráðherra skýrði frá því á
Alþingi í fyrrakvöld að ákveðið
væri, að auk hins skilyrta frí-
lista til aðstoðar útvegsmönn-
um, yrði á næstunni gefinn út
annar stærri frílisti, sem inni-
hjeldi fjölda af nauðsynlegustu
neysluvörum almennings. —
Þegar þessi frílisti hefur
tekið gildi verður mjög veru
legur hluti innflutningsins
orðinn frjáls. Er þannig hik-
laust stefnt að því marki að
leysa viðjar hafta og nefuda
valds af viðskiptalífi lands-
manna.
Ein megin ástæða þess að
unnt er að hverfa að þessu
ráði eru þau framlög, sem
ríkisstjórninni hefur tekist
að útvega loforð fyrir frá
efnahagssam vinnustofnun -
inni og greiðslubandalagi
Evrópu. En að báðum þess-
um stofnunum erum við ís-
lendingar aðiljar.
Þjóðin hlýtur að sjálfsögðu
að fagna auknum innflutningi
og verslunarfrelsi. Vöruskort-
urinn hefur haft margháttað ó-
hagræði í för með sjer undan-
farin ár. í kjölfar hans hefur
siglt svartur markaður og alls-
konar brask og spákaup-
mennska. Strangt verðlagseftir-
lit hefur ekki getað komið í veg
fyrir það. Meðan vöruskortur
ríkir er aldrei hægt að koma í
veg fyrir óeðlilega verslunar-
hætti. Það er sama, hversu
strangar reglur eru settar í því
skyni. Þetta veit allur almenn-
ingur af reynslunni að er satt
og rjett.
Stjórnarandstaðan hefur tek-
ið furðulega afstöðu til ráðstaf-
ana ríkisstjórnarinnar til þess
að bæta úr vöruskortinum. —
Bæði kommúnistar og Alþýðu-
flokksmenn hafa undanfama
mánuði fjargviðrast yfir vöru-
skortinum og kennt hann ríkis-
stjórninni. Nú þegar stjórninni
hefur tekist að skapa grundvöU
fyrir umbótum í þessu efni
telja þessir sömu flokkar að
aukinn innflutningur sje jafn-
vel tilræði við launafólk í land-
inu!!! Hvernig er nú hægt að
botna í svona málflutningi?!
Stjórnarandstöðunni sjest
algerlega yfir þá þýðingar-
miklu staðreynd að vöru-
skortur hlýtur að leiða til
hækkandi verðlags. — Þess
meiri, sem eftirspumin er
eftir vörunni, þess hægara
verður um vik með allskonar
brask, svartan markað og
fjárplógsstarfsemi, og þess
óhagstæðari verður verslun-
in fyrir allan almenning.
Stefna stjórnarinnar er sú
að auka sem mest útflutn-
inginn og skapa þar með sem
tryggastan grundvöll fyrir
atvinnuöryggi fólksins. Með
apkinni framleiðslu skapast
syp möguleikar til áfram-
haldandi aukins innflutnings
og hagstæðari verslunar.
S^efna kommúnista og krata
er einhliða kauphækkunarstyrj
öld án alls tíllits til möguleika
framleiðslunnar til þess að rísa
undir hækkuðum launagreiðsl-
um. Afleiðingin yrði minni inn-
flutningur en stórhækkað verð
lag og gjörsamlega óþolandi
verslunarástand.
Á þessum tveimur stefnum
er mikill munur. Stefna stjórn-
arinnar mun leiða til batnandi
afkomu þjóðarinnar, aukinnar
atvinnu og hagstæðari við-
skipta. Stefna stjórnarandstöð-
unnar hlyti hinsvegar að hafa
í för með sjer minnkandi at-
vinnu, hækkandi verðlag og
uýtt verðbólguflóð yfir almenn-
ing.
Verslunarfjelag
Vestur-Skaftfellinga
EKKI ALLS fyrir löngu gerð-
ist sá atburður austur í Vestur-
Skaptafellssýslu að bændur í
öllum byggðalögum hjeraðsins
ásamt verkamönnum, iðnaðar-
mönnum og fleira fólki í Vík í
Mýrdal, mynduðu með sjer nýtt
samvinnufjelag um verslun og
viðskipti. Hlaut það nafnið
Verslunarfjelag Vestur-Skapt-
fellinga. Voru þessi fjelagssam-
tök að nokkru leyti byggð á
grundvelli vinsællar einka-
verslunar í hjeraðinu. Ungur og
dugandi verslunarmaður var
fenginn til þess að veita hinum
nýju verslunarsamtökum for-
stöðu. Yfirleitt mun þessari fje-
lagsstofnun hafa verið mjög vel
tekið í sýslunni. Telja hjeraðs-
búar að með starfsemi þess sje
tryggð heilbrigð samkeppni um
verslun og viðskipti í hjeraðinu.
En nokkrir menn líta
starfsemi þess þó óhýru
auga. Kaupfjelagsstjórinn í
Vík skrifar liverja greinina
á fætur annarri í Tímann,
þar sem hann varar Vestur-
Skaptfellinga við hinu nýja
samvinnufjelagi. Formaður
Framsóknarfjelags Reykja-
víkur, „maðurinn, sem pass-
aði pottinn“, skrifar lang-
loku í Tímann og hefur allt
á hornum sjer. Talar um ó-
þarfa „fjölgun milliliða“ í
sambandi við þessa fjelags-
stofnun.
Hvaða óskaplegt uppnám
hefur orðið í herbúðum Tíma
liðsins út af þessari fjelags-
stofnun. Ætla mætti að Fram
sóknarmenn gleddust yfir
þvi að einkaverslun skuli
þannig breytt í samvinnu-
verslun. En því fer svo fjarri
að þeir geri það. Hvernig
stendur á því? Stendur ekki
hollusta þeirra við samvinnu
hugsjónina dýpra en svo að
nöfn fjelagsmannanna cða
pólitískur litarháttur skipti
öllu máli?
Sannleikurinn er sá að þessi
andúð Framsóknar á hinu nýja
samvinnufjelagi Vestur-Skapt-
fellinga sprettur af því einu að
Það , hefur ekki játast undir
flokksaga hennar heldur hyggst
stgrfa óháð að bættum verslun-
arháttum í hjeraðinu: Þar lái
hundurinn grafinn.
<lla,-i^- ÚR DAGLEGA LÍFINU
MIKIÐ TJON
DAGLEGA LÍFINU finnst þær upplýsingar,
sem fram koma í eftirfarandi brjefi, að ýmsu
leyti athyglisverðar. Brjefið er svona:
Akureyrarbær varð fyrir ómetanlegu tjóni
er vjelar Glerárstöðvarinnar eyðilögðust í
eldsvoða fyrir nokkru síðan. Samkvæmt frá-
sögn nqrðanblaðs, lítur út fyrir að ekkert
slökkvitæki hafi verið í stöðvarhúsinu, því
að í blaðinu segir:
•
FÚNAR SLÖNGUR
„VJELAVÖRÐURINN greip nú vatnsfötu og
freistaði þess að slökkva eldinn með vatni
úr Glerá, sem rennur fast við stað þann, er
vjelahúsið stóð við. Eigi bar þessi slökkvi-
tilraun árangur".
Ennfremur segir í sama blaði, að bruna-
slöngur slökkviliðsins hafi verið grautfúnar
og rifnað. Og þar er því við að bæta, að ný-
lega vag skýrt svo frá í Morgunblaðina, að
eina daulan, sem til var í þorpi úti á landi,
þar sem eldur varð laus, haff reynst biluð,
þegar til átti að taka.
•
- ELDVARNAEFTIRLITIÐ
TIL ER stofnun (segir enn í brjefinu), sem
kallast Eldvarnaeftirlit ríkisins. Hefir það
eflaust unnið mikið og gott starf úti á landi,
hvað eldvörnum viðvíkur, en eftir slíka at-
burði, hlýtur mörgum að verða á að spyrja,
hvort ekki mundi mögulegt að auka eld-
varnaeftirlit í verksmiðjum og skerpa eftirlit
með útbúnaði slökkviliða. Allur óeðlilegur
sparnaður hins opinbera á þessu sviði hefnir
sín grimmilega, eins og nú og oft áður hefir
fram komið.
•
ÓVÁTRYGGT
ENNFREMUR hefir það komið í ljós eftir
brunann í Glerárstöðinni, að allar vjelar
hennar voru ótryggðar. Slíkt er því miður
ekki einsdæmi hjá opinberum og hálfopinber-
um stofnunum, svo var t. d. er allskonar
sjúkravörur, sem Rauði krossinn átti geymd-
ar við Austurbæjarskólann, brunnu þar óvá-
tryggðar. Væri nú ekki rjett að allir þeir,
sem ráða yfir dýrmætum vjelum og vöru-
birgðum, athuguðu sinn gang hvað þetta snert
ir? — Lesandi.
•
PENNAVINUR
FRÁ ÁSTRALÍU kemur brjef frá tvítugum
pilti, sem vill hafa brjefaskipti við íslending.
Nafn og heimilisfang: Allan Wright, 17
Keston Ave, Inosman, New South Walés, ,
Australia.
Hann segist vilja verða pennavinur íslensks
jafnaldra síns. Hann hefir ánægju af hljóm-
list og íþróttum o. fl.
•
EF HEIMSSTRÍÐ SKELLUR Á
LIFE, eitt kunnasta blað veraldarinnar, ræðir ■
nýlega loftárásahættuna, sem yfir Banda- .
ríkjunum vofir, ef til alheimsstríðs kæmi -
milli austurs og vesturs.
Skýringarmyndir fylgja grein blaðsins, þar -
á meðal ein, er sýnir líklegustu flugleiðir ■
rússneskra sprengjuflugVjela á leið til Banda
ríkjanna. Á þeirri mynd er ennfremur merkt
við tvö lönd, sem sjerfræðingar Time telja
mögulegt, að Rússar kynnu að freista að her-
taka í byrjun styrjaldar til styrktar hernað-
arstöðu sinni. Þessí lönd eru: ísland og
Alaska.
TILLAGA
KUNNINGI Daglega lífsins skýrir svo frá, að
ekki sje hægt að leggja inn brjef í Lands-
bankann nema á tímabilinu frá 10 til 3 á
daginn. Þetta þykir honum vonlega ótækt,
þegar í hlut á stærsta peningastofnun lands-
ins.
Hann gerir það að tillögu sinni, að brjefa-
kassi verði settur á Landsbankann. Segist
hafa leitað að honum með logandi ljósi fyrir
nokkrum dögum og ekki fundið.
Rússar f úsir að ræða dag-
skrá fjórveldafundar
Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter—NTB.
MOSKVU, 1. mars. — 1 dag afhenti Gromyko, aðstoðarutanríkis-
ráðherra Rússlands, sendiherrum Vesturveldanna í Moskvu
svar við seinustu orðsendingu þeirra varðandi fjórveldafund.
Svar Rússa hefur ekki verið birt enn. Svo mikið er þó víst, að
fallist er á, að fulltrúar utanríkisráðherra fjórveldanna komi
saman í París 5. þ. m. og ræði þar dagskrá væntanlegrar ráð-
stefnu.
ALLT OVIST ENN <
Af hálfu Rússa sækir Grom-
yko fundinn við 18. mann.
Talið er, að Rússar hafi ekki
í svari sínu minnst á tillögu
Vesturveldanna, sem var á þá
leið, að fjórveldafundurinn
ræði ekki Þýskalandsmálin ein,
heldur verði rætt um friðar-
samninga við Austurríki, víg-
búnað A-Þýskalands og annarra
A-Evrópuríkja. Talið er því, að
Rússar hafi aðeins skuldbund-
ið sig til að taka þátt í full-
trúafundi um dagskrá. Hins
vegar vilji þeir enn hafa ó-
bundnar hendur um, hvort
þeir sitja fjórveldafund.
HELDUR í ÁTTINA
Það þykir góðs viti, að Grom-
yko skyldi veljast til að vera
fyrir Rússunum. Hann hefir áð-
ur átt í svipuðum viðræðum.
Annars er það mál manna, að
engin trygging sje fengin fyr-
ir, að fjórveldafundur verði
háður, enda þótt fulltrúafund-
urinn komi saman í París. Þar
fæst samt reynsla á, hvað Rúss-
ar hyggja í þessum efnum.
Búist er við, að dr. Jessup
verði fyrir bandarísku nefnd-
inni í París, ef til dagskrár-
fundar kemur. Ernest Davies
aðstQðarutanríkisráðherra. verð
*ur aðalfulltrúi Breta.
Árnaðaróskir lil
forselans
TIL viðbótar árnaðaróskum frá
þjóðhöfðingjum, er skýrt var
frá í gær að forseta hefði bor-
ist, hefir borist kveðja frá dr.
Figel, er fer með forsetavald i
Austurríki. — Ennfremur bár-
ust kveðjur frá Knúti ríkiserf-
ingja Dana og Caroline-Mat-
hilde prinsessu, Ólafi konungs-
efni Norðmanna og krónprins-
essunni, ríkisstjórn Danmerk-
ur, Einari Gerhardsen, for-
sætisráðherra Noregs, Halvard
Lange, utanríkisráðheri«, Tage
Erlander, forsætisráðherra Sví-
þjóðar, Undén, utanríkisráð-
herra, og Fagerholm, forseta
finnska ríkisþingsins, auk fjöl-
margra annarra.
(Frá forsetaritara).
Vegurinn upp í
Skíðaskála ruddur
í GÆR var byrjað að ryðja
veginn frá Skíðaskálanum í
Hveradölum og hingað í bæ-
inn, en ófært hefir verið upp
í skíðaskálana á Hellisheiði að
undanfornu. Von er til að veg-
urinn þangað verði fær fyrir
helgina.
Er það þeim, sem skíðaíþrótt
stunda, mikið ánægjuefni, ef
vegurinn verður gerður fær
upp í skálana. Reykjavíkurbær
mun greiða helmings kostnað-
ar á móti vegagerðinni við að
halda þessum vegi opnum, ef
tiltækilegt þykir.
l.-flokkur BR vann
Hafnfirðinga
Hafnarfirði, 1. apríl.
FYRSTI flokkur Bridgefjelags
Reykjavíkur keppti við Bridge-
fjelag Hafnarfjarðar síðastlið-
inn miðvikudag. Sex sveitir
spiluðu frá hvorum.
Hafnfirðingar töpuðu á þrem
ur borðurn, gerðu eitt jafntefli
og unnu á tveimur borðum.
Búnaðarþing ræðir
um dýralækna-
vandamálið
BÚNADARÞING ályktar að
beina því til stjórnar Búnaðar-
fjelags íslands að hún beiti sjer
fyrir því við landbúnaðarráðu-
neytið:
Að það hlutist til um það, að
lyfjabúðir og hjeraðslæknar
hafi til sölu öll nauðsynleg lyf
til dýralækninga.
Ennfremur að ráðuneytið
reyni eftir fremsta megni að út-
vega lærða dýralækna til að
gegna þeim dýralæknisum-
dæmum, sem enga dýralækna
hafa. Fáist ekki innlendir dýra
læknar, verði reynt að fá er~
lenda.
Meðan svo er ástatt að ekki
fáist dýralæknar verði reynt að
bæta úr brýnustu þörf á þessu
svifSi með því að fá dýralæknir
til þess að halda námskeið í
dýralækningum komi óskir um
það.