Morgunblaðið - 07.03.1951, Síða 4
4
MORGUN BLAÐIÐ
Miðvikudagur 7. mars 1951
66. dagur ársins.
Næturlæknir er í læknavarðstof-
unni, sími 5030.
NæturvörSur er í lyfjabúðinni Ið-
iinni, sími 7911.
Messur
FöstuguSsþjónusta í Dómkirkj-
unni í kvöld kl. 8.15. Sjera Bjarni
J ónsson prjedikar.
I'rikirkjan: Föstumessa kl. 8.15.
Sjera Þorsteinn Björnsson.
Hallgríinskirkja: — Föstumessa í
kvöld kl. 8.15. — Próf. Sigurbjörn
Einarsson.
JLaugarneskirk j a
Föstumessunni er aflýst í kvöld,
vegna bilunar á hitaveitukerfi kirkj-
unnar. — Sr. Garðar Svavarsson.
Nýr aðalræðismaður
Austurríki hefir nýlega skipað
ræðismann sinn hjer, Julius Schopka,
sem aðalræðismann, og jafnframt
breytt skrifstofu sinni hjer í aðalræð-
ismannsskrifstofu.
Stcfnir
Tímiiril Sjálfstæðismanna er
fjölbreyttasta og vandaðasta tíma-
rit sem gefið er út á íslandi um
}.»jóðf jelagsinál. Þessvegna verða
allir þeir, er fylgjast með þeim
málum, að kaupa Stefni. Nýjum á-
fikrifendum veitt móttaka í skrif-
Mofum Sjálfstæðisflokksins í
Reykjavík og á Akureyri og hjá
umboðsmönnum ritsins um land
allt. Kaupið og útbreiðið Stefni.
Henry Wallace gefur
kommum orð í eyra
Sú var tíðin að Þjóðviljinn tók mik
>.ð mark á því, sem Henry Wallace
cagði. Hann segh- kommúnistum nú
ósvikið til syndanna.
1 sænsku riti sem nýlega birti
umsögn ýmsra nafntogaðra manna,
um friðarhorfumar í heiminum, seg-
ir Henry Wallace:
Ekki er lengur hægt að tryggja
friðinn,' með því að hugsa sjer, að
mæta Rússum á hólfri leið. Þegar
Rússar ljetu Norður-Koreumenn ráð-
ast á Suður-Koreu og kinverska her-
menn siðar ráðast á Koreu og Tibet,
varð mjer það ljóst, að sovjetstjóm-
in er reiðubúin að nota aðrar þjóð-
ir, til að „hleypa hita“ í kalda stríð-
ið. Þessvogna verða Bandaríkjamenn
að auka vígbúnað sinn, eins fljótt og
auðið er, svo við liöfum í höndunum
öruggar sannanir fyrir þvi, að það
sje Rússum og Kinverjum fyrir bestu
að friðurinn haldist, ekki aðeins í
orði heldur og á borði.
jBandaríkjaþjóðin verður að kenna
Sóvjetstjórninni, og kommúnistum
yfirleitt að við leyfum engar nýjar
úíásir, í líkingu við árásina á Suður-
Kbreu. Þegar okkur tekst að fá þá
til að skilja að með okkur standa
allar frelsisunnandi lýðræðisþjóðir
heims einhuga, þá hefir okkur tekist
að nálgast hið langþráða mark, hinn
varanlega frið.
Þetta segir hið fyrrverandi ótrún-
aðargoð kommúnista.
■Stefriir
I. árgangur Stefnis fæst í skrif
atofum Sjálfstæðisfiokksins í
liíeykjavík og á Akureyri. Verð I.
íirgangs er 25 kr. Stefnir er rit,
r,ern á erindi til allra. Gerist kaup-
endur strax í dag.
Mirða elcki um að kvarta
Frá Þróndheimi er skrifað:
Hjer í Þrændalögum er hinn mesti
vatnsskortur og hefir verið svo í
iharga mánuði. Fallvötn sem virkj-
uð hafa verið til rafmagnsframleiðsl
unnar em nú orðin svo vatnslitil, að
taka verður nú allt rafmagn af bæjar
búum kl. 9-—11 á morgnana og.kl.
5—6 á daginn og alla nóttina er ekk
C‘i:t rafmagn frá kl. 11 ó kvöldin til
)d. 6 á morgnana.
Sagt er, að engin von sje um lag-
fíCringu á þessu, fyrr en í vorleys-
ingunum. En engirin heyrist kvarta
yfir þessu óstandi hjer. Skyldi Baf-
veitan heima ekki fó orð í eyra, ef
fclíkt ka;mi fyrir hana?
Stefnir
- er nú eitthvert útbreiddasta
tSnarh landsins. Daglega bætast
vfij nýir áskrifendur. Vinsældir
fásms sanna kosti þess. Áskrifta-
fcini Stefnis er 7100.
c
Dagbók
Iðnnemar ræða
bindindismál
Fundur í Málfundadeild Iðnnema-
sambands Islands í kvöld, miðviku-
dag, að Hverfisgötu 21, kl. 9.00 e.h.
. Umræðuefni: Bindindismál. Fram-
sögumenn: Guðmundur Eiríksson og
Sveinn Þórðarson. — Leiðbeinandi:
Guðjón Benediktsson.
,TiI bágstöddu
fjölskyldunnar
^ N. N. krónur 100,00.
Gætið barnanna vel
Iiíkisskip:
j Hekla er í Reykjavik. Esja verður
væntanlega á Akureyri í dag. Herðu
breið er á Breiðafirði á vesturleið.
Skjaldbreið er í Reykjavík, og fer
þaðan væntanlega seint i þessari
viku til Skagafjarðar- og Eyjafjarðar
hafna. Þyrill var á Vestfjörðum í gær
á norðurleið.
Eimskip:
Brúarfoss fór frá Kaupmannahöfn
2. þ. m., væntanlegur til Rvíkur í
.dag. Dettifoss fór frá Reykjavik 25.
f.m. til New York. Fjallfoss fór frá
Hull 2. þ. m., væntanlegur til Rvikur
í dag. Goðafoss er í Reykjavik. Lag-
arföss kom til Rvíkur í gær frá Vest
mannaeyjum, Selfoss fór fró Leith
í gær til Djúpavogs. Tröllafoss er á
Patreksfirði, fer þaðan til New York.
Auðumla kom til Hamborgar 2 þ.m.
Samhand ísl. Samvinnufjcl.:
Hvassafell átti að fara í gærkveldi
til Álaborgar frá Akranesi. Arnarfell
er í Frederikshavn.
Flugferðir
Flugfjelag Islands:
Innanlandsflug: — í dag er óætl-
að að fljúga til Akureyrar, Vest-
mannaeyja og Hellissands. Á morgun
eru róðgerðar flugferðir til Akur-
eyrar, Vestmannaeyja, Reyðarfjarð-
ar, F’áskrúðsfjarðar, Neskaupstaðar,
Seyðisfjarðar og Sauðárkróks. Milli-
landaflug: — Gullfaxi er væntanleg-
ur til Reykjavíkur frá Prestvik og
Kaupmannahöfn um kl. 18.00 í dag.
Aðalfundur Fjelags
bifv jelavirk j anema
var haldinn 19. febrúar s.l. — 1
stjórn voru kjörnir: Fonnaður Magn
ús Sigurjónsson; ritari: Karl Áma-
son; gjaldkeri: Gunnar Kristinsson.
Meðstjómendur: Baldvin Jónsson,
Ingólfur Guðmundsson.
Jöklarannsóknarfjelag
íslands
heldur framhaldsstofnfund í Tjarn-
arcafé, uppi, kl. 8.30 í kvöld. — Árni
Stefánsson segir frá ferðulagi sínu í
helekopter upp að Köldukvíslarjökli
s. I. haust. — Gengið verður frá
lögum fjc-lagsins og kosin stjóm.
„Gamalmennahátíð“ Skíða-
deildar Ármanns
endurtekin
Skíðadeild Ármanns gekkst fyrir
einstæðum hátíðahöldum í skíðaskála
fjelagsins i Jósefsdal fyrir rúmlega 2
vikum síðan. — Þessi hátíðahöld vom
sjcrstaklega fyrir eldri fjelaga, sem
starfa nú lítið eða ekki Iengur. Mark
miðið með þessari nýbreytni var aðal-
lega það, að safna saman hinum
eldri fjelögum og brautiyðjendum í
þessari grein iþróttanna, svo og rifja
upp endumiinningar í hópi gamalla
og nýrra fjelaga. — Nú hefir Skíða-
deildin ákveðið nð endurtaka þessa
skemmtun í samkomusal Mjólkur-
stöðvarinnar í kvöld, fyrir þó, sem
heima sátu. Verða þar endurtekin af
stálþr.eði hin fjölmörgu skemmtiat-
ríði frá hátiðinni í Jósefsdal. Fleira
verður einnig gert til skemmtunar og
dansað á eftir.
kl. 1.30—2.30 e.h. Einungis tekið i
móti bömum, er fengið hafa kíg-
hósta eða hlotið hafa ónæmisaðgerí
gegn honum. Ekki tekið á móti kvef
uðum börnum.
Gengisskráning
£_____________
' 1 USA dollar_______
100 danskar kr. ____
100 norskar kr. _
100 sænskar kr. ____
100 finnsk mörk ____
1000 fr. frankar ___
100 belg. frankar
100 svissn. frankar
100 tjekkn. kr._____
100 gyllini ________
kr. 45.70
. — 16.32
. — 236.30
_ —228.50
. — 315.50
, — 7.00
. — 46.63
. — 32.67
, — 373.70
. — 32.64
. — 429.90
1 nýútkomnu Frjettabrjefi Dung-
als um heilbrigðismál, er fróðleg og
handhæg greinargerð, um það, hvern
ig eigi að verja böm slysum. Segir
í greininni. „Ein algengasta dánar-
orsök bama er slys. En yfir 40%
allra banvænna dauðaslysa á bömum
verða í heimahúsum. „Menn verða
að hafa það hugfast“, segir enn-
fremur „að unnt er að koma í veg
fyrir slysin, og verða foreldrar þvi
að vera stöðugt á verði til þess að
sjá um, að svo verði gert.“.
í greinargerðinni er „örvggislisti“
þar sem talið er upp hvað varast
þarf. Er það þetta:
1. Eru gluggar yðar örugglega
lokaðir, og þannig gengið frá þeini,
að bamið geti ekki dottið út um þó?
2. Eru öll lyf, eitur og hreinsunar
vökvar geymd þannig að börn geti
ekki náð til þeirra, helst undir lás?
Eru miðar á öllum lyfjaglösum?
3. Eru rafmagnstaugar í góðu
standi?
4. Er pappírsrusl eða olíubornir
klútar í geymslum eða kjalLara? Eru
stigareriningar vel festir?
5. Eru gólfmottur og smáteppi vel
fest, svo að þau renni ekki til þegar
á er stigið?
6. Er handrið á kjallarastiganum?
Er góð birta á stiganum?
7. Gætið þjer þess, að útvarps- og
ljósarafar sje langt frá baðkerinu?
Bam yðar gæti dáið af rafmagni ef
það snerti á þeim með votum hönd-
um.
8. Hafið þjer hlífar yfir miðstöðv-
arofnum og heitum pípum, svo að
bamið yðar geti ekki brennt sig?
Frli.
Söfnin
Landsbókusufnið er opið kl. 10—
12, 1—7 og 8—10 alla virka daga
nema laugardaga klukkan 10—12 og
, 1—7. — I>jóðskjalasa fnið kl. 10—12
1 og 2—7 alla virka daga nema laugar-
1 daga yfir sumarmánuðina kl. 10—12
— Þjóðminjasafnið kl. 1—3 þriðju-
daga, fimmtudaga og sunnudaga.
* istasafn Einars Jónssonar kl. 1.30
safnið kl. 10—10 alla virka daga
nema laugardaga kl. 1—4. — Nátt
úrugripasafnið opið sunnudaga kl.
1.30—3 og þriðjudaga og fimmtudaga
kl. 2—3.
Spilakvöld Sjálfstæðisfje-
lag'anna í Hafnarfirði
Sjálfstæðisfjelögin efna til spila-
kvölds í Sjálfstæðishúsinu njí. föstu
dag kl. 8.30. Spiluð verður fjelags-
vist og kaffi drukkið. Þess er að
vænta, að Sjólfstæðisfólk fjöhnenni
og taki með sjer gesti.
8.30 Morgunútvarp. — 9.05 Hús-
mæðraþáttur. — 9.10 Veðurfregnir.
12.10—13.15 Hádegisútvarp. 15.30—
16.30 Miðdegisútvarp. — (15.55
Frjettir og veðurfregnir). 18.15 Fram
burðarkennsla i ensku. — 18.25 Veð-
urfregnir. 18.30 Islenskukennsla; II.
fl. — 19.00 Þýskukennsl^I. fl. 19.25
Þingfrjettir. — Tónleikar. 19.45 Aug
lýsingar. 20.00 Frjettir. 20.20 Kvöld
vaka: a) Föstumessa i Hallgríms-
kirkju (Sigurbjöm Einarsson prófes-
sor). h) 21.30 Andrés Bjömsson flyt-
ur erindi eftir dr. Jón Stefánsson:
Frá undraeynni Mauritius. 22.00
Frjettir og veðurfregnir. — -22.10
Blöð og tímarit
Juzz-blaðið er nýkomið út.
Sú
hreyting hefir orðið ó útgáfu blaðs-
ins, að Jazz-klúbbnr Islands hefir
tekið að sjer útgáfu þess. Efni jazz-
blaðsins er að þessu sinni, sem hjer
segir: Forsíðumynd: Magnús Pjeturs-
son, Ávarp blaðnefndar, íslenskir
hljóðfæraleikarar: Jón Magnús Pjet-
* ursson, Ur ýmsum áttum, Brjef frá
lesendum og svör við þeim, Kosn-
jingar Jazzblaðsins um vinsælustu ís-
j Iensku hljóðfæraleikarana 1950, Grein
um kosningamar, Hugleiðingar um
hljóðfærainnflutning .eftir Helga
Ingimundarson, Charlie Spivak, Stutt
viðtal, eftir Hilmar Skagfield, Músik
þættir í erl. útvarpsstöðvum, Char-
lie Parker 1 Sviþjóð, Frjettarritari
blaðsins ræðir við Parker, Jón Stein-
grímsson, Minning, Lee Konitz. Fróð
leg grein um nútíma jazzlcikara,
Earl Hines, eftir Svavar Gests, Heil-
síðumynd af Earl Hhios, Frjottir og
fleira. Nýjustu frjettir úr jazzlífinu
innan sem utanlands. Murgnr mynd-
ir eru í blaðinu.
Alþingi
Dagskrá sameinaðs Alþingis mið-
vikudaginn 7. mars 1951: — Þing-
lausnir. — *
Ungbarnavemd Líknar
Templarasundi 3 er opin: Þriðju-
daga kl. 3.15—4 e.h. og fimmtudaga
Fimm mínúfna krossgáfa
1* 13 *
3HE
Skýringar
Lárjett: — 1 skelfir —6 ljelegur
— 8 sjó :— 10 frjókom — 12 tilgerð
arlaus — 14 ending — 15 fanga-
mark — 16 upphrópun — 18 auð-
velda viðureigns.
Lóðrjett: — 2 syrgi — 3 fullt
tungl — 4 garga — 5 fuglinn —- 7
matinn — 9 læsing — 11 kona —
13 tíndu — 16 ending — 17 sam-
hljóðar.
Lausn síðustii krossgátu
Lárjett: — 1 svera — 6 ala — 8
err — 10 ugg — 12 lygileg — 14
LÐ — 15 TI —■ 16 sin — 18 regn-
inu.
Lóðrjett: — 2 varg — 3 el — 4
raul — 5 Iiellar — 7 egginu — 9
ryð — 11 get — 13 iðin — 16 SG
17 Nj.
Passíusálmur nr. 37. 22.20 Danslög
(plötur). 22.45 Dagskrórlok.
Erlendar útvarpsstöðvar
(fslensknr tími).
Noregur. Bylgjulengdir: 41.61 —
25.56 — 31.22 og 19.79. — Frjettir:
kl. 11.05 — 17.05 og 20.10.
Auk þess m. a.: Kl. 15.05 Síðdegis
hljómleikar. Kl. 16.15 Norskir tónar,
Kl. 17.35 Gömul danslög. Kl. 18.25
Píanókonsert nr. 1 eftir Peter Tsjai-
kovskij. Kl. 19.00 Spurningatími. Kl,
, 20.30 Danslög.
i Svíþjóð. Bylgjulengdir: 27.83 og
i 19.80 m. — Frjettir kl. 17.00 og
1 20.15.
Danmörk. Bylgjulengdir: 1224 og
41.32 m. — Frjettir kl. 16.40 og 20.00
Auk þess m. a.: Kl. 18,10 Útvarps
hljómsveitin leikur. Kl. 19.00 Barátt-
an gegn berklunum, erindi. Kl. 10,15
Mundir úr sögu hljómlistarinnar.
England. (Gen. Overs. Serv.)w
Bylgjulengdir: 19.76 — 25.53 —«
31.55 og 16.86 m. — Frjettir kl. 02
: — 03 — 05 — 06 — 10 — 12 — 15
— 17 — 19 — 22 og 00:
Auk þess m. a.: Kl. 10.15 Ur rit-
stjórnargreinum dagblaðanna. — KL
12.15 BBC-hljómsveit leikur. Kl.
14.25 Ljett lög. Kl. 17.30 Skoska
hljómsveit BBC leikur. Kl. 20.00 Lög
éftir Bach. Kl. 20.15 Píanóleikur.
Nokkrar aðrar stöðvars
Finnland. Frjettir á ensku kl
23.25 á 15.85 m. og kl. 11.15 á 31.4C
— 19.75 — 1685 og 49.02 m. -•
Belgia. Frjettir á frönsku kl. 17.45
— 20.00 og 20.55 á 16.85 og 13.89 m.
— Frakkland. Frjettir á ensku mán<
daga, miðvikudaga og föstudaga U,
15.15 og alla daga kl. 22.45 á 25.64
og 31.41 m. — Sviss Stuttbylgjt-
útvarp á ensku kl. 21.30—22.50 3
31.45 — 25.39 og 19.58 m. — USA
Frjettir m. a.: Kl. 13.00 á 25 — 31 og
49 m. bandinu. kl. 16.30 á 13 — 14
og 19 m. b., kl. 18.00 á 13 — 16 —
19 og 25 m. b., kl. 21.15 á 15 — 1S
— 25 og 31 m. b., kl. 22.00 6 13 —
16 og 19 m. b.
Sigurbjörn
Meyvanlsson
F. 26. júní 1913
D. 31. jan. 1951.
MIG SETTI hljóðan þegar mjer
barst fregnin um hið sviplega
fráfall Sigurbjörns Meyvantsson
ar vrslunarmanns, eða Didda,
eins og hann var ávallt kallaður
meðal kunningja og vina. Mjer
fannst jeg naumast geta trúað
því að þessi góði og káti dreng-
ur væri horfinn sjónum okkar
svona fyrirvaralaust, en sú var
raunin. Hann var einn meðal
hinna mörgu sem ljetu lífið í hinu
hörmulega flugslysi þ. 31. jan.
síðastliðinn.
Jeg hafði verið kunnugur Didda
í mörg ár, en aðallega hófust þó
kynni okkar árið 1939, er jeg fór
að starfa við sömu atvinnugrein
og hann. Eftir það lágu leiðir
okkar oft saman víðsvegar um
landið í verslunarerindum.
Diddi var óvenjulega góðum
gáfum gæddur, sjerstaklega
hafði hann næma kýmnigáfu, og
þegar hann neytti hennar í hópi
kunningja, var ánægjulegt að
vera í nálægð hans. Hann var
mjög hjálpsamur og einstaklega
fljótur til að rjetta hjálparhönd
fjelögum sínum ef með þurfti.
Minnist jeg þess oft frá samei-
inlegum ferðalögum okkar, hvað
hann var fljótur til að liðbeina
og hjálpa, t. d. þeim er voru nýir
í starfinu, og voru ef til vill í
fyrstu verslunarferð sinni út um
land, fyrir fyrirtæki sín. Lýsti
þetta vel mannkostum hans og
hjálpfýsi. Diddi hafði alla þá
kosti sem góður sölumaður þarf
að hafa. Hann var allsstaðar vel
látinn og hafði hvarvetna áunn-
ið sjer traust og virðingu þeirra
er hann átti viðskifti við. Diddi
átti ýms áhugamál, t.d. starfaði
hann mikið í Verslunarmanna-
fjelagi Reykjavíkur, og hann var
einn aðalhvatamaður að stofnun
sölumannadeildar V. R., og ljet
sjer jafnan annt um hagsmuha-
mál fjelaga sinna.
Sigurbjörn var fæddur 26. júní
1913 hjer í Reykjavík, sonur
Meyvants Sigurðssonar verkstj.
Framh. á bls. 12.