Morgunblaðið - 07.03.1951, Side 9

Morgunblaðið - 07.03.1951, Side 9
Miðvikudagur 7. mars 1951 w n K g u h i, a n 11* 9 B ffi * kafeare!! liómannadaisráis Síðustu fundir í deildum Afþingis í gær Frá fimleikum Jacara-þrenningarinnar. ÞAÐ kemur fyrir, að reynt er að vekja athygli á fimleika- mönnum og trúðleikurum með skrumauglýsingum, ef ekki vill betur til. Því kann að vera, að fólk hafi ekki tekið það sem sannprófaðar staðreyndir, sem sagt hefir verið um þá fim- leikamenn, sem þessa dagana sýna listir sínar á „kabarett" Sjómannadagsráðsins í Austur- bæjarbíói. Satt að segja kom það hvað eftir annað fyrir mig, er jeg horfði á þetta fólk sem þar kemur fram, hjer um kvöldið, að jeg trúði naumast mínum eigin augum fyllilega. Svo ótrú- leg fimi og leikni kemur þar fram. T. d. þegar Jacarabrenningin sýnir stökk sín, sendist upp af stökknetinu 2—3 mannhæðir, snýr sjer einn eða t.vo hringi eins og hnoðrar í loftinu og lendir á endanum í stól, sem einn fjelaganna heldur á höfði sjer alllangt frá netinu. Ljett- leikinn, fimin er svo mikil, hinar hnitmiðuðu hreyfingar, svo snöggar, að manni getur sýnst þetta í fljótu bragði, frek- ar vera haelega perðar kvik- myndir, en fólk íklætt holdi og blóði, sem þeyttist svona eftir sjónarsviðinu og virðist hafa losað sig undan eðlilegu þyngd- arlögmáli. Þessi Jacaraþrenning kemur hingað sunnan frá Höfðaborg. Piltarnir tveir eru danskir að ætt, en stúlkan sem með þeim er, er ensk. Þau fara hjeðan til Finnlands. Þá er línudansarinn Carl Andrew, alveg ótrúlega fimur, er hann sýnir listir sínar á slök- um streng, sem vingsast til, eins og óstrened þvottasnúra. Hann hefir meðferðis apakött, sem kemur börnum og unglingum í gott skap. Áður ferðaðist fimleikamað- ur þessi með konu sinni um löndin. En nú hefur hann með sjer son sinn 11 ára, sem talinn er, að verða muni ámóta fimur og faðirinn, þegar hann hefir náð fullri leikni og líkams- þroska. Drengurinn „spankúlerar" á snúrunni, fram »og aftur, án þess að hafa jafnsægisstöng, eða annað sjer til stuðnings og halds. Getur hann tekið fjöl, sett hana á snúruna og vegið salt á henni með því að setja fæturna, sinn út á hvorn enda hennar, mjakað sjer aftur á snúruna, og losað sig við fjöl- ina. Eða beygt sig niður að snúrunni og tekið klút í munn sjer, sem þar hangir. — Allt þetta á snúru, sem dinglar til eins og róla. En þó getur faðir hans gert furðulegri hluti á snúrunni. En jeg er ekki að telja það upp fyrir fólki, sem ætlar sjer að sannprófa það, sem þarna ger- ist. með eigin augum. Tveir Norðmenn sýna listir sínar þarna, er heita Pjetur og Páll. Þeir eru feikilega fimir og styrkir. Eru listir þeirra einkum í því fólgnar, að annar þeirra hefir hinn að undirlagi. stendur t. d. á annari hendi upp á höfði hins og þar fram eftir götum, með allskonar tilbrigð- um, sem óþarft er upp að telja. Trúðar tveir danskir, Pless- bræður, sýna ýmsa kátlega til- burði og sjónhverfingar eða skrípalæti. Æfðir í því, að vekja kátínu yngri sem eldri áhorf- enda sinna. Það verður þeim eftirminni- leg stund, sem gefa sjer tæki- færi til að horfa á þessa er- lendu, víðförlu fugla, sem hing- að eru komnir, til að skemta fólkinu í skammdeginu og losa um krónurnar, sem vel er var- ið. til stuðnings fyrir heimili oldraðra sjómanna. Konna-Baldur kynnir leik- þættina og Haukur Mortens syngur. V. St. SÍÐUSTU fundir í deildum Alþingis á þessu þingi, voru í gær. Fundi lauk í Neðri deild um kl. 5,30 síðdegis. Forseti deildarinnar, Sig- urður Bjarnasón, þakkaði þing- | mönnum ánægjulegt og gotti samstarf á þinginu. Óskaði hann utanbæjarþingmönnum góðrar heimferðar og óskaði að deild- armenn hittust allir heilir á næsta þingi. I Einar Olgeirsson þakkaði forseta góða og rjettsýna fund- j arstjórn og gott samstarf við, þingmenn. Þingmenn tóku undir þakk- irnar með því að rísa úr sæt- um. Fundi í Ed. lauk um kl. 7,30 og þakkaði forseti deildarinnar,! Bernharð Stefánsson, þing- mönnum gott samstarf á þing- inu. Óskaði hann utanbæjar- j þingmönnum góðrar heimferð- ar og ánægjulegrar heimkomu, góðrar framtíðar, árs og friðar. Gísli Jónsson þakkaði forseta i'jettsýna og prúða íundarstjórn og honum og konu hans góðrar heimferðar. feðismaðiir Sslands í Te! Aviv í heimsókn lli landsins Sernur hjer um frekari fisksölu til Israel. NÝLEGA ER kominn hingað til landsins F. Naschitz, ræðis- maður íslands í Tel-Aviv. F. Naschitz er hingað kominn £ tvennum tilgangi. Að hafa samband yið utanríkisráðuneytið og auk þess að semja um fisksölu til Israel, ásamt dr. Magnúsi Sigurðssyni, sem hjer er staddur. En ræðismaðurinn er um- boðsmaður Sölumiðstöðvar hraðirystihúsanna í Israel. Ef verður af þessari sölu, sem*1 þeir nú semja um, verður Isxael einn af stærri kaupend- um okkar að frystum fiski. | INNFLYTJENDA- STRALMUR GÍFURLEGUR i F. Naschitz er fimmtugur rraður, fæddur í Austurríki og lögfræðingur að menntun. — Hann flutti til Israel árið 1940 og rekur þar kaup- mennsku og framleiðslufyrir- tæki. Frjettamönnum gafst kost ur á að hitta þennan viðfeldna nxann á Hótel Borg í gæi’dag, cg skýrði hann frá ýmsu varð- andi hagi lands hans og þjóð- ar. Vsrð á fini margfaldasl Búnaðarfjelögin munu þurfa um 30 ráðunaufa Á FUNDI Búnaðarþings í gær hjelt Guðmundur Jónsson skólastjóri erindi um fram- haldsnám búfræðinga hjer á landi, en það hófst, eins og kunnugt er, á Hvanneyrj haust- ið 1947. Vorið 1949 útskrifuð- ust 8 búnaðarkandidatar. Nú eru 7 nemendur í deildinni. — Námið er 2 vetur og eitt sum- ar. Lögð er áhersla á að gera námið þannig úr garði að hæfi sem best þeim, er ætla sjer að taka að sjer leiðbeiningarstörf í sveitum landsins. Nú eru hjá búnaðarfjelags- skapnum í landinu starfandi 14 í'áðunautar. Þurfa mun minnst 15 til viðbótar. Verkefni eru nóg. Jarðabótamælingar, stjórn ræktunarvjela; mæla fyrir skurðum, gera tilraunir, safna upplýsingum um hagfræðileg búnaðaratriði, leiðbeina með kaup á tilbúnum áburði og kjarnfóðri, leiðbeina með val á undaneldisgripum, mjólkur- meðferð, búfjársýningar, bú- reikningar o. m. fl. Þá lagði Guðmundur spurn - ir.gar fyrir Búnaðarþing, varð- ai»di þörf búnaðarsamband- anna og Búnaðarfjelags íslands fyrir faglærða menn á sviði landbúnaðarins. Næsti fundur verður á morg- un kl. 9,30. mannaskipti yrðu hafin milli landanna, ef leyfi fengjust. ISLENSK DAGSKRÁ í ÚTVARPI ÍSRAEL Hinn 15. febr. s. 1. var ís- lensk dagskrá í útvarpi ísrael. Flutti þá F. Naschitz erindi um ísland. Þá voru lesin íslensk ljóð, sem þýdd höfðu verið á hebresku og loks var leikin ís- lensk tónlist, þ. á m. lög eftir Inga T. Lárusson. Er ræðismaðurinn fer hjeðan n k. þriðjudag, hefur hann með sjer nýjar ísl. hljómplötur til útvarpsins í ísrael. Gyð- ingar eru músikelskir mjög og um þessar mundir er syrnfóníu- hljómsveit þaðan á ferðalagi um Bandaríkin og Kanada og mun halda þar unri 60 hljóm- leih a. FYRSTA IIEIMSÓKNIN — VONANDI EKKI SÚ SÍÐASTA — Þetta er fyrsta heimsókn !F. Naschitz hingað til lands. (Lætur hann mjög vel yfir þess- ari heimsókn og kvaðst vona að hún væri ekki sú síðasta. Ljet hann í ljós þakklæti sitt fyrir móttökur af hálfu ríkis- stjórnarinnar og einstakra fyr- irtækja. WASHINGTOIÍ 6. mars. — Um ræður háfa orðið nokkrar í Bandaríkjaþingi um tinkaup ríkjanna. Hefur nefnd sem fjall að hefur um málið nýlega skil- að áliti og er þar lagt til, að Bandai'íkin hætti öllum frekari tilkaupum, uns verðið hefur lækkað. Fyrir Kóreustríðið kostaði hvert pund af tirti á heimsmark aðinum um 75 centi en nú hef- ur verðið stigið allt upp í 2 dollara fyrir pundið, og fer enn stígandi. Hlufu filsogn í land- WASHINGTON 6. mars. — Um 3400 gestir frá 77 þjóðum heim sóttu á síðasta ári Bandaríkin í þeim tilgangi að hljóta þar sjer staka fræðslu og leiðbeiningu við landþúnaðarstörf. Kennsla þessi var gestunum að kostnaðarlausu og einn lið- ur í aðstoð Bandaríkjanna Við þær þjóðir sem styttra eru á veg komnar hvað iandbúnao snertí. F. Naschitz, ræðismaður. Af íbúum ísraelsríkis, sem er 20 þús. ferkílómetrar að stæi'ð og telur 1.4 millj. íbúa, eru 85% Gyðingar. Aðeins urn 150 þús. Arabar eru í landinu og hefur þeim farið mjög fækk andi hin síðari ár, eftir því sem Gyðingum hefur fjölgað. Eu innflytjendastraumurinn er gíf- urlegur eða um 20 þús. mán- aðarlega. Lífskjör þessara innflytjenda cru mjög slæm, sagði F. Nas- chitz. Hagur landsins í heild er því miður góður. Stafar það af því, að nálega allar verslun- arvörur eru innfluttar og versl- unarjöfnuður landsins árlega 1 chagstæður. VINVEITTIR ISLENDINGUM Ræðismaðurinn kvað ísraels- túa vinveitta íslendingum og kvað þá fagna því, að njóta íslensks fiskjar, en talsvert af fiski hefur verið selt til ísrael á vegum Sölumiðstöðvar Hrað- frystihúsanna, fyrir milligöngu dr. Magnúsar Sigurðssonar, sem 'verið hefir tvísvar í Israel vegna slíkra samninga. M. a. I var gerður í des. s. 1. vöru- skiptasamningur milli Sölumið stöðvar hraðfrystihúsanna og fyrirtælcja í Israel, en samkv. honum seldu íslendingar aust- ur þangað fisk fyrir allt að 80 þús. pund en fengu í staðinn ýmsar vörur frá Israel. F. Naschitz kvað náin kynni þessara t.veggja þjóða ekki lxafa verið mikil. Hins vegar væri áhugi ríkjandi fyrir að þau yrðu tekin upp. Kvað ræð- ismaðurinn æskilegt, að ferða- Arsþing Iþróffa- bandalags Ak. AKUREYRI, 6. mars. — Árs- þing íþróttabandalags Akureyr ar hófst í fjelagsheimili ÍBA í íþróttahúsinu á Akureyri mið- vikudaginn 28. febrúar Mættir voru 35 fulltrúar frá 5 íþrótta- fjelögum og sex sjerráðum. Formaður bandalagsins Ár- mann Dalmannsson setti þing- ið og ávarpaði fulltrúa. Fundar stjóri var kosinn Ái'ni Sigurðs- son. Samkvæmt skýrslu stjórna bandalagsins og sjerráðanna höfðu öll þau íþi'óttamót, sem ákveðin voru á ársþingi 1950 farið fram á tilskyldu tímabili að undanskyldu sundmóti Akur eyrar. Eitt íslandsmót og þrjú Norðurlandsmót voru háð á Ak- ureyri og þátttaka frá Akureyri í landsmótum var með mesta móti. í í sambandi við umræður um íþróttamannvirki skýrði for- maður frá að unnið hefði verið 1 á vegum bæjarins að byggingu yfii'byggðrar sundlaugar, gerð- ar nokkrar endurbætur á íþróttahúsinu og lokið við gerð 400 m. langrar hlaupabrautar ( á nýja íþróttasvæðinu. Þá væri og nokkuð á veg komið gerð skautaleikvangs austan við Gróðrarstöðina á vegum Skauta , fjelags Akureyrar. Rætt var um fjárhagsmál, áfengismál o. fl. og ýmsar til- lögur lagðar fram. Var þeim öllum vísað til nefnda, sem j kjörnar voru á fundinum. Nefndirnar munu skila áliti á | öði'um þingfundi, sem vérður miðvikudaginn 14. þ.m.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.