Morgunblaðið - 02.03.1951, Side 10
10
MORGUNBLAÐIÐ
Föstudagur 2. mars 1951.
£n ri mvni 11 nnrninnzfOT* Framhaldssaga 21
i»w**B»MiiiiiiiinimiiiiiiiiiinimiiiiiiiiiiniminiinmniiiiBmiiiniifiiiiiiiimMiiiiiiieiiiin -
Milli vonar og ótta
^iiiiiimmiiimiiiiuiimuniinmnni
EFTIH BRUNO FISCHER ..
iiiiiimmimmiia
Hákon Hákonárson
Mark tók sígarettupakka upp
úr vasa sínum. Helm kveikti á
eldspýtu og rjetti honum.
„Jæja, þá það“, sagði Mark
og andaði að sjer reyknum. —
„Jeg skal játa að þarna er al-
veg ný hlið á málinu. Mjer er
sama þó að allur bærinn viti
það að jeg hefi hagað mjer eins
og rómantískur kjáni. Það vita
það allir hvort eð er“.
„En hversvegna sagðir þú
ekki lögreglunni þá hlið á mál-
inu?“
„Jeg veit ekki. En Tony var
kominn aftur. Hann var alltaf
að koma og fara, og alltaf þeg-
ar hann kom, var jeg um leið
úr sögunni. Sanna ástæðan fyr
ir því að jeg hætti að lesa þetta
kvöld, var, að jeg gat ekki hald
ið huganum við bókina leng-
ur. Svo jeg ráfaði í gegnum
skóginn og í áttina að húsi henn
ar. Kannske rnundi hún sitja
ein út í pallinum. Jeg veit ekki
hversvegna jeg fór“.
„Það minnir mig á Tom Saw-
wyer“, sagði Helm.
„Hvað?“
„Þegar Tom Sawwer varð
ástfanginn. af stúlku, læddist
hann út að næturlagi og hjekk
tx'mum saman fyrir utan glugg
ann hjá henni“.
„Já, jeg man eftir því. Hann
fjekk fulla vatnsfötu yfir höf-
uðið. Það er satt, jeg hagaði
mjer eins og krakki. Seinna
fannst mjer engin ástæða til
að vera að draga það fram í
Ijósið. Jeg sá ekki að það gæti
gert neitt gagn“.
„Og svo?“
„Og svo þegar jeg kom að
krossgötunni við Cream Brook,
fann jeg Isabel“.
„Hvað komstu nálægt henni‘.‘
„Jeg var með vasaljós og
lýsti niður fyrir fætur mjer. —
Ljósið lenti framan í henni. —
Það var hræðileg sjón. Tungan
var hálf út úr munninum“.
( „SnertirðU á henni?“
„Jeg tók aðeins um hönd
hennar. Hún var ísköld. Svo
hljóp jeg eins og fætur toguðu
4il Sksingers læknis“.
Ma ’k borfði á hvernig Emily
sveiflaði vinstri fætinum fram
og aftur, þar sem hún stóð upp
við bílhurðina. „Ef þig langar
til að tala við kunningja Isabel
þá var B >b Hutch einn þeirra.
Hann situr þarna í bílnum“,
sagði hann. „Jeg veit það“,
sagði Helm. „Jeg hefi þegar
talað við hann“.
„Það er víst ekki margt sem
fer framhjá þjer?“ '
„Það er ekki gott að segja.
Það veit maður aldrei. En nú
ætla jeg ekki að tefja þig leng
ur frá vinnunni“, sagði Helm
og gekk áleiðis út götuna.
Mark tók rúmið upp aftur.
„Jeg verð búin að skipta um
föt eftir tíu mínútur“, heyrði
hann að Emily sagði.
Hann gekk af stað með rúmið
á öxlinni, og sá hvar Emily
flýtti sjer inn í húsið. Hún var
í bláum síðbuxum og rauðri
peysu .... og það var nógu
góður hversdagsbúningur.
„Emily“, kallaði hann reiði-
lega.
Emily nam staðar .við tröpp-
urnar. Hann gekk til hennar.
„Hvert þykist þú vera að
fara?“
Emily setti upp þóttasvip. —
„Ef þig langar mikið til að vita
það, þá skal jeg segja þjer það“,
sagði hún eins kæruleysislega
og hún gat. „Bob bauð mjer út
að borða kvöldverð, og svo ætl
um við kannske að fara á dans-
leik“.
„Og hver á að hjálpa mjer að
taka á móti gestunum? Það
verður mikið að gera í kvöld“.
Hann talaði allt of hátt. Bob
Hutch heyrði til hans og Helm
hafði numið staðar við brjef
kassann úti við veginn og leit
við.
„Þú getur ekki bannað mjer
að fara“, hreytti Emily út úr
sjer og hljóp inn í húsið.
Mark gekk aftur þangað sem
hann hafði lagt rúmið frá sjer
og lyfti því upp á öxlina. Helm
gekk upp götuna. Bob Hutch
hallaði sjer fram á stýrið. Mark
tók vasaklút upp úr vasa sín-
um og þurrkaði svitann af enn-
inu. Síðan bar hann rúmið inn
í hús númer þrjú. Honum þótti
leitt að hafa verið svona gram-
ur við Emily í áheyrn Bob
Hutch. Þó að hann hefði aldrei
fengið tækifæri til að skemmta
sjer, þegar hann var ungur, gat
hann lofað systur sinni að vera
í friði.
„Mark, hvenær fer næsta lest
til New York?“
„Það var Jeannie Poole, sem
kallaði til hans ofan af pallin-
um fyrir framan hús númer
eitt.
„Klukkan hálf átta“, sagði
hann. „Það eru tæpir tveir
klukkutímar þangað til. — Jeg
skal keyra þig niður eftir“.
„Þakka þjer fyrir, Mark“.
Um leið og hann lagði rúmið
frá .sjer á gólfið, heyrði hann
í bíl fyrir utan. Fleira ferða-
fólk. Hann leit út um opnar
dyrnar en varð fyrir vonbrigð-
um þegar hann sá að það var
aðeins George Dentz.
George renndi bílnum alveg
upp að húsi númer eitt og
Mark heyrði að Jeannie Poole
sagði með blíðum hreim:
„Góðan daginn. Jeg hjelt ekki
að jeg mundi sjá þig aftur“.
„Jeg var á leiðinni heim og
kom þá auga á þig“, sagði
George. „Ætlarðu að vera
lengi?“
Mark hnussaði, um leið og
hann flutti kommóðuna út í
hornið til þess að rúmið kæm-
ist fyrir. George átti heima
hinum megin við bæinn. Hann
mundi þurfa að fara í kring
um allan hnöttinn til að fara
hjer framhjá á leiðinni heim.
„Jeg fer aftur til New York
eftir stutta stund“, sagði Je-
annie Poole.
„Það var leiðinlegt að
heyra“, sagði George.
Mark leit út um gluggann,
en hornið á húsinu skyggði á
svo að hann sá þau ekki á pall-
inum. En hann heyrði til
þeirra.
„Jeg reyki ekki, þakka þjer
fyrir“, sagði Jeannie Poole. „En
jeg mundi kannske þiggja glas-
ið, sem þú bauðst mjer í gær“.
„Fyrirtak“, sagði George.
„Og jeg gæti líka borðað
kvöldverð áður en lestin kem-
ur“. Hún hló tilgerðarlega. —
„Er jeg of frek?“
„Alls ekki“, sagði George.
„Sönn ánægja“.
George hafði alltaf rjett
svör á takteinum. Mark sá
hann fyrir sjer. Hann brosti
líklega til hennar núna og
renndi þumalfingrinum eftir
yfirvaraskegginu.
„Jeg kem eftir augnablik“,
sagði hún.
Mark ýtti rúminu út að veggn
um og dró það út. Honum datt
í hug símtalið hennar fyrir
stuttu síðan. Henni hafði sárn-
að við Tony og var nú fegin að
geta notað sjer George. — Eða
kannske var hún bara á hnot-
skógum eftir ókeypis máltíð.
Og kannske af því að hún var
líklega hálfgerð di’ós, mundi
hún ekkí láta staðar numið við
máltíðina eina, bara til að sýna
Tony að henni stæði á sama um
hann.
Mark lagði dýnuna í rúmið.
Hann þekkti hana betur en
George. Hann var þegar búinn
að gefa henni einu sinni að
borða og kannske hefði hún beð
ið hann núna aftur að bjóða
sjer kvöldmat, ef hann hefði
gefið henni tækifæri ;til þess.
Jæja, fjandinn hirði hana. —
Hann hafði hvort eð var ekki
ráð á því að eyða meiri pening-
um á flækingsstelpur. — Best
að láta George um það.
„Mark!“ kallaði Jeannie
Poole.
Hann gekk fram í dýrnar.
George var að stinga töskunni
hennar inn í bílinn og hún stóð
við bílhurðina.
Hinum megin við grasfíStinn
sá hann hvar systir hans Bhnily
var að skjótast upp í bílinh hjá
Bob Hutch. Hún var komin í
grænan kjól með breiðu belti
sem bundið var saman að |t£t-
an. Sparikjóllinn hennar, sém
móðir hennar hafði keypt ný-
lega fyrir tuttugu og þrjá dáli
og fjörutíu og fimm sent.
„Mark, jeg fer strax, svo jeg
ætla að borga“, sagði Jeannie
Poole.
Tveimur mínútum eftir að
báðir bílarnir voru farnir, var
hann aftur farinn að sinna
ferðafólkinu.
9. kafli.
Ben Helm i
Neðan frá veginum sá Bert'
Helm ungan grannan mann með
orf og ljá í háa grasinu fyrir
utan húsið. Hann var önnum .
kafinn við að slá og leit ekki
upp, þegar Ben gekk upp að
húsinu. Ben óð í grasinu upp
að hnjám, er hinn hjelt áfram
að slá og sneri hliðinni að hon- j
um. j
„Það er erfitt að hitta þig
heima“, sagði Ben. „í gærkveldi
varstu einhversstaðar úti og
jeg er búin að koma hingað
tvisvar í dag“.
Tony Bascorrrb hætti að slá
og studdi sig við orfið. j
„Jeg leita aldrei uppi lög-,
reglumenn", sagði hann „Og
allra síst einkaleynilögreglu-
menn“.
„Og heilsar þeim líklega
heldur ekki þegar þú mætir
þeim á förnum vegi“. Ben tott-
aði pípuna, en það var dautt
í henni aftur. „En þú þarft ekki
að hlaupast á brott mín vegna.
Jeg er ekki kvenmaður“.
86.
„Jeg er ekki alveg viss, en það er næstum því eins og
þetta sje kanó, eins og hinir innfæddu nota. Hvað sýn-
ist þjer?“
Jeg rjetti Mary kíkinn.
„Jeg hefi aldrei sjeð svona segl á bátum innfæddra
manna,“ sagði hún. „En það er eins og það komi kanó á
eftir fremra seglinu.“
Jeg tók kíkinn aftur.
„Já, þú hefir rjett fyrir þjer. Þetta eru tveir bátar. Sá
á undan er með lítið ferhyrnt segl, hinn er með stórt, þrí-
hyrnt. Það er góður spölur á milli þeirra, en þeir stefna í
sömu átt, og það lítur út fyrir að þeir sjeu á leið hingað.
„Ó, hvað eigum við að gera, ef villimennirnir koma aft-
tjr?“ hrópaði Mary skelfd.
„Það gengur áreiðanlega allt vel. Við höfðum heppnina
með okkur um daginn, svo að hún fylgir okkur efalaust núna
líka. En það er best, að við búumst við öllu. Við vopnum
| okkur vel og siglum með nýja flekann að opinu á hellin-
um. Þá getum við flúið eða gert árás, eins og okkur sjálf-
jjm sýnist. Og GuÍ5 ræður úrslitunum."
Nú kom það í Ijós, hve skynsamlegt það hafði verið, þeg-
ar jeg faldi fjársjóðina á mismunandi stöðum á eynni. Flek-
inn lá í víkinni fyrir utan garðinn og í litla húsinu, sem jeg
hafði byggt þar, var allt, sem við þörfnuðumst.
Við tókum með okkur allt það, sem við hjeldum að
mætti koma okkur að gagni og rerum yfir að þeirri hhð
Skjaldbökueyju, þar sem við hjeldum að opið á hellinum
hlyti að vera. Þegar -við vorum búin að leita dálitla stund,
fundum við það. Gólfið í því var rjett fyrir neðan sjávar-
mál og það var alveg hæfilega stórt til þess að við gátum
öregið flekann þar inn.
Á leiðinni höfðum við við haft auga með bátunum tveim,
en þeir voru svo langt í burtu, að það var ennþá engin hætta
á því að þeir sæju okkur.
Við bárum allt dótið inn í hellinn. Þegar við vorum búin
að því, settumst við fyrir utan og horfðum á bátana.
Ififl&jSr* 'mrPuCji.i r>!kxd$Asnxx.,
Dómari: „Hvers vegna slóguð ]>jei
tannlæknixin?"
Eangi: „Af því að hann fór í taug
arnar ;i mjer.“
★
Leiðinlegur maður: „Þegar jeg
minnist á Afríku, dettur mjer í hug
timinn------- —“
Leiður maður: „Drottinn minn, þú
hefir íi rjettu að standa. Jeg lxafði
ekki hugmynd um, að það væii orðið
svona seint. Vertu sæl}.“
★
„Þegar jeg sje þig, dettur mjcr
■alltaf Simth í hug,“
„En jeg er eklti nokkurn lilut likur
Smith.“
„Ó, jxi. Þið skuldið mjer báðir
hundrað krónur."
★
Góð veiSi.
„Setli]- þú stálgildru upp fyrir fram
an litidymar hjá þjer?“
„Já, og það er best fýrir úlfana að
koma ekki nálægt húsinu minu hjer
eftir.“
Jæja, þú crt búinn að veiða rukk-
ara.“
★
Þekkti tilfinninguna.
„Þið getið ekki ímyndað ykkur,
hve undarlegt er að vera í lieim-
skautalöndimum“, sagði heimsLiuta-
farinn við hóp af kunningjum.
„Jú, það get jeg“, sagði einn
þeirra. „Þó að jeg hafi ekki komið
þangað, veit jeg vel hvemig Jiað er.“
„Jeg efast um það. Það er ckki
hægt að imynda sjer það, áður en
maður hefir komið þangað, ekki fyrr
en maður stendur þar, svo lítilmót-
legt, örsmátt atóm umkringt allri
Jiessari geysilegu, hvítu auðn — —“
„Jú, jeg veit það, jeg hefi fundið
til Jxessa.“
„Er það? Hvar, ef jeg má spyrja?“
„1 fyrsta skipti, sem jeg fór i sam-
sæti í stifaðri skyrtu.“
★
Hún (skoðar fjölskyldumyndabók):
„Er ekki pabbi skrýtinn með Jxessi
axlabönd?“
Hann (hagsýn sál): „Jú, en hann
myndi vera talsvert skrýtnari án
j>eirra.“
★
„Síðan hann tapaði peningunum
sinum, vill helmingurinn af vinum
lians ekki þokkja hann lengur.“
„En hinn lielmingurinn?"
„Hinn helmingurinn veit ekki enn-
Jxá, að bann er búinn að missa J)á.“
tflagMA C. SaUoiniMn
ÚHA- OO BlCRAUTOOII'AVCBZl.UN
LAUOAVCO ia
Frá Verðgæslustjóra i
Kaupendur að rósóttu bómullarefni (Cretonnes), sem ■
selt var í Barnafataversluninni, Laugaveg 22, á kr. 77,20 Z
pr. m., 24. f. m. og síðar, eru vinsamlega beðnir að hafa ■!
samband við skrifstofuna sem allra fyrst. *
Það skal tekið fram, að enda þótt verðið væri of hátt, :
var það eigi sök nefndrar smásöluverslunar, og því ekki «
um að ræða verðlagsbrot af hennar hálfu. ;
Reykjavík, 1. mars 1951. ;
■'
■!
— Morgunblaðið með morgunkaffinu —