Morgunblaðið - 07.03.1951, Síða 7
Miðvikudagur 7. mars 1951
MORCTJTSBLAÐIÐ
Frá stoiniundi Svrépusambonds
■fl* 'Jf H® ÉPk IP |fi J(PM| 'IMt *■§ iflB IMMqk j
siiiéhestafrainleiðendaaf ymsúm'stærkm og iersum:
Úr ræðu Gunnars Bjarnasonar á Búnaðarþingi
Á MÁNUDAGINN s. 1., flutti Gunnar Bjarnason hrossaræktar-
ráðunautur, mjög eftirtektarvert erindi um sölumöguleika á
íslenskum hrossum í Evrópu, en hann er nýkominn af stofn-
fundi Evrópusambands smáhesta-framleiðenda, sem haldið var
í Köln. Erindið var flutt á fundi Búnaðarþings, og vakti það
mikla athygli fulltrúanna á þinginu, svo og annarra er við-
staddir voru. Blaðamaður frá Mbl. var viðstaddur og skrifar
hjer um erindi Gunnars:
Gunnar Bjarnason lirossaræktarráðunautur á stofnfundinum.
SOLUMOGULEIKA A ISL.
HROSSUM KANNAÐIR
Gunnar Bjarnason kvaðst í
upphafi ræðu sinnar hafa var-
ið talsverðum tíma, allt frá
1946, til þess að kanna hvaða
möguleikar væru á sölu ísl.
hrossa til útlanda. Sagðist hann
hafa komist að þeirri niður-
stöðu á ferðum sínum erlendis
og með brjefskiftum við útlenda
menn, að fjöldi kaupenda væru
að hestum okkar, en viðskiptin
hefðu ávallt strandað á mót-
stöðu ýmissa opinberra afla er-
lendis. Vitað væri að stórhesta
framleiðendur hefðu sterk ítök
hjá ráðamönnum um búfjárinn-
flutning og stæðu þeir sem
klettur gegn innflutningi smá-
hesta.
ÞÝÐINGARMIKIÐ AÐ AFLA
MARKAÐA FYRIR ÍSLENSK
IIROSS ERLENDIS
Ræðumaður benti á hversu
þýðingannikið það væri fyrir
þjóðarbúskap íslendinga að
aflá markaða erlendis á íslensk
um hestum. Einkum væri hjer
um mikið hagsmunamál bænda
í tilteknum hjeruðum landsins
að ræða. Taldi hann að viðskipti
þessi gætu orð'ið mjög mikil,
og sagði í því sambandi að
reynslan hefði sýnt að íslcnd-
ingar gætu flutt út 4—5 þúsund
hross árlega, ef skipulega væri
að framleiðslunni og viðskipt-
unum unnið.
Er þessj áætlun var gerð, var
fulikomlega tekið lillit lil þess
að landi væri eigi spillt með
átröð, og eigi mundi fjárrækt-
inni verða ógnað með land
þrengslum. þótt svo margt
hrossa væri í eigu bænda, sem
þarf til uppeldis svo margra
útflutningshesta, sem fyrr var
greint.
ÁTÖK MEÐ IIROSSAFRAM-
LEIÐENDUM ERLENDIS
„Er jeg fór að kynna mjei
möguleikana ,á hrossasölu til
útlanda", sagði Gunnar, „varð
jeg þess fljótt var, að hafin eru
átök með þeim framleiðendum,
er ala-upp stórhesta og. hinum
er framleiða smá-hesta. Óháð-
ir fræðimenn eru þó yfiríeitt
fylgjandi smáhestaíramleiðsl-
unni og er það afar mikill styrk
ur fj'rir okkur. Þó eru smáhesta
framleiðendurnir tiltölulega fá-
ir og máttlitlir ennþá, enda er
tarf þeirra erlendis, eingöngu
unnið af áhugamönnum, án
stuðnings opinberra aðila. —
Ræktunarsam tök stórhestafram
leiðendanna standa hinsvegar á
gömlum merg, hafa m. a. ríkis-
launaða ráðunauta og njóta
margskonar annarar fyrir-
greiðslu.
í þessu felst skýringin á sölu
þrfiðleikum okkar m. a. Jeg
hefi nú, betur en nokkru sinni
óður, sannfærst um að einmitt
oklcar hestur mætir sjerstakri
mótspyrnu. Hann er víða lítt
þekktur, en ýmsir smávaxnir og
Ijelegir kynblendingar af ýms-
um erlendum hrossakynjum,
kallaðir „íslenskir hestar“.
Þessi vanþekking og villandi
heimildir um uppruna smá-
hesta, hafa mjög spillt fyrir
okkar hesti.
Norski Fjarðarhesturinn hef-
ir hinsvegar vakið mikla at-
hygli og er hann víða sýndur
á búfjársýningum erlendis.
Þykir hann reynast vel.
ÝMSIR ÞJÓDVERJAR ÁIIUGA
SAMIft UM SMÁHESTARÆKT
Veturinn 1948, komst jeg í
samband við mann í Suður-
Þýskalandi, F. H. Thies að
nafni. Var hann þá nýkjörinn
formaður í smáhestaræktunar-
sambandi á franska hernáms-
svæðinu. Hann hafði lesið grein
er mg skrifaði nokkru fyrr
þýskt blað og fjallaði um ísl
hestinn. Taldi hann eftir lýs
ingu íslenska hestsins að dæma
að hann mundi allra hesta best
hæfa smábændum í Suður-
Þýskalandi. — Hófust með
okkur brjefaskriftir og ieiddi
það til þess, að jeg gerði hon
um tilboð um kaup á nokkrum
íslenskum hestum. Er úr fram-
kvæmdum átti að verða, kom í
ijós, að mjög erfitt. var að fá
innflutningsíeyfi i Þýskalandi
og auk þess var 300 marka toll-
ur á hvern liest. Þó fór svo að
lokum, að Thies fjekk nokkra
hesta og hafa þeir reynst svo
vel, að allif, sem kynnst hafa
kostum ,þeirya eru stói -iivifnir
af.þeim. Nú í yor á að æfa þessi
hross undir keþpni, sem á að
fara fram á sumri komanda. —
Taki.st íslensku hestunum að
vinna, er ekki vafi á ao eftir-
spurnin mun vaxa hratt.
STOFNAÐ TIL EVRÓPUSAM-
TAKA SMÁIIESTA-
FRAMLEIÐENDA
Er ljóst varð, hversu miklum
erfiðleikum það var bundið
fyrir smáhestaframleiðendur,
að kynna framleiðslu sína og
fá rjettmæta viðurkenningu á
þldi smáhestsins, fór jeg að
hugleiða hvort ekki væri reyn
ndi að efna til Evrópusam-
aka smáhestaframleiðenda,
ieim til hagsbóta. Skrifaði jeg
’hies um þessa hugmynd
lína og spurði hann álits.
Thies bar hugmyndina undir
msa fjelaga sína og samverka
nenn, og fór svo að þeir urðu
ndantekningarlaust ákafir
;tuðningsmenn þess, að hafist
væri handa um a^hrinda hug-
nyndinni í framkvæmd.
V-ar jeg nú beðinn að forma
hugmyndina nákvæmlega og
koma henni síðan á framfæri
í blaðinu, „Das Kleinpferd“,
sem Thies gefur út. Ritaði jeg
síðan ávarp, sem birtist í fyrr-
greindu blaði og rökstuddi
þar nauðsyn þess að stofna sam
band smáhestaframleiðenda.
Benti jeg á það í ávarpinu
m. a., að smáhesturinn væri
mun ódýrari, heilbrigðari og
fijósamari. Vitrari og þægari
í notkun, en stórhesturinn. Enn
fremur að stórhesturinn er
mjög þungur og því fóðurfrek-
ur. En notkun hans er aðeins
bundin við fáa mánuði ársins.
Þbssi yfirþyngd stórhestsins
rænir korni og landi frá líð-
andi þjóðum, en Evrópa hefir
nú, eins og högum er háttað,
ekki efni á því að ala slíka
,,yfirþyngd“.
IILUTVERK SAMTAKANNA
í ávarpinu var skýrt frá
hvert hlutverk alþjóða-sam-
takanna væri.
Ræðumaður sagði, að það
væri í aðalatriðum þetta:
Kynna smáhestinn og hæfni
hans, getu og gæði Styðja að
framleiðslu vjela og vagna er
hæfa smáhestinum. Endurskipa
leggja hreinrækt og verndun
hinna mörgu smáhestakynja.
Styðja hina tæknilegu þróun
landbúnaðarins, skynsamlega
notkun vjelaafls og hesta
þannig að samrýma megi notk
un dráttaraflsins. Standa fyrii
samkeppni fyrir smáhestakyn
in, sem raunar er þegar byrjuð
í Þýskalandi. — Krefjast
frjálsra viðskipta með hesta og
afnáms óhæfilegra innflutnings
tolla á þeim. Ennfremur að
gefa út alþjóðlegt blað um smá
hesta, notkun þeirra og rækt-
un, á 2—3 tungumálum.
Margs annars var ^etið, er
til starfssviðs samtakanna
heyrði.
ALÞJÓÐLEGT MÓT SMA-
i HESTARÆKTENDA í KÖLN
Þessu næst rakti Gunnar
Bjarnasoh, allan aðdraganda að
stofnun samtakanna, í einstök-
um atriðum. Yrði of langt mál
að skýra frá því öllu hjer í
stuttri grein, enda þótt mark-
vert hafi verið.
Það varð að ráði, að halda
stofnfundinn í Köln, í Þýska-
landi, og voru ýmsir áhugasam-
ir menn, frá mörgum löndum,
látnir vi.ta um þá ákvörðun.
Aðalhvatamaður að stofnfund-
inum, auk Gunnars, var F. H.
TRJESMIÐIR
Eftirtaldir varahlutir í trjesmíðavjelar eru
nú fyrirliggjandi:
Bandsagarblöð í rúllum 14”—114”
Bandsagarblöð fyrir Walker Turner og Tauco band-
sagir 14” og 16”
Sandpappírsbelti fyrir Walker Turner og Porter
Cable slípivjelar.
Tennur í Walker Turner afrjettara.
Gírhjól, keðjuhjól, keðjur og tannir í Parks þykktarhefia
Gúmmí á 16” bandsagarhjól.
Fræsihausar og tennur í Walker Turner fræsara.
Hjólsagarblöð, Utsögunarblöð.
S.ÞIIISIIINSSIM t JIBNSIH
H
Grjótagiitu 7, sími 3573 og 5296.
■ i
lcelandic marketing Company
Imperial Housc, 15—19 Kingsway, London W. C. 2.
Höfum útflutnings- og söluumboð fyrir flestar
tegundir af vörum frá stórum breskum fram-
leiðslufyrirtækjum. — Svörum greiðlega fyrir-
spurnum um verð, gæði og afgreiðslutíma.
Brjef mega vera hvort heldur á íslensku
eða ensku.
Oskum einnig eftir sölutilboðum í íslenskar
útflutningsafurðir, sem við viljum gjarnan
taka að okkur sölu á.
fnniiiiiiiiiiiiiiiiiiilliiimMiiimiiiMiiiiiimmiMiMliiiMMii •
*
■
Sveínherbergishúsgögn
Nýkomin fallcg svefnherbergishúsgögn. Lágt verð. f
Húsgagnavcrslun Guðmundar Guðniundssouar.
Laugaveg 166.
3
□aB«
Gott
1 jós
Til að lýsa yður utan húss og
iiman. Aladdin veitir yður skært
varanlegt oliuljós. Aladdin fram-
leiðsla er við yðar hæfi, stíllirein
og af rýtísku gevð.
Verða íslensku hestarnir þá Thies og fjelagi hans. Ákveðið
látnir keppa í margra tuga kíló var að fundurinn skyldi hald-
metra hlaupi, við erlend hross Framh. á bls. 11.
151ALADD1N BORÐ-
LAMPI
einfaldur og öruggur.
Þessi nýi lampi er i krem
uðum og krómuðum lit.
Aðalhlutar eru skiptan-
legir við Bialaddin hand-
lugt.
Skrifið og biðjið um mynd-
skreytta vöruskrá. Aladdin
lndustries Ltd., 169, Aladd-
in Building, Greenfdrd,
Middlesex, England eða til
Dveyfenda á Islandi:
Samband íslenskra
BIALADDIN GASLUGT
Til notkunar utanhúss. Skært
ljós, scm er öruggt í vindi og
regni. Sterk og örugg lugt, sem
lýsir 13 klst. án áfyllingar. Til
í grænuin enamel eða króm-lit.
V. 0. ELLINGSEN, Reykjavík
samvinnufjelaga, Reykjavík